Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 ✝ KristbjörgHéðinsdóttir fæddist á Húsavík 2. september 1922. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga, Húsa- vík, 5. september 2012. Foreldrar Krist- bjargar voru hjónin Helga Jónsdóttir, húsmóðir, frá Fossi, Húsavík, fædd 16. febrúar 1897, dáin 1. júní 1989 og Héðinn Maríusson, útvegsbóndi frá Hlöðum (Maríusarhúsi), Húsa- vík, fæddur 18. desember 1899, dáinn 22. mars 1989. Þau bjuggu allan sinn búskap í Héðinshúsi, (Túngötu 12, Húsavík). Krist- björg var elst 9 systkina. Í ald- ursröð eru: Maríus fæddur 21. okt. 1923. Látinn. Guðrún fædd 20. jan. 1925. Látin. Jón Ármann fæddur 21. júní 1927. Helgi fæddur 31. des. 1928. Pálmi fæddur 18. júlí 1930. Þórunn fædd 8. nóv. 1933. Benedikt fæddur 4. des. 1934. Sigurður fæddur 5. apríl 1937. Kristbjörg giftist 12. nóv. 1946 eiginmanni sínum, Stefáni Pétri Sigurjónssyni bifreiðarstjóra, f. 16. desember 1918, dáinn 27. júlí þau eiga 3 börn. Kristbjörg. Maki Viggó Björnsson, þau eiga 3 börn. Jóhanna. Maki Loftur Magnússon. 4) Sigurjón Pétur, fæddur 11. júlí 1955. Maki Sig- urlaug Sigurpálsdóttir. Þau búa í Reykjavík. Börn þeirra. Stefán Unnar. Maki Friðrikka Edda Þórarinsdóttir, þau eiga 2 börn. Friðrik Elís. Steinunn Anna. Maki Þórður Ragnarsson, þau eiga 3 börn. Linda Björg. Maki Davíð Þór Þorvaldsson, þau eiga 2 börn. Kristbjörg byrjaði mjög ung í línubeitningu og fiskvinnslu hjá föður sínum og fleirum. Jafn- framt aðstoðaði hún móður sína við öll störf sem féllu til á fjöl- mennu heimilinu. Ung fór hún sem aðstoðarstúlka við Hús- mæðraskólanum á Blönduósi. Síðar fór hún sem nemandi í Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal. Á unglingsárunum æfði hún handbolta, og var í hinu fræga „gullaldarliði“ Völs- ungs á Húsavík. Kristbjörg var í Slysavarnafélagi kvenna, en lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir, en skrapp af og til í vinnu við sjávarsíðuna. Hún vann í nokkur ár á leikskóla eft- ir að börnin voru uppkomin og farin að heiman. Hún var mikill ljóða- og tónlistarunnandi alla tíð. Útför Kristbjargar Héðins- dóttur fer fram frá Húsavík- urkirkju í dag 14. september 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. 1999, frá Heiðarbót í Reykjahverfi. For- eldrar hans voru Jónína Sigurð- ardóttir, fædd í Heiðarbót 5. des, 1879, dáin 2. júlí 1937 og Sigurjón Pétursson fæddur á Núpum, Aðaldal, 7. maí 1893, dáinn 29. okt. 1982. Þau bjuggu í Heiðarbót. Börn Kristbjargar og Stefáns eru: 1) Helga Jónína fædd 2. júní 1946. Maki Guðmundur A. Hólm- geirsson, búsett á Húsavík. Börn þeirra: Stefán á 3 dætur. Sædís. Maki Heimir Bjarnason, þau eiga 2 syni. Árni. Maki Hjördís Dal- berg, þau eiga 2 börn. 2) Hjördís fædd 30. mars 1948. Maki Hauk- ur Tryggvason, búsett á Lauga- bóli, Reykjadal. Börn þeirra: Heiðrún. Maki Jón Egill Braga- son, þau eiga 2 börn. Hilmar. Maki Kristín Hannesdóttir. Unn- ur Björk. Maki Sigurður Helgi Pálmason, þau eiga 2 börn. Hug- rún. Maki Pálmi Gauti Hjörleifs- son, þau eiga 1 son. 3) Héðinn fæddur 9. sept. 1950. Maki Hjör- dís Garðarsdóttir. Þau búa í Garðabæ. Börn þeirra: Garðar. Maki Jóhanna Kristjánsdóttir, Elsku mamma mín er fallin frá skömmu eftir að hafa náð 90 ára aldri, almennt við góða heilsu. Hún hafði þá gæfu til að bera að geta hugsað um sig sjálf síðustu árin á Litla-Hvammi 7. Móður minnar minnist ég sem sérstaklega vinnusamrar og vandvirkrar konu. Hún var elst 9 systkina og þurfti snemma að hjálpa til á barnmörgu heimilinu, sauma föt á yngri systkini sín og vinna við að beita hjá föður sín- um. Hún var stálminnug alla tíð og rak okkur flest á gat þegar hún rakti ættir okkar og ann- arra, var minnugri á nöfn, ör- nefni og afmælisdaga en flestir, allt fram á síðasta dag. Mamma var hreykin af afkomendum sín- um og fylgdist náið með þeim við leik og störf. Elsku mamma, það er sárt að kveðja þig en eftir standa ótal minningar og þakklæti til þín. Minning þín lifir. Þinn sonur, Héðinn. Elskuleg amma mín er látin – rétt rúmlega 90 ára að aldri. Yndisleg amma sem hefur fylgt mér í 40 ár. Ein mestu forréttindi í mínu lífi hafa verið að alast upp í næstu götu við ömmu og afa, bæði í föður- og móðurætt. Fjársjóðurinn er mikill og minningarnar eru margar. Hlýj- an, viskan, áhuginn, ástúðin, vinnusemin sem ég fékk að kynnast og njóta er ómetanlegt veganesti út í lífið. Við amma áttum gott sam- band – hún var mér virkilega góð amma. Amma Kibba var forkur til verka, þau afi áttu fallegt heimili, þar sem sannarlega var allt í röð og reglu, maturinn og bakkelsið var með því besta. Og eftir garðinum og bílunum var tekið fyrir fegurð og snyrti- mennsku. Stundirnar við eldhúsborðið á Uppsalaveginum voru ófáar með ömmu og afa, matur og drykkur, spilað, sögur sagðar, farið með ljóð og gátur og spjallað um alla heima og geima. Sem barn voru göngutúrarnir með ömmu Kibbu í búðina spennandi, horn keypt í bakaríinu og komið við hjá „ömmu“ Gunnu nú eða í Héðins- húsi hjá langömmu- og afa. Ánægjulegar minningar eru frá haustunum, berjatínslu, sultu- gerð og sláturgerð og svo laufa- brauðsgerðinni fyrir jólin, allt sannkallaðir hátíðisdagar þar sem allir tóku þátt og gleðin réði ríkjum. Eitt af því sem stendur upp úr í minningum um ömmu og afa var vikuferð með þeim í sum- arhús í Borgarfirði, yndisleg ferð. Ekið var um sveitir allt að Snæfellsnesi, í heimsóknir til vina þeirra beggja. Fróðleiks- molarnir voru margir sem ég fékk í ferðinni um sveitir og bæi landsins, á milli þess sem var áð og við gæddum okkur á appelsíni og Conga. Amma fylgdist vel með afkom- endum sínum. Í hvert skipti sem ég kom norður spurði hún frétta af frændgarðinum. Ég hafði nú ekki alltaf miklar fréttir að færa og átti hún stundum erfitt með að átta sig á að við barnabörnin hittumst ekki daglega í Reykja- víkinni. Í seinni tíð áttu langömmu- börnin hug hennar allan. Ég gleymi ekki símtalinu við ömmu að morgni 2/9 2001. Ég hringdi óvenju snemma til að óska henni til hamingju með afmælið, henni fannst ég árrisul og sagði mér í fréttum hvaða gestum hún ætti von á og hvað hún hefði bakað í tilefni dagsins. Ég læddi svo að henni eftir nokkurn tíma að ég hefði eignast son þá um nóttina, það væri afmælisgjöfin til henn- ar það árið, það tók hana senni- lega 5-10 mínútur að sannfærast um að hann hefði fæðst á hennar degi, áður en gleðin tók völdin. Þeirra samband var yndislegt frá fyrsta degi. Amma var stolt af fólkinu sínu og litlu börnin ylj- uðu henni hvað mest síðustu ár- in, litlu elskurnar mínar, eins og hún kallaði þau. Kveðjustundin er sár og sökn- uðurinn er mikill. Mér er efst í huga endalaust þakklæti fyrir að hafa átt yndisleg ár með elsku- legri ömmu minni. Við hugsum til ömmu og afa með mikilli hlýju, og eins og yngri sonur minn sagði svo fallega á dög- unum: „nú eru amma og afi engl- ar með vængi sem fljúga til okk- ar og passa okkur alltaf, þá líður okkur vel“. Hvíl í friði, elsku besta amma mín, Þín Sædís. Elsku amma. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa á Uppsalaveginn og í minningunni er húsið sveipað ákveðnum ævintýraljóma. Garð- urinn var glæsilegur, enda sinnt- uð þið afi honum af sérstakri al- úð, og innandyra var allt hreint og strokið og hver hlutur átti sinn stað. Þú spilaðir lönguvit- leysu við okkur krakkana en afi söng Dansi dansi dúkkan mín og bauð okkur í göngutúr að gefa öndunum. Alltaf var kaffi á boðstólnum og þú passaðir upp á að uppá- halds sortir allra væru í boði. Ekki mátti heyra á það minnst að fólkið hefði ekki tíma eða pláss til að smakka á öllu. Mér er líka minnisstætt að þú ættir bláan ópal upp í skáp sem þú gaukaðir að okkur krökkunum. Þú varst hlý og gjafmild, elsku amma, og hafðir áhuga á öllu sem maður var að fást við. Þú varst sérstaklega ljóð- og söngelsk og það var gaman að tala við þig um hvort tveggja enda hafðir þú ákveðnar skoð- anir og varst fróð um þessi hugðarefni þín. Jólaboð fjölskyldunnar standa mér ljóslifandi í minningunni, sérstaklega þau sem haldin voru á Uppsalaveginum. Þau stóðu yfirleitt yfir allan jóladaginn með tilheyrandi kræsingum. Þú stóðst vaktina í eldhúsinu og fullorðna fólkið spjallaði saman inni í stofu. Við krakkarnir fór- um gjarnan niður og spiluðum eða lékum okkur í látbragðsleik. Eitt er víst að mikið var borðað, hlegið og haft gaman í þessum boðum og maður fann að þið afi voru ánægð og hreykin af hópn- um sem þið áttuð. Á fermingarárinu mínu flutt- um við fjölskyldan suður. Þá fækkaði ferðunum á Uppsala- veginn en ég fann að þú vildir fylgjast með og fá fréttir. Ég sendi þér stundum bréf og póst- kort og veit að það þótti þér vænt um enda hélstu þessu öllu til haga og sagðir að þetta myndi ég fá eftir þinn dag, sem satt hefur reynst. Elsku amma mín, það er svo sárt að kveðja þig sem hefur verið hluti af lífi mínu síðan ég fæddist. En eftir standa ótal fal- legar minningar um þig og þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar sem ég og aðrir í fjöl- skyldunni höfum átt með þér. Það eru sérstök forréttindi að fá að hafa ömmu sína svona lengi hjá sér. 90 ár er hár aldur en nú var tímabært að kveðja okkur og vitja afa og annarra sem farnir eru. Ég trúi því að þú sért á góð- um stað, elsku amma, og vakir yfir okkur sem eftir lifum. Þín, Jóhanna. Elsku amma, Kristbjörg Héð- insdóttir. Það var miðvikudagsmorgun, þann 5. september síðastliðinn og klukkan var um það bil hálf- átta þegar ég sit í gufunni eftir hlaup morgunsins og ég lygni aftur augum. Það sem fyrir hug- skotssjónum mínum blasir er mynd, það er mynd úr sjúkra- herberginu þínu, elsku amma, og þar sé ég þig ljóslifandi liggjandi þar eins og þú lást þegar ég sat hjá þér laugardaginn 1. septem- ber síðastliðinn. Það sem var breytt við þessa mynd var það að ég sá afa Stebba standa þér við hlið og hann beið átekta. Ég skildi það ekki þennan morgun af hverju þessi mynd birtist mér svona ljóslifandi en nú skil ég það. Ég sakna þín og það er sárt að kveðja, en það er þó ljúft að vita að afi Stebbi hefur nú tekið á móti þér og ég mun hitta ykkur síðar og þá verða fagnaðarfund- ir. Þú varst alveg einstök kona, elsku amma, það yrði hverjum sem er ærið ævistarf að komast í hálfkvisti við myndarskap þinn, glöggskyggni þína, staðfestu, ná- kvæmni, gjafmildi og þá rækt er þú leggur við fólkið þitt, alla af- mælisdaga manstu og alltaf varstu tilbúin með peningaum- slag fyrir öll ömmubörnin langt fram í tímann áður en að afmæl- isdögum eða öðrum tyllidögum kom. Það var þér svo mikilvægt að gera eins við okkur öll og gleyma engum. Þú lagðir rækt við að vita hvað við vorum öll að gera, hvernig okkur vegnaði og svo hrósaðir þú manni í hástert, þú varst gjöful á hrós. Síðastliðin ár bakaði ég alltaf Söru Bernhards kökur og færði þér fyrir jól, ég man hvað þú varst spennt að fá þessa litlu gjöf og það gerði mig voða stolta, þú sem varst svo myndarleg að baka og svo gat ég glatt þig svona mikið með þessu lítilræði. Þú sagðir mér alltaf í símann að þú tímdir engum að gefa með þér, þessar kökur geymdir þú bara fyrir sjálfa þig og það fannst mér enn skemmtilegra að heyra. Ég verð sorgmædd að hugsa til þess að geta ekki sent þér bauk með Söru Bernhar- dskökum fyrir þessi jól en ég mun hugsa til þín hver einustu jól þegar ég baka kökurnar góðu. Ég skrifaði þér og afa Stebba oft bréf eftir að við fjölskyldan fluttum suður árið 1994, þessi bréf geymdir þú og komst þeim til mín síðastliðið ár, ég hef ekki enn lesið þau en ég mun gera það og ég veit að tilfinningarnar verða miklar og ég mun gráta og hlæja og hugsa til ykkar. Þetta er svo lýsandi fyrir þig, þú varð- veittir allt svo vel, allar gjafir sem þú fékkst, allt sem þú eign- aðist fórstu svo vel með, ég þekki engan sem fer eins vel með og þú, amma mín. Ég er nýlega búin að vera að rifja upp skemmtilegar minning- ar af Uppsalaveginum og þær eru svo margar minningarnar, ég er þakklát fyrir þær og stund- irnar með þér og afa Stebba. Ég finn daglega fyrir nærveru afa Stebba og ég vona að þú verðir þarna með honum og fylgist með mér annað veifið. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín nafna, Kristbjörg Héðinsdóttir. Elskuleg föðursystir mín er látin. Kibba, eins og hún var jafnan kölluð, var frumburður föðurforeldra minna. Faðir minn var náinn stóru systur sinni frá barnæsku og segir að dugnaður og kraftur hafi einkennt hana, samviskusemi og afburðahand- lagni. Það hefur verið mikils virði á barnmörgu heimilinu. Kibba og Stefán hófu búskap í Héðinshúsi. Þar fæddist frum- burður þeirra, Helga Jónína. Síðar fluttu þau að Uppsalavegi 9. Börnin urðu fjögur og helgaði Kibba heimilinu krafta sína á meðan þau uxu úr grasi. Mikið fannst mér Kibba eiga skemmti- leg börn sem ég leit upp til. Á efri árum þurfti Stefán að glíma við parkinsonsjúkdóm. Um- hyggja og ósérhlífni Kibbu gerði honum kleift að vera heima leng- ur en annars hefði orðið. Afkom- endur þeirra eru margir. Kibba fylgdist stolt með þeim öllum. Kibba var hávaxin og ákveðin í fasi. Hún var gædd góðum gáf- um. Sérstaklega vönduð kona sem hafði gömul og góð lífsgildi að leiðarljósi; skyldurækni og ábyrgðarkennd. Hún var jarð- bundin og hreinskiptin, vildi hafa hlutina á hreinu og ekki skulda neinum neitt. Hún gerði kröfur til fólks en mestar til sjálfrar sín. Kibba var smekkvís og allt hand- verk vann hún listilega vel. Kibba var stálminnug, ættfróð og hafði góða frásagnargáfu. Hún var í essinu sínu þegar hún sagði frá gamla tímanum. Unun var að hlusta á hana segja frá líf- inu í Héðinshúsi, handboltanum, síldinni og húsmæðraskólanum á Blönduósi. Það var ekki í anda Kibbu að fegra sinn hlut eða stæra sig en öðrum hrósaði hún vel. Kibba kunni mun betur að gefa en þiggja. Gestrisin var hún mjög og vissi hvað börnum þótti gott. Kibba unni íslenskri nátt- úru og góðri tónlist. Alla tíð var gott samband á milli Kibbu og foreldra minna. Móðir mín og Kibba mátu hvor aðra mikils og hefur vinátta þeirra og væntumþykja færst yf- ir til næstu kynslóða. Það er ekki sjálfgefið. Hugurinn reikar aftur til árvissra sumarferða fjölskyld- unnar norður á Húsavík á sjö- unda áratugnum. Koma þurfti 6 manna fjölskyldu fyrir og mér til ánægju gisti ég oft hjá þeim hjónum. Alltaf tók Kibba fagn- andi á móti mér. Við urðum strax miklir mátar þó aldursmunurinn væri mikill. Vináttan efldist og styrktist með árunum. Minning- arnar eru margar og ljúfar. Ég tók Kibbu til fyrirmyndar í mörgu, bókstaflega á sumum sviðum. Hlógum við að því. Ég fékk minn Stebba og eignaðist fjögur börn. Ætíð mættu þau sama hlýja viðmóti og elskuleg- heitum og ég. Áhugi hennar á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur var sannur og ósvikinn. Síðustu mánuðir voru frænku minni erfiðir. Hún var háð aðstoð annarra og var óörugg í nýju hlutverki sem sjúklingur. Skal engan furða, hún var vön að sjá um sig sjálf. Ekki var langt liðið frá því hún hafði haldið kaffiboð á sínu fallega heimili. Kibba var þakklát fyrir það sem lífið hafði fært henni. Hún varð 90 ára og hefur ákveðið að þá væri komið nóg. Hún kvaddi södd lífdaga. Ég kveð Kibbu með söknuði og einlægu þakklæti fyrir allt. Vinátta hennar einkenndist af kærleika og væntumþykju og var okkur öllum mikils virði. Ólöf Jónsdóttir. Kristbjörg Héðinsdóttir HINSTA KVEÐJA Til ömmu Kibbu. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Þínir Aron og Axel. Elskulegur dóttursonur okkar og frændi, RAFN ÖLDUSON, áður Ársölum1, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili móðursystur sinnar miðvikudaginn 5. september. Jarðarförin hefur farið fram. Karen Gestsdóttir, Rafn Vigfússon, Anna Ósk, Kristján og Sonja Rán, Hafni Már, Helena og dætur, Gylfi, Stína og synir, Guðni, Sjana og synir, Marín Ósk og Tómas Andri, Kári Páll og Kristín Júlíana, Ómar, Inga og Anna María og systkini hins látna. ✝ Elskulegur faðir okkar, EGILL Á. KRISTBJÖRNSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 8. september. Auður, Kristbjörn, Guðbjörg og Logi Egilsbörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, MAGNÚS EINARSSON, Vesturgötu 26, Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 14.00. Margrét Magnúsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Einar Snorri Magnússon, Steinunn Birna Magnúsdóttir, Stefán Bjarnarson, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.