Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Mótmæli vegna kvikmyndar gegn íslam, sem gerð var í Bandaríkjun- um, breiddust út um Mið-Austur- lönd og Norður-Afríku í gær. Mótmælendum tókst að brjótast inn á lóð Bandaríska sendiráðsins í Sanaa, höfuðborg Jemen, í gær og brenna bandaríska fánann áður en jemenskum öryggissveitum tókst að hrekja þá á braut. Undir kvöld í gær var sagt að öryggissveitir hefðu skotið fjóra til bana og sært tugi. Boða milljónar manna mótmæli Mótmælendur grýttu sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró, höfuðborg Egyptalands í gær. Sagði egypska heilbrigðisráðuneytið að 224 hefðu hlotið meiðsl í mótmælunum. Þetta var þriðji mótmæladagur- inn í röð í Kaíró. Hópar íslamista hafa hvatt til „milljónar manna mót- mæla“ í borginni í dag. Mohammed Mursi, forseti Egyptalands, bað Egypta að halda ró sinni. „Ég fordæmi og stend gegn öllum þeim, sem … móðga spámann okkar. En það er skylda okkar að vernda gesti okkar og aðkomumenn frá útlöndum,“ sagði hann í yfirlýs- ingu, sem ríkisfjölmiðlar landsins sendu út. Hann fordæmdi einnig árásina í Benghazi á þriðjudags- kvöld þar sem Chris Stevens, bandaríski sendiherrann í Líbíu, og þrír aðrir sendiráðsstarfsmenn létu lífið í mótmælum. Mótmælendurnir voru vopnaðir. Þúsundir stuðningsmanna síta- klerksins Moktada al-Sadr mót- mæltu í nokkrum borgum í Írak í gær. Mótmælendur brenndu banda- ríska fánann og héldu á borðum með vígorðum á borð við „Dauðinn taki Bandaríkin, óvin þjóða“. Í Teheran, höfuðborg Írans, söfn- uðust mótmælendur saman við svissneska sendiráðið, sem gæti hagsmuna Bandaríkjanna þar í landi. Bandarískir embættismenn kváð- ust vera að rannsaka hvort lagt hefði verið á ráðin um árásina í Líbíu og sögðu að grunur léki á um að her- skár hópur jihadista gæti hafa skipulagt árásina. Hún hefði verið flókin í framkvæmd og atvinnumenn virst hafa verið að verki. Þeir hafa gefið í skyn að myndin kunni að hafa verið átylla. Líbíumenn segja menn í haldi Mustafa Abu Shagur, forsætis- ráðherra Líbíu, sagði við fréttastof- una AFP að mikil árangur hefði náðst í rannsókn árásarinnar í Benghazi. „Búið er að handtaka og verið er að handtaka fleiri í þessum töluðum orðum,“ sagði hann. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fordæmdi í gær myndina, sem er tilefni mót- mælanna, og sagði hana bæði „við- urstyggilega“ og „forkastanlega“. Hún hafnaði bæði innihaldi mynd- arinnar og boðskap, en sagði að hún væri engin afsökun fyrir ofbeldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hætta væri á að „glundroði“ breiddist út í Mið-Aust- urlöndum eftir árásina á bandarísku ræðisskrifstofuna í Líbíu og ofbeldið í Egyptalandi og Jemen. „Við ótt- umst að svæðið verði glundroða að bráð, í raun er það að gerast nú þeg- ar,“ sagði Pútín AFP Ólga Egypskur mótmælandi hendir táragassprengju til baka í átt að óeirðalögreglu nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Ólga út af mynd magnast  Mótmæli gegn Bandaríkjunum breiðast út um Mið-Austurlönd og Norður- Afríku  Ráðist inn í bandaríska sendiráðið í Jemen og grjóti kastað í Kaíró Kvikmyndin, sem er kveikjan að mótmæl- unum, nefnist Sakleysi múslíma. Hún var tekin í Bandaríkjunum, sett á netið fyrr á þessu ári og hafa atriði úr henni verið sýnd í arabískum sjónvarpsstöðvum. Í henni er spámanninum Múhameð lýst sem flagara og hann gerður að blóðþyrstum leið- toga manna sem njóta þess að drepa. Myndin hefur verið rakin til manns í Kali- forníu, Nakoula Basseley Nakoula, sem hefur notað ýmis dulnefni. Leikarar í myndinni segja að þeir hafi verið notaðir og samtölum þar sem Múhameð er svívirtur verið bætt við síðar. Myndin rakin til Kaliforníu MÚHAMEÐ LÝST SEM BLÓÐÞYRSTUM FLAGARA Mótmælandi við höfuð- stöðar SÞ í Gasaborg. Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í gær Ah- med Nazif, fyrr- verandi forsætis- ráðherra landsins, í þriggja ára í fangelsi og til greiðslu níu milljóna egypskra punda (rúmlega 180 milljóna króna) fyrir að fjárdrátt úr opinberum sjóðum og að sölsa undir sig eigur ríkisins. Nazif hrökklaðist úr embætti seint í janúar í fyrra rétt eftir að uppreisnin gegn Hosni Mubarak, þá- verandi forseta, hófst. Hann var sak- aður um að nota stöðu sína til að hagnast með ólöglegum hætti. Nokkrir háttsettir embættismenn og kaupsýslumenn, sem voru nánir stjórn Mubaraks, hafa verið dregnir fyrir rétt eftir að hann fór frá 11. febrúar í fyrra. Mubarak og synir hans eru þar á meðal. Mubarak af- plánar ævilangt fangelsi fyrir dauða mótmælenda í uppreisninni gegn stjórn hans í fyrra. Ásakanir á hend- ur sonum hans vegna spillingar voru látnar niður falla vegna fyrningar, en þeir eru í haldi vegna þess að nýj- ar kærur munu vera yfirvofandi. EGYPTALAND Fallinn forsætis- ráðherra í fangelsi Ahmed Nazif Fyrsta opinbera yfirlýsingin frá Xi Jinping, vara- forseta Kína, sem búist er við að taki við for- ustu kínverska kommúnista- flokksins, birtist í málgagni kín- verska komm- únistaflokksins í Guangxi í gær. Þetta er það fyrsta sem spurst hefur opinberlega til Xis síðan hann flutti ræðu fyrsta september. Síðan hefur hann aflýst fundum með fjórum erlendum gestum, þar á meðal Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Fjarvera Xis hefur vakið athygli um allan heim. Skrifað hefur verið um málið á spjallvefjum í Kína, en þeir sæta harðri ritskoðun. Kín- verskir fjölmiðlar hafa ekki minnst á málið en frétt dagblaðsins í Gu- angxi hefur verið birt víða. Tals- maður kínverska utanríkis- ráðuneytisins neitaði í gær, fjórða daginn í röð, að svara spurningum um hvar Xi væri niðurkominn. KÍNA Spyrst til leiðtoga eftir fjarveru Xi Jinping „Hefur þú nokk- urn tímann séð nokkurn stað í heiminum sem er dásamlegri?“ spyr Grace Kelly þegar hún ekur með Caru Grant í hlíðum Mónakó í mynd Alfreds Hitchcocks „To Catch a Thief“ frá 1955. Kelly lét lífið á sama vegi í bílslysi 14. september 1982. Kelly kynntist Rainier prinsi af Mónakó ári eftir að myndin var tek- in, giftist honum 1956 og lék ekki meir. Andláts hennar fyrir 30 árum verður minnst í Mónakó í dag. Fjöl- skylda hennar mun koma saman í kapellu hallarinnar í Mónakó í lok- aðri minningarathöfn, en sonur hennar, Albert II., mun verða við- staddur opinbera sýningu á mynd- inni „To Catch a Thief“ í fursta- dæminu á morgun. MÓNAKÓ Andláts Grace Kelly minnst í Mónakó Grace Kelly Járnskortur getur verið ein ástæðan Vandaðar bætiefnablöndur úr lífrænni ræktun, fyrir börn og fullorðna. Þreytt og slöpp? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. • Einkenni járnsskorts geta verið t.d. mæði, þreyta svimi, kulsækni, hjartsláttaróregla og höfuðverkur. • Floradix og Floravital hjálpa fólki til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. • Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni, sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c- og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.