Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ríkisendurskoðandi og yfirlögmaður
stofnunar hans voru gestir eftirlits-
og stjórnskipunarnefndar Alþingis
þegar hún fjallaði um styrki til
stjórnmálaflokka á fundi sínum í
gær. Þar var meðal annars rætt um
styrki sem þrír stjórnmálaflokkar
fengu frá sjávarútvegsfyrirtækjum
og haldið hefur verið fram að hafi
verið hærri frá tengdum aðilum en
lögin heimila. Málið hefur meðal
annars verið kært til lögreglu.
Lárus Ögmundsson, yfirlögmaður
stofnunarinnar, lýsti þeirri skoðun
sinni við nefndina að ákvæði laga um
fjármál stjórnmálaflokka væru of
óljós þegar kæmi að skilgreiningu á
hverjir teldust tengdir aðilar.
Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í nefndinni, sagði að
endurskoðendur flokksins og lög-
mannsstofan Vík hefðu farið yfir þá
styrki sem um ræðir. Niðurstaðan
hefði verið sú að þótt vissulega væru
tengsl á milli fyrirtækjanna sem
veittu styrkina þá væru þau ekki slík
að ákvæði laganna um tengda aðila
ættu við. Hann sagði ennfremur að
Ríkisendurskoðun og nefndin fengju
sent þetta lögfræðiálit um styrkina.
Vissi ekki hvar prófkjör voru
Fjármál stjórnmálaflokkanna og
eftirlit Ríkisendurskoðunar með
þeim voru einnig almennt til umræðu
á fundinum. Lárus sagði skil fram-
bjóðenda í prófkjörum fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar á reikning-
um sérstaklega raunaleg.
Þannig hafi til dæmis um helming-
ur þeirra, sem tóku þátt í prófkjörum
Samfylkingarinnar, og fjórðungur
sjálfstæðismanna ekki skilað inn
gögnum. Þó væri verra, að svo virtist
sem einum flokknum hefði ekki einu
sinni verið alveg ljóst hvar prófkjör
hefðu verið haldin á hans vegum.
Lárus taldi þó að þau úrræði, sem
væru til staðar til að knýja flokka til
að skila gögnum, virkuðu. Síðasta
haust hefði verið veifað framan í þá
þeim möguleika að framlög af fjár-
lögum til þeirra yrðu stöðvuð.
Kanna ekki afsláttarkjör
Þá kom fram í svörum Lárusar og
Sveins Arasonar ríkisendurskoð-
anda til nefndarmanna að stofnunin
hefði ekki gert neina úttekt á þeim
afsláttarkjörum sem stjórnmála-
flokkar fái hjá fyrirtækjum.
Eins að Ríkisendurskoðun hefði
ekki haft sérstakt eftirlit með styrkj-
um sem stjórnmálaflokkar hefðu
heitið að endurgreiða. Stofnunin
treysti á að endurskoðendur flokk-
anna sæju til þess að skuldbindingar
þeirra gengju eftir í þeim efnum.
Lögin um fjármál stjórn-
málaflokka eru of óljós
Morgunblaðið/Ómar
Fundur Sveinn Arason ríkisendurskoðandi (t.v.) og Lárus Ögmundsson yfirlögmaður sitja fyrir svörum.
Yfirmenn Ríkisendurskoðunar á fundi eftirlits- og stjórnskipunarnefndar
Sunnudaginn 16.
september verð-
ur boðið upp á
hjólreiðaferðir
með leiðsögn
undir yfirskrift-
inni ,,Hjólaæv-
intýri fjölskyld-
unnar“. Hjólað
verður frá þrem-
ur upphafsstöðum á höfuðborg-
arsvæðinu á milli vatnavinja þar sem
áhugasamir fræðimenn segja frá
náttúrufyrirbærum á svæðinu. Hjó-
laævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim
lýkur í Árbæjarsafninu kl. 14, en þar
tekur við hátíðardagskrá umhverf-
isráðuneytisins í tilefni dags íslensk-
ar náttúru. Upphafsstaðir hjólaleið-
anna eru við Bakkatjörn á
Seltjarnarnesi, Ástjörn í Hafnarfirði
og í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.
Hjólaævintýrin henta allri fjölskyld-
unni og eru þátttakendur hvattir til
að hafa með eigið nesti.
Leiðarlýsingu og kort má finna á
www.reykjavik.is/samgonguvika.
Hjólreiðaferðir fyrir
fjölskylduna í boði
Lagadeild Há-
skólans í
Reykjavík fagn-
ar 10 ára af-
mæli. Af því til-
efni verður
haldin ráðstefna
um siðferði lög-
fræðinga og
lagakennslu í
HR, föstudaginn 14. september kl.
15-17.30.
Ráðstefnunni er skipt í tvo hluta.
Í fyrri hlutanum munu Guðmundur
Sigurðsson, forseti lagadeildar HR,
og Rasmus Kristian Feldhusen,
varaformaður námsráðs lagadeild-
ar Kaupmannahafnarháskóla,
flytja erindi. Í seinni hlutanum taka
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra, Arnar Þór Jónsson,
sérfræðingur við lagadeild HR,
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra, Jóhannes Karl Sveinsson
hrl., Róbert R. Spanó, deild-
arforseti lagadeildar HÍ, og Sigríð-
ur Árnadóttir saksóknarfulltrúi
þátt í umræðum.
Ræða um siðferði
og lagakennslu
Veita ætti þeim sem eru að koma
inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta
skipti sérstaka aðstoð, svo sem í
formi fyrstukaupastyrkja sem
virki hvetjandi á sparnað viðkom-
andi.
Þessi hugmynd er meðal nokk-
urra tillagna á sérstöku umræðu-
skjali um lausnir í húsnæðismálum
ungs fólks, sem lagt verður fram á
þingi ASÍ-UNG sem fram fer í dag.
Önnur hugmynd, sem fjallað
verður um, er sú að komið verði á
húsnæðissparnaðarkerfi með
skattafrádrætti, fyrir einstaklinga
35 ára og yngri, til að hvetja til
sparnaðar hjá þeim sem hyggja á
fyrstu kaup eigin húsnæðis.
Öll stéttarfélög innan ASÍ sem
eru 51 að tölu hafa rétt til að
senda fulltrúa á þingið sem er fyr-
ir fólk á aldrinum 18-35 ára. Aðal-
umræðuefnið á þinginu verður
húsnæðismál ungs fólks, bæði
leigumarkaðurinn og fyrstu kaup,
skv. upplýsingum ASÍ.
Fleiri hugmyndir og tillögur eru
settar fram á umræðuskjalinu um
húsnæðismál sem tekið verður til
umræðu og afgreiðslu á þinginu.
Þar er m.a. skorað á stjórnvöld að
fella niður stimpilgjöld vegna lána
til kaupa á fyrstu fasteign.
omfr@mbl.is
Heimili Kaup á fyrstu íbúð eru mörgum erfið. Lagt er til að ríkið aðstoði.
Styrkja ætti íbúða-
kaup ungs fólks
Það var Margrét Tryggvadóttir,
þingkona Hreyfingarinnar, sem
óskaði upprunalega eftir að ríkis-
endurskoðandi kæmi á fund eft-
irlits- og stjórnskipunarnefndar til
að ræða fjármál stjórnmálaflokk-
anna. Það gerði hún í kjölfar um-
ræðu um að Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarflokkurinn og Samfylk-
ingin hefðu fengið styrki frá þrem-
ur sjávarútvegsfyrirtækum sem
áhöld væru um hvort teldust
tengdir aðilar.
Í lögum um
fjármál stjórn-
málaflokka segir
að þeir megi
þiggja styrki að
upphæð
400.000 krónur
frá einum og
sama aðilanum.
Telja skuli saman
styrki frá tengdum aðilum.
Styrkirnir sagðir vera of háir
RÆTT UM UPPHÆÐ STYRKJA FRÁ TENGDUM AÐILUM
Margrét
Tryggvadóttir
Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is
Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir
Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi