Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 ✝ Þóra ErlaÓlafsdóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1931. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 7. september 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- rún Magnúsdóttir, húsmóðir, fædd í Kambshól, Svína- dal, Borgarfjarð- arsýslu 19. desember 1906 og Ólafur Björgvin Ólafsson, prentari, fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1908. Þau hjón eign- uðust auk Þóru Erlu tvo syni. Þeir eru Magnús, f. 1929, bú- settur í Kanada og Ólafur Emil, f. 1941, búsettur í Reykjavík. Fyrri eiginmaður Þóru Erlu var Bolli Gunnarsson, f. 1. júlí 1918, d. 1994. Þau eignuðust fimm börn: 1) Arthur Björgvin Bollason, f. 16. september 1950. Hann er kvæntur Gunnfríði Svölu Arnardóttur, f. 16. nóv- ember 1959. Börn þeirra eru Ívar Már, f. 1997 og Irma Þóra, ander Dungal, þau eiga tvö börn og Eva Þóra Hartmanns- dóttir, f. 1996. 4) Helga Bolla- dóttir, f. 3. janúar 1957, d. 27. mars 2010. Börn hennar eru Daníel Hjaltason, f. 1978, bú- settur í Noregi, hann er giftur Tinnu Vibeku Ómarsdóttur, Símon Hjaltason, f. 1981, giftur Vaniu Lopes, þau eiga tvö börn og Jóel Hjaltason, f. 1983, bú- settur í Svíþjóð. 5) Lilja Bolla- dóttir, f. 12. september 1959. Eiginmaður hennar er Valur Valsson, f. 11. febrúar 1944. börn hennar eru Valur Jóhann- es Valsson, f. 1980, hann á eina dóttur, Rakel Sigrún Vals- dóttir, f. 1986 og Sandra Vals- dóttir, f. 1980, maður hennar er Heiðar Guðnason, þau eiga eina dóttur. Seinni eiginmaður Þóru Erlu var Earl West, hann er látinn. Þóra Erla ólst upp lengst af í Reykjavík en fluttist á ung- lingsaldri til Akureyrar um tíma með foreldrum sínum og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þóra Erla og Bolli voru búsett um árabil í Bandaríkjunum en fluttust 1962 til Íslands. Hún starfaði síðar lengst af í Lands- banka Íslands. Útför Þóru Erlu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. september 2012, klukkan 13. f. 1999. Fyrir átti Arthur tvo syni, Ými Björgvin, f. 1973, kona hans er Hrefna Ósk Bene- diktsdóttir, hann á eina dóttur, og Kormák, f. 1993. 2) Linda Sigrún Bolladóttir Thom- as, f. 15. júlí 1954. Eiginmaður henn- ar er Michael W. Thomas, f. 12. júlí 1952. Börn þeirra eru Michelle Sóley Pi- mentel, f. 2. apríl 1972, maður hennar er Aaron Pimentel, þau eiga tvo syni. Melissa Jóhanna Awai, eiginmaður hennar er Damien Awai, hún á tvö börn. Karyn Þóra Kanekoa, eig- inmaður hennar er Maka Kane- koa, þau eiga þrjú börn. 3) Erla Bolladóttir, f. 19. júlí 1955. Börn hennar eru Júlía Erla Marinósdóttir, f. 1975, gift Steinari M. Skúlasyni, þau eiga eina dóttur, fyrir átti Júlía Erla einn son, Guðbjörg Linda Hart- mannsdóttir, f. 1989, gift Alex- Elsku mamma, nú þegar þú hefur kvatt þennan heim eftir löng og erfið veikindi, leitar á hugann fjöldi minninga um þær stundir sem við áttum saman. Ég minnist þess þegar ég kom lítill hnokki til New York í fyrsta sinn, eftir að hafa eytt fyrstu árum ævinnar í lítilli en hlýlegri blokkaríbúð hjá afa og ömmu í Hlíðunum. Mér líður seint úr minni, hvað mér þótti hátt til lofts og vítt til veggja í glæsilegum híbýlum ykkar pabba á Long Island. Mér leið eins og bóndasyni sem flyst úr koti í ævintýrahöll. Og það var ekki aðeins hallarbragurinn á híbýlunum sem greyptist í minni drengsins úr rykuga smá- bænum á norðurhjara veraldar. Ég man ekki síður eftir því, hvað mér þótti drottningin í höllinni fögur og glæsileg. Ör- lögin höguðu því þannig að ég kynntist þér ekki að ráði fyrr en ég kom sex ára hnokki í heimsókn til ykkar pabba í New York. Frá upphafi varst þú í mínum augum drottning í fögru ævintýri. Það var kannski ekki að undra, þegar haft er í huga hversu glæsileg þú varst. Með tímanum varð mér þó reyndar ljóst að þú varst annað og meira en ævintýradrottning. Og þó að samband okkar væri á stundum erfitt, ekki síst þegar ég bjó hjá ykkur pabba á unglingsárunum, tókst um síðir mikil og góð vin- átta með okkur mæðginum. Auðvitað voru tengsl okkar ávallt mótuð af því að ég ólst ekki upp hjá ykkur pabba nema að litlu leyti. Það kom þó ekki í veg fyrir að við næðum að mynda djúpt og innilegt tilfinn- ingasamband, samband sem var mér alla tíð mikils virði. Það var heldur ekki amalegt að eiga þig fyrir sálufélaga. Þó að þú hafir ekki átt þess kost að fara í langskólanám duldist engum að þú varst gædd ríkri eðlisgreind. Annað sem gerði samvistir með þér ánægjulegar var sú stað- reynd að þú varst að eðlisfari glaðsinna og spaugsöm. Þær voru ófáar stundirnar sem ég átti með þér á langri leið, þar sem við gerðum narr að mönn- um og málefnum. Það var alltaf gott að hlæja með þér. Á hinn bóginn gat líka verið gjöfult að leita til þín í tilfinningalegum þrengingum. Á slíkum stundum gastu verið ráðvilltum syni úr- ræðagóð. Það var líka ánægju- legt að kallsa við þig um tónlist. Ég man eftir því að þegar ég var að enda unglingsárin vaktir þú áhuga minn fyrir sígildri tónlist, sem varð mér seinna drjúgt veganesti í lífinu. Þú sýndir því líka áhuga, þegar sonur þinn fór ungur að sýsla við ljóðagerð. Þegar við fórum að skrafa saman um ljóðlist komst ég að því að ég átti móð- ur sem hafði bæði dálæti og skilning á fögrum kveðskap. Kannski var það einmitt einn sterkasti þátturinn í þínu fari, að þú varst mikill fegurðar- dýrkandi, í fyllstu merkingu þess orðs. Mig langar að leiðarlokum að þakka þér, elsku móðir mín, fyrir allar þær gjöfulu stundir sem við áttum saman á langri vegferð. Og ég þakka þér ekki síst fyrir öll heilræðin sem þú gafst mér um dagana, þó að ég bæri ekki alltaf gæfu til að fara eftir þeim. Hvernig sem annars hagar til í þeim sæluheimi sem þú gistir nú, þá er ég þess full- viss að þar muntu, eins og á jarðvistardögum þínum, bera af öðrum fyrir góðvild og glæsi- brag. Þinn sonur, Arthur Björgvin. Tengdamóðir mín, hún Erla, var fjölhæf kona. Hún var list- hneigð og hagmælt og unni góðri tónlist. Hún var glæsileg heimskona, ákveðin og sterk en jafnframt hlý og vinsamleg. Þetta var konan sem tók svo vel á móti mér þegar ég kom í fjöl- skyldu hennar fyrir rúmum ára- tug. Fyrir það er ég henni æv- inlega þakklátur. Það var lán að kynnast henni þegar hún enn var við góða heilsu. Og margar minningar leita á hugann. Sérstaklega minnumst við fjölskyldan allra jólanna sem hún átti með með okkur í Lágaberginu. Það voru fallegar og góðar stundir. Upp úr miðjum síðasta ára- tug greindist Erla með heilabil- unarsjúkdóm. Enginn veit hve- nær hann fyrst gerði vart við sig en við greininguna var ljóst að hún þyrfti sérstaka aðstoð og umönnun. Hún flutti þá í Folda- bæ í Grafarvogi og bjó þar í góðu yfirlæti um tveggja ára skeið. En sjúkdómurinn ágerð- ist og næst lá leiðin á Landakot. Þar var hún um nokkurra mán- aða skeið en fluttist svo á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem hún bjó síðustu þrjú ár ævinn- ar. Vísindin vita margt um heila- bilun en enginn þekkir þann heim sem sjúklingarnir smám saman hverfa inn í. Erla var lengi á mörkum þess heims, var stundum þar og stundum hér. En jafnt og þétt seig á ógæfu- hliðina og samskipti við aðra urðu stopulli. Lengst hélt hún í kímnina og gat hlegið að spaugilegum atvikum. Og alveg undir það síðasta skildi hún þegar hár hennar var greitt og neglur lakkaðar. Hún var sönn dama alla tíð. Þótt hún væri hætt að geta tjáð sig mátti sjá að henni leið vel á Eir og starfsfólkið þar lagði sig fram um að veita henni umhyggju og hjúkrun. Fyrir það ber að þakka. Að leiðarlokum þakka ég af alhug að hafa fengið að vera samferða Erlu nokkurn spöl á lífsgöngunni bæði meðan allt lék í lyndi og einnig þegar sjúk- dómurinn herjaði. Hún auðgaði umhverfi sitt og hennar verður saknað. En nú hefur hún fengið hvíldina og í því felst huggun að vita að vel er tekið á móti henni á nýjum stað. Blessuð sé minning hennar. Valur Valsson. Þóra Erla Ólafsdóttir ✝ Hanna Jóns-dóttir fæddist á Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum 21. júlí 1934. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. sept- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Einarsson, bóndi á Kálfsstöðum, f. 11. mars 1900 á Eystra-Hóli, Landeyjum, d. 21. maí 1964, og Gróa Brynjólfsdóttir, hús- freyja á Kálfsstöðum, f. 25. nóvember 1904 á Kálfs- stöðum, d. 27. júlí 1966. Systkini hennar: Guðrún Helga, f. 1929, Lilja, f. 1930, d. 2003, Brynjólfur, f. 1932, d. 2011, Einar, f. 1937, Guð- mundur, f. 1944, d. 1992. Hanna giftist þann 12. nóv- Óskar og Jón Kristján, 3) Sig- urður Tryggvi, f. 1966, sam- býliskona hans er Sirigorn Inthaphot, börn þeirra eru Chammari og Kalika, 4) Kristín Ósk, f. 1970, börn hennar og fyrrverandi eig- inmanns hennar, Ólafs Sól- imanns Lárussonar, eru Lár- us Hörður, Heiða Ósk og Júlíus Óskar. Hanna ólst upp á Kálfs- stöðum fram til ársins 1957 en þá fluttist hún til Reykja- víkur. Í tæp þrjú ár var hún í vist hjá Sigríði Ársælsdóttur og fjölskyldu í Reykjavík. Lengstan part starfsævinnar vann Hanna ýmis verslunar- og þjónustustörf og þar af lengst í Allt búðinni. Útför Hönnu fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 14. september 2012, og hefst at- höfnin klukkan 11. ember 1961 Júl- íusi Óskari Sig- urbjörnssyni, f. 1933. Foreldrar hans voru Sig- urbjörn Sigurðs- son, bóndi á Syðstu-Grund, Vestur- Eyjafjalla- hreppi, f. 1896, d. 1971, og Jó- hanna Sigríður Tryggvadóttir, húsfreyja á Syðstu-Grund, Vestur- Eyjafjallahreppi, f. 1900, d. 1975. Börn Hönnu og Júl- íusar eru 1) Margrét Gróa, f. 1961, börn hennar og fyrr- verandi eiginmanns hennar, Ragnars Eyþórssonar, eru Hanna og Eyþór Ómar, 2) Jón, f. 1964, giftur Rögnu Ingimundardóttur, f. 1959, börn þeirra eru Ingimundur Hún Hanna tengdamóðir mín tók mér opnum örmum þegar ég kom fyrst á Hrísateig. Þessi hljóðláta og góðhjartaða kona sem talaði aldrei illa um nokk- urn mann. Hanna barðist hetju- lega við illvígan sjúkdóm. Það var henni erfitt þegar hún var orðin það veik að hún gat ekki gert allt á heimilinu. Henni fannst erfitt að láta snúast í kringum sig, henni fannst hún skulda mér svo mikið. Ég sagði við hana að hún ætti eitt sem ég vildi fá, hennar hluti í honum Jóni mínum, sem ég fékk strax. Hún var mjög sátt með það. Ég vil þakka Heimahjúkrun, Karítas-konum og Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir yndislega ummönnun og vænt- umþykju og vona að Guð vaki yfir Júlla og börnum hennar. Megi minning um góða konu lifa. Ragna. Elsku besta amma mín. Hvernig kveð ég manneskju sem mér þykir endalaust vænt um? Ömmu sem hefur fylgt mér alla ævi, hvar byrjar maður? Ég er svo þakklát fyrir allar minn- ingarnar, söngvana, bænirnar og sögurnar. Þú varst svo góð og gjafmild, svo hugrökk og barst þig alltaf svo vel þrátt fyr- ir veikindin. Þú varst hörkudug- leg og ákveðin en svo hjartahlý og hugsaðir svo vel um alla. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, þú gladdist með mér þegar mér gekk vel og þú huggaðir mig þegar ég átti erfitt. Knús frá ömmu og rjómaterta var allra meina bót. Ég elska þig og sakna þín svo sárt en ég veit að þér líður vel núna. Ég veit að þú varst ekki hrædd við að deyja en þú vildir þrauka og lifa lengur fyrir fjölskylduna, það er svo dæmigert fyrir þig að hugsa ætíð um þarfir og langanir ann- arra umfram þínar eigin. Ég hef hlegið og grátið með þér og ég hef lært svo ótalmargt frá þér, amma mín. Þú ert og hefur alltaf verið fyrirmyndin mín, manstu þegar ég var lítil og var harðákveðin í að verða búð- arkona eins og þú þegar ég yrði stór. Og hvað mér þótti spenn- andi að fá að fara með þér í Allt- búðina og síðar Lipurtána og fá að afgreiða og kaupa mér svo snúð í kaffipásunni. Og mikið af- skaplega þótti mér gaman í búð- arleik með þér og að leika með gömlu dúkkurnar og dúkkulís- urnar, þú áttir svo mikið af spennandi dóti. Þegar ég varð aðeins eldri og of stór fyrir dúkkuleiki varð meira spenn- andi að baka kleinur með þér, fara í göngutúra, spila með þér olsen, olsen, leysa krossgátur, skrifa á jólakortin, læra að sauma og spjalla um heima og geima. Þú og afi ræktuðuð alltaf kartöflur og ég man hvað mér þótti gaman þegar við fjölskyld- an fórum saman að taka kart- öflur upp með ykkur. Það var alltaf svo mikið ævintýri. Svo núna seinustu árin var það lær- dómurinn. Það var best í heimi að læra undir prófin hjá þér, amma, því hjá þér var svo rólegt og þú sást alltaf um að ég myndi ekki gleyma að borða vel og sofa vel og drekka nóg. Og þú hvattir mig alltaf áfram og jafnvel eftir að þú varst orðin svo veik léstu á engu bera og hélst áfram að gefa mér skyrhræring, kleinur, pönnsur og rjómatertur í próf- unum, hlýða mér yfir og spila við mig þegar ég þurfti á pásu að halda. Takk, elsku amma, fyrir allt. Þú lifir ávallt í hjörtum okkar og ég veit að þú munt áfram vaka yfir okkur öllum. Hvíldu í friði, elsku hjartans amma mín. Hanna Ragnarsdóttir. Elsku besta amma mín, ég elska þig og sakna þín svo mik- ið. Þú beiðst mín alltaf þegar ég kom heim úr skólanum. Það var alltaf eitthvað gott að borða þegar ég kom. Mér fannst svo gaman að koma að ná í þig í Lipurtá þegar ég var búin í leik- skólanum. Við fórum út að labba á hverjum einasta degi og alltaf með dósapoka. Þú kenndir mér að sauma, prjóna og baka. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Frekar oft gleymdi ég lyklunum mínum og hringdi strax í þig og ég var varla búin að skella á þegar þú varst komin með lykl- ana til mín og þegar ég var hjá þér og afa á kvöldin og það var orðið dimmt og þú labbaðir með mér heim því ég var svo hrædd. Þú varst alltaf svo gjafmild, t.d. þegar mig langaði í ís eða laug- ardagsnammi þá fékk ég oft 500 krónur hjá þér. Þú dróst mig og Júlla á sleða í leikskólann, afi með Júlla og þú með mig. Þegar þú varst fótbrotin hékk ég alltaf á þér og eitt kvöldið varð mamma mjög reið og sendi mig upp í herbergi, svo fór afi út á svalir og þóttist vera grýla og ég kom hlaupandi eins hratt og ég gat niður stigann. Þú gafst mér líka einu sinni kartöflu í skóinn því ég var búin að vera pínu prakkari þennan dag. Það var ótrúlega gaman þegar þú reynd- ir að tala ensku, t.d. hvernig þú sagðir chicken, „kikken“ vege- table og jucie style „jóla stíll“. Þú keyptir alltaf fullan kassa af „kikken“-núðlum og sauðst handa mér og Júlla. Ég pissaði frekar oft undir á yngri árum og á endanum keyptir þú „pissu- lak“ eins og við kölluðum það. Þegar þú varst orðin mjög veik og gast ekki haft tennurnar uppi í þér þá varst þú svo mikið krútt. Mér fannst svo gaman að heimsækja þig upp á spítala og fá að bursta tennurnar þínar og á meðan ég var að bursta þær var afi svo hræddur um að ég myndi missa þær og þær myndu brotna. Ég man líka þegar við fórum til Vestmannaeyja og vor- um í sundi þegar þú varst næst- um því drukknuð með mig á leiktækjabíl svo allt í einu kom djúpt og mamma þurfti að koma að bjarga þér því þú kunnir ekki að synda og líka þegar við fórum niður í Laugardal og ætluðum að kenna þér að hjóla því ég og Júlli vorum bæði hætt að nota hjálpardekk en það gekk sko ekki, þú varst alltaf á hausnum. Elsku besta amma, ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þér líður mun betur núna. Heiða Ósk. Hanna Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.