Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta yrði algjört rothögg fyrir okk- ur og gæti einnig gengið af íslenskri ferðaþjónustu dauðri,“ segir Stein- grímur Birgisson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hölds, um þau áform sem boðuð eru í nýju fjárlagafrum- varpi að fella niður undanþágu á vöru- gjöldum af innfluttum bílaleigubílum. Hækka á vörugjöldin í tveimur áföng- um árin 2013 og 2014 og laga þau að almennum vörugjöldum á ökutækj- um. Er áætlað að þetta skili ríkissjóði 500 milljónum króna í auknar tekjur á næsta ári. Steingrímur segir þá tekjuáætlun klárlega ekki takast. „Við neyðumst til að kaupa mun færri bíla sem þýðir að virðisaukaskattsupphæðin sem ríkið tapar af því vegur upp og gott betur þær auknu tekjur sem ríkið ætlar sér að ná í þarna, að ótöldum lækkuðum gjaldeyristekjum vegna færri bíla í umferð,“ segir Steingrím- ur og telur að ef áformin fari óbreytt í gegnum þingið muni það „endanlega jarða íslenska ferðaþjónustu og myndi rústa okkar rekstri. Við erum að láta reikna áhrifin af þessu fyrir okkur en það er ljóst að við gætum þurft að hækka verð hjá okkur um tugi prósenta.“ Lakari samkeppnisstaða Bílaleigur í landinu hafa notið nið- urfellingar á vörugjöldum í rúm 10 ár. Var hún sett á á sínum tíma til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra bíla- leiga gagnvart erlendum mörkuðum. Steingrímur bendir á að vörugjöldin hafi áður verið há í samanburði við önnur lönd, þar sem sums staðar séu engin slík gjöld innheimt. Einnig sé dýrt að flytja bílana til landsins, ólíkt því sem mörg önnur lönd í Evrópu búa við. Hér á landi sé háannatími ferðaþjónustunnar einungis 2-3 mán- uðir og samkeppnisstaða Íslands í ferðaþjónustunni því lakari á ýmsum sviðum. „Þetta er eins vanhugsað og hugs- ast getur, maður skilur bara ekki þennan hugsunarhátt að leggja á auknar álögur þar sem eftirspurnin er sögð svo mikil. Þá á bara að stoppa þessa eftirspurn þar sem ekki sé leng- ur forsvaranlegt að viðhalda niðurfell- ingu. Hvaða rök eru það eiginlega? En þetta mun klárlega takast hjá stjórnvöldum að draga úr eftirspurn- inni, til hins verra fyrir alla íslenska ferðaþjónustu.“ Steingrímur gagnrýnir ennfremur það sem segir í frumvarpinu að með niðurfellingu vörugjalda sé unnið gegn markmiðum um losun koltvísýr- ings. Hann segir losunina einmitt hafa minnkað fyrir tilstilli bílaleig- anna sem haldið hafa uppi innflutn- ingi nýrra bíla eftir hrunið. Með hækkun vörugjalda muni bílaleigurn- ar eiga bílana lengur með aukinni hættu á meiri losun. „Þetta er kannski það sem menn vilja; að druslubílaleigurnar fái að blómstra.“ Ein ástæða fyrir því að fella und- anþágurnar niður er sögð misnotk- un við innflutning á bílaleigubílum. Steingrímur segist vita dæmi um þetta hjá óprúttnum fyrirtækjum sem flytji inn nýja bíla og leigi sjálfum sér. „Við viljum setjast niður með stjórnvöldum og finna leiðir til að koma í veg fyrir þetta, frekar en að hækka vörugjöldin og fella undan- þáguna niður,“ segir Steingrímur. „Algjört rothögg“ fyrir bílaleigurnar  Fella á niður í áföngum undanþágu vörugjalda á bílaleigur Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við erum alltaf tilbúin til viðræðna en höfum sagt það fyrr að við trúum því ekki fyrr en við tökum á því að meirihluti þingmanna og fyrrverandi ferðamálaráðherrar ætli að sam- þykkja þessa fáránlegu hækkun. Okkar krafa er ennþá sú að hætt verði alfarið við hækkunina,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), en hún var skipuð í starfshóp fjármálaráðherra nýverið til að fjalla um skatt- lagningu ferða- þjónustugreina. Boðað hefur verið til fyrsta fundar starfshópsins í næstu viku en ráðherrann ákvað að stofna hann í kjölfar mikillar gagnrýni á áform stjórnvalda um að hækka virðisauka- skatt á gistingu úr 7% í 25,5%, sem yrði hæsta slíka skattþrep á ferða- þjónustu í Evrópu og þó að víðar væri leitað. Skjóta fyrst og spyrja svo Við kynningu á fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 2013 lét Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hafa eftir sér að ekki yrði hætt við skatta- hækkunina. Samkvæmt frumvarp- inu er miðað við að hækkunin taki gildi 1. maí 2013 en í umræðum á Al- þingi í gær gaf Oddný í skyn að hún væri til í að fresta skattlagningunni til haustsins 2013, til að gefa ferða- þjónustunni aukið svigrúm til und- irbúnings. „Við lítum svo á að það sé ekki búið að ákveða þetta ennþá, þó að ráð- herrann skjóti fyrst og spyrji svo. Við höfum með skýrslugerð sýnt fram á hve áhrifin verða neikvæð fyr- ir greinina í heild sinni og skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur undir það á margan hátt. Þeg- ar þingmenn hafa kynnt sér öll þessi gögn þá á ég bágt með að trúa að þeir leggi þessi ósköp á ferðaþjónustuna, þannig að hún verði komin með hæsta skattþrep í heimi,“ segir Erna ennfremur. Hún segir ferðaþjónustuna á góðri siglingu og hafi verið að skila miklum tekjum inn í ríkissjóð. Hækkun skattsins um rúm 17 prósentustig muni ekki auka tekjur ríkisins heldur snarminnka þær. Það komi jafnvel fram í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem unnin var af beiðni fjármálaráð- herra, að fækkun erlendra ferða- manna gæti orðið allt að 48 þúsund, sem þýddi 11,5 milljarða króna minni gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Erna bendir einnig á áhrifin af því ef ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að fækka starfsfólki. Þannig hafi ein- göngu tekjuskattur af starfsfólki Ice- landair Group numið 7 milljörðum króna á síðasta ári og aukist um 2 milljarða á tveimur árum. „Þarna eru peningarnir, þarna er tekjuaukning- in fyrir ríkissjóð þannig að ferða- þjónustan fái áfram að blómstra. Margföldunaráhrif geta verið gríðar- leg,“ segir Erna. Ennþá krafa um að hætta við hækkunina  SAF vonar að þingmenn sjái að sér Morgunblaðið/Ómar Ferðaþjónusta Stjórnvöld áforma auknar og umdeildar álögur. Skaðinn skeður » Erna Hauksdóttir segir áform um hækkun vsk. af gist- ingu þegar hafa valdið miklum skaða fyrir greinina. » Fréttir hafa birst í erlendum fjölmiðlum undanfarið að nú sé Ísland orðið dýrt ferðamanna- land á ný. » Erna segir þetta hafa mikil áhrif þar sem bókanir í ferða- þjónustu séu oft gerðar með löngum fyrirvara. Erna Hauksdóttir Í fjárlagafrumvarpinu fyrir ár- ið 2013 segir að ekki þyki for- svaranlegt að viðhalda nið- urfellingu vörugjalda á bílaleigubíla, þegar litið sé til þess að eftirspurn eftir bíl- unum hafi aukist og kerfið sé þungt í rekstri fyrir stjórn- sýsluna. Hin almenna skatt- lagning á ökutæki gefi færi á að innkaupum sé hagað með þeim hætti að skattlagning sé takmörkuð. „Kerfið vinnur gegn markmiðum um minni losun koltvísýrings frá öku- tækjum, hætta er á misnotk- un sem erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með auk þess sem almennt þykir ekki for- svaranlegt að almenningur niðurgreiði leiguverð á bíla- leigubílum,“ segir ennfremur í frumvarpinu um þessa tekjuöflunaraðgerð fyrir ríkissjóð, sem á að skila 500 milljónum króna í auknar tekjur eins og kemur fram hér til hliðar. Steingrímur Birg- isson hjá Höldi bíla- leigu gagnrýnir þessi áform harðlega. Telja hættu á misnotkun í innflutningi FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Steingrímur Birgisson Morgunblaðið/Ómar Bílaleigur Stór hluti af innflutningi nýrra bíla er fyrir bílaleigurnar. Hætt er við að draga muni úr þeim innflutningi og bílaleigur noti bílana lengur en áður, segir Steingrímur Birgisson hjá Höldi, sem rekur bílaleigur víða um land. Ertu að taka til … … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.