Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Skíðaferðirnar okkar 2013 eru komnar í sölu! Nánari upplýsingar á www.baendaferdir.is Spennandi ferðir í beinu flugi til München á útvalda staði íAusturríki Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vegfarendur á Miklubraut ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu skilti neðanjarðarlestakerf- isins í London við undirgöngin sem liggja undir götuna við gatnamót Lönguhlíðar í gær. Ekki var þó um útrás enska lestarkerfisins að ræða heldur var það sem þar var á ferð hluti af haustherferð Icelandair til að auglýsa áfanga- staði sína. Skiltin voru hengd upp á miðvikudag með leyfi Reykjavíkurborgar og munu fá að hanga þar í einhvern tíma. Engum sögum fer enn af ráðviltum erlendum ferðamönnum sem bíða eftir lest sem aldrei kemur. Skilti við undirgöngin við Miklatún hluti af auglýsingaherferð Morgunblaðið/Golli Kennileiti frá London við Miklubrautina Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áform Landsnets um að leggja há- spennulínu þvert yfir Eyjafjörð, nokkuð sunnan við Akureyrarflug- völl, hafa vakið hörð viðbrögð flug- manna og flugrekenda. Þeir telja að háspennulína á háum möstrum, þvert á aðflugsstefnu úr suðri, geti skapað hættu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar hindrunar sem línan sjálf skapar og eins vegna truflana sem geta orðið á leiðsögubúnaði, bæði á jörðu niðri og í flugvélum, vegna raf- og segulvirkni frá háspennulínu á þessum stað. Það geti t.d. haft áhrif á blindaðflug að flugvellinum. Þetta kemur m.a. fram í athugasemdum frá Norlandair, Mý- flugi, Flugskóla Akureyrar, Flug- félaginu Ernir, Landhelgisgæslunni, Bluebird Cargo og öryggisnefnd Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna. Ice- landair hefur einnig lýst áhyggjum sínum af fyrirhugaðri framkvæmd og leggur til að reynt verði að leysa mál- ið með öðrum hætti t.d. því að leggja línuna í jörð. „Við erum ekki sátt við þessa línu- staðsetningu frekar en aðrir,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. „Við hefðum vilj- að að þetta væri fjær öryggissvæðinu. Að setja þetta svona nálægt teljum við ekki vera góða lausn fyrir flugvöll- inn.“ Hann taldi æskilegra að leggja línuna í jörð eða hafa hana fjær flug- vellinum. „Við viljum ekki ógna flugöryggi á nokkurn hátt,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Hann sagði Isavia vera að meta hvar staðsetja mætti línurnar með tilliti til flugöryggis. „Þeir kynntu um daginn bráða- birgðaniðurstöður sem benda til þess að þetta sé allt í lagi,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að bráðabirgða- niðurstöðurnar væru nú til umsagnar og að Landsnet mundi hlíta lokanið- urstöðunni. Telja línuna skapa hættu  Flugmenn og flugrekendur vilja ekki háspennulínu í aðflugsstefnu að Akureyri  Landsnet kveðst ekki vilja ógna flugöryggi og bíður niðurstöðu öryggisúttektar Árni Gunnarsson Háspennulína um Eyjafjörð Loftmyndir ehf. Flugvöllur Pollurinn Akureyri Ytragil Syðragil Teigur Rein ÞórustaðirHvammur Arnarhóll Fyrirhuguð háspennulína (3 tillögur) Aðflugsstefna Guðmundur Ingi Ásmundsson Launahækkun forstjóra Land- spítalans hefur valdið ólgu á Landspítalanum og víðar að sögn Elsu B. Friðfinns- dóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. „Ég er búin að fá fyrirspurnir frá hjúkrunarfræðingum víða á land- inu, sem eru auðvitað í sambærilegri stöðu, og þar vilja menn líka fá upp- lýsingar og hafa verið að óska eftir að fá fundi. Þannig að þetta smitar út frá sér á aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir hún. Þrátt fyrir að sextán mánuðir séu liðnir frá því að skrifað var undir nýj- an kjarasamning hefur enn ekki ver- ið gengið frá stofnanasamningi milli Landspítalans og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Elsa segir að samningafundi um stofnanasamning hafi nú verið flýtt og verði hann haldinn næstkomandi þriðjudag. Hún óttast að batni kjörin ekki hér heima muni margir leita fyrir sér erlendis. Um 350 hjúkrunarfræðingar sóttu tvo fundi sem Fíh efndi til fyrir fé- lagsmenn sína á Landspítalanum í vikunni. „Ég held að menn geti alveg unnt honum að fá hækkun launa, af því að flestir eru sammála um að hann hafi staðið sig alveg ágætlega í sínum verkefnum,“ segir Elsa. „En á sama tíma og menn gleðjast yfir því að þarna sé þó verið að umbuna fyrir viðbótarálag og viðbótarstörf þá gildir það bara um svo marga aðra,“ segir hún. holmfridur@mbl.is Hefur smitað út frá sér  Óánægju með launahækkun forstjóra Landspítalans gætir víðar  Um 350 hjúkrunarfræðingar sóttu tvo fundi um málið Elsa B. Friðfinnsdóttir Blaut tuska í andlitið » Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Ís- lands, segir að hækkunin hafi verið eins og blaut tuska í and- litið, sé eitt stórt hneyksli. » Stjórn Ljósmæðrafélags Ís- lands telur hækkunina mjög óeðlilega. Erlendur ferðamaður lenti í nokkr- um erfiðleikum í Hafnargötu í Reykjanesbæ í gærkvöld þegar hann ók bifreið sinni upp á hring- torg og endaði ferðina á steini sem þar er staðsettur. Bifreið mannsins, sem var bíla- leigubíll, skemmdist þó ekki mikið og ók hann sína leið eftir að lög- reglan hafði komið á staðinn og af- greitt málið. Svo virðist, að sögn lögreglu, sem maðurinn hafi hreinlega ekki áttað sig á því að hringtorg væri fram- undan á veginum og því hafi farið sem fór. Erlendur ferðamað- ur ók bílaleigubíln- um upp á hringtorg Brot 15 ökumanna vegna hraðakst- urs voru mynduð í Hamravík í Reykjavík í gær samkvæmt tilkynn- ingu frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Ábendingar höfðu borist um hrað- akstur á þessum stað. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var eftir veginum í vesturátt að Víkurskóla. Á einni klukkustund eftir hádegi fóru 44 ökutæki þessa akstursleið og því ók um þriðjungur ökumanna, eða 34%, of hratt eða yfir afskipta- hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Fjórir óku á 50 km/klst eða hraðar. Ábendingarnar áttu við rök að styðjast Landsnet mun ekki leggja há- spennulínur í Eyjafirði eða annars staðar í jörð að eigin frumkvæði, að sögn Guð- mundar Inga Ásmundssonar aðstoðarforstjóra. Hann sagði það vera gríðarlega kostn- aðarsamt. „Það er of stór ákvörðun fyrir Landsnet að ákveða slíkt. Það er frekar stjórnmálamanna að axla þá ábyrgð,“ sagði Guð- mundur. Dýr ákvörðun HÁSPENNULÍNUR Í JÖRÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.