Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 35
neshreppi frá 1996. Póstdreifingin er tvisvar í viku, yfirferðin um 60 kílómetrar, en færðin er oft slæm. Jón Guðbjörn var fréttaritari Morgunblaðsins á Ströndum á ár- unum 1997-2005. Hann hefur blogg- að töluvert á Mbl.is og heldur nú úti eigin frétta- og myndavefsíðu frá Árneshreppi á Litlihjalli.is. Jón Guðbjörn býr nú með bróður sinum í Litlu-Ávík, en Sigursteinn, bróðir hans, heldur þar búskap með um 250 fjár. Þá er þar enn umtals- verður reki sem þeir nýta og saga niður í girðingarstaura og jafnvel palla- og klæðningaborð með stórri bandsög. Fimm veðurskeyti á dag Blaðamaður innir Jón Guðbjörn eftir starfinu við vitagæsluna og veð- urathugun: „Þetta verður nú seint talin erf- iðisvinna. Hins vegar er þetta mjög bindandi starf. Ég verð að senda veðurskeyti fimm sinnum á sólar- hring, tek veðrið fyrst klukkan 6 á morgnana og síðast kl. 21.00. Vitinn gengur nú svona af sjálfum sér en það þarf auðvitað að fylgjast vel með honum, skipta um perur og þrífa ljósakrónuna vel og oft. Það er svona ýmislegt sem tínist til við þetta starf. Þegar póststússið er tal- ið með hefur maður í alveg nógu að snúast alla daga." Karlar mæta í saumaklúbbinn En þér leiðist ekkert í skammdeg- ismyrkrinu og fábreytileikanum á löngum vetrarkvöldum? „Ég læt það nú allt vera. Það er ljósastaur hérna við hvern bæ. Það er bara aumingjaskapur að láta sér leiðast. Maður hefur síma og getur vafrað um allan heim á tölvunni. Auðvitað saknaði ég konunnar þegar hún féll frá en ég held að þetta endalausa leiðindatal, kvartanir og ólund út í allt og alla sé fundið upp af ykkur þarna fyrir sunnan, ef þið haf- ið þá ekki apað þetta upp frá erlend- um stórborgum. Ég veit ekki til þess að nokkrum leiðist hér. Félagslífið er líka mikið hérna. Það er haldin félagsvist í skólanum einu sinni til tvisvar í mánuði og svo mæta allir í saumaklúbbinn, karlar jafnt sem konur. Þær sauma út en við karlarnir spilum á spil og fáum svo þetta fína kaffihlaðborð á eftir. Það væsir því ekkert um mann.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns Guðbjörns var Magnea Guðleif Guðjónsdóttir, f. 6.5. 1929, d. 28.1. 1999, húsfreyja, frá Bakkakoti á Rangárvöllum. Hálfsystkini Jóns Guðbjörns, sammæðra: Halla Kristína Svein- björnsdóttir, f. 10.10. 1932, d. 22.7. 1988, húsfreyja í Garðabæ; Guðrún Ágústa Sveinbjörnsdóttir, f. 12.9. 1934, húsfreyja í Norðurfirði; Sig- ursteinn Sveinbjörnsson, f. 28.9. 1938, bóndi í Litlu-Ávík; Lýður Sveinbjörnsson, f. 1.5. 1940, stýri- maður í Reykjavík; Sigríður Anna Sveinbjörnsdóttir, f. 18.2. 1943, bú- sett í Grindavík; Sveinbjörn Svein- björnsson, f. 15.10. 1944, d. 12.5. 2012, bóndi í Norðurfirði og síðar á Ísasfirði. Foreldrar Jóns Guðbjörns voru Guðjón Jónsson, f. 22.4. 1906, d. 5.9. 1978, bóndi og bátasmiður í Litlu- Ávík, og Þórdís Jóna Guðjónsdóttir, f. 20.11. 1913, d. 10.7. 2000, húsfreyja í Litlu-Ávík. Úr frændgarði Jóns Guðbjörns Guðjónssonar Guðmundur Jónsson b. í Stóru-Ávík Kristlaug Jónsdóttir húsfr. í Stóru-Ávík Jón Magnússon bátasmiður í Litlu-Ávík Jóhanna Magnúsdóttir húsfr. í Litlu-Ávík Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Ingólfsfirði Jón Jónsson b. og smiður í Munaðar- nesi og Krossnesi Kristín Ólafsdóttir húsfr. í Krossnesi Jón Guðbjörn Guðjónsson Guðjón Jónsson b. og bátasmiður í Litlu-Ávík Þórdís Jóna Guðjónsdóttir húsfr. í Litlu-Ávík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Litlu-Ávík Guðjón Steindór Guðmundsson b. í Litlu-Ávík Sigríður Ágústa Jónsdóttir húsfr. í Litlu-Ávík Jón Magnússon bátasmiður í Litlu-Ávík Magnús Jónsson b. í Krossnesi og Ingólfsfirði Ólöf Jónsdóttir rithöfundur Vitavörðurinn Jón Guðbjörn. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Jökull Jakobsson, rithöfundur,fæddist á Neskaupstað í Norð-firði 14. september 1933. Faðir hans var séra Jakob Jónsson og móðir Þóra Einarsdóttir. Auk Jök- uls eignuðust þau Guðrúnu Sigríði persneskufræðing, Svövu rithöfund og alþingismann, Jón Einar lögfræð- ing og Þór veðurfræðing. Börn Jökuls eru fimm talsins. Dótturina Unni Þóru eignaðist hann með Áslaugu Sigurgrímsdóttur. Ár- ið 1957 kvæntist hann Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni og rit- höfundi, en hún er systir Braga Kristjónssonar, bóksala í Bókinni. Jóhanna og Jökull eignuðust El- ísabetu Kristínu, Illuga og Hrafn. Þau skildu. Seinna eignaðist hann Magnús Hauk með Ásu Beck. Jökull lauk námi í Mennta- skólanum í Reykjavík, 1953. Eftir það stundaði hann háskólanám í Vín- arborg, London og Reykjavík, m.a. í leikhúsfræðum. Hann vann m.a. sem blaðamaður á Tímanum og ritstýrði Vikunni. Eftir 1961 helgaði hann sig ritstörfum og starfaði einnig við út- varp og sjónvarp. Fjöldi ritverka liggur eftir hann, m.a. ferðasögur, smásögur, skáld- sögur og leikrit. Fyrsta skáldsaga Jökuls, Tæmdur bikar, kom út þeg- ar hann var sautján ára gamall. Jökull var mikilvirkt leikritaskáld. Meðal leikverka hans voru Pókók (1961), með gamansömu ívafi, Sjó- leiðin til Bagdad (1965), Sumarið ’37 (1968) var harmrænna en fyrri verk og gamansemin vék fyrir íróníunni. Verk hans voru sett upp á fjölum leikhúsanna og í útvarpi. Leikritið Hart í bak sem frumsýnt var í Iðnó 1962 er alla jafna talið marka upphaf nútíma leikritunar á Íslandi. Leik- ritið naut mikilla vinsælda og hann stimplaði sig inn sem fremsta leik- ritaskáld Íslendinga á sjöunda ára- tug tuttugustu aldarinnar. Efn- ishyggja eftirstríðsáranna og hefðbundnir atvinnuvegir þjóð- arinnar endurspeglast gjarnan í per- sónum leikverkanna. Þættir hans í útvarpi voru róm- aðir, þá einkum Gatan mín þar sem hann gekk um götur Reykjavíkur og rifjaði upp sögu þeirra. Jökull lést lést 25. apríl 1978. Merkir Íslendingar Jökull Jakobsson 85 ára Áslaug Kristjánsdóttir Jón Bergs Sigurbjörg Guðlaugsdóttir 80 ára Einar H. Guðmundsson Sigvaldi Magnús Ragnarsson 75 ára Einar Þorkelsson Kristín Þórðardóttir Ólafur Valdimar Guðmundsson Úndína Gísladóttir 70 ára Edda R. Niels Guðmundur Agnar Axelsson Svanfríður Larsen 60 ára Auður Höskuldsdóttir Ásthildur B. Snorradóttir Gunnlaugur Sverrisson Jóhann Geir Frímannsson Ólafur Pálmi Baldursson Pálína Aðalbjörg Pálsdóttir Rúnar Hafberg Jóhannsson Sigurður Guðni Sigurðsson Sigurður Örn Magnússon Zbigniew Michelis Þorgerður Helga Halldórsdóttir Þráinn Örn Friðþjófsson 50 ára Björn Gísli Halldórsson Guðmundur L Sverrisson Guðrún Bergmann Vilhjálmsdóttir Haukur Valdimarsson Helgi Jensson Hörður Valdimarsson Júlíus Ragnar Pétursson Lúðvík Eiríksson Sherry Inga Halterman Sigríður Arnþórsdóttir Svanhvít Sverrisdóttir Þorsteinn Guðbrandsson Örn Guðmundsson 40 ára Andrea Barbara Dettling Bragi Smith Helguson Diljá Sigursveinsdóttir Guðrún Björk Bjarnadóttir Gunnar Snævarr Jónsson Ragnheiður Erla Hjaltadóttir Valgarður Lyngdal Jónsson 30 ára Andri Þór Ómarsson Elín Kristín Guðrúnardóttir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir Hrafn H. Malmquist Húni H. Malmquist Írena Björk Ásgeirsdóttir Kolbrún Franklín Mantas Ceskauskas Marzena Bogumila Kulikowska Sigurður Trausti Traustason Stephan Hafsteinn Magnússon Svavar Jón Árnason Til hamingju með daginn 30 ára Nói lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA-prófi í mannfræði frá HÍ og stundar nú MA-nám í bókasafns- og upplýs- ingafræði. Maki: Lena Geirlaug Yngvadóttir, f. 1986, nemi. Foreldrar: Kristinn H. Þorsteinsson, f. 1956, garðplöntufr., og Rósa Þórarinsdóttir, f. 1956, skrifstofum. hjá Hörpu. Nói Kristinsson 30 ára Helgi ólst upp á Akureyri, er byggingaiðn- fræðingur frá HR og starf- andi húsasmíðameistari. Maki: Valdís Ösp Jóns- dóttir, f. 1985, hjúkr- unarfræðingur. Börn: Birkir Kári Helga- son, f. 2008, og Þórhildur Eva Helgadóttir, f. 2011. Foreldrar: Hörður Geir Björnsson, f. 1954, stál- smiður, og Laufey Braga- dóttir, f. 1956, starfar við heimaþjónustu. Helgi Valur Harðarson 30 ára Íris lauk prófi í markaðsfræði við Baruch College í New York og starfar hjá Rannsókn- arnefnd Alþingis. Maki: Kristinn Ólafur Kristinsson, f. 1978, starf- ar hjá Primera Air. Synir: Mikael Andri, f. 2005; Viktor Ágúst, f. 2008, og Kristinn Arnar, f. 2010. Foreldrar: Helga Að- alsteinsd., f. 1950, og Ás- björn Þorleifsson, f. 1950. Íris Björk Ásbjarnardóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is REMINGTON merkið sem fólkið treystir Tæki til hársnyrtingar fyrir alla Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 kópavogur 577 2150 - avon@avon.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.