Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samstarfsfólk þitt er reiðubúið til að aðstoða þig með samvinnu í dag. Ef það er fyrir neðan þína virðingu geturðu afþakkað það kurteislega. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þér finnist þú hafa alla hluti á hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref þú átt að stíga næst. Láttu í þér heyra svo hægt sé að koma hugmyndum þínum á framfæri. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú nærð árangri í samskiptum í dag því þú áttar þig á því hvað aðrir eru að fara. Vertu því ekki að rökræða málin þegar nið- urstaða er fengin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu það, þegar þú átt orðaskipti við aðra, að vera má að viðmælandi þinn sé ekki eins harður af sér og sýnist. Ef þú vilt sýna vægðarleysi, þá er þetta rétta málefnið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú þarft að taka ákvörðun fyrir annað fólk skaltu gæta þess að hugsa um hag þess en ekki þinn. Til allrar hamingju hefur þú fulla stjórn á aðstæðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er sama hversu þróað sjálfsöryggi þú hefur, það er alltaf smuga fyrir smá efa til að laumast að þér. Eignir þínar gætu borið ríkulegan ávöxt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert síbrosandi og upplífgandi fyrir fólk í kringum þig. Hugsaðu um það hvernig best er að koma á jafnvægi milli andlegra og líkamlegra þarfa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú lætur freistast til þess að eyða fáránlegum fjárhæðum í einhvern ann- an. Taktu fagnandi þeim breytingum sem eru nauðsynlegar þegar til lengri tíma er litið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér tekst að miðla málum ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur. Vondu fréttirnar eru þær að þú þarft að við- urkenna gallana fyrst – að minnsta kosti fyrir sjálfum þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Margt af því sem sýnist áríðandi leysist upp ef maður lætur sem maður taki ekki eftir því. Skemmtun, rómantík og ánægjulegar stundir eru framundan. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft á hvíld að halda. Svo lengi sem þú ert á réttri leið, er allt í þessu fína. Varastu bara að gera ekki of mikið úr hlutunum eða ganga of langt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn hentar vel til að ræða við yf- irmann þinn. Framlag þitt í verkefnum og ákvörðunum er mikils metið. Það var svalt og haustlegt ámorgungöngunni hjá Pétri Stefánssyni: Alltaf kólnar meir og meir og myrkrar fyrr á kvöldin. Hnígur gróður, hrörnar, deyr, er haustið tekur völdin. Jón Ingvar Jónsson rakst á þessa vísu á Leirnum, póstlista hagyrð- inga. Hann var lítt hrifinn og taldi um sjálfsögð sannindi að ræða á þessum árstíma. Leirlöggan, eins og Jón Ingvar er stundum kallaður, lét vísu fylgja með þessum aðfara- orðum: „Við Steindór Andersen ákváðum einu sinni að yrkja vísu með „húmar að“. Hún varð svona (seinni parturinn kom vegna velgj- unnar sem við fengum af fyrri part- inum): Húmar að og hausta fer, hrynja lauf af tránum. Þessi vísa ótæk er, ort af tveimur bjánum.“ Pétur ákvað þegar að breyta vísu sinni: Alltaf kólnar meir og meir morkna lauf á runna, Svona vísur semja þeir sem það varla kunna. Og enn breytti hann haustvís- unni: Sólin lækkar, sífellt meir, sumarblómin hníga. Svona vísur semja þeir sem í vitið stíga. Nú stóðst Friðrik Steingrímsson ekki mátið: Klúður var með kveðskapinn svo kappinn reyndi betur, þetta tókst í þriðja sinn, þrautseigur er Pétur. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl orti á sextugsafmæli sínu: Þegar ellin á mig kallar, inn ég henni tæpast býð, en vona, þegar hausti hallar, hitti ég á góða tíð. Gylfi Pálsson hafði samband vegna vísu sem birtist í bréfi til Vísnahornsins í vikunni: „Hef alltaf heyrt upphafið á vísu Steingríms Einarssonar læknis þannig: „Und- arleg er vor rulla ...“ Síðustu tvær ljóðlínurnar eru með ýmsu móti; jafnvel aðeins: „Ýmist drulla eða harðlífi.“ Þá er vísan svona: Undarleg er vor rulla í þessu jarðlífi. Ýmist drulla eða harðlífi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hausti, þrautseigju og tveimur bjánum eftir Jim Unger „EF HÚN MÆTIR EKKI, EIGUM VIÐ ÞÁ AÐ SKREPPA OG SKOÐA GULLFOSS?“ HermannÍ klípu „ÉG ER ALVEG NÓGU KLÁR. ÉG ER BARA EKKI MEÐ RÉTTA TENGSLANETIÐ.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...það sem gefur þér útgeislun. EIN- KUNN IR HROLLUR, HVERNIG HUNDUR ER SNATI? HANN ER BARA ÓMERKILEGUR BLENDINGUR, BASTARÐS- AFKVÆMI. SJÁÐU NÚ HVAÐ ÞÚ GERÐIR! SNÖKT! AF HVERJU KVEIKIRÐU EKKI Á TÖLVUNNI? OG SPILLI ÞESSUM GÓÐA DEGI?Íslenska karlalandsliðið í fótboltanáði óskabyrjun í undankeppni Heimsmeistaramótsins með því að vinna Norðmenn 2:0 á Laugardals- velli í liðinni viku en missti flugið þeg- ar það tapaði 1:0 fyrir heimamönnum á Kýpur í sömu keppni í vikunni. Ís- lenskir knattspyrnuáhugamenn héldu vart vatni eftir fyrri leikinn en ekki var hátt á þeim risið eftir þann síðari. En það er ástæðulaust að ör- vænta, því enn eru átta leikir eftir í keppninni. x x x Þetta verður allt í lagi, segir Böddiprentari gjarnan við fréttastjóra á morgnana þegar autt blað morg- undagsins blasir við og engar virðast vera fréttirnar. Þetta verður allt í lagi, segir Böddi þegar hann mætir á kvöldvaktina og hlustar á vaktstjór- ann þusa um tómar síður morg- undagsins. Þetta verður allt í lagi, segir Böddi við blaðamanninn sem á í erfiðleikum með að láta fréttina og myndina passa í sniðið. Þetta eru orð að sönnu hjá Bödda því blaðið kemur alltaf út. x x x Böddi styður mál sitt með því aðbenda á að í 95% tilfella búi fólk til vandamál, geri úlfalda úr mýflugu. Því sé ástæðulaust að hafa áhyggjur, að minnsta kosti fyrirfram. Málarar máli ekki skrattann á vegginn heldur lífgi upp á tilveruna með litum sínum. Það sé til eftirbreytni frekar en til- búningur ótta og erfiðleika. x x x Landsliðið skemmti áhorfendumfyrir viku. Áhorfendur létu sitt ekki eftir liggja. Fylltu nær völlinn og voru hreint út sagt frábærir, sungu og hvöttu sína menn áfram. Vinur Víkverja hafði á orði að andrúmsloftið minnti einna helst á stemmninguna sem ríkti á vellinum, þegar Ísland vann Austur-Þýskaland 2:1 í und- ankeppni EM 1975. x x x Töluverð breyting hefur orðið álandsliðinu í fótbolta og Víkverji er á því að bjartir tímar séu fram- undan þrátt fyrir tapið á móti heima- mönnum á Kýpur. Í október eru það Albanía úti og svo Sviss heima. Vík- verji tekur undir með Bödda. Þetta verður allt í lagi. víkverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín. (Sálm. 146:1) 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.