Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 8
„Það springa allir úr hlátri þegar ég er spurð hvað ég er að gera þessa dag-
ana,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Ástæðan er sú að Sólveig er ka-
sólétt að lesa inn á hljóðbókina Fimmtíu gráir skuggar en eins og flestir vita
eru krassandi kynlífslýsingar í bókinni og ófáir sem sagðir eru hafa roðnað
við lesturinn.
„Þetta eru svolítið skondnar aðstæður. Ég er í pínulitlum klefa að lesa og
við hljóðmaðurinn, Jónas Snæbjörnsson, erum góðir vinir. Það fyrsta sem ég
hugsaði því var „Aumingja Jónas!“ Sólveig segir að lesturinn gangi þó vel og
þau taki þessu eins og hverju öðru verkefni og passi sig að láta þetta ekki
hljóma eins og Rauða torgið enda sé þetta langt frá því. Skynjun – útgáfufyr-
irtæki gefur hljóðbókina út. Sólveig er að fara norður í land um helgina með
teymi sínu Pörupiltum og sýnir uppistandið Homo Erectus í Hofi í kvöld.
Les kynlífslýsingar
kasólétt
Sólveig Guðmunds-
dóttir leikkona
kippir sér ekki upp
við lesturinn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
FIMMTÍU GRÁIR SKUGGAR Á HLJÓÐBÓK
Vettvangur
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012
Á öllum hnettinum er ekkert sambærilegt,“sagði Sigurður Nordal á sínum tíma umsérkenni Íslands og bætti við að dýrmæt-
ast væri það sem við ættum og værum sem sjálf-
stæð þjóð. Líkt og oftast hafði Sigurður sjálfsagt
rétt fyrir sér. En hver eru þessi dýrmæti og hvað
er það sem ekki er sambærilegt við neitt annað „á
öllum hnettinum“?
Svarið hefur oft verið okkur nær en nú. Svipt-
ingarnar síðustu ár virðast hafa skapað óvissu um
hver við viljum vera en meiri vissu um hver við vilj-
um ekki vera. Sannarlega ekki séríslenskt, heldur
vel þekkt viðfangsefni þjóða og þeirra sem með af-
gerandi hætti þurfa að takast á við nýjan veruleika.
Þannig viljum við alls ekki vera það sem ein-
hverjir sögðu okkur fyrir einhverjum árum vera.
Ísland „best í heimi“ með óteljandi bankamenn
sem „eiga allt og mega allt“ yrði þannig seint sér-
kenni sem sameinast yrði um, enda næstum jafn-
fjarlægt og sá fáfróði hópur fólks sem hér átti að
búa á hjara veraldar með Bjart í Sumarhúsum í
broddi fylkingar. Hvorug staðhæfingin hefur
nokkurn tíma átt við um íslenska þjóð en báðar átt
sinn þátt í að byggja upp eða brjóta niður sjálfs-
mynd okkar á ólíkum tímum og við ólíkar að-
stæður.
En sé horft fram hjá slíkum svart/hvítum alhæf-
ingum um einkenni heillar þjóðar, hver eru þá
helstu sérkenni okkar samfélags og eru þau sér-
kenni í samræmi við það sem við viljum vera sem
þjóð? Ég er sannfærð um að svo sé. Ég er líka
sannfærð um að samstaða okkar um þau sérkenni
er meiri en flestra og svo mikil að hvorki tíma-
bundnar hindranir, stjórnvöld sem stefna í aðra átt
eða hrakspár um að við getum bara verið annað
hvort best eða verst breyti þar nokkru um.
Þannig á það enn við, sem ítrekað hefur verið
staðfest í athugunum. Þjóðin telur sína helstu
styrkleika vera kraftinn sem í fólkinu býr, frelsið
sem það á að njóta og sjálfstæðið sem við viljum
vernda. Dugnaður, vilji til verka og trú á að allir
skuli hafa tækifæri til að láta drauma sína rætast
eru enn þau sérkenni sem sameina okkur og við
eigum að virða og vinna með.
Vel má vera að sumir hafi um tíma misst sjónar á
einhverjum þessara sérkenna, verið of uppteknir
af því að öðlast allt frekar en flest og fylgt hópnum
meira en eigin hyggjuviti. Lærdómurinn af því má
þó ekki verða sá að hverfa enn lengra frá sérkenn-
um okkar eða sætta okkur við það að njóta ekki
þess besta sem í boði er. Lærdómurinn má heldur
ekki verða sá að við hættum að treysta eigin skyn-
semi, efumst um getu fólksins sjálfs eða missum
sjónar á þeim vilja og þeirri getu sem sameinar
þessa þjóð.
Sérkenni Íslands eru sérkenni þeirra sem hér
búa. Kröftugir, sjálfstæðir og frjálsir einstaklingar
skapa kraftmikið, sjálfstætt og frjálst samfélag. Ís-
lendingar eru þannig þjóð. Þjóð sem lætur ekki
segja sér að hún sé eitthvað annað en hún er. Þjóð
sem veit að gott samfélag byggist á því góða úr því
gamla og nýtir reynsluna til að gera stöðugt betur.
Og þjóð sem veit að þannig varðveitum við það
dýrmætasta sem við erum og eigum og getum um
ókomin ár vitnað í orð Sigurðar Nordal um að „á
öllum hnettinum er ekkert sambærilegt“.
Að vera best eða verst
*Kröftugir, sjálfstæðir ogfrjálsir einstaklingarskapa kraftmikið, sjálfstætt
og frjálst samfélag. Íslend-
ingar eru þannig þjóð.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
hannabirna.kristjansdottir@reykjavik.is
Vinsælt veggspjald vikunnar sýndi leik-
konuna Elizabeth
Taylor gefa fingurinn en undir því stóð:
„Ég er ekki skapstór, einungis viðbragðs-
fljót þegar rugl er annars vegar.“ Mynd-
inni var víða deilt.
Grein sem vakti
mikla athygli í vik-
unni var eftir
Kristjón Kor-
mák Guð-
jónsson og birtist á vefmiðlinum press-
an.is. Þar lýsti Kristjón viðbrögðum
yfirmanns unglingavinnunnar á Selfossi
við ábendingu hans um að fimmtán ára
dóttir hans og fleiri hefðu orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni en hann var afar ósáttur
við viðbrögðin sem hann fékk.
Einar Már Guð-
mundsson rithöf-
undur átti afmæli fyrr í
vikunni og tók á móti
fjölda afmæliskveðja á
facebooksíðu sinni.
Ásgeir Trausti Einarsson tónlist-
armaður er á góðri leið með að verða
skærasta poppstjarna Íslands – með
sama sjarmayfirbragð og Mugison.
Hann er ekki virkur notandi á Facebook
en er hins vegar með aðdáendasíðu þar
sem aðdáendur hafa hrannast inn á stutt-
um tíma. 4.195 manns „líkar við“ síðuna
hans.
Ásgeir Trausti kemst þó ekki enn með
tærnar þar sem Emilíana Torrini hef-
ur hælana en tæplega 70.000 aðdá-
endur hafa gefið henni þumal upp á
Facebook. Emilíana er stödd á landinu
þessa dagana að vinna að spennandi tón-
listarverkefni sem enn fer þó hljótt.
ÚR HEIMI FACEBOOK
Hin hálfíslenska fyrirsæta og
leikkona Angela Jonsson er
að gera það gott í Indlandi.
Fyrr í sumar landaði hún að-
alhlutverki í kvikmynd sem
einn stærsti kvikmyndafram-
leiðandi þar í landi, Saijd
Nadiadwalla, gerir og þá var
hún fyrir tveimur vikum kosin
ein af tíu flottustu fyrirsætum
Indlands af stórri tískuvefsíðu
þar í landi, IBN Live.
HÁLFÍSLENSK Í INDLANDI
Angela Jonsson á
flottustu forsíðunni
Angela Jonsson á íslenskan föður.