Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 14
* Fátt jafnast á við heimagerðan ís á einu af ískaffihúsum BerlínarFerðalög og flakk
Ég er að uppgötva risastóran nýjan heim sem mérfinnst afar heillandi,“ segir Soffía Jóhannesdóttir.Heimurinn sem Soffía vísar til er ferðamótorhjóla-
mennska en í sumar hefur hún skoðað landið á mótorhjóli.
„Maður er einhvern veginn frjálsari og nær landinu, finnur
lyktina og vindinn og þetta er smá adrenalínkikk líka. Mað-
ur upplifir landið á nýjan hátt.“
Tilvera Soffíu hefur tekið miklum breytingum síðasta árið
og hennar daglegu félagar eru nær eingöngu karlmenn með
mótorhjóladellu. „Ég er innan um svo mikið testósterón að
ég hugsaði á tímabili að það hlytu að fara að vaxa á mig
eistu,“ segir Soffía og hlær. Bifhjól komu fyrst inn í líf
Soffíu þegar hún stofnaði vespuleigu við Reykjavíkurhöfn og
tók þá mótorhjólapróf. Fyrr á árinu sameinuðust svo Lunda-
vespur, Harley-Davidson búðin og mótorhjólaleigan Biking
Viking undir nafninu Reykjavík Motor Center. „Þetta er bú-
ið að vera mikil upplifun. Ég vissi ekkert út í hvað ég væri
að fara. Stökk svellköld út í djúpu laugina.“
Soffía hefur nýtt hvert tækifæri í sumar til að ferðast um
landið á mótorfák. Þar á meðal til Vestmannaeyja, norður í
land og farið í dagsferðir hingað og þangað út frá Reykja-
vík. „Ég fór líka í stórkostlega 10 daga leiðsöguferð þar sem
hringurinn og Vestfirðir voru teknir með útúrdúrum frá að-
alvegunum. Þar keyrði ég reyndar trúss-bílinn en það er
mjög gaman að ferðast með útlendingum og fá þannig tæki-
færi til að sjá landið sitt með augum utanaðkomandi.“
Sumarið hefur verið mjög annasamt en ferðahjól sem
Reykjavík Motor Center er með hafa notið mikilla vinsælda
meðal erlendra ferðamanna en þá hefur verið hægt að fá
leiðsögumenn með í ferðir og jafnvel farangursbíl. „Þó svo
að haustið sé skollið á og vertíðin svo til búin eru enn þó-
nokkrar haustferðir í kortunum. Það eru þá aðallega seinni-
partsferðir, en þær bjóðum við upp á síð- og snemmsumars.
Það fer skiljanlega eftir veðri hversu langt fólk hjólar inn í
veturinn. Ég er allavega sjálf komin með bakteríuna.“
Morgunblaðið/Kristinn
Á BIFHJÓLI UM LANDIÐ
Frelsi og
adrenalín
SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR FÉKK MÓTOR-
HJÓLABAKTERÍUNA OG FINNUR SIG VEL Í
HEIMI TESTÓSTERÓNS.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Borgin er stór sem og stórbrotin, flókin og í raun margar borgir í einni. Ef
þú ert á vitlausum stað í henni þá finnst þér hún ef til vill bara leiðinleg og
grá. Engu að síður er fullt af sögu og merkilegheitum hérna á hverju horni ef
fólk athugar vel. Ef ég er ekki að vinna á setti eða að sýsla fyrir auglýsinga-
framleiðslu þá er ég líklega að slaka á enda vinnutíminn ekki beint á evrópsk-
um standard. Það er mjög eðlilegt að vinna 10-15 tíma á dag hérna. Þannig
að þegar ég er í fríi þá er ég ekki með neitt samviskubit yfir því að hafa það
bara heldur náðugt. Yfirleitt næ ég þá að afgreiða pantanir á 4949 skartinu
mínu. Nú eða ég fer á ströndina með manninum eða fæ mér gott að borða og
fer á tónleika og finnst fátt eins skemmtilegt og að vera með vinum okkar.
Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er skartgripahönnuður og pistlahöf-
undur á Rás2 með meiru og hefur búið í LA í tæp 4 ár.
Margar borgir í einni
Póstkort frá L
os Angeles