Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 17
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Ferðalög og flakk
Morgunblaðið/Inga Rún
HÓTEL
Sögufrægasta og glæsilegasta hótel-
ið í Berlín er Hótel Adlon sem er
við Brandenburgarhliðið. Ef þú
hefur ekki efni á að gista þar farðu
endilega og fáðu þér drykk.
Hotel Adlon Kempinski Berlin
Unter den Linden 77
VERSLUN
Fátt er betra en að versla í sælkera-
deildum stórverslana en í Berlín má
virkilega mæla með tveimur slíkum.
Galeries Lafayette
Friedrichstraße 76-78
KaDeWe
Tauentzienstraße 21-24
Frábær vínbúð
sem selur bara vín
frá S-Frakklandi.
Rétti staðurinn til
að kaupa gott
rósavín.
Les Rouges du Midi
Knaackstraße 54
SÖFN
Því ekki fræðast um austrið sem
var í þessari sögufrægu borg á
meðan á dvölinni stendur? Fyrr-
nefnda safnið er sérstaklega
skemmtilegt.
DDR-safnið
Karl-Liebknecht-Straße 1
Stasi-safnið
Ruschestraße 103
VEITINGASTAÐIR
Frábær og ódýr víetnamskur stað-
ur sem er fallega innréttaður.
Monsieur Vuong
Alte Schönhauser Straße 46
Gott sushi í fallegu umhverfi.
Sasaya
Lychener Straße 50
Virðulegt og hefðbundið.
Café Einstein
Unter den Linden 42
Að lokum
Heimsókn í dýragarðinn í Berlín, Zoologischer Gar-
ten Berlin, er ómissandi, ekki síst ef börn eru með í
för. Dýragarðurinn er stór og vel hægt að eyða heilum
degi þar. Þarna er að finna 1.500 mismunandi tegundir
og í kringum 17.500 dýr. Garðurinn er einn sá mest
sótti í heimi og sá vinsælasti í Evrópu en gestir á ári
eru um þrjár milljónir. Dýragarðurinn er líka gamall en
hann var opnaður hinn 1. ágúst 1844. Mér finnst ap-
arnir skemmtilegastir.
DAGSKEMMTUN Í DÝRAGARÐI
Það er frábært að geta farið á kaffihús sem er sérstaklega ætlað
börnum. Fullorðna fólkið getur drukkið kaffi í friði og skoðað blöð
eða lesið bækur á meðan börnin leika sér. Eitt sérstaklega skemmti-
legt er við Helmholtzplatz í Prenzlauerberg. Þar er nóg pláss utan-
dyra að leika en innandyra er meira að segja sandkassi. Þetta er kaffi-
hús staðsett í fallegu umhverfi með grænu svæði í kring. Í hliðargötu
út frá torginu, í götunni Schliemannstraße nánar tiltekið númer 37,
er að finna Das Spielzimmer. Það er kaffihús fyrir börn með sérstöku
svæði fyrir minni börnin og herbergi fyrir stærri börnin þar sem er
að finna smáklifuraðstöðu, rennibraut og fleira.
KAFFIHÚS FYRIR BÖRNIN
Prater Garten, elsta bjórgarðinn í Berlín, er að finna
við Kastanienallee í Prenzlauer Berg í Berlín. Þetta er
sannkölluð vin í borginni með háum trjám og ekta
trébekkjum og borðum. Hægt er að fá bæði bjór og
annað að drekka og ennfremur einfaldan mat og koma
þarna oftar en ekki mjög margir saman. Garðurinn er
opinn daglega frá klukkan 12 þegar veður er gott frá
apríl til september. Á meðfylgjandi mynd er óvenjulegur
Berlínarbjór, Berliner Kindl Weisse, sem vel er þess
virði að prófa en hann er annaðhvort rauður eða skær-
grænn á litinn.
BJÓR OG FLEIRA
Hver hefði trúað því að í stórborginni Berlín væri þessi fína
baðströnd? Ströndin við Wannsee er lengsta strönd sem er
að finna inni í landi í Evrópu. Ströndin er 1.275 metra löng
og 80 metra breið. Löng hefð er fyrir þessum baðstað en
strandbaðið hefur verið starfrækt í meira en öld. Þarna er
aldeilis hægt að baða sig þegar veður leyfir.
Wannsee er á grænu svæði í vesturhluta borgarinnar og
er lestarferðin á staðinn skemmtileg en þess má geta að
lestarstöðin þar sem farið er úr heitir Nikolassee. Ekki
gleyma að leigja strandkörfu til að kóróna upplifunina.
Fyrir þá sem eru í austurhluta borgarinnar getur líka ver-
ið huggulegt að taka sporvagninn og slaka á við annað vatn,
Weißensee. Baðströndin þar er lítil en notaleg og er líka
mikið notuð af fólki sem vill slaka á eftir vinnu með einn
drykk í hendi en þarna nýtur kvöldsólin sín vel.
STRANDLÍF Í STÓRBORGINNI
Þó fátt sé þýskara en bjór er Berlín ekki
síður borg kokteilanna. Á öðru hverju
götuhorni er að finna fimm evra kokteila
á hinum ýmsu veitingastöðum. Skemmti-
legast er þó að fara á bari sem sérhæfa sig
í gerð þessara margslungnu drykkja, jafn-
vel þó að eitt-
hvað meira sé
borgað fyrir þá þar.
Sláið „Victoria Gosl-
ing’s Cocktail Hour“ inn í
Google-leit og þá kemur í ljós
gagnvirkt kort með lista
yfir úrvals kokteilbari í
Berlínarborg.
BORG KOKTEILANNA