Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 18
*Heilsa og hreyfingListin að húla getur verið heilsubætandi og við getum sjálf komið í veg fyrir kvef F ólk vill í auknum mæli upplifa stemninguna sem fæst með því að æfa saman í hóp, frekar en hver fari einn í ræktina. Þróunin virðist vera sú að boðið sé upp á námskeið út um allt, annaðhvort utandyra eða í söl- um hér og þar. Þessi þróun, að líkamsræktarstöðvarnar séu að stækka og þeim fjölgi, held ég að sé að verða búin,“ segir Fannar Karvel Steindórsson. Hann segir að þróunin í Bandaríkjunum og víðar hafi verið í þessa átt und- anfarin fjögur til fimm ár. „Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eru miklu minni en þær voru og á móti eru litlu stöðvarnar á uppleið. Þá erum við að tala um litlar stöðvar sem taka kannski 50-100 manns og fólk kemur þangað til að æfa saman í hópum. Þetta eru hráar stöðvar, eins konar „vöruhúsa“-stöðvar, þar sem menn eru ekki með þessi dýru og stóru tæki heldur er einfaldleikinn látinn ráða.“ Íþróttahúsin tóm á morgnana Hópþjálfun þar sem æft er eftir tilteknu kerfi hefur verið að ryðja sér til rúms en Fannar Karvel þjálfar hópa samkvæmt svokölluðu metabolic æfingakerfi, sem þróað var af Helga Jónasi Guðfinnssyni, fyrrverandi atvinnumanni í körfu- bolta. Liðlega 500 iðkendur æfa nú eftir þessu kerfi í smærri hópum víða um landið, en Fannar nýtir lítinn æfingasal í húsnæði HK í Digranesi fyrir tímana. Það er enginn skortur á íþróttahúsum hér á landi og eins og Fannar bendir á eru þau oftar en ekki í lítilli notkun á þeim tíma sem vinnandi fólk kýs jafnan að stunda sína líkamsrækt. „Ég komst að því þegar ég fór að leita að aðstöðu fyrir mína þjálfun að íþróttahúsin eru meira og minna tóm klukkan sex og sjö á morgnana, en þeir tímar eru mjög vinsælir.“ Hann segir stærri líkamsræktartæki vel geta átt rétt á sér, einkum ef fólk þarf að gera sérhæfðar æfingar, t.d. hjá sjúkraþjálfara. „En svona almennt þarftu í raun ekki annað en góðan sal eða grasflöt og tæki sem komast fyrir í einu horni eða svo,“ segir Fannar. Morgunblaðið/Styrmir Kári YFIR 500 MANNS ÆFA METABOLIC UM ALLT LAND Meiri stemning að æfa í hóp HÓPTÍMAR ÞAR SEM ÆFT ER EFTIR HVERS KONAR ÆFINGA- KERFUM NJÓTA VAXANDI VINSÆLDA. FANNAR KARVEL STEIN- DÓRSSON, ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR OG METABOLICÞJÁLFARI, SEGIR AÐ Í BANDARÍKJUNUM VIRÐIST ÞRÓUNIN STEFNA ÚT ÚR HEFÐBUNDNUM LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVUM OG Í MINNI STÖÐVAR OG HÓPA SEM ÆFA JAFNT UTANDYRA SEM INNAN. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Fannar Karvel segir stemninguna skipta máli í þjálfun. Fólk verði að hafa gaman af þessu til að ná árangri. Allt sem þarf FÁTT JAFNAST Á VIÐ AÐ TAKA VEL Á ÞVÍ. GRÆJURNAR ÞURFA EKKI AÐ VERA FLÓKNAR OG RAUNAR ER ALLRA BEST AÐ NOTA EIGIN ÞYNGD. HANDLÓÐASETT Hægt er að fá handlóðasett með þremur þyngdum af handlóðum í Rúmfatalagernum á 4.995 kr. KETILBJÖLLUR Fást í ýmsum þyngdum, frá 4 upp í 48 kíló og kosta frá 2.000 kr. til 24.000 kr. og fást m.a. í Sportvörum, GÁP og Hagkaupum. ÆFINGATEYGJUR Teygjur er hægt að kaupa misstífar. Þær kosta frá 3.490 til 3.690 kr. í Útilífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.