Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 26
*Matur og drykkir Hinn heimsfræga ítalska eftirrétt tiramísú er hægt að bera fram á ótal vegu, jafnvel í blómapotti
É
g hef mjög gaman af því að elda og baka og hef alltaf
gert mikið af því. Þá bjó ég í Stokkhólmi í 15 ár og
sæki því innblástur frá sænskum matarbloggum og
uppskriftavefsíðum,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir sem
gefur lesendum uppskrift að léttri og ilmandi kjúklingasúpu.
Eftir að hafa lesið mikið af matarbloggum ákvað Dröfn að
opna sína eigin vefsíðu, eldhussogur.com, í sumar þar sem hún
safnar saman uppskriftum fjölskyldunnar en síðan hefur vakið
athygli fyrir girnilegar uppskriftir og ekki síður fallega fram-
setningu.
„Mér fannst vefsíðan einstaklega góður vettvangur til að
halda utan um það sem ég geri í eldhúsinu því oft gleymast
góðar uppskriftir. Þetta er líka sniðugt þegar maður á börn
sem farin eru að heiman eins og ég á en þarna geta þau þá
nálgast uppskriftirnar mínar. Bloggið hefur einnig orðið mér
til frekari hvatningar í matargerðinni.“
Dröfn er með óvenjulegan bakgrunn. Hún er geislafræð-
ingur að mennt en er nú í meistaranámi í bókasafns- og upp-
lýsingafræði við Háskóla Íslands. Í náminu er kennd skráning,
lyklun, flokkun og miðlun upplýsinga, nokkuð sem hefur skilað
sér á vissan hátt í gegnum bloggið. „Ég reyni til dæmis að
vanda flokkun og skráningu á uppskriftunum svo auðvelt sé að
finna þær, bæði á vefsíðunni sjálfri og með leitarvélum.“ Ann-
ars segist Dröfn vera fremur kresin á súpur. „En þessi er þó í
algjöru uppáhaldi á heimilinu, jafnt hjá okkur fullorðnu sem og
börnunum. Þetta er ekta notalegur haustréttur.“ julia@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UPPSKRIFT HELGARINNAR
Ekta haustréttur
DRÖFN VILHJÁLMSDÓTTIR ER LÍKLEGA MEÐ EITT SKIPULAGÐASTA OG FALLEGASTA MATARBLOGG
LANDSINS. DRÖFN SEGIST VERA UNDIR TALSVERÐUM SÆNSKUM MATARÁHRIFUM.
Dröfn Vilhjálmsdóttir sækir sér sænskan innblástur í mat-
argerð og er mikill aðdáandi sænskra matarblogga.
KJÚKLINGASÚPA
MEÐ EPLUM, KARRÍ
OG ENGIFER
1 msk. smjör til steikingar
1 lítill laukur, saxaður fínt
1-2 hvítlauksrif, söxuð fínt
¼-½ rautt chili, kjarn-
hreinsað og saxað fínt
1 msk. ferskt engifer,
saxað fínt
3 gulrætur, rifnar gróft
2 græn epli, flysjuð og
rifin gróft
3 tsk. karrí
7 dl kjúklingasoð (3 tsk.
kjúklingakraftur)
1 dós kókosmjólk
1 dós hakkaðir tómatar
5 dl matreiðslurjómi
900 g kjúklingabringur
salt og hvítur pipar
smá kóríander, blöðin
söxuð gróft
Laukur steiktur upp úr smjöri í
stórum potti þar til að hann er
orðin mjúkur. Hvítlauk, chili og
engifer bætt út í og steikt með í
stutta stund. Gulrótum, eplum og
karrí bætt út í og steikt í um það
bil mínútu. Kjúklingasoði bætt
saman við ásamt niðursoðnum
hökkuðum tómötum. Suðan látin
koma upp og súpan látin malla í
10-15 mínútur.
Á meðan eru kjúklingabringur
skornar í jafnstóra bita. Kjúklingi,
kókosmjólk og matreiðslurjóma
er bætt við í pottinn, súpan látin ná
suðu og leyft að malla þar til kjúk-
lingurinn er eldaður í gegn. Súpan
er smökkuð til með karrí, hvítum
pipar, salti og jafnvel cayenna-pipar
eða chili fyrir þá sem vilja sterkari
súpu. Áður en súpan er borin fram
er kóríander bætt út í.