Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 34
*Græjur og tækiÞað skiptir máli að velja rétta týpu af iPhone5 ef tækið er keypt í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fjarstýrir KEX- inu frá Boston PÉTUR MARTEINSSON FYRRVERANDI KNATTSPYRNUHETJA OG KEX-MAÐUR MEÐ MEIRU, HEFUR Í ÓFÁ HORN AÐ LÍTA. AUK ÞESS AÐ STÝRA KEX- HOSTEL VIÐ MIKLAR VINSÆLDIR FLUTTIST PÉTUR NÝVERIÐ Á MILLI LANDA TÍMABUNDIÐ. HANN HYGGST FJARSTÝRA STAÐNUM FRÁ BOSTON Í VETUR ÞAR SEM FJÖLSKYLDAN DVELST VEGNA STARFA EIGINKONUNNAR. ÞÓ PÉT- UR SEGIST EKKI MIKILL GRÆJUGAUR ÞÁ NÝTIR HANN SAMSKIPTAMIÐLA ÓSPART TIL AÐ TENGJAST VINUM OG VANDAMÖNNUM. HJÓLIÐ Ég nota hjól mjög mikið og finnst það frábært. Ég er ekki að fara að vinna neinar keppnir og nota það eingöngu sem samgöngutæki. Á sama tíma og maður kemur sér til og frá vinnu fær maður líka smávegis líkamsrækt í leiðinni. Ég man ekki hvaða merki hjólið mitt er en ég keypti það hjá Ragga í Erninum. Það er frekar ljótt og lítill týpufaktor – en það gerir sitt gagn og mjög vel fyrir mig. TREK Nav 3.0 21"/Silver Duotone fæst í Erninum og kostar 99.990 TÖLVAN Ég hef alltaf verið frekar lítill græju-gaur og tölva var eitthvað sem maður þurfti meira að eiga en að mig langaði til þess. Síðan keypti ég mér Apple tölvu fyrir mörgum árum og heillaðist alveg. Þessir snillingar gera þessar græjur þannig að manni finnst maður stundum algjör snill- ingur á tölvu. Það sama á við um tölvuna og símann, ég get ekki ímyndað mér að ég muni skipta Apple út fyrir eitthvað annað. MacBook Air 11’ 128GB fæst í Epli og kostar 229.990 PÉTUR MARTEINSSON, VEITINGA- OG HOSTELREKANDI IPHONE Ég fékk mér fyrstu týpuna á sínum tíma og get ekki hugsað mér lífið án þessarar græju. Þetta er allt í senn; sími, dagatal, mail, netið og myndavél. Lilja, dóttir mín, fær líka að eyða tíma í leikjum sem hún hleður niður á símann. Hann léttir mér líka lífið í vinnunni þar sem maður getur hvenær sem er kíkt á póstinn og ekki síst stundað samfélagsmiðlana hennar vegna, s.s. facebook, instagram og twitter. Á sama tíma og síminn auðveldar lífið gerir hann það reyndar flóknara í leiðinni. Mað- ur er aldei í fríi og alltaf hægt að ná í mann. En sem betur fer er ég í skemmti- legri vinnu og nýt þess að geta alltaf verið í sambandi. iPhone 4 (8GB) fæst í Epli og kostar 89.990 kr VÍNYL PLÖTUSPILARI Mig langar mikið í vinýl plötuspilara – það er eitthvað við soundið og stemninguna að setja plötu á fóninn. Svo er mikill týpufaktor í því að vera með flotta vínylgræju. Pioneer plötuspilari fæst í Ormsson og kostar 39.900 KAFFIKANNAN Ég er bara með þennan hefð- bundna uppáhelling en ég á erfitt með að ímynda mér lífið án þess að taka morgunkaffið. Ég er í raun alveg ómögulegur fram í hálfan fyrsta bolla dagsins. Kenwood Kmix kaffikanna fæst í Heimilistækjum og kostar 17.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.