Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 36
M argir hafa beðið spenntir eftir iPhone 5 frá Apple sem kominn er á mark- að í Ameríku og nú ný- verið í Bretlandi. Þrjár gerðir voru kynntar til sögunnar. Þeir sem kaupa símann erlendis þurfa að athuga að eingöngu einn af þeim getur tengst 4G kerfinu á Íslandi eða í Evrópu: þ.e. A1429. Sá sími styður Evrópukerfið svokallaða, en munurinn á því og bandaríska kerfinu liggur í tíðniband- inu sem notað er. Evrópski iPhone 5 notar t.d. tíðnir á 1800 MHz fyrir 4G. Hinar iPhone 5 gerðirnar nota aðrar tíðnir sem ekki eru notaðar í Evrópu. Þegar iPhone 5 kemur til Íslands get- ur hann eingöngu notað 3G- og GSM- farsímakerfin. Ástæðan er sú að sím- kerfið á Íslandi er enn ekki komið inn á 4G-kerfið sem þessir símar fara inn á. Nova hefur hafið innreið 4G- kerfisins á Íslandi með tilraunaleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun á Ís- landi og hefur sett upp tilraunasenda. Enn er ekki búið að bjóða út 4G-tíðnina á Íslandi en það verður gert í haust. Ólík kerfi eru í gangi í heiminum, sá sími sem virkar í Ameríku gengur ekki inn á Evrópukerfið og öfugt. Harald Pétursson sem er yfir viðskiptaþróun hjá Nova líkir þessu við „þegar GSM fór af stað í byrjun þá þurfti sérsíma fyrir Ameríku. Fljótlega fóru svo að koma símar sem studdu mörg tíðnibönd og gátu virkað í Evrópu og Ameríku. Nú er þetta að gerast aftur því tíðni- böndin eru svo mörg að það er hreinlega mjög erfitt að koma allri þessari tækni inn í eitt og sama tækið, sem má ekki vera of stórt. Þegar líður á og næsti iPhone kemur þá mun hann líklega styðja allar tíðnirnar, vegna þess að þá verða komnir nýir örgjörvar sem eru minni en miklu öflugri og opna ennþá fleiri möguleika í þessi tæki, sem þó eru orðin algjör undratæki í dag og geta gert ótrúlegustu hluti fyrir okkur.“ thorunn@mbl.is NÝR IPHONE 5 FRÁ APPLE KOMINN Á MARKAÐ iPhone 5 tengist inn á GSM og 3G kerfið á Íslandi 4G-KERFIÐ EKKI ORÐIÐ VIRKT Á ÍSLANDI OG ÞVÍ TENGIST NÝI SÍMINN INN Á GSM- OG 3G-KERFIÐ. EIN AF ÞREMUR GERÐUM AF IPHONE 5 FRÁ APPLE GETUR TENGST 4G KERFINU Á ÍSLANDI ÞEGAR ÞAÐ KEMST Í GAGNIÐ. Apple-áhangendur biðu spenntir þegar nýr iPhone 5 var kynntur til sögunnar. Hann er mun þynnri, léttari og stærri en sá eldri. AFP iPhone 5 þrjár gerðir 1 GSM týpa A1428 UMTS/HSPA+/DC-HSDPA (850, 900, 1900, 2100 MHz) GSM/EDGE (850, 900, 1800, 1900 MHz) LTE (Bands 4 and 17) 2 CDMA týpa A1429 CDMA EV-DO Rev.A and Rev. B (800, 1900, 2100 MHz) UMTS/HSPA+/DC-HSDPA (850, 900, 1900, 2100 MHz) GSM/EDGE (850, 900, 1800, 1900 MHz) LTE (Bands 1,3,5,13,25) 3 GSM týpa A1429 UMTS/HSPA+/DC-HSDPA (850, 900, 1900, 2100 MHz) GSM/EDGE (850, 900, 1800, 1900 MHz) LTE (Bands 1, 3, 5) Þennan er hægt að nota á Íslandi T veir ungir drengir sem báðir stunda greinar sem flokka má undir jaðarsport hafa notað GoPro vélarnar sem hafa gefið góða raun. Þær hafa hjálpað þeim að verða betri í grein sinni, komið þeim á framfæri og varpað upp nýju sjón- arhorni. „Þetta er mjög þægileg lítil vel sem hægt er að taka með sér hvert sem er. Það fylgir henni mikið af fest- ingum og hægt er að festa hana hvar sem er t.d. á hjól- ið og hjálminn. Með því móti er hægt að ná sjónarhorni sem annars er ekki væri hægt að ná. Mest nota ég vél- ina með því að festa hana á prik, þá er hægt að elta mann á hjólinu og ná flottu vídeó. Það góða við þær er að þær eru höggheldar og maður er því ekki hræddur við að missa þær og eyðileggja. Ef festingin dettur af er oftast í góðu lagi með þær,“ segir Sindri Hauksson sem stundar BMX hjólreiðar, snjóbretti og skíði. „Með myndavélunum er hægt að auglýsa sig úti í heimi sérstaklega þar sem Ísland er svona lítið og það hefur heppnast,“ segir Sindri en hann er kominn á samning hjá GoPro. Allt vegna þess að hann notaði slíka vél og setti út myndband af sér á netið. Eyþór Reynisson er fimmfaldur motorcross-meistari og notar sína myndavél mikið. „Myndavélin hjálpar sportinu mikið og hefur nýst mér vel. Ég festi hana oft- ast við mig á hjálminn þegar ég er að æfa mig, sér- staklega þegar ég hjóla í 30 mínútur „straight“. Eftir það er gott að skoða vídeóið vel og sjá hvar maður get- ur bætt sig, hvar hinir eru að græða á manni, skoðað mistökin og annað slíkt,“ segir Eyþór. Jafnframt telur hann kostina við vélina ótvíræða því hann fylgist vel með þeim bestu í heimi sem nota vélarnar í ríkum mæli. Þeir setja myndbönd af sér á netið og af því lærir hann töluvert. Þeir sjá báðir að fleiri í sportinu þeirra eru farnir að nota slíkar vélar. Þegar flett er á netinu má sjá fjölda myndbanda þar sem vélarnar eru notaðar hvort sem um er að ræða iðkun fallhlífastökks, hjólabretta eða greina sem sýna hraða og oftar en ekki ótrúlega dirfsku. OFURHUGAR FESTA SJÁLFA SIG OG FÉLAGANA Á FILMU Festa vélina á prik og elta mann á hjóli GOPRO MYNDAVÉLAR NJÓTA VINSÆLDA MEÐAL OFURHUGA SEM STUNDA JAÐARSPORT. ÞÆR ERU SMÁGERÐAR, HÖGGÞOLNAR OG HÆGT AÐ FESTA ÞÆR Á SIG HVAR SEM ER. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sindri svífur um loftið á BMX hjóli. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 Græjur og tækni Fyrir þá snjallsíma- og spjaldtölvunotendur sem hafa ávallt dreymt um að kunna skil á himintunglunum kemur Star Walk smáforritið án vafa í góðar þarfir. Getur forritið greint yfir 20 þúsund fyrirbrigði á næt- urhimninum og notandinn þannig fræðst um hvaða stjörnur eru á lofti fyrir ofan hann, plánetur, gervitungl, vetrarbrautir og þaðan af fleira. Vinnur framleiðandinn, Vito Technology, náið með vís- indamönnum og geimferðastofnunum að því að gera for- ritið sem best úr garði og hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir. Hefur forritið m.a. verið verðlaunað af Apple fyrir hönnun þess. Hægt er að nálgast Star Walk forritið í gegnum iTunes. STAR WALK SMÁFORRITIÐ Himintunglin í símanum Apple kynnir ekki bara nýjan síma um þessar mundir, og selur í bílförmum, heldur birtist nýtt farsíma- og smátölvustýrikerfi um líkt leyti, iOS 6. Í því eru fjölmargar breytingar til hins betra, en einhverjar til hins verra ef marka má umsagnir og þá helst kortaþjónustan sem þykir skelfileg, svo skelfileg að það sé Apple til minnkunar. Í fyrri gerðum iOS hefur kortaþjónustan verið frá Go- ogle, en Apple-stjórum fannst víst rétt að fyrirtækið sæi sjálft um þá þjónustu framvegis og hafa því keypt ýmis fyrirtæki til að ná tökum á tækninni með þessum árangri. Notendur gæti sín því á því að lítið eða ekkert getur verið að marka forritið og fluvöllurinn gæti verið kornakur. HVAR ERTU? Kortaþjónusta í iPhone 5 úti í móa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.