Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Side 38
Gucci, Rochas, Givency og Bottega Veneta voru öll með dökkrauðan varalit í tískusýningum sínum fyrir haust- og vetrartískuna 2012 til 2013. Þessi áhersla á dökkan rauðan lit endurspeglast í litavali á snyrtivörum þetta haustið. Haustlitir- nir virðast koma sterkt fram í hausttískunni, líka í förðun. Stórstjarnan og Íslandsvinkonan Emma Watson er með þetta á hreinu og skartaði djúprauðum dökkum vörum á rauða dreglinum á frumsýningu í Toronto í Kanada fyrr í mánuðinum. Takið eftir stílhreinni augnförðuninni á Emmu. Með dökk- um vörum er fallegt að hafa augnmálninguna létta og nota jafnvel ljósa og mjúka tóna. Emma Watson varð að stjörnu eftir leik sinn í Harry Potter-myndunum og setur nú línurnar í tísku líkt og gjarnan er með stjörnur kvikmyndanna. AFP HAUSTLITIRNIR KOMA FRAM Í TÍSKUNNI YSL Rouge Pur Couture Vernis à Lèvres Glossy Stain nr. 10. Verð 4990 kr. Dimmrauðar og dökkar varir LANCOM Rouge in Love nr. 185 4690 kr. HELENA RUBINSTEIN Rouge 102. Verð 5290 kr. Áttu einhverja uppáhaldsflík? Já, Ellukjólinn minn. Hver eru bestu fatakaupin þín? Ellukjóllinn aftur. Af hverju er mest í fataskápnum? Bolum og nærbuxum. Hver er uppáhaldsfylgihluturinn þinn? Ætli það sé ekki fallega silfur- kúlan mín frá Krista design sem Lína systravinkona mín gaf mér. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Hef hingað til aldrei átt slíkan, en mér finnst Ellufötin dæmalaust falleg. Hvar kaupirðu helst föt? Ætli ég hafi ekki einna mest keypt frá H&M, Gap, Vero Moda og French Connection sem dæmi. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Man ekki eftir neinni! Kannski af því að ég er ekki mikill sjoppari í eðli mínu, fyndist eiginlega best ef einhver færi og keypti á mig föt sem pössuðu mér. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Snið og liti. Ég er lágvaxin og þarf að vera í aðsniðnum fötum sem passa til að líða ekki eins og lítilli jólakúlu, því ég vil helst alltaf vera í litum. Af hverju kaupirðu mest? Kjólum og bolum. Litagleði eða svarthvítt? Litagleði, engin spurning. Áttu einhverja tískufyrirmynd? Nei, enga eina. En ég tek eftir þegar mér finnst konur fallega klæddar og fæ hugmyndir frá þeim. Þær sé ég hér og þar og alls staðar. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir haust- ið? Mig langar mikið í peysu frá Farmers market, hún er grá, þunn og stingur ekki en voða hlý. Ég er að hugsa málið, mér er alltaf kalt. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég er með svakalega krullað hár og liðað, undarlega liðað finnst mér nú oft. Ég myndi líklega fitta mjög vel inn í tískuna 1930. Hvaða flík eða fylgihlut keyptirðu þér síðast? Ég keypti mér fallegan bleikan jakka á Ítalíu á útsölu. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgi- hlut myndirðu kaupa? Ég myndi kaupa vandaða, fallega skó og nærföt. ELSKAR FÖT Í FALLEGUM LITUM Myndi passa inn í tískuna 1930*Föt og fylgihlutir Slaufubelti eru það heitasta, þau má nota við kjóla jafnt sem jakka eða síðar kápur Ella ilmvötn fást m.a. á heimasíðu ellabyel.com og kosta 12.000 kr. La perla brjósta- haldari kostar 29.400 kr. og nær- buxurnar 22.500 kr. og fást á Net-a- porter.com EBBA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR HEFUR Í NÓGU AÐ SNÚAST EN BÓKIN ELD- AÐ MEÐ EBBU Í LATABÆ KOM Í HILLUR Í VIKUNNI. SJÁLFA DREYMIR HANA UM HLÝJA PEYSU OG VANDAÐA SKÓ Í SÍNAR HILLUR FYRIR VETURINN. Krista Design hálsmen sem hægt er að skoða á Facebook síðu hennar. Fell peysa frá Farmers market.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.