Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 Þ að hefur á ýmsu gengið þegar horft er til „virðingar Alþingis“ og risið stundum verið lágt, þótt það hafi ekki áður sópað botninn jafnlengi og núna. Þá er verið að vísa í mæl- ingar fyrirtækja sem sérhæfa sig í slíkum. Engin ástæða er til að gera lítið úr mæling- unni eða mikilvægi hennar. En á hinn bóginn er ekki skýrt hvað í virðingarmælingu felst. En sennilegt er að traustið sé stór hluti „virðingarinnar“ og þegar það er lítið fer ekki mikið fyrir virðingunni. Hver kannast ekki við að hafa séð og kynnst fólki á lífsleið sinni, sem er virðuleikinn uppmálaður, puntar sem slíkt upp á samtíð sína og samkvæmi hennar, fer vel á mynd við öll tækifæri, hvort sem það er fagnaðarríkt samsæti eða vel lukkuð jarðarför með óaðfinnanlegri erfidrykkju. En vera má að virðuleikinn standi næstum einn, ef að er gáð og ekki fyrir neitt annað en sig sjálfan. Að því leyti er virðuleikinn líkastur „óefnislegri eign“ sem safnaðist upp á útrásarárum, vottaður af endurskoðendum í bak og fyrir, og ýtti mjög undir sjálftraust fjárfesta og annarra gróðavonarmanna. Hin „óefnislega eign“ gerði í raun enn þá meira gagn en hitt, að hafa nokkra virðulega menn í vafasömum hópi, sem ekki skal þó heldur vanmetið. Það var hægt að slá óhemjulegt fé út á hana, þótt hún væri næstum jafn óáþreifanleg og ævintýraþráin. Enda var óefnislegu eignina hvergi að sjá þegar lánin féllu í gjalddaga og enginn virtist nokkru sinni hafa heyrt á hana minnst. Virðuleiki selur víxil Bréfritari minnist þess þegar hann á háskólaárum vildi slá sér lán út á víxil og hafði þegar farið sneyptur úr tveimur bankastofn- unum. Þó var upphæðin sem barist var fyrir lítið hærri en sæmi- legt smálán nútímans. Það var því lítill vindur eftir í viðkomandi þegar hann hélt í þriðju lánastofnunina. Þar fyrir utan rakst hann af tilviljun á einhvern virðulegasta mann sem hann hafði þá ná- lægt komið og hafði verið með í kaffiboði ættingja skömmu áður. Örvæntingin var mikil því virðingarmaðurinn var spurður sí svona hvort hann vildi ekki fara með á fund bankastjórans! Og eins ólík- legt og það var nú samþykkti sá það. Víxillinn var snarlega keypt- ur, þótt virðulegi maðurinn skrifaði sjálfur ekki upp á neitt. Þessi víxill var svo borgaður niður í áföngum, því sem næst á gjald- dögum, með ekki allt of mörgum framlengingum. Hefði það ekki verið gert hefði bankinn þó ekki átt neitt erindi við virðingarmann- inn enda málið honum óviðkomandi. Nokkrum árum síðar gafst tækifæri til að þakka hið einstaka góðverk og geta þess í leiðinni að víxillinn væri úr sögunni. „Þú hefur þekkt bankastjórann vel?“ „Við þekkjumst í sjón, en mágkona hans er með systur minni í kór.“ En það var ekki kórinn sem gerði útslagið. Það var virðingin. Hún flutti með sér traust eins og óefnislegu eignirnar, þótt hún hafi kannski verið jafn innantóm, loftkennd og óefnisleg og þær. Veikluð virðing Alþingis En „virðing Alþingis“ snýst á hinn bóginn öðru fremur um traust. Forsætisráðherrann og fulltrúi stjórnarandstöðunnar, sem ræddu í vikunni um dvínandi virðingu Alþingis, innanstokks í því sjálfu, áttuðu sig hvorugar á því. Því er borin von að það tal verði fallið til þess að efla „virðingu þingsins.“ Forsætisráðherrann virtist telja að virðingarvandi þingsins fælist helst í því að stjórn- arandstaðan sýndi málum stjórnarinnar, og þá ekki síst helstu furðumálum hennar nægilegan stuðning. Og þingmenn (og þá meinti ráðherrann stjórnarandstöðuna) virtust að hennar mati hafa of rík tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Og það væri helst af þessum ástæðum, sem virðing þingsins hefði fokið út í veður og vind. Þessi afstaða aðaltalsmanns ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart og gerir það vísast ekki, þótt hún sýni í senn dóm- greindarbrest og að brunnið hefur fyrir allar tengingar við það sem fólkið í landinu er að hugsa. En það kom hins vegar óneit- anlega á óvart að fulltrúi stjórnarandstöðunnar var ekki síður rammvilltur og ráfandi um úti á þekju þinghússins. Það kann að draga úr undruninni að stjórnarandstæðingurinn sem í hlut á er einn af nokkrum sem hefur gengist hvað mest upp í því að nudda sig utan í forystu ríkisstjórnarinnar. Þingkonurnar tvær höfðu bersýnilega fest sig í því að ræðulengd, uppnám og einstök stór- yrði í þingsal, væri megin ástæðan fyrir þeirri skömm og fyr- irlitningu sem virðingarmælingarnar gefa til kynna að fólkið hafi á þinginu sínu. Ekki er það líkleg skýring. Langar ræður í þing- sal gera varla nokkrum einasta manni í landinu neitt til. Varla nokkur þeirra er að hlusta á langar þingræður. Ekki gera þing- menn það sjálfir. Þingsalurinn er galtómur við þær aðstæður. Enginn maður mun nokkru sinni líta á þessar löngu ræður eftir að síðasta prófarkalestri þeirra er lokið. Og ef landsmenn myndu fá fregnir af því að langhundarnir hefðu orðið til þess að rík- isstjórnin hefði fyrir vikið ekki náð að binda í lög eða gilda sam- „Ég vanmet hann alveg hiklaust“ *Það eru allt aðrar skýringar áþví að traustið vék fyrir tor-tryggninni og virðingin með. Það hefur lítið og sennilega ekkert að gera með þær umbúðir sem ráðherrann og þingmaðurinn, sem nuddaði sér utan í hann, einbeittu sér algjörlega að. Reykjavíkurbréf 21.09.12

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.