Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 45
þykkt eitthver af sínum vondu málum með endalausum óheyri- legum kostnaði fyrir almenning, þá myndu þeir vísast telja að hverri mínútu hefði verið einkar vel varið. Hinar raunverulegu skýringar Það eru allt aðrar skýringar á því að traustið vék fyrir tortryggn- inni og virðingin með. Það hefur lítið og sennilega ekkert að gera með þær umbúðir sem ráðherrann og þingmaðurinn, sem nudd- aði sér utan í hann, einbeittu sér algjörlega að. Alþingi er sá stað- ur sem horft er til þegar heilindi stjórnmálamanna þjóðarinnar eru metin. Það er ekki í önnur hús að venda með það mat. Það er þar og hvergi nema þar sem fyrirheitin eiga að fullkomnast. Það er þar sem orð frambjóðenda eiga að breytast í gerðir þjóðkjör- inna þingmanna. Og það er einmitt þar sem draumar fólks, sem uppörvaðir voru þegar það var í mestu uppnámi urðu síðar að martröð, þegar að í ljós kom að það var ekkert að marka og ekki orði að treysta. „Skjaldborgina“ sló þetta lið ekki um neitt nema sína eigin valdastóla. Það var ekki pláss fyrir neitt annað innan hennar. Velferðin var sömuleiðis aðeins þeirra sjálfra. Hún var hvorki innlend né norræn. Þær miklu væntingar sem ýtt var undir steyttu hver af annarri á skerjum í þingsalnum eða þeim var ekki einu sinni ýtt þar úr vör. Þess vegna getur þingheimur ekki átt tilkall til væntumþykju, trausts eða álits, sem eru innihald sannr- ar virðingar. Og þingið varð því að merkisteini um að ekkert var að marka það sem heitið var, loforðin voru loftið eitt. Fólkið sem hafði gripið þau sem sitt haldreipi á hættulegum tímum uppgötv- aði sér til skelfingar að það hafði gripið í tómt. Það horfir á í forundrun að ekki er lengur hægt að meðhöndla dauðveikt fólk í samræmi við þá þekkingu sem er fyrir hendi á spítulum því tæki og tól eru ónýt eða þeim er ekki lengur treyst- andi, ekki einu sinni þegar dauðans vá er annars vegar. Og í sömu andrá sér það að þeytt er þúsund milljónum króna í óskiljanlegt gæluverkefni fólks sem vill atast út í stjórnarskrána og gera hana að ómerkilegum óskalista á borð við þær ályktanir þingsins sjálfs sem minnst er að marka. Halda menn að sú skömm sem almenn- ingur hefur á slíku minnki við það eitt að hert verði á skömmtun ræðutíma stjórnarandstöðu á hverjum tíma? Í tvígang þurfti þjóðin að grípa í taumana og gera ríkisstjórn- ina afturreka í máli sem hún sjálf fullyrti að væri hið stærsta sem fengist væri við. Og því var bætt við að gengi vilji þjóðarinnar fram en ekki ríkisstjórnarinnar „yrði efnahagsöngþveiti í land- inu“. Engin ríkisstjórn hefur fengið annan eins skell úr hendi eig- in þjóðar og samt setið sem fastast. Hún hafði reynt að fá þjóðina til fylgilags með ósannindum og alvarlegustu hótunum sem rík- isstjórn getur haft uppi. Hún stóð berstrípuð eftir. Og það var ljót sjón lítil. En samt fór hún ekki. Hún hékk. Og hún hrósaði sjálfri sér jafnvel fyrir þá ósvinnu. Vettvangur þessa alls var litla snotra þinghúsið við Austurvöll. Við það var ekki að sakast. En skömmin sem slík framganga kallar á verður ekki leyst með því að tak- marka þann tíma sem stjórnarandstaða hefur til að veita rík- isstjórn aðhald. Vinstri grænir leituðust við að lýsa sér sjálfum sem hinum sönnu vinum þjóðarinnar, sem einum mætti treysta til að verjast vondum öflum og áformum þeirra, hvort sem þau væru innan eða utan íslenskra landsteina. Vinstri grænir eru í formlegri og ríkari ábyrgð á loftárásum NATO á Líbíu en þeir „Davíð og Halldór“ voru á árásum Breta og Bandaríkjanna á Írak. Án beins sam- þykkis „norrænu velferðarstjórnarinnar“ hefði ekki verið hægt að varpa ógrynni af sprengjum á Líbíu. Þótt þeir „Davíð og Hall- dór“ hefðu ekki lýst stjórnmálalegum stuðningi við aðförina að Saddam Hussein og Írak hefði það engu breytt um styrjaldar- átökin. En ríkisstjórn VG og Samfylkingar hafði í hendi sér að stöðva sprengjuárásir á almenning í Líbíu. Þingsalurinn er reit- urinn þar sem þessi ömurlega tvöfeldni afhjúpaðist. Sú sjón er ekki þeim sem verma þar bekki stjórnarliðsins til framdráttar. Þvert á móti. Hún er ógeðfelld. Því verður ekki breytt með því að takmarka svigrúm stjórnarandstöðu enn frekar en þegar er orð- ið. Og það var í sjálfum þingsalnum sem fólkið í landinu þurfti að horfa upp á söguleg svik VG í stærsta málinu sínu, málinu sem tryggði þeim ekki síst góðan sigur vorið 2009. Lengd ræðutíma er hjómið eitt hjá þeim ósköpum öllum. Fordæmi er til Fyrir ekki svo löngu var upprennandi íslenskur stjórnmálafor- ingi í framabaráttu við annan innan síns flokks. Honum þótti ekki mikið til andstæðingsins koma og átti bágt með að leyna því. Svo fór að jafnvel góðum stuðningsmönnum leist ekki á blikuna. Þeir sögðu að hinn kappsami frambjóðandi mætti alls ekki gera sig sekan um að vanmeta andstæðing sinn. Frambjóðandinn reisti sig og sagði: „Ég vanmet hann alveg hiklaust.“ Kappinn varð undir í kosningunum. Ef núverandi ríkisstjórn lítur í eigin barm, horfir til verka sinna og skoðar viðmót þjóðarinnar í ljósi þeirra ætti henni að verða ljóst að froða og fagurgali sem jafnan um- breytist í svik eða athafnaleysi dugar henni ekki. Ekki lengur að minnsta kosti. Henni og liðsmönnum hennar ætti að vera orðið ljóst að það felst mikil hætta í því að vanmeta getu þjóðarinnar til að sjá að lokum í gegnum lygavef og spuna. En reynslan af þess- ari ríkisstjórn kennir að líklegasta svar hennar muni felast í af- neituninni. Hún mun þybbast við og hrópa út í tómið: „Ég vanmet þjóðina alveg hiklaust.“ Og fordæmið segir okkur hvað þá muni gerast. Morgunblaðið/Eggert 23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.