Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 50
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012
BÓK EFTIR JÓN ÓLAFSSON HEIMSPEKING KEMUR ÚT Á NÆSTU VIKUM.
JÓN HEFUR Í FJÖLMÖRG ÁR SKOÐAÐ HVAÐ VARÐ UM GOÐSAGNAR-
KENNDA PERSÓNU Í ÍSLENSKU MENNINGARLÍFI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Leitaði Veru
Hertzsch
É
g var löngu búinn að ákveða að ég
ætlaði að láta aðra um söguna af
Veru Hertzsch,“ segir Jón Ólafs-
son heimspekingur en eftir
nokkrar vikur kemur út bók hans
Appelsínur frá Abkasíu – Vera Hertzsch, Hall-
dór Laxness og hreinsanirnar miklu. Vera
Hertzsch er hálfgerð goðsögn í menningarsögu
þjóðarinnar. Hún og hálfíslensk dóttir hennar,
Erla Sólveig, voru teknar höndum á heimili
sínu í Moskvu veturinn 1938 en faðir barnsins
var Benjamín Eiríksson hagfræðingur sem átti
eftir að verða einn af helstu hagfræðingum
þjóðarinnar á 20. öld. Íslensk tenging Veru
þekkti þó fleiri Íslendinga en Benjamín, þar á
meðal Halldór Laxness, sem var gestkomandi á
heimili þeirra mæðgna þetta örlagaríka kvöld
sem Vera var handtekin.
Veru og litlu stúlkunnar hennar beið fanga-
búðavist, sjúkdómar, þrælkun og hungur. Í
áratugi var ekki ljóst hvað orðið hafði um þær
mæðgur en Benjamín Eiríksson tók á móti
bréfi frá leitardeild Rauða krossins árið 2000
þar sem skýrt er frá því hvernig og hvenær
Vera hafði látist. Benjamín fékk heilablæðingu
aðeins nokkrum dögum síðar og kvaddi þenn-
an heim vitandi hvað orðið hafði um barns-
móður sína. Slóð dótturinnar hverfur í ring-
ulreið Gúlagsins. Örlög Erlu Sólveigar eru
meðal þess sem Jón reynir að komast nærri.
Bókin sé þó fyrst og fremst saga Veru.
Hitti venslamann Veru ytra
„Mér snerist ekki endanlega hugur fyrr en
eftir að ég hitti rússneskan venslamann Veru,
Felix Rozenblum, árið 2005. Hann er syst-
ursonur fyrrverandi eiginmanns hennar og
býr í Ufa í Bashkortostan. Þá hafði ég meðal
annars aðstoðað Gunnar Harðarson, tengda-
son Benjamíns, við að skrifast á við Felix því
hann talar bara rússnesku og þessi heimsókn
tengdist því fyrst og fremst þeim samskiptum
og áhuga fjölskyldunnar; einkum Gunnars á
að vita meira um Felix,“ segir Jón. Eftir það
varð ekki aftur snúið.
Jón var þó búinn að hafa áhuga á Sov-
étsögu lengi. Fyrst kemur hann til Moskvu
árið 1989 og fylgist með því þaðan hvernig
kommúnistastjórnirnar í Austur-Evrópu
hrökklast frá völdum ein af annarri. Jón
dvaldi í Moskvu árin 1989-1990 og var svo
fréttamaður á útvarpinu frá 1990-1991. Á
þeim tíma fór hann nokkrum sinnum til Rúss-
lands. Þá var hann fréttamaður á sjónvarpinu
1991-1992 og var fréttaritari RÚV í Moskvu
síðari hluta þess tímabils.
„Vorið 1992 opnaðist aðgangur að skjala-
söfnum flokksins og sem blaðamaður fór ég
að grúska í þeim. Það var algerlega nýr veru-
leiki að geta lesið sig í gegnum sögu Sov-
étríkjanna og kommúnismans með frumheim-
ildum. Eftir árin í Moskvu og á RÚV heldur
Jón hins vegar til Bandaríkjanna til að stunda
doktorsnám í heimspeki við Columbia háskóla,
en doktorsritgerð sína varði hann haustið
1999. Hann sagði þó ekki skilið við Sovétríkin.
Kapp hleypur í leitina að Veru árið 1992 en
þá skrifar Benjamín sjálfur rússneskum stofn-
unum sem búast mætti við að hefðu upplýs-
ingar um fólk sem sat í fangabúðum á tímum
Stalíns. Arnór Hannibalsson heldur á sama
tíma út til að kanna hvaða upplýsingar hægt
sé að finna um afdrif mæðgnanna. „Ég eins
og aðrir fylgdist með Verumálinu úr fjarlægð
en gerði mér líka grein fyrir hversu erfitt það
væri að finna haldbær gögn. Stofnanir vísuðu
hver á aðra og jafnvel KGB, sem maður hefði
haldið að gæti leyst úr málum af þessu tagi
gat ekki gefið upplýsingar um afdrif Veru.
Ekki heldur Leitardeild Rauða krossins, fyrr
en eftir dúk og disk, og þaðan af síður aðrar
stofnanir rússneska réttarkerfisins. En leitin
bar þó á endanum þann árangur að Benjamín
fékk upplýsingar um lát Veru í fangabúðum í
Kasakstan 1943. Eftir fráfall Benjamíns held-
ur fjölskylda hans áfram að spyrjast fyrir um
dóttur hans. Leitin gekk svo langt að Ólafur
Ragnar Grímsson tók málið upp á fundi með
Vladimír Pútín þar sem Pútín að beiðni Guð-
bjargar dóttur Benjamíns og Pútín lofaði að
gera það sem í hans valdi stæði til að aðstoða
við leitina.“
Dóttirin sögð fundin
Og allt í einu virtist málið vera leyst. Tíu ár-
um eftir að leit hófst fyrir alvöru að þeim
mæðgum fær fjölskylda Benjamíns bréf um
að búið sé að finna dóttur hans. „Því er slegið
föstu en ekki útskýrt hvernig þessi niðurstaða
er fengin. Það var um þetta leyti sem ég
dróst inn í málið. Gunnar Harðarson vissi að
ég væri að fara til Moskvu og hafði samband
við mig vegna bréfsins um dótturina.“ Jón fer
út, hittir konuna hjá leitardeild Rauða kross-
ins sem skrifaði bréfið og eftir nokkra eft-
irgrennslan kemur í ljós að það sem stendur í
því er rangt. Sú ósk Leitardeildarinnar að
ljúka málinu virðist hafa orðið til þess að
hæpnar vísbendingar réðu ferðinni. Þegar upp
var staðið reyndust einu rökin fyrir því að
þarna væri rétta manneskjan komin vera þau
að ættarnafn hennar endaði á „son“ en það
þótti benda til norræns uppruna.
Jón lagðist í miklar frumrannsóknir til að
geta dregið upp raunsæja mynd af lífi Veru í
fangabúðum Sovétríkjanna árin 1938-1943.
Lítið hefur verið skrifað um einstakar fanga-
búðir Gúlagsins, margar heimildir voru tor-
sóttar og Jón heimsótti meðal annars fanga-
búðirnar í Mordóvíu þar sem Vera var um
nokkurt skeið. „Ég notast við ýmislegt. Hand-
rit eftir konur sem voru samfangar Veru og
komust lífs af úr búðunum spila stórt hlut-
verk. Stundum getur maður staðsett viðkom-
andi á nákvæmlega sama stað og Vera var á
hverju sinni og ég gat tímasett nákvæmlega
alla fangaflutninga úr fangelsinu í fyrstu
fangabúðirnar og svo áfram á milli þeirra
fangabúða sem Vera var vistuð í. Um síðasta
ferðalagið, frá Karelíu, nálægt finnsku landa-
mærunum og alla leið austur á steppur Ka-
sakstans hef ég nokkrar heimildir kvenna sem
voru í lestinni sjálfri. Þetta var sumarið 1941
eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin.“
Jón heimsótti Mordóvíu, þar sem Vera var í
haldi frá 1938 til 1939, en þangað kom hún
með Erlu Sólveigu meðferðis. Á því svæði búa
afkomendur fólks sem flutti þangað til að
starfa við fangabúðaiðnaðinn og þekkir um-
hverfið vel. Margir leyndir staðir í skóginum
geyma ummerki um eldri búðir, fjöldagrafir
frá fjórða og fimmta áratugnum og fleira sem
tengist hreinsununum miklu. Hins vegar hafa
íbúar á svæðinu minni skilning á eðli þeirra
búða sem þarna voru starfræktar áður.
„Þeir sjá Gúlagið ekki endilega sem birting-
armynd hins illa og eru jafnvel stoltir af búð-
unum og sögu þeirra. Einn maður sem ég
hitti í Mordóvíu var mjög hissa yfir því að ég
skyldi tengja þessar búðir við Gúlagið. „Af
hverju ertu alltaf að tala um Gúlagið?“ spurði
hann mig. „Var það ekki einhversstaðar í Síb-
eríu?“ Hugmyndir margra Rússa um fanga-
búðir á tímum Stalíns eru dálítið aðrar en
gengur og gerist á Vesturlöndum og í þeirra
huga er þessi saga ekki eitthvað sem þeir
þurfa að skammast sín fyrir heldur hluti af
samfellu með myrkum köflum inn á milli. En
þetta fólk hefur samt persónulega þekkingu á
fangabúðum sem hefur ekki verið skjalfest, og
alls ekki nýtt til fulls til að skilja hvers konar
fyrirbæri Gúlagið var.“
Vinnan við bókina um Veru Hertzsch var
eins og eltingaleikur að sögn Jóns. „Þetta hef-
ur tekið nokkur ár. Ég fór þrjár ferðir sér-
staklega til Moskvu vegna rannsókna sem
tengdust bókinni og svo hef ég nýtt ferðir
mínar þangað sem ég hef þurft að fara í
gegnum árin í tengslum við önnur verkefni til
að grúska. Það hefur skipt máli að vera þol-
inmóður og nýta tímann vel. Þegar ég fór að
grafast fyrir um hvernig líf Veru hefur verið í
byrjun áttaði ég mig á því að sáralítið hefur
verið skrifað um þann hóp fanga sem Vera til-
heyrði og því gæti ég aðeins að litlu leyti
byggt frásögnina á útgefnum heimildum,“
segir Jón sem naut góðs af því að vera farinn
að þekkja rússnesku skjalasöfnin vel áður en
hann hóf leit að gögnum um Veru. „Ég hafði
fangabúðagögn hennar, sem eru 50-60 blaðsíð-
ur sem lýsa vist hennar í einstökum fangabúð-
um að vissu marki, þar er að finna upplýs-
ingar um heilsufar, vinnu, agamál og annað
slíkt. Ég ákvað að kynna mér sérstaklega þær
Jón Ólafsson þræddi
slóðir Veru Hertzsch í
áraraðir.