Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Qupperneq 51
Viðtal 23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Þegar komið var nærri miðjum apríl var biðinnilokið fyrir Veru Hertzsch og þorra þeirrakvenna sem deildu klefa 3 í Butyrka. Einn morguninn var hópur NKVD-manna mættur og skip- aði konunum eftir nafnakall að taka sig til „með far- angur“. Þeim var raðað í þrefalda röð á ganginum, all- ar voru lesnar upp aftur en eftir að nafnið hafði verið lesið upp var sagt „fimm ár“ eða „átta ár“. Óreiðan gerði að verkum að sumar áttuðu sig ekki strax á mik- ilvægi þessara upplýsinga. Það var verið að tilkynna um refsitímann. Næst var þeim öllum skipað út úr húsi og inn í fangaflutningabíla sem fluttu þær á Kazanskí- brautarstöðina, sem skipt var í tvo hluta. Öðrum megin var venjuleg borgaraleg umferð, fólk að koma og fara, ys og þrengsli og að öllu leyti hversdagslegt andrúms- loft. Hinum megin voru fangaflutningalestirnar ásamt gripa- og vöruflutningalestum. Það var á laugardegi sem kvennahópurinn úr Butyrka kom inn á lokaða svæðið og var stillt upp á brautarpallinum á meðan gríðarlega löng lestin skrölti að fangahópnum. Skipu- lagi var þunglamalegt, vopnaðir verðir voru á hverju strái, hundar geltu, öskur glumdu við og stöku sinnum skothvellur. Í einn af fremstu vögnunum fóru konur með börn. Inni í hverjum vagni hafði kojum verið klambrað sam- an með svipuðum hætti og í fangaklefanum, nema hér voru þrengslin ennþá meiri. Vagnarnir voru glugga- lausir en í kojunum illa lyktandi, grófar hálmdýnur. Þvottaaðstaða var engin og klósettið ekki annað en gat í gólfinu sem fleki var hafður ofan á þegar það var ekki í notkun. Það tók óratíma að koma öllum í lestina. Þegar loksins var búið að fylla hana og loka öllum vögnum með slagbröndum var henni ekið út á geymslusvæði flutningavagnanna og þar var hún látin standa fram í myrkur. Loks silaðist lestin af stað en hvað eftir annað nam hún alveg staðar án þess að ljóst væri hvers vegna. Það var bót í máli að nú var farið að vora og því var sæmi- lega hlýtt. Flestir töldu að ferðinni væri heitið til Mordóvíu þótt enginn vissi það fyrir víst. Kannski hafði einhver varðanna hvíslað því á meðan dómarnir voru lesnir upp í Butyrka. Það gat verið verra. Þetta þýddi að ferða lagið væri ekki langt og að kvennanna biðu ekki hrjóstrugar norðurslóðir heldur víðáttumik- ill skógur. Fangabúðirnar sem þar höfðu verið reistar nokkrum árum áður voru milli bæjarins Potjma og borgarinnar. Í vagninum var tunna með vatni og dallur með brauði og brimsaltri síld. Hér var ekkert skammtað, konurnar þurftu sjálfar að deila matnum á milli sín. Vatnið var af skornum skammti og saltsíldin olli óbæri- legum þorsta. Daglega var sami matarskammtur sett- ur inn í vagninn hjá þeim. Ferðin tók fjóra og hálfan sólarhring. Í fyrstu var ástandið í vagninum þolanlegt en versnaði smátt og smátt. Í upphafi ferðarinnar voru börnin óvær en svo færðist yfir þau og konurnar slen og máttleysi. Á nóttunni þokaðist lestin áfram en á daginn var hún látin bíða í útjaðri einhverrar brautarstöðvarinnar. Vagnarnir voru ekki opnaðir nema þegar verðirnir bættu við matar- og vatns- skammtinn. Lestin rann inn á brautarstöðina í Potjma föstudaginn 15. apríl 1938. Stöðvarhúsið var rauð- máluð múrsteinsbygging og nafn hennar var letrað á húsið stórum stöfum. Skömmu eftir að lestin staðnæmdist við brautarstöð- ina í Potjma reis Halldór Laxness úr rekkju í káetu sinni á farþegaskipinu Lyru sem var á leið til Íslands frá Kaupmannahöfn þar sem skáldið hafði gengið um borð. Hann var á leið heim eftir langa og viðburðaríka dvöl í Rússlandi og víðar og farinn að leggja drög að bók sinni Gerska æfintýrinu sem kom út nokkrum mánuðum síðar. Svalir vorvindar Norður-Atlantshafs- ins léku um skipið á leið þess norður á bóginn á meðan hundar varðanna í Potjma urruðu og geltu og föng- unum nýkomnu var stillt upp á brautarpallinn til taln- ingar. BROT ÚR BÓK JÓNS ÓLAFSSONAR Fangaflutningarnir fangabúðir sem hún dvaldi í og reyna að þrengja hringinn utan um hana þannig. Ég nýtti því mest óbirtar minningar kvenna sem voru, ef svo má að orði komast samferða henni í gegnum fangabúðirnar.“ Skrá yfir eiginkonurnar Í eltingaleik sem þessum getur margt gerst og það er mikilvægt að ná sambandi við fólk sem hefur grúskað á eigin forsendum. Þannig geta mikilvægar heimildir orðið til, sem þó nýtast fáum. „Júrí Dmitriev, formaður Memorial sam- takanna í Petrozavodsk hafði til dæmis rann- sakað Segezha-búðirnar þar sem Vera dvaldi frá 1939 til 1941 og tekist eftir krókaleiðum að komast í spjaldskrá búðanna. Hann hafði með ærinni fyrirhöfn gert skrá yfir allar „eig- inkonur“ í þessum búðum. Þetta skjal vakti áhuga fæstra en fyrir mig var hún að sjálf- sögðu algjör gullnáma. Svona er Rússland í dag. Til að átta sig á flækjum fortíðarinnar þarf maður að leggja sig eftir að kynnast fólki því útgefið efni og það sem maður finnur í skjalasöfnum er svo slitrótt og brotakennt. Vera var í þrennum fangabúðum, en þær voru ólíkar. Í fyrstu búðunum voru eiginkonurnar í sérdeild alveg einangraðar frá umheiminum. Í þeim næstu voru fangarnir fyrst og fremst Samfangar Veru í Segezha fangabúðunum þar sem hún var frá 1939 til 1941. Eymundur Magnússon í Moskvu árið 1936 eða 1937. Benjamín Eiríksson á sjötta áratugnum. Halldór Laxness. * Um síð-asta ferða-lagið, frá Karel- íu, nálægt finnsku landa- mærunum og alla leið austur á steppur Kas- akstans hef ég nokkrar heim- ildir kvenna sem voru í lest- inni sjálfri. Þetta var sum- arið 1941 eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin. Morgunblaðið/Golli  *Um leið ogmaður ferað skoða sögu Veru Hertzsch þá er Halldór alltaf nálægur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.