Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Síða 56
Á sumrin hef ég þann sið að takanokkrar bækur úr bókahillunnisem ég keypti mér í gamla daga en gleymdi alltaf að lesa. Svo hefst lestur- inn. Ef ég er búin með einn þriðja af við- komandi bók og hún vekur engan áhuga þá losa ég mig við hana. Alltaf kemur þó fyrir að ég les einhverja að þessum bók- um og segi við sjálfa mig: Af hverju í ósköpunum varstu ekki búin að lesa þessa bók miklu fyrr? Um daginn las ég bók sem ég hafði keypt mér fyrir áratugum, sennilega í fornbókaverslun. Hún heitir A Question of Madness eftir tvíburabræðurna Zhores og Roy Medvedev og kom út í London ár- ið 1971. Bræðurnir skiptast á að segja söguna af því þegar sovéskir læknar og lögregla mættu einn dag árið 1970 á heimili lífefnafræðingsins og andófs- mannsins Zhores og færðu hann á geðsjúkra- hús þar sem hann var í nítján daga. Í bókinni lýsir Zhores heimsókn- inni afdrifaríku og dvöl- inni á hælinu og bróðir hans, sagnfræðingurinn Roy, segir frá til- raunum sínum til að fá hann lausan og samskiptum sínum við yfirvöld og lækna og sérfræðinga á sjúkrahúsinu sem stað- hæfa að bróðir hans sé ekki heill á geði. Yfirmaður geðsjúkrahússins segir að bróðir hans Zhores sé sennilega geðklofi og bætir við: „Hann er alltaf ónáægður með eitthvað, alltaf að berjast gegn ein- hverju.“ Roy bætir því þurrlega við að samkvæmt þessari skilgreiningu hefði Karl Marx átt að vera vanheill á geði. Mótmæli vísinda- og fræðimanna, þar á meðal Sakharovs og Solzhenitsyns, urðu til þess að Zhores var að endingu sleppt. Þegar bókin kom út var Zhores enn bú- settur í Sovétríkjunum en skömmu síðar, þegar hann var í heimsókn í London, sviptu sovésk yfirvöld hann vegabréfi og gerðu hann að útlaga. Hann gerðist breskur ríkisborgari og hlaut viðurkenn- ingar og verðlaun fyrir vísindastörf sín. A Question of Madness er ekki löng bók, 220 síður með stóru letri, en í henni er sögð mikil saga af lífi skapandi og hugs- andi einstaklings í samfélagi þar sem hver sá sem hafði aðra skoðun en stjórn- völdum var þóknanleg varð óvinur ríkis- ins – og jafnvel lokaður inni á geðdeild og settur á lyf til að hann læknaðist af villu sinni. kolbrun@mbl.is Orðanna hljóðan LOKAÐUR INNI Á HÆLI Zhores Medvedev V inkonurnar Märtha Louise Nor- egsprinsessa og Elisabeth Nor- deng voru hér á landi á dögunum til að kynna bók sína Leynd- armál englanna, sem komin er út í íslenskri þýðingu. Báðar segjast þær eiga samskipti við engla og í fimm ár hafa þær rekið skóla, Englaskólann, þar sem þær fjalla um sam- skipti við engla. Í bókinni segja þær frá englum og samskiptum sínum og annarra við þá. Þær eru fyrst spurðar hvenær þær hafi uppgötvað að til eru englar. „Þegar ég var barn var ég í nánu sambandi við verndar- engil minn,“ segir Elisabeth, „en svo reyndi ég að verða það sem kallað er venjuleg og skar á sambandið, en þessi magnaði kraftur kallaði á mig og eftir tvítugsaldur gat ég ekki afneitað honum.“ „Ég sá verndarengilinn minn fyrst þegar ég var 26 ára og var í hugleiðslu,“ segir Märtha Louise. „Ég fann angan af rósum og síðan sterka, ástríka og allumvefjandi návist æðri veru. Ég gat ekki afneitað því sem þarna gerðist. Þótt mörgum öðrum finnist skýtið að trúa á engla þá finnst mér það bara eðlilegt. Þegar ég viðurkenndi þetta fór líf mitt að breytast, hægt en örugglega.“ Þær vinkonur kynntust árið 2007 þegar þær sátu námskeið um andleg efni. „Allt í einu fórum við að tala um engla og fundum að við áttum eitthvað sameiginlegt,“ segir Märtha Louise. „Þá uppgötvuðum við að við höfum sams konar kímnigáfu, líkar lífsskoð- anir og sameiginlega drauma. Báðar höfðum við leitað inn á við og við vildum deila þess- ari reynslu með öðrum.“ Þær hófu nám- skeiðahaldi um tilvist engla og ekki voru allir sáttir. „Gagnrýnin var hörð,“ segir Märtha Louise. „Í mínum huga er það sem við kenn- um sannleikur, það sem ég trúi á. Mér finnst allt í lagi að aðrir séu ósammála því. Það er mikilvægt að við viðurkennum að sem mann- eskjur erum við ósammála um margt en þrátt fyrir það erum við öll jafningjar. Mín skoðun hefur jafn mikinn rétt á sér og skoð- anir annarra, og öfugt. Þegar maður gerir eitthvað sem maður trúir einlæglega á þá skiptir ekki svo miklu máli hvað öðrum finnst.“ Er trúin á engla hluti af trúnni á annað líf? „Ég trúi á endurholdgun, en bókin snýst ekki um það,“ segir Elisabeth. „Auðvitað er- um við andlegar verur,“ segir Märtha Lou- ise. „Það er nokkuð sem við gerðum okkur grein fyrir á sínum tíma og sú uppgötvun var vakning.“ Leyndarmál englanna er önnur bókin sem vinkonurnar hafa skrifað um engla og þær gera ráð fyrir að skrifa þriðju bókina. „Við finnum fyrir miklum áhuga fólks á þessum efnum,“ segir Märtha Louise. „Fjöl- miðlar hafa unun af neikvæðni og endur- spegla ekki alltaf viðhorf almennings.“ Elisa- beth bætir við: „Samband okkar við engla er blessun sem hefur breytt svo miklu í lífi okk- ar. Það skiptir okkur miklu máli að geta deilt reynslu okkar með öðrum svo þeir geti fundið sinn veg.“ Samskipti við engla Elisabeth Nordeng og Märtha Louise prinsessa í Kringlunni þar sem þær árituðu bók sína. Morgunblaðið/Kristinn LEYNDARMÁL ENGLANNA EFTIR MÄRTHU LOUISE PRINSESSU OG ELISABETH NORDENG ER KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU. HÖFUNDARNIR KOMU TIL ÍSLANDS TIL AÐ KYNNA BÓKINA. Uppáhaldsrithöfundurinn minn er Guðbergur Bergsson. Ég kynntist verkum hans sem ungur maður og það hafði mikil áhrif á mig hvernig hann orðaði hlutina og hvað hann var að segja – ekki það að ég hafi skilið það allt. Sér- staklega finnst mér smásagnasöfnin Ástir sam- lyndra hjóna og Leikföng leiðans stórfenglegar bækur. Þessi verk eru skrifuð á 7. áratugnum en það er margt í þessum sögum sem er eiginlega eins og langir Fóstbræðra-sketsar; jafn fyndið og ferskt. Mér er minnisstæð sagan Kvöld hinstu sólar í Leikföngunum um sundkennara sem kemur í smábæ og lendir í hrakningum undan at- gangi unglinganna í bænum. Jafnvel betri er þó sagan Glæpurinn gegn mannlegu eðli í Ást- unum, sem fjallar um starfsmenn og vistmenn á „fávitahæli“. Þá er bókin Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans æðisleg. Þar eru einhver flottustu hljómsveitarnöfn sem sést hafa á prenti: „Steiktir naglar“ og „Úldinn skítur“. Þegar við vorum að stofna hljómsveitina Unun hélt ég að Guðbergur gæti kannski fundið eitthvað jafn gott handa okk- ur. Ég skrifaði honum en það eina sem honum datt í hug var „Raddbandið“. Í UPPÁHALDI Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, er aðdáandi Guðbergs Bergssonar. Morgunblaðið/Ernir Guðbergur Bergsson DR. GUNNI BÓK VIKUNNAR Íslensk samheitaorðabók, endurskoðuð og í nýjum búningi, er nauðsynleg hverjum þeim sem vill tala og skrifa fallega íslensku – og hver vill það ekki? Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is VIÐTAL 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.