Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 Stefán Máni rithöfundur seg-ist skrifa um það sem hanner hræddur við sjálfur, eins og drauga og illmenni. Hann talar um starf rithöfundarins í viðtali við Sunnudagsblaðið og segir þetta vera vinnu eins og hverja aðra, rithöfundar þurfi fyrst og fremst að sitja við og skrifa. Það er heilbrigð sýn og lýsir ákveðinni auðmýkt gagnvart lesendum. Jóhanna Guðrún hefur skemmt landanum með söng í meira en áratug, þótt ótrúlegt megi virðast. Hún fór til Noregs skömmu eftir velgengni í Evróvisjón 2009 og er búin að koma sér vel fyrir þar. Áslaug Snorradóttir ljósmynd- ari leggur á borð fyrir lesendur og hún er óhrædd við að nota liti og blanda saman ólíkum hlutum. Við fórum líka í stelpumatarboð á Skaganum og birtum að sjálf- sögðu fjölda uppskrifta í matar- hluta blaðsins. Ásgeir Trausti er einn vinsæl- asti tónlistarmaðurinn af yngri kynslóðinni. Við fengum að vera fluga á vegg þegar Ásgeir Trausti tók upp myndband við lag sitt Dýrð í dauðaþögn af samnefndri plötu í stórum hópi krakka. Sinfóníuhljómsveitir gætu verið að syngja sitt síðasta, að minnsta kosti eiga þær erfiðara og erfiðara með að fjármagna sig, að því er fram kemur í úttekt blaðsins. Og svo er landslið karla í knattspyrnu að verða yngra og yngra. Við beinum sjónum að Birki Bjarna- syni sem þótti bera af í landsleik Íslands gegn Sviss á dögunum. Dagblöð segja gjarnan sögur af hetjum og hampa þeim sem standa sig vel. Kannski þess vegna er stundum hressandi að talað sé um hræðslu í viðtali. Því auðvitað erum við ekki alltaf hetjur, við erum hrædd við margt en viðurkennum það ekki alltaf. Svo er víst sagt að það skipti ekki öllu máli hvað við hræðumst held- ur hvernig við tökumst á við það. Í því verður hver að finna sína leið. RABBIÐ Af hetjum og hræðslu Fátt er skemmtilegra en bíða í röð í bílnum sínum og sjaldgæft að betra tækifæri gefist til þess að hugleiða. Einbeitingin þarf þó að vera í lagi og ekki gott að gleyma sér í dagdraumi. Ökumenn á Bústaðaveginum í vikunni hafa eflaust einhverjir velt því fyrir sér hvað eiginmaðurinn yrði með gott í kvöld- matinn, hugsanlega hlakkað til þess að horfa á uppáhaldsþáttinn í sjónvarpinu eða hvort konan yrði fáanleg í göngutúr í góða veðrinu að loknum fréttum. Jafnvel hvort börnin nenntu að fara út með hundinn. Vonandi hafa allir munað eftir því að þolinmæði er dyggð í umferðinni eins og annars staðar, ekkert þýðir að liggja á flautunni þótt umferðin gangi hægt, um að gera að hafa fallega tónlist í útvarpinu og láta sér líða vel. Græna ljósið kemur alltaf aftur. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar ÞOLINMÆÐI ER DYGGÐ ÖKUMENN ÞURFA ÆTÍÐ AÐ HAFA HUGANN VIÐ VERKEFNIÐ EN SÉRSTÖK ÁSTÆÐA ER TIL ÞESS AÐ GÆTA SÍN ÞEGAR HAUSTAR; UNGT FÓLK STREYMIR TIL OG FRÁ SKÓLA AUK ÞESS SEM HÁLKAN GETUR VERIÐ LÚMSK. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Handbolti kvenna Hvar? Kaplakrika Hvenær? Laugard. kl. 13:30 Nánar Haukar og FH mætast. Hafnarfjarðarslagur Hvað? Sýningin art PARK(ing) Day Hvar? Artíma Gallerí, Skúlagötu 28 Hvenær? Laugardag- inn 20. október kl. 16 Nánar Bílastæðum breytt í sýningar- rými. Leggðu bílnum þínum Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Leiðsögn Sumarliða um sýn- inguna Ölvuð af Íslandi Hvar? Listasafni Íslands Hvenær? Sunnud. kl. 14:00 Nánar Hið rómantíska Ísland. Ölvuð af Íslandi Hvað? Söngkonan Elín Ey Hvar? Á Ellefunni Hvenær? Laugardag- inn kl. 21:00 Elín Ey á Ellefunni Hvað? Heimildarmyndin Hreint hjarta Hvar? Bíó Paradís Hvenær? Laugardag og sunnudag, kl. 18 og 20 Nánar Íslenskara verður það ekki. Hreint hjarta Hvað? Sýning Guðmundar Thoroddsen Hvar? Í Kunstschlager að Rauðarárstíg 1 Hvenær? Laugard. 20. október kl. 20 Nánar Höggmyndir, vatnslitamyndir og ljósmyndir. Myndlist Thoroddsen Hvað? Tónleikar Kristins Sigmundssonar Hvar? Í Salnum í Kópavogi Hvenær? Sunnud. kl. 20 Nánar Söngskemmtunin Ég veit þú kemur. Sigmundsson í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.