Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 4
Þjóðin gengur til atkvæða í dag, laugardag,um róttækustu endurskoðun á íslenskustjórnarskránni sem boðuð hefur verið.
Skiptar skoðanir eru um það hvort aðferða-
fræðin standist skoðun.
Fyrst er spurt um afstöðu til tillagna stjórn-
lagaráðs og síðan afstöðu til einstakra breytinga
á stjórnarskránni, án þess þó að tekið sé fram
að það komi tillögum stjórnlagaráðs nokkuð við,
enda eru tillögur þess mun ítarlegri. Spurður
hvort hinar spurningarnar eigi engu að síður við
tillögur stjórnlagaráðs segist dr. Þorlákur Karls-
son, dósent við HR og rannsóknarstjóri Mask-
ínu, alls ekki taka undir það. „Ef mér finnst ég
geta tekið afstöðu til hverrar spurningar, áttað
mig á henni og skilið hana, þá kemur mér svo
sem ekkert við hvað stjórnlagaráðið eða aðrir
segja um hana. Mér finnst það ekki hanga sam-
an nema í fyrstu spurningunni.“
Mikill vandi
„Ég vil halda því til haga að vandinn er mikill
sem menn stóðu frammi fyrir í undirbúningi
atkvæðagreiðslunnar, því spurt er um stór og
almenn álitamál,“ bætir Þorlákur við. „En ég
hefði viljað meira jafnvægi í orðalaginu. Ef við
tökum þjóðkirkjuna sem dæmi, þá er fólk
spurt hvort það vilji hafa ákvæði um hana í
stjórnarskrá. Ég held að fólk hneigist til að
svara já frekar en nei, einfaldlega af því að það
er gjarnara á að samþykkja frekar en hafna.
Orðalagið gæti haft áhrif á þá sem ekki hafa
kynnt sér tillögurnar vel og það á við um allar
spurningarnar.“
Salvör Nordal, fv. formaður stjórnlagaráðs,
er einnig gagnrýnin í Morgunblaðinu: „Það er
augljóst af umræðunni að fólk skilur spurning-
arnar með ólíkum hætti. Það bendir til þess að
þær séu óskýrar. Það er betra að hafa skýrar
spurningar þegar þjóðaratkvæðagreiðsla er
annars vegar þannig að það sé ekki opið
hvernig hægt er að túlka þær í framhaldinu.“
Hver er staða þingsins?
Tekist hefur verið á um hvernig eigi að túlka það
ef meirihluti kjósenda svarar spurningunni um
tillögur stjórnlagaráðs játandi. Hvort þingið megi
þá, geti eða eigi að velta fyrir sér efnislegum
breytingum á tillögunum.
Þorvaldur Gylfason, sem átti sæti í stjórnlaga-
ráði, segir þingið þá efnislega bundið tillögunum í
heild sinni. Óljóst er hver afstaða stjórnarflokk-
anna er. Þingið hefur sent tillögurnar til endur-
skoðunar hjá sérfræðinganefnd, en einungis varð-
andi lagatæknileg atriði og ekki er óskað eftir
tillögum að efnislegum breytingum.
Þrátt fyrir það hafa Jóhanna Sigurðardóttir og
Steingrímur J. Sigfússon sagt í þinginu að þau
telji sig hafa svigrúm til þess að fara í efnislegar
breytingar.
Vantar greiningu þingsins
Salvör Nordal hefur gagnrýnt að ekki liggi fyrir
greining Alþingis. „Sjálf tók ég það skýrt fram
þegar ég greiddi frumvarpinu atkvæði mitt að ég
teldi að það þyrfti frekari greiningu og ítarlegri
skýringar. Það var haft á orði í okkar hópi að
frumvarpið þyrfti að fara í álagspróf eða lög-
fræðilega skoðun til að athuga hvort í því væri að
finna eitthvert innra ósamræmi, til að meta lög-
fræðileg áhrif og svo framvegis. Við vorum á
þeirri skoðun.“
Í nýlegri fésbókarfærslu skrifar Pawel Bartos-
zek, sem sat í stjórnlagaráði: „Ég geri tilboð í bíl,
háð því að hann komist í gegnum skoðun. Ári síð-
ar er bíllinn enn óskoðaður en seljandinn leggur
hart að mér að skrifa undir. Hvað geri ég?“
Ákvæðið um þjóðkirkju
Gagnrýni á spurninguna um hvort fella eigi
ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskránni felst
m.a. í því að verið sé að sniðganga stjórnarskrána
með því að efna ekki til sérstakrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu um þetta ákvæði, eins og kveðið
sé á um í 79. grein stjórnarskrárinnar.
Persónukjör í meira mæli en nú er
Hingað til hefur persónukjör verið útfært í kosn-
ingalögum og segja sumir útfærslu á því ekki
eiga erindi í stjórnarskrá. En gagnrýnin á þessa
spurningu felst fyrst og fremst í því að hún sé
óljós. Margar ólíkar skoðanir séu upp um per-
sónukjör og þær megi útfæra með ólíkum hætti,
til dæmis meira vægi útstrikana. Útfærsla stjórn-
lagaráðs sé bara ein af mörgum og ekki sé spurt
um hana sérstaklega.
Atkvæði kjósenda vegi jafnt?
Það liggur fyrir að ef atkvæðavægi verður jafnað
fjölgar þingmönnum höfuðborgarsvæðisins í 40 af
63. Og spurningin sem lögð er fyrir þjóðina varð-
ar það. En tillögur stjórnlagaráðs fela einnig í
sér að breyta kosningafyrirkomulaginu, þannig að
hátt hlutfall þingmanna verði landskjörið. Leitt
er líkum að því að þar sem flestir kjósendur eru í
þéttbýlinu verði landskjörnir þingmenn einkum
þeir sem höfða til kjósenda á höfuðborgarsvæð-
inu. Dr. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Há-
skólann á Akureyri, segir það fækka landsbyggð-
arþingmönnum í ellefu og fela í sér mikinn
ójöfnuð milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.
Hlutfall atkvæðisbærra manna
Þorlákur Karlsson segist hefðu viljað hafa orða-
lagið í sumum spurningum öðruvísi og kappkost-
að að hafa það meira á hreinu að túlkunin eftir á
geti ekki verið breytileg.
Eins og til dæmis ákvæðið um tiltekið hlutfall
kosningabærra manna: „Hvað er þetta tiltekna
hlutfall? Það getur valdið vatnaskilum hvort það
eru 5% eða 20%. Ég veit það er hættulegt að
hafa hlutfallið of lágt, því sumir hópar manna
geta verið harðir í að safna undirskriftum.“
Eins heyrist gagnrýni á það hvers vegna búinn
sé til einn öryggisventill fyrir þjóðina, en annar
fyrir forsetann sem hafi áfram vald til að synja
lögum staðfestingar og kalla eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Byrjað er að flokka utan-
kjörstaðaratkvæði í Ráð-
húsinu í Reykjavík.
Morgunblaðið/Ómar
Er ný stjórnarskrá í kassanum?
ÞJÓÐIN GENGUR AÐ KJÖRBORÐINU UM RÓTTÆKUSTU BREYTINGAR SEM BOÐAÐAR HAFA VERIÐ Á STJÓRNARSKRÁNNI. ÁLITAMÁLIN ERU MÖRG SEM
ÞARF AÐ TAKA AFSTÖÐU TIL. OG ÞAU LÚTA EKKI EINUNGIS AÐ EFNISATRIÐUM HELDUR EINNIG AÐFERÐAFRÆÐINNI AÐ BAKI KOSNINGUNUM.
Flestir hugsa
um fiskveiðar
þegar náttúru-
auðlindir ber á
góma, þó að
hugtakið sé
mun víðtækara.
Í lögum um stjórn fiskveiða er skýrt
kveðið á um að nytjastofnar á Ís-
landsmiðum séu „sameign íslensku
þjóðarinnar“ og úthlutun veiði-
heimilda myndi „ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt forræði einstakra
aðila yfir veiðiheimildum.“
Enginn ágreiningur er um það á
Alþingi að nýtingarréttur á nátt-
úruauðlindum geti ekki myndað
varanlegan eignarrétt. Deilan um
snýst ekki um það, heldur hversu
langt á að ganga í að skilgreina nýt-
ingu auðlinda í stjórnarskrá.
Gagnrýnt er að í tillögu stjórn-
lagaráðs sé bann lagt við sölu eða
varanlegum nýtingarsamningum á
auðlindum. Gengið sé lengra en hjá
stjórnlaganefnd, sem vann tillögur
fyrir stjórnlagaráð, en þar var kveð-
ið á um að auðlindir væru nýttar til
hagsbóta þjóðinni allri og löggjaf-
anum væri heimilt að setja lög og
reglur til að tryggja það. Það átti
bæði við um auðlindir í opinberri
eigu og einkaeigu.
NÁTTÚRUAUÐLINDIR
* „Ég geri tilboð í bíl, háð því að hann komist í gegnum skoð-un. Ári síðar er bíllinn enn óskoðaður en seljandinn leggurhart að mér að skrifa undir. Hvað geri ég?“ Pawel BartoszekÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012