Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 8
Vettvangur 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 Allir kjördagar eru mikilvægir. Við getumhaft ólíkar skoðanir á tilgangi og tilefnieinstakra kosninga en það breytir því ekki að allir kjördagar fela í sér mikilvægt tæki- færi til að segja skoðun sína, hafa áhrif og vera virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi. Dagurinn í dag er engin undantekning. Nú er tími til að fara í betri fötin, halda til kjörfundar og svara þeim spurningum sem fyrir okkur eru lagð- ar. Þetta gerum við ekki aðeins vegna þess að við viljum síður vakna á morgun og vera ósátt við nið- urstöðu sem höfðum engin áhrif á, heldur vegna þess að við teljum það bæði rétt okkar og skyldu. Þess vegna mætum við á kjörstað. Og við kjós- um, þrátt fyrir að við séum að mestu ánægð með stjórnarskrána sem við höfum átt svo lengi og alltaf endurskoðað í góðri sátt. Og við kjósum, þrátt fyrir að við séum ekki ánægð með hvernig stjórnvöld hafa haldið á málinu og þetta sé ekki raunveruleg heldur ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla. Og við kjósum, þrátt fyrir að síðasta kosning vegna sama máls hafi verið dæmd ógild af Hæstarétti og flestir séu sammála um að útfærsl- an nú sé svo ófullkomin að erfitt verði að lesa með afgerandi hætti úr niðurstöðunni. Og við kjósum, þrátt fyrir að þessi dýrmæti samfélagssáttmáli okkar eigi svo miklu betra skilið, það sé óskiljan- legt að beintengja hann bankahruninu og óþolandi að það sem á að sameina okkur skuli stöðugt not- að til átaka og ágreinings. En þrátt fyrir þetta allt, eða kannski einmitt vegna þessa alls, er kjördagurinn sem nú er runn- inn upp svo mikilvægur. Einmitt vegna þess hvernig haldið hefur verið á málinu og hversu nauðsynlegt er að framhaldið verði farsælla, skiptir máli að niðurstaðan í dag verði þannig að hún kalli ekki á ólíkar túlkanir strax á morgun. Traustið til málsins er nefnilega því miður ekki meira en svo að kjósendur hafa af því áhyggjur að niðurstaðan verði túlkuð flokkspólitískt og með hana unnið á þeim forsendum. Það er vont og end- urspeglast í fullyrðingum um að þeir sem ekki vilja ganga til verksins með þessum hætti nú, vilji engar breytingar á stjórnarskránni og hafni öfl- ugri aðkomu almennings að þeim. Að sjálfsögðu er það alrangt og álíka fjarstæðukennt og þegar sagt var að þeir sem ekki studdu Icesave- samningana vildu einangra landið og koma í veg fyrir framfarir, þegar afstaðan snérist um það eitt að gera það sem var rétt og standa gegn vondri ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir íslenska þjóð. Í dag verðum við að nýta tækifærið til að senda skýr skilaboð um hvort við viljum að tillögurnar sem fyrir liggja og þar með sú vinna, sem er und- anfari þessara kosninga, verði grundvöllurinn að nýrri stjórnarskrá og nýjum samfélagssáttmála fyrir Ísland. Ég mun segja nei – því nú getur þjóð- in gert það sem hún hefur svo oft gert áður – tryggt að mál sem stjórnvöld hafa unnið illa fái farsæla lausn. Þegar nei er eina svarið *Nú getur þjóðin gert þaðsem hún hefur svo oftgert áður – tryggt að mál sem stjórnvöld hafa unnið illa fái farsæla lausn. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Djúpið ekki djúpt? Kristinn Hrafnsson sagði á fés- bókarsíðunni frá upplifun sinni á bíómynd Baltasars Kormáks, Djúp- inu. „Sá loks Djúp- ið í gær og var sú upplifun í hróp- legri andstöðu við allt það lof sem mér er sagt að hafi verið hlaðið á þessa kvikmynd. Ekki við leikara að sakast því þeir virð- ast hafa haft úr litlu að spila. Hægt að hæla tæknimönnum fyrir margt gott. Botninn datt alveg úr mynd- inni þegar kemur að atburðum eft- ir sundafrek aðalpersónunnar og undirstrikar hversu grunnt þetta verk ristir.“ Helgi Seljan tekur undir með honum og segir: „Ég var satt best að segja reiður yf- ir því hvernig klæmst var með efn- ið. Steininn tók úr þegar í lok myndarinnar var birt viðtal við Guðlaug sjálfan. Þá gerði maður sér best grein fyrir hversu grunnt þetta „meistarastykki“ Baltastars risti í raun.“ Fúsk eða ekki fúsk? Bjarni Benediktsson skrifar á fésbókarsíðu sína: Þingmönnum landsbyggðar mun væntanlega fækka í 11 á móti 52 þingmönnum höfuðborgar og þéttbýlis ef tillögur stjórnlagaráðs ná fram að ganga. Jafnt vægi atkvæða og gjörbreytt kosningakerfi eru ástæðan. Um þetta er fjallað í athyglisverðri grein sem Þóroddur Bjarnason, prófessor, skrifar í Fréttablaðið í dag. Með þessu væri landsbyggð- inni gefið langt nef. Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar aftur á móti: „JÁ-JÁ-NEI- JÁ-NEI-JÁ – svona ef einhver var að velta því fyrir sér hvað mér fyndist. Rök verða gefin upp gegn fyrir- spurnum :)“ AF NETINU Tökulið kvikmyndarinnar um þrumuguðinn Þór er farið af landi brott eftir að hafa lagt undir sig allar helstu náttúruperlur Suður- lands. Leikarar myndarinnar létu ekki mikið fyrir sér fara en þó fengu heppnir gestir veitinga- staðarins Vegamóta að njóta nærveru þeirra Zacharys Levis og Toms Hiddlestons þegar þeir slettu lítillega úr klaufunum á frídegi sín- um um síðustu helgi. Stjörnurnar kunnu greinilega vel við sig á Íslandi og fannst lítið mál að leyfa stúlkunum að mynda sig með þeim en myndir af þeim birtust meðal annars á einni af fjölmörgum aðdáendasíðum kvik- myndarinnar Thor: The Dark World. Slóðin er http://thor2fans.tumblr.com. Zachary Levi var myndaður í bak og fyrir af aðdáendum á Vegamótum. AFP Vinsælir á Vegamótum Hönnunarfyrirtækið Farmers Market, sem hjónin Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir eiga og reka, fer gjarnan ótroðnar slóðir í auglýsingum sínum. Fyrirtækið hefur haft það fyrir sið að fá til liðs við sig fyrirsætur sem sinna alla jafna ekki í slíkum hlut- verkum. Fyrirsætan á mynd sem vekur at- hygli um þessar mundir er leikhúsmaðurinn Guðjón Pedersen, Gíó. Guðjón tók sig vel út í hlutverki fyrirsætunnar þegar hann sat fyrir í nýrri jakkapeysu frá Farmers Market sem kallast Akrar en þess má geta að tölur peys- unnar eru úr lambshorni. Leikmunir ljós- myndarinnar eru líka eftirtektarverðir en bassann á enginn annar en Páll Einarsson jarðskjálftafræðingur en hann er faðir Jóels. Bassann keypti hann sér þegar hann var 12 ára. Þá eru blómapottarnir frá afa Jóels. Ljósmyndina tók Ari Magg. Gíó í nýju hlutverki Páll Einarsson jarðskjálftafræðingur á bassann á myndinni og blómapottarnir eru frá afa Jóels. Ljósmynd/Ari Magg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.