Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 16
*Kóngsins Köben er vinsæll áfangastaður en það getur hjálpað að fá góð ráð hjá heimamanni »18Ferðalög og flakk Mannlífið í Varanasi eða Benares sem liggur við hið helga fljót Ganges er engu líkt. Borgin hefur í þúsundir ára verið einn helgasti staður Indlands en þangað streyma milljónir manna ár hvert. Afar sérstakt andrúmsloft er við ána og trúarleg upp- lifun er mjög sterk. Fátæktin er ólýsanleg og stór hluti íbúanna þarf að bítast um hverja matarögn. Þrátt fyrir mikla erfiðleika hafa íbúarnir einstaka nærveru þar sem nægjusemi, gleði og traust skín úr hverju andliti. Allir reyna að gera það besta úr ástandinu og skapa sér atvinnu, jafnvel á næsta götuhorni eins og myndarlegur skóburstari sem ég tók mynd af en hann veitti þjónustu fyrir sanngjarnt verð. Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla í Garðabæ. Þar sem kýrnar leika lausum hala. Bitist um hverja ögn Bílabónarinn í borginni Benares. PÓSTKORT F RÁ VARANA SI Skóburstarinn stendur sína plikt. E rna Ómarsdóttir hefur ásamt hljómsveitinni Reykjavík! og Lazyblood (Letiblóð) ferðast til Evrópu og nú alla leið til Kyoto í Japan með jaðarsöngleikinn sinn sem þau kalla Tickl- ing Death Machine. Kristján Freyr Halldórsson, sem er með- limur hljómsveitarinnar Reykjavík!, segir að þeir hafi oft túrað um heiminn en þetta hafi verið einstaklega skemmtileg ferð. Sýning þeirra í Reykjavík hafi vakið athygli listræns ráðunautar frá Belgíu sem hafi viljað kaupa hana og þau því ferðast þangað og þar hafi jap- anskur stjórnandi listahátíðar séð sýninguna og boltinn haldið áfram að rúlla. „Án þess að ég vilji gera of lítið úr okkur þá hef ég persónu- lega alltaf litið á þetta eins og saumaklúbb að vera í hljómsveit. Bara að hitta vini mína og spila saman. Við hefðum alveg eins getað verið heima að horfa á Derrick en af því að við gerðum það ekki þá fór allt að rúlla og við komnir í þessa frábæru ferð til Japans. Mannvirðing og kurteisti einkennir Japana „Erna bjó til söguþráð með okkur og gerði kóreógrafíu fyrir tón- leikana okkar og Lazyblood,“ segir Kristján. „En þetta er ekki orðið að leikhúsi þótt þetta séu eiginlega ekki lengur tónleikar. Þannig að við höfum kallað þetta upp á ensku „Borderline Musical“ eða jaðar- söngleik. Japanir tóku þessu mjög vel og það var mjög gaman að kynnast þessari þjóð. Ég vildi óska að við gætum tileinkað okkur þó ekki væri nema snefil af mannvirðingu og kurteisi sem þarna tíðkast. Svo gáfu allir sig 100% í verkefnið þarna, því við vorum með 20 sjálfboðaliða úr listaháskólanum í sýningunni og það var unun að sjá hvað þau gerðu þetta vel. Kyoto er gömul borg og mikið af hofum og Zen-görðum. En við skruppum líka yfir til Osaka og það var eins og að koma inn í bíó- myndina Blade Runner. Eins og 22.öldin væri komin þar. Sú borg er mjög iðnvædd, andrúmsloftið kalt og harkalegt. Að koma aftur til Kyoto var eins og að koma aftur til Súðavíkur, mjög þægilegt. Það er heimilislegt í svona hlýrri borg eins og Kyoto, þótt hún sé það fram- andi að í stað pylsuvagna frá Bæjarins bestu þá kaupir maður í álíka vögnum djúpsteiktar kolkrabbabollur,“ segir Kristján. FERÐALAG LISTAMANNA Reykjavík! fór til Japans HEIMURINN ER ORÐINN SVO LÍTILL AÐ SMÁTÓNLEIKAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR GETA HAFT Í FÖR MEÐ SÉR ÁHUGA ÞJÓÐA SEM ERU HINUMEGIN Á HNETTINUM Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í fremstu röð má sjá Ásgeir, Ernu og Valdimar. Svo er Bóas fyrir aftan Valdimar, Kristján er lengst til vinstri og Guðmundur aftast ásamt japönskum aðdáendum. Kristján Freyr og Guðmundur Birgir. Japanskar stúlkur hvíla sig milli æfinga. Til vinstri er Bóas Hallgrímsson og Ásgeir Sigurðsson í Geishu- hverfi í Kyoto. Valdimar Jóhannsson, gítarleikari etur kappi við hraustan Japana. Guðmundur Birgir í Osaka. * Að koma afturtil Kyoto vareins og að koma aftur til Súðavíkur, mjög þægilegt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.