Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 19
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 CPH-kort Kort fyrir strætó, lestar, báta- strætó og rúmlega 60 söfn. Hægt er að velja um kort sem gildir í 24 klst, 72 klst og 120 klst. Hér eru verðdæmi, miðað við núverandi gengi. Verð 24 klst. kort fyrir full- orðna: 5.400 kr. Verð 24 klst. kort fyrir 10- 15 ára: 2.600 kr. Verð 120 klst. kort fyrir fullorðna: 15.200 kr. Verð 120 klst. kort 10-15 ára: 7.600 kr.. Ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára. Bike Mike tours Flatlendið í Danmörku gerir landið að paradís hjólreiða- mannsins. Hin fullkomna leið til þess að kynnast borginni og fyrir hungraða hjólagarpa býð- ur Mike upp á hjóla- og matar- ferð. Verð: 6.300 kr. Superkilen Svarti markaðurinn, Græni garðurinn og Rauðatorgið. Nei, ekkert rússneskt rautt torg heldur er þetta útivistar- garður með leiktækjum fyrir börn og ekki síður fullorðna, kaffihúsum og samsuðu mismun- andi menningarheima. Ókeypis Route 66 plötubúð Í borginni má finna þó nokkrar plötubúðir en þessi, í Norrebro- hverfinu, er talin skara fram úr. Þar má finna nýjustu smellina jafnt sem gömlu perlurnar. Hot Kotyr lampabúð Ráðlagt er að skilja bakpokann eftir heima því búðin er þétt- skipuð endurgerðum lömpum sem ekki má brjóta né bramla. Sleep-in-Green hostel Gerist ekki grænna og vænna. Flokkað rusl, endurnýtt hús- gögn og regnvatn í klósett- unum. Hitt og þetta Flatlendið gerir Danmörku að draumastað hjól- reiðamannsins. B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Sala hafin!– tilboð á fyrstu300 sætunum. Bókaðu núna og trygg ðu þér hagstæt t verð. 15.000 k r. afsláttur á mann! Frá kr. 179.900 í 15 nætur m/„öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ á Adonis Isla Bonita *** í 15 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 35.900. Sértilboð haustsins 6. nóvember – 15 nætur Parque Santiago *** Frá kr. 87.500 í 7 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 99.500 á mann. Sértilboð 22. maí í 7 nætur með 15.000 króna bókunarafslætti. Gott er að byrja daginn við hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar. Þar er hægt að virða fyrir sér sólar- upprásina við höfnina og þá fáu báta sem sigla á þeim tíma. Hinum megin við vatnið standa Amalienborg- kastalarnir og Marmarmakirkjan. Á leið frá óperuhúsinu er þess virði að koma við í hin- um konunglega listaháskóla Danmerkur. Oftar en ekki er hægt að sjá nemendur flétta baststóla og smyrja sér rúgbrauð með kæfu á tröppum skólans. Stutt þaðan frá er Erdkehlgraven; lækur við afar ró- legt og lítið skógarsvæði, eins konar nátturuvin í höfuð- borginni. Hægt er að koma sér fyrir á fleka á læknum og fylgjast þar með kajakpóló-æfingum. Þá er tilvalið að fá sér nesti að fyrirmynd listnem- enda í borginni. Eftir afslöppun við Erdkehlgraven tekur við gangur niður Prinsessegade að Vor frelsers kirke. Sú kirkja er byggð eins og skrúfa sem rís 900 metra í loftið. Hægt er að fara upp stiga hennar allt upp að topp. Þar er útsýni yfir alla Kaupmannahöfn. Þetta er þó líkamlega þreytandi og ekki fyrir mjög lofthrædda. Ef menn verða þreyttir er Kristjaníusamfélagið í sömu götu þar sem hægt er að ná sér niður. Um eftirmiðdag er tilvalið að færa sig í miðbæinn og heimsækja Bo-bi bar á Klarebodernegötu. Þessi litla bó- dega var stofnuð á öðrum áratug síðustu aldar og hefur haldið sama stíl innréttinga síðan þá. Staðinn sækja mest heimamenn sem reykja, drekka og fara yfir málin. Ef menn þyrstir í kaffibolla eða bjór verður það ekki kaffi úr vél eða bjór af krana. Aðeins er boðið upp á uppáhellingu og flöskubjór, ekkert kjaftæði. Um kvöldið er óvitlaust að fara á Mikkeller bar á Vikt- oriegade. Barist er um sæti á þessum margverðlaunaða bar sem býður upp á 20 mismunandi bjórtegundir á krana en úrvalið breytist dag frá degi. Á boðstólum er bjór frá Mikkeller og öðrum míkróbrugghúsum. Hægt er að enda nóttina í Kødbyen, gömlu slátrara- hverfi sem breytt hefur verið í hverfi veitinga- og skemmtistaða. Þar á Ísland fulltrúa á Jolene-barnum, ef menn skyldu vera komnir með heimþrá. Í ferðalag með heimamanni Dagurinn er tekinn snemma með Jóhannesi en hann nýtur þess að sýna gest- um sínum sólarupprásina og fylgast með bátunum í höfninni hjá Óperunni. JÓHANNES PÁLL SIGURÐSSON ER NEMI VIÐ CPS-VIÐSKIPTAHÁSKÓLANN Í KAUP- MANNAHÖFN. HANN SAGÐI SUNNUDAGSMOGGANUM HVAÐA SPENNANDI ÆVINTÝRI HANN BÝÐUR SÍNUM GESTUM UPP Á.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.