Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 23
EPLI MEÐ SKEIÐ
Epli eru þægilegur ávöxtur til að
grípa með sér og narta í á milli
mála. Til að breyta til má skera
eplið í tvennt, nota hýðið eins
og skál og borða innihaldið
með skeið.
HRÍSKEX MEÐ
HUMMUS
Kex gert úr maís er
kannski heldur þunn-
ur þrettándi svona
eitt og sér en með
vænni slettu af
hummus (ekki verra
ef hann er heima-
gerður) er kominn
fínasti millibiti.
ORKUSTANGIR
Ýmsar tegundir af múslístöng-
um og próteinstöngum fást í
matvöruverslunum og er fínt
að nota sem nesti. Passið
bara að lesa innihaldslýsinguna
og halda ykkur frá þeim sem
innihalda mikinn sykur.
ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR
Klassískt nasl og einfalt að
geyma. Gott að blanda
nokkrum tegundum saman
og setja í lítið box eða
poka.
GRAUTAR
Þurfa ekki bara að vera
morgunmatur, hægt er að
taka með sér kaldan graut
til að borða milli mála. Þá
eru tröllhafrar settir í box
og möndlumjólk hellt yfir.
Geymt í ísskáp yfir nótt og
tekið með í vinnu daginn
eftir. Bæta má berjum út í
og seilast í kaldan grautinn
í kaffitímanum.
MÖNDLUR
Eru ríkar að kalki og ýmsum næringarefnum.
Möndlur sem hafa verið bleyttar í smá tam-
ari-sósu og svo látnar þorna eru mesta
hnossgæti. Ekki þó gleyma að möndlur eru
orkurík fæða þannig að það er engin ástæða
til að háma í sig mikið magn.
ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ VERA ERFITT AÐ ÚTBÚA EINFALT HOLLUSTU-
NASL TIL AÐ GRÍPA MEÐ SÉR Í VINNUNA EÐA SKÓLANN.
GULRÆTUR OG GÚRKA
Það er alltaf hressandi að japla á hráu
fersku grænmeti. Gulrætur og gúrkur eru
upplagt eðalnasl til að grípa í á milli mála.
BANANI
Bananar eru sætir og orkuríkir og
henta vel þegar þreytan sækir að.
Gallinn við þá er hversu illa þeir
fara í tösku. En þá má alltaf
bregða á það ráð að setja þá
í nestisbox.
HNETUMIX
Hnetur eru frábær millibiti, sér-
staklega ef nokkrum tegundum
er blandað saman. Til að bragð-
bæta enn frekar má bæta við
trönuberjum.
10 hugmyndir að hollum millibita
KANILBYGGI MEÐ RÚS-
ÍNUM OG KÓKOS
Byggi er íslenskt morgunkorn
gert úr byggi og sú útgáfa þess
sem er bragðbætt með kanil
hentar prýðilega sem nasl.
Gott er að blanda rúsínum og
kókosflögum saman við, setja í
box og japla á yfir daginn.
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Gerðu gæða- og verðsamanburð
FINNDU MUNINN
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900
ÝMIR, SAGA, FREYJA,
ÞÓR OG ÓÐINN
Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur
Valhöll heilsudýna
5 svæðaskipt gormakerfi
153x203 aðeins kr. 89.900
Tilboðsverð
12 mánaðavaxtalausargreiðslur*