Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 24
STRING-HILLURNAR String-hillurnar voru hannaðar árið 1949 af Nils Strinning og eru sígildar en hafa þó ver- ið einkar vinsælar upp á síðkastið. Þær eru góð tilbreyting frá tekkhillunum en ekki svo ólíkar hvað formið varðar. Þ órunn Högnadóttir er með puttann á púlsinum í heimilistískunni enda nýbúin að gefa út sitt fyrsta hefti af Nude Home-veftímaritinu sem er tileinkað heimilum og hönnun. „Það er gaman að sjá hvað hlýja og rómantík eru að koma aftur inn á heimilin í landinu. Háglanshúsgögnin eru að víkja fyrir viðarhúsgögnum og „vintage“-stílnum sem er einstaklega vinsæll núna,“ segir Þórunn. Svört húsgögn og smámunir hafa ekki verið ýkja áber- andi upp á síðkastið en svarti liturinn kemur inn í haust- ið af fullum þungu. „Svo er hrátt „iðnaðar- legt“ útlit mjög heitt núna, ryðgað stál, dökkir veggir, stórir lampar í loftinu, ál- stólar, stórar hauskúpur og fleira. Fallegt er að blanda þessum stílum saman við klassíska hönnun. Það er kúnst að blanda þessu saman en ef vel tekst til getur útkoman orðið mjög töff.“ Allir gráir og brúnir tónar eru vin- sælir í málningu að sögn Þórunnar. Eins er kalkmálningin mjög falleg en hún gefur sérstaklega skemmtilega áferð. „Túrkís, fjólublár og vínrauður koma líka sterkir inn fyrir þá sem vilja liti, en gaman er að sjá hvernig fatatískan helst oft í hendur við heim- ilistískuna.“ PÚFFI Ný íslensk hús- gagnaverslun á Facebook, Silvan, selur þessa skemmtilegu „púffa“ í öllum mögulegum litum. SNIÐUGHEIT Eins konar „vöru- kassi“ á fótum og notaður sem lítið hliðarborð. Fæst í Heimahúsinu. SKURÐBRETTI ÚR ILVU Tilvalið til að saxa niður græn- meti fyrir haustsúpugerðina. EINFÖLD FORM Svartur kollur úr ILVU en klassísk einföld form eru áberandi. RÖNDÓTT Skemmtileg kanna úr ILVU. MOTTA Hlýleg motta úr Heimahúsinu semer í Ármúla 8.HAUSTTÍSKA HEIMILANNA Svart og hlýlegt VISST AFTURHVARF ER TIL 9. ÁRATUGARINS Í HEIMILISTÍSKUNNI. ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR SEGIR SVARTAN VERA LIT HAUSTSINS, Í BLAND VIÐ „IÐNAÐARLEGT“ ÚTLIT, HRÁTT OG GRÁTT. ÞÁ ERU LITIR EINS OG FJÓLUBLÁR HEITIR SVO OG VIÐUR SEM LJÆR ÖLLU ÞVÍ SVARTA HLÝJU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is VASI Gullfallegur Bambus- vasi frá IKEA. HRÁTT Veggspjald úr IKEA. SVART OG GRÁTT Mikið er til af fallegum mottum með svörtu ívafi í IKEA um þessar mundir. KERTASTJAKAR Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hef- ur nýverið kynnt hönnunarlínu sína IHANNA sem þessir kerta- stjakar tilheyra. VIÐAR- HÚSGÖGN Mild viðarhús- gögn jafna út kaldan svartan tískulit haustsins. MEIRA SVART Svört og hvít blanda klikkar aldrei. Púðinn fæst í IKEA. MALM spegla- kommóða úr IKEA. Einn vinsæl- asti hlutur haustsins. *Heimili og hönnunÁslaug Snorradóttir kýs ósamstæðan borðbúnað þegar hún leggur á borð fyrir súpuklúbbinn »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.