Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
Græjur og tækni
áratug. Þær hafa lítið breyst í gegnum
tíðina, en núverandi vél er þó þriðja upp-
færslan. Ekki þekki ég fyrri gerðir en sú
sem ég reyndi skilaði frábæru kaffi,
reyndar var fyrsti bollinn ævintýralega
góður. Það er þó kúnst að laga kaffi í
vélinni, maður þarf að velja gott kaffi og
mala það rétt og svo er að skammta rétt
í greipina. Það skiptir líka máli að vera
með nógu góða þjöppu, helst úr málmi, því
sú sem fylgir vélinni er úr plasti og
óspennandi.
Sáraeinfalt er að sýsla með vélina, sýnist
mér, bara að sinna almennu viðhaldi og
hreinlæti. Hún er ekki gefins, kostar í
kringum 100.000 kr., og kallar í raun á
meiri kaup, því skynsamlegt er að fá
sér almennilega þjöppu og svo almennilega
kaffikvörn til að tryggja sem mest gæði á kaffinu.
Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð og hafa verið um aldir.Málið er bara það að það sem kallaðist kaffi forðum,bleksvart og rammt, hefur vikið fyrir allskyns kaffi-
drykkjum. Ekkert slær svo út
rétt lagaðan espresso.
Almennilegan espresso fær mað-
ur nánast aðeins á kaffihúsum,
því þar hafa menn græjur til að
ná upp réttum þrýstingi og rétt-
um hita, aukinheldur sem starfs-
menn gæta að því að kaffið sé
rétt brennt og malað fyrir hvern
bolla. Ef gera á svo gott kaffi
heima er vitanlega hægt að kaupa
sér milljónavél, en það má líka
komast af með minna, til að mynda með Rancilio Silvia.
Ítalska fyrirtækið Rancilio er með helstu framleiðendum á
kaffivélum fyrir veitingahús, en framleiðir líka eina gerð af heim-
ilisvélum, Silvia-vélarnar, sem komu fyrir á markað fyrir rúmum
GOTT KAFFI KOSTAR SITT
Græja
vikunnar
* Rancilio-vélin er með einnketil, koparketil, og rafknúna dælu
til að tryggja að þrýstingur sé
sem jafnastur. Hún nær allt að 15
BAR þrýstingi og ræður því vel
við að halda um 9 BAR þrýstingi
sem skilar besta kaffinu.
* Hönnunin er frekar einföld,útlitið eilítið gamaldags, finnst
kannski einhverjum en aðrir segja
eflaust: Klassískt. Hún er klædd
burstuðu ryðfríu stáli, 34 x 23,5 x
29 sm að ummáli og 14 kíló að
þyngd. Vatnsgeymirinn er tveggja
lítra. Greipin er 5,8 sm.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Stjórn á vélinni er einföld;hnappur til að kveikja á vélinni og
gaumljós sem gefur til kynna að
hitatstigið sé nógu hátt, og síðan
hnappar til að velja kaffivatn í
greipina, gufu um viðeigandi stút
eða heitt vatn um stútinn fyrir te
eða ámóta.
EF GERA Á ALMENNILEGAN FYRSTA FLOKKS ESPRESSO ER EINS GOTT AÐ HAFA ALMENNILEGA KAFFIVÉL TIL ÞESS
ARNA OG FYRSTA FLOKKS KVÖRN. ÞÁ BORGAR SIG LÍKA AÐ HORFA EKKI Í SKILDINGINN
39
stökkhæðin í km.
Farþegaflugvélar
fljúga að jafnaði í 10
km hæð. Heimsmet.
36,5
km sem Baumgartner
sveif áður en hann
opnaði fallhlífina.
Heimsmet.
2,5
klukku-
stundir sem
tók að ná
réttri hæð.
262
sekúndur sem
Baumgartner
var í frjálsu
falli.
10
mínútur sem liðu frá
því að Baumgartner
stökk þar til hann
stóð á jörðinni.
1.342
km/klst hámarks-
hraði sem Baumg
artner náði. (Mach
1,24.) Heimsmet.
1.110
km/klst
hljóðhraði
í heiðhvolfi.
Það tók Felix Baumgartner tvær og hálfa klukkustund að svífa upp í 39 kílómetra
hæð í helíum-fylltum loftbelg. Það er um það bil fjórum sinnum hærra en hæðin
sem farþegaþotur fljúga í. Þegar þangað var komið hoppaði hann út. Fyrir
Baumgartner var gufuhvolfið næstsíðasti áfangastaðurinn á ferð sem hófst
fyrir fimm árum þegar undirbúningur hófst fyrir svokallað heiðhvolfsstökk.
Nú átti hann einungis eftir síðasta spottann á þessari leið. Frá heiðhvolfinu til
jarðar. Það tók Felix Baumgartner fjórar mínútur og tuttugu og tvær sekúndur
í frjálsu falli að komast nógu nálægt jörðu til að geta opnað fallhlífina. Það tók
hann svo tæpar sex mínútur í viðbót að svífa til jarðar. Á leið sinni niður bætti
hann met Joe Kittinger sem átti hæsta stökk sögunnar, sett 1960 þegar hann
stökk úr loftbelg í 31 km hæð. Baumgartner varð jafnframt fyrstur manna til þess
að rjúfa hljóðmúrinn án aðstoðar vélknúins farartækis þegar hann þaut til jarðar
á 1342 km/klst. hraða. En hvernig fer maður að því að hoppa úr loftbelg í 39 km hæð,
falla til jarðar á hljóðhraða og lifa það af?
LOFTBELGURINN Baumgartner sveif til himna í risavöxnum loftbelg sem fylltur
var með helíum. Belgurinn var gerður úr örþunnu plastefni (polyethylene) sem er
einungis 0,02 mm þykkt. Óuppblásinn var belgurinn um 1800 kg og 16 hektarar að
flatarmáli (rúmlega 25 fótboltavellir). Uppblásinn var belgurinn 850 þúsund rúmmetrar og
teygði sig rúmlega 200 metra upp í loftið.
KARFAN Hylkið er rúmlega tveir metrar í þvermál, rúmir þrír metrar á hæð. Það vegur
rúm 1300 kg. Það er gert úr fjórum lögum. Innst er þrýstihólf úr trefjablöndu sem þolir þann
loftþrýstingsmun sem er á milli yfirborðs jarðar og himinhvolfanna. Í hólfinu var haldið 8 psi
loftþrýstingi (jafngildir um 5000 m yfir sjó) til að ekki þyrfti að halda þrýsting á búning Baum-
gartner á leiðinni upp. Utan um þrýstihólfið er grind úr léttri álblöndu og svo einangrandi
lag af froðu sem verndar hylkið gegn kulda, en hitastigið nær -60°C í háloftunum.Yst er
epoxíhúðuð trefjablanda.
LENDING Baumgartner kom til jarðar tæpum þremur tímum eftir að ferðalagið hófst,
og tilkynnti að hann hygðist leggja ofurhugaskóna á hilluna. Hann lenti 37 km frá staðnum
sem hann tók á loft frá.
STÖKKIÐ Strax eftir að hann yfirgaf loftbelginn
byrjaði Baumgartner að snúast í loftinu. Lítil loft-
mótsstaða í svo þunnu lofti gerði honum erfitt að ná
stjórn á fallinu Snúningurinn var hættulegur þar sem
miðflóttaaflið þrýstir blóðinu út í útlimina, og að lok-
um út um augun ef hann varir of lengi. Baumgartner
sagði á blaðamannafundi eftir stökkið að hann hefði
hugleitt að opna bremsufallhlífina til þess að stöðva
snúninginn, þótt það hefði þýtt að hann myndi ekki ná
hljóðhraða á leiðinni niður. Hann náði stjórn á líkama
sínum áður en til þess kom.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ ÞVÍ AÐ SENDA MANN 39 KÍLÓMETRA
UPP Í LOFTIÐ OG LÁTA HANN FALLA TIL JARÐAR?
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Felixólógía