Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 38
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Þessa dagana er ég hrifin af víðum og stórum flíkum og svo elska ég hatta. Annars held ég að ég sé með frekar fjölbreyttan fatastíl, ég klæði mig eftir skapi og fíling. Stundum vil ég hafa hlutina klassíska og einfalda en aðra daga langar mig í eitthvað allt annað. Áttu þér einhverja uppáhaldsflík? Ég keypti eitt sinn rústrauðan vintage-kjól í Viktoríustíl á markaði í New York sem er í miklu uppáhaldi. Ef hann væri hvítur á litinn myndi ég örugg- lega gifta mig í honum. Hver eru bestu fatakaupin þín? Pedro Garcia-hælaskórnir mínir. En þau verstu? Ég hef gert mörg slæm fatakaup. Keypti mér eitt sinn rándýra svarta kápu sem var svo þröng að ég gat ekki haft báðar hendur á stýri þegar ég klæddist henni. Hún endaði fljótlega í annarra manna höndum. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir haustið? Mér finnst hausttískan alltaf rosalega skemmtileg. Fallegar kápur og pelsar, brúnir og rústrauðir stórir treflar, hattar og leður- hanskar. Það eina sem mig vantar fyrir haustið er falleg vintage-leðurtaska fyrir tölvuna mína. Ég hef ekki enn fundið þá einu réttu en hún hlýtur að koma í leitirnar. Hvar kaupir þú helst föt? Það er mjög misjafnt. Mér finnst skemmtilegast að gramsa í flottum vintage-búðum, svo finnst mér líka mjög gaman að kaupa mér vandaða og klassíska flík þrátt fyrir að hún kosti örlítið. Svo er líka hægt að finna margt skemmtilegt í H&M. Lumarðu á einhverju góðu ráði eða mottói þegar föt eru valin? Ekki kaupa föt sem eru aðeins of lítil. Þau enda ósnert í fataskápnum. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Mér finnst mjög gaman að fylgjast með ungum hönnuðum eins og Rodarte, klassísk og flott hönnun. Einnig er Dolce & Gabb- ana alltaf í miklu uppáhaldi. Litagleði eða svarthvítt? Mér finnst ég alltaf verða svartari með hverju árinu sem líður, veit ekki af hverju. Áttu þér einhverja tískufyr- irmynd? Grace Kelly. RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR Rústrauður vintage-kjóll í miklu uppáhaldi KASTLJÓSKONAN RAGNHILDUR STEINUNN SLÆR EKKI SLÖKU VIÐ AÐRA ÞÁTTARÖÐ „DANS, DANS, DANS“, ÞAR SEM HÚN FER MEÐ ÞÁTTASTJÓRNINA. HÚN FER Í LOFTIÐ Á RÚV Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ, AUK ÞESS VERÐUR HEIMILDARMYND SJÓNVARPSKONUNNAR, HRAFNHILD- UR, SÝND Á SÖMU STÖÐ Á SUNNUDAGSKVÖLD. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Skreyttir hanskar úr Zöru Háir hanskar eru flottir. Hattar eru höfuðprýði. Grace Kelly var ávallt glæsileg. Trefill frá Topshop. Hattar frá Zöru - sjá vefsíðu. Falleg kápa frá Karen Millen. Félagarnir Dolce & Gabbana hafa sannað sig fyrir löngu. Vintage leðurtaska frá Zöru. Morgunblaðið/Eggert Ragnhildur gerði góð kaup á mark- aði í New York. *Föt og fylgihlutir Dorrit, Páll Óskar og Ragga Gísla eiga það sameiginlegt að klæðast fötum sem tekið er eftir »40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.