Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 40
A ð öðrum ólöstuðum eru þrír Íslendingar sem hafa gefið íslenskri tilveru lit og vakið athygli fyrir hressilegan klæðaburð. Björk Guðmundsdóttir hefur alla tíð verið óhrædd við hvers kyns tilraunir og orðin heimsþekkt fyrir kjóla sína. Páll Óskar Hjálmtýsson lætur sér heldur ekki detta í hug að detta í með- almennskuna og leyfir sér glimmer, skikkjur, hatta og hvaðeina. Þá er forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, ein sú líflegasta í framlínunni og hefur hrifið þjóðina. Kjólar henn- ar, dragtir og lopapeysur skreyttar með beltum - sem er líklega hennar sérkenni - hafa lífgað upp á Bessastaði og aðrar opinberar samkomur. Fjölmargir einstaklingar eru á sveimi um borgina og gleðja augað. Ragnhildur Gísla- dóttir er ein þeirra sem hefur ekki brugðið frá eigin stíl og hefur aldrei látið stjórnast af tískustraumum. Tattúlistamaðurinn Fjölnir Geir Bragason er jafnan berhandleggja og fær prik í kladdann fyrir hörkuna yfir vetrartímann en í dag má þó vart sjá á milli hvort hann er berhandleggja eður ei því listaverkin á handleggjum hans gefa honum yf- irbragð þess sem er þó klæddur. Aðra sem eiga það til að birtast í óvæntum búningum má nefna Birgittu Haukdal. Hver man ekki eftir loðskónum hennar og fléttunum þegar hljómsveitin Írafár var og hét? Sverrir Guðjónsson barítonsöngvari er með ljómandi skemmtilegan stíl sem er blanda af höttum, miðöldum, leðri og fínofnum efnum - yfirleitt dökkleit klæði. Áslaug Snorradóttir ljósmyndari er með áræðnari manneskjum í litagleði og uppfinningum og gerði lífið skemmtilegra þegar hún saumaði klæði upp úr hefðbundnu IKEA-efni sem ætlað er til annars en fata. Ekki má þá gleyma Bergljótu Arnalds sem skartar gjarnan skrautlegum kjólum og Mugison sjálfum sem fell- ur ekki undir neina krútt, pönk eða aðra fastmót- aðan ímynd tónlist- armannsins. LÍFIÐ VÆRI EKKI SKEMMTILEGT EF ALLIR VÆRU EINS. Á ÍSLANDI BÝR FÓLK SEM KRYDDAR TILVERUNA OG ÞORIR AÐ SYNDA Á MÓTI STRAUMNUM Í ANNARS OFT EINSLEITRI MANNMERGÐ. FÓLK MEÐ FORVITNILEGAN STÍL. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 Föt og fylgihlutir EFTIRMINNILEGIR KJÓLAR, JAKKAR OG FÓLK MEÐ EIGIN STÍL BJÖRK Enginn kemst með tærnar þar sem Björk Guðmunds- dóttir hefur hælana. Óhrædd við að fara eigin leiðir FJÖLNIR GEIR BRAGASON Einstakur stíll Fjöln- is er fengur fyrir mannlífsflóruna. DORRIT MOUSSAIEFF Fatastíll valdhafa er heldur dauflegri en forsetafrúarinnar sem vekur jafnan athygli fyrir óaðfinnanlegt en persónulegt útlit. RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR Sumir halda sínum stíl og fylgja aldrei tískustraumum og komast upp með það eins og Ragga Gísla gerir. PÁLL ÓSKAR Glimmer, hattar og skikkjur einkenna Pál Óskar.ar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir olli fjarðafoki þegar hún opnaði sýningu í endurbættu hús- næði Þjóðminjasafnsins árið 2004. Orsökin var íslenski kvenbúningurinn sem Þorgerður Katrín klæddist, ekki búningurinn sjálfur þó heldur það sem vantaði upp á; hefðbundin skyrta og skotthúfa. Greinar birtust í blöðum þar sem skotthúfu- og skyrtuleysið var harmað en Þorgerður Katrín var í hvítum bol undir upphlutnum í stað skyrtu. Þó voru þess dæmi að þáverandi menntamálaráðherra væru færðar þakkir fyrir að sleppa skotthúfunni. Árið 2010 klæddust þeir Sigmar Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri, myndlistarmaðurinn Tolli og borgarstjórinn Jón Gnarr eins jakka. Enginn hefði veitt því athygli ef jakkinn hefði verið hefðbundinn að gerð en hann var það eng- an veginn, heldur með afar einkennandi líningum og þó að jakkarnir væru eilítið frábrugðnir hver öðrum voru þeir allir mjög áþekkir og auðþekkjanlegir úr fjarlægð. Olgeir Líndal var hönnuður jakkanna. Að síðustu má nefna kjóla Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Evu Maríu Jónsdóttur sem þær stöllur klæddust sama ár á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Fagstjóri fatahönn- unarbrautar Listaháskóla Íslands, Linda Árnadóttir, sá ástæðu til að senda Evu Maríu bréf eft- ir útsendinguna og sagði kjólana þá ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpi. Kjólana hannaði Birta Björnsdóttir undir merki sínu Júníform en hún sagði álit Lindu vera sleggjudóm. Klæðnaður sem vakti athygli Jón Gnarr Þorgerður Katrín Þorlákur Hilmar Krist- insson Morthens, betur þekktur sem Tolli. Hermann Hreiðarsson Sigmar Guðmundsson Jakob Frímann Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.