Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
Gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Ívar
Símonarson leika flamenco-tónlist á tón-
leikum í Listasafni Íslands á sunnudagskvöldið
klukkan 20.00. Það er ekki oft sem unn-
endum þessarar tónlistar gefst færi á að
heyra hana á tónleikum hér á landi.
Þeir feðgar flytja meðal annars verk eftir
Paco de Lucia, Sabicas og Paco Peña. Þá leika
þeir ólík form flamenco-tónlistarinnar eins
og soleares, bulerias, sevillanas, tanguillo og
malaguena y verdiales.
Ásamt þeim Símoni og Ívari kemur Kamm-
erkór Mosfellsbæjar fram og syngur tvö lög
úr flamenco-messunni „Misa Flamenca“.
FLAMENCO Í LISTASAFNINU
FEÐGARNIR LEIKA
Feðgarnir Ívar Símonarson og Símon H. Ívars-
son leika á gítara sína á sunnudagskvöld.
Leikmyndin þykir mikið augnakonfekt.
Ljósmynd/Per Morten Abrahamsen
Vesturport frumsýnir Bastarða í leikstjórn
Gísla Arnar Garðarssonar á stóra sviði
Borgarleikhússins laugardaginn 27. október
kl. 20. Sýningin, sem er norrænt samvinnu-
verkefni, var forsýnd á Listahátíð í Reykjavík
sl. vor. Í framhaldinu var hún sýnd í Svíþjóð
og Danmörku við góðar viðtökur. Leikritið
skrifaði Gísli Örn í samstarfi við Richard
LaGravenese, en innblásturinn er sóttur í
Karamazov bræður Dostojevskis. Leik-
myndahönnuður sýningarinnar er Börkur
Jónsson. Meðal leikenda eru Nína Dögg Fil-
ippusdóttir, Jóhann Sigurðarson, Stefán Hall-
ur Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Elva
Ósk Ólafsdóttir og Þórunn Erna Clausen.
VESTURPORT Á LOKASPRETTI
BASTARÐAR
Út er komin hjá Forlaginu
Vínlandsdagbók eftir dr.
Kristján Eldjárn, þjóð-
minjavörð og forseta Ís-
lands. Kristján var einn
þriggja Íslendinga sem
tóku þátt í fornleifaupp-
greftri í Nýfundnalandi.
Dagbókin hefur ekki
birst enda þótti Kristjáni
efnið viðkvæmt og mæltist til að beðið yrði
með útgáfuna í 50 ár. Framan á dagbókina
skrifaði hann: „Eftir heimkomuna 1962 hef ég
aldrei litið á þetta handrit (sem vitanlega
þyrfti að leiðrétta, skrifað í flýti á óþægilega
ritvél) fyrr en 20. maí 1979. Flögraði aðeins
yfir það nú. Sé að þetta er heil bók. En hve-
nær mætti birta þetta veit ég sannarlega ekki.
Kanski árið 2012? – 20.5. 1979. KE“
Þórarinn Eldjárn skrifar inngang og Adolf
Friðriksson fornleifafræðingur skýrir fræði-
legt samhengi verksins.
GEFIN ÚT EFTIR 50 ÁR
VÍNLANDSDAG-
BÓK KRISTJÁNS
Kristján Eldjárn
„Fyrir mér vakti að sýna þverskurð af því sem ég fékkst við á þess-
um árum,“ segir ljósmyndarinn góðkunni Mats Wibe Lund um sýn-
inguna Mats 1956-1978, sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð. 76 myndir eru
á sýningunni.
„Það kennir þarna ýmissa grasa. Þessar myndir
eru af samgöngum, daglegu lífi, iðnaði, landbúnaði
og sjávarútvegi, svo eru einstaka portrettmyndir og
landslagsmyndir að lokum,“ segir hann.
Mats Wibe Lund er landsmönnum að góðu kunn-
ur fyrir loftljósmyndir sínar af landslagi og átt-
högum. Myndir hans eiga sinn fasta stað á fjölmörg-
um íslenskum heimilum og er óhætt að segja að
Mats hafi markað sér sérstöðu með þeim.
Á sýningunni í Ljósmyndasafninu er sjónum beint að fyrri hluta
ferils ljósmyndarans, sem myndaði það sem bar fyrir augun og vakti
forvitni. Gestir sjá bændur við sveitastörf og krakka í sveit, réttir við
Hafravatn, byggingarframkvæmdir í Breiðholti, braggahverfi í
Reykjavík og skíðafólk í Kerlingarfjöllum, svo fátt eitt sé nefnt.
„Ég hef tekið á móti ólíkum hópum á sýningunni, jafnt skólabörn-
um sem hópum eldri borgara, og nýt þess mjög,“ segir Mats. „Ég
kem og spjalla við gesti og hef afskaplega gaman af að sjá hvað
myndir frá gamla tímanum hrista oft upp í fólki.
Það hlýjar mér hvað mest um hjartaræturnar í dag að sjá hvað
gamla fólkið hefur gaman af að sjá þessar myndir Að finna að það
sem maður gerir gleður fólk.“
Myndir sýningarinnar má einnig sjá á vef ljósmyndarans,
mats.photoshelter.com. Sýningin stendur fram í janúar.
SÝNIR Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR
Gleður með
gömlum myndum
Fnjóskárbrú sumarið 1970. Ein af myndunum á sýningunni.
Á FJÖLBREYTILEGRI LJÓSMYNDASÝNINGU MATS WIBE
LUND BIRTIST ÞVERSKURÐUR AF ÞVÍ SEM HANN
MYNDAÐI Á ÁRUNUM 1956 TIL 1978.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Mats Wibe Lund
Menning
Þ
að er algjör draumur að fá að
takast á við Leonoru, enda
hlutverkið bæði raddlega og
leiklega krefjandi og óperan í
heild sinni stórkostleg. Ég átti
reyndar ekki von á því að fá að takast á
við þetta dramatíska hlutverk á þessum
tímapunkti á ferlinum, en ég er sannfærð
um að þetta er hollt fyrir röddina mína,“
segir Hulda Björk Garðarsdóttir sópran-
söngkona sem fer með hlutverk Leonoru í
Il trovatore sem Íslenska óperan frum-
sýnir nú um helgina.
Hulda Björk söng bæði í Töfraflautunni
eftir Mozart og La Boheme eftir Puccini á
fyrsta starfsári Íslensku óperunnar í
Hörpu í fyrra. Spurð hvort hún búi að
þeirri reynslu nú þegar komið sé að því
að túlka Leonoru á sviði Eldborgar svarar
hún því játandi en bætir við: „Ég hef
reyndar verið svo heppin að þau óperu-
hlutverk sem ég hef fengist við á síðustu
misserum hafa reynst mér afar hollt vega-
nesti þegar kemur að Leonoru. Sem dæmi
þá fór ég til Noregs nú í haust og söng í
óperunni Orlando eftir Händel, sem var
afar gott mótvægi við Puccini enda tónlist
Händels glettilega erfið þótt hún beri það
ekki með sér við hlustun.“
Sjálfstæð kona sem
fylgir ástinni
Spurð hvort hún kunni einhverjar skýr-
ingar á vinsældum Il trovatore bendir
Hulda Björk á að góðar óperur tali til
áhorfenda á öllum tímum. „Í okkar upp-
færslu er sagan færð til nútímans sem ég
tel afar gott vegna þess að það eykur
skilning fólks á sögunni. Þannig má segja
að óperan spegli samtímann, enda eru
borgarastríð, valdagræðgi, siðleysi, viðbjóð-
urinn og niðurlægingin sem í verkinu birt-
ist ekki bara liðin tíð. Samfélagið sem
dregin er upp mynd af í Il trovatore er
bókstaflega í fullkominni upplausn og hlut-
irnir gerast hratt í verkinu. Í þessu sam-
hengi birtist okkur ástin og afbrýðin sem
er reyndar tímalaust viðfangsefni,“ segir
Hulda Björk, en óhætt er að segja að
Leonora stjórnist af ástinni í óperunni.
Leonora verður sem kunnugt er ástfangin
af Manrico, sem Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson túlkar,
og eldurgeldur
hann ást hennar.
Luna greifi, sem
sunginn er af
Anooshah Gole-
sorkhi, hrífst
einnig af Leo-
noru og vill allt
til þess vinna að
eignast hana. „Leonora er hástéttarkona
sem verður djúpt ástfangin af manni af
annarri stétt. Hún ákveður að segja skilið
við stöðu sína og elta ástina. Hún lætur
ekki Luna greifa stýra sér þótt hann ætli
sér að eignast þessa konu og sé tilbúinn
að gera hvað sem er, jafnvel myrða, til
þess að fá vilja sínum framgengt. Á sama
tíma er Leonora tilbúin að fórna eigin lífi
fyrir manninn sem hún þráir. Hún er
sjálfstæð kona sem sækir sér styrk í
trúna,“ segir Hulda Björk.
Eins gott að standa sig
„Í mínum huga er Il trovatore mun meiri
harmsaga en ástarsaga enda eru allir
drepnir í lokin af Luna greifa sem öllu
ræður,“ segir Jóhann Friðgeir. Þetta er í
fyrsta sinn sem hann tekst á við hlutverk
Manricos. „Þetta er hlutverk sem alla ten-
óra langar til að geta sungið. Þetta er
mjög krefjandi hlutverk. Það liggur mikið
á miðsviðinu og fer síðan gríðarlega hátt
og þú þarft að hafa bæði rétta tækni og
kraftinn í hæðinni. Þetta er með stærri
hlutverkum sem ég hef sungið,“ segir Jó-
hann Friðgeir og bætir við: „Á Ítalíu bíða
áhorfendur með tómatana til að henda í
tenórdrusluna ef hún stendur sig ekki í
erfiðum aríum á borð við „Di quella pira“.
Þannig að það er eins gott að standa sig,“
segir Jóhann Friðgeir kíminn.
Spurður hvernig hann undirbúi sig fyrir
söngátökin segir Jóhann Friðgeir lykilatriði
að slappa vel af milli æfinga. „Æfinga-
tímabilið er búið að vera mjög strangt og
erfitt, þannig að það er nauðsynlegt að
geta slakað vel á milli æfinga. En þetta
verður mjög flott sýning, enda glæsileg í
alla staði. Leikmyndin er gerð á snilldar-
máta af honum Gretari [Reynissyni]. Hún
er glæsileg, stór og dramatísk samtímis
því sem hún er mjög hrá. Þarna eru frá-
bærir söngvarar í hverju horni, eins og
Hulda Björk og Anooshah, sem er alvöru
ÍSLENSKA ÓPERAN FRUMSÝNIR IL TROVATORE
Draumahlutverk beggja
ÓPERUSÖNGVARARNIR HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR OG JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON ERU
SAMMÁLA UM AÐ GIUSEPPE VERDI GERI MIKLAR KRÖFUR TIL SÖNGVARA SINNA, EN ÞAU FARA MEÐ
HLUTVERK LEONORU OG MANRICOS Í ÓPERUNNI IL TROVATORE SEM FRUMSÝND ER UM HELGINA.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
* Á Ítalíu bíða áhorfendur með tómat-ana til að henda í tenórdrusluna efhún stendur sig ekki í erfiðum aríum á
borð við „Di quella pira“. Þannig að það
er eins gott að standa sig.