Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 53
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 „Afburðaleikur og traust leikstjórn nær að lyfta þessu verki upp og gera það að góðri kvöldskemmtun,“ seg- ir gagnrýnandi Morgunblaðsins um Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjóns- son í Þjóðleikhúsinu. 2 Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiðir gesti um sýninguna Hreyfing augnabliksins, í Hafnarhús- inu, sunnudag klukkan 15. Á sýning- unni eru verk eftir Guðrúnu Einars- dóttur, Hörpu Árnadóttur, Jóhann Eyfells, Rögnu Róbertsdóttur, Sól- veigu Aðalsteinsdóttur og Þór Elís Pálsson. 4 Sýningar standa enn yfir á frönsku kvikmyndinni In- touchables í Laugarásbíói og Háskólabíói. Yfir 64 þúsund manns hafa séð hana og skal engan furða því hún er bæði bráð- skemmtileg og afar vel leikin. 5 Á sunnudag klukkan 13.15 leika Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari og Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari á há- degistónleikum í Gerðubergi. Þau flytja Sónötu í A-dúr, Ständchen og Ave Mariu eftir Franz Schubert. Kynna flytjendur verkin sérstaklega fyrir gestum. 3 Gestir hafa lýst heimsókn á Tómið – Horfin verk Kristins Pétursson, í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði, sem „opin- berun“. Framsækin málverk Kristins (1896-1981) eru sýnd í samspili við verk samtímalistamanna. MÆLT MEÐ 1 Þetta er úrval af því sem við höfum veriðað fást við undanfarin átta, níu ár,“segir Hilmar Örn Hilmarsson, tónlist- armaður og tónskáld, um Stafnbúa þeirra Steindórs Andersen. Það er metnaðarfull út- gáfa tólf stemma sem Steindór flytur við tón- list Hilmars Arnar og að flutningnum kemur hópur valinkunnra tónlistarmanna. Stafnbúi er ekki bara diskur heldur líka vegleg 80 síðna bók á íslensku, ensku og þýsku, með skrifum Hilmars Arnar um rímurnar, sem einnig eru birtar auk upplýsinga um skáldin. Verkið tileinka Steindór og Hilmar Örn minningu Thors Vilhjálmssonar, en Stafnbúa kallaði Thor Steindór ætíð er þeir hittust. „Gegnum tíðina fengum við afar mikla hvatningu frá Thor,“ segir Hilmar Örn. „Hann var fljótur að kveikja á þessu erindi rímnanna og honum fannst Steindór holdgera erindi þessa gamla Íslands við nútímann.“ Hilmar Örn segist líta á þessa veglegu út- gáfu þeirra sem upphafið á einhverju enn stærra. „Þetta hefur unnist á löngum tíma og mikil rannsóknarvinna liggur að baki. Við eig- um eftir að skoða margar hugmyndir, en ákváðum að fara engar hliðargötur að sinni heldur að halda grunnkonseptinu sem birtist á þessum diski.“ Á síðustu áratugum hafa tónskáld farið mis- munandi leiðir í nálgun sinni við rímnaarfinn. Hilmar Örn telur þau Jón Leifs og Jóruni Viðar standa upp úr af þessum tónskáldum. „Önnur tónskáld hafa líka leitað í þennan sjóð en fæst með þeim formerkjum að mikil- vægt sé að flytja þetta áfram milli kynslóða,“ segir hann. „Ég verð að viðurkenna að ég er meiri aðdáandi Jórunnar en Jóns, hvað varðar hvernig hún vann úr þessu. Það verður að vera ákveðið uppgjör við rómantíkina sem gefur í skyn að rímurnar séu séríslenskt fyrir- bæri. Í upphafi er þetta afskaplega evrópskur innflutningur, frá Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandseyjum, til dæmis, og skorar innlenda hefð á hólm. Úr verður þessi ótrúlega sam- suða sem við Steindór reynum að gera grein fyrir. Kvæðin finna fljótt hér sína eigin rödd og menn fara að yrkja upp úr íslenskum frum- textum; til að mynda erum við með rímur sem eru heimildir um týndar Íslendingasögur og hetjusögur sem hafa glatast. Upp úr siða- skiptum rennur síðan á menn æði og þeir byrja að gera stórmerkilegar tilraunir með bragarhætti.“ Hilmar Örn segir glímuna við rímurnar hafa hjálpað sér við að skilgreina sig sem tón- listarmann og tónskáld. „Lærdómurinn er að búa til léttan ramma með tónlistinni þar sem textinn og flutningur hans er í öndvegi og fær að njóta sín.“ STEINDÓR ANDERSEN OG HILMAR ÖRN HILMARSSON FLYTJA TÓLF STEMMUR Uppgjör við rómantíkina STAFNBÚI ER METNAÐARFULL ÚT- GÁFA KVÆÐAMANNS OG TÓN- SKÁLDS, SEM TAKAST Á VIÐ RÍM- URNAR Á PERSÓNULEGAN HÁTT. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stafnbúarnir Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson flytja stemmur á sinn hátt. Ljósmynd/Baldur Kristjáns Verdi-barítón, og yndislegur og þraut- reyndur hljómsveitarstjóri,“ segir Jóhann Friðgeir, en hann hefur áður starfað með Carol I. Crawford hljómsveitarstjóra í Bandaríkjunum. Spurður hvernig sér takist að setja sig inn í þá miklu dramatík sem verkið grein- ir frá hugsar Jóhann Friðgeir sig vel um og segir svo: „Þegar maður er kominn í búninginn og kominn á svið fer maður ósjálfrátt inn í hugarheim þessarar per- sónu sem maður á að syngja og hugsar auðvitað mikið um hvernig hlutirnir hafa verið á þessum tímum sem verkið átti upphaflega að gerast á. Þetta er hrikaleg dramatík sem birtist m.a. í því að fóstur- móður mín í verkinu, Azucena, rænir mér sem barni [Manrico er í raun bróðir Luna greifa þótt þeir geri sér ekki grein fyrir því fyrr en undir lok verksins] og kastar óvart eigin barni á bál eftir að móðir hennar var sökuð um galdra og brennd á báli. Þetta eru allsvakalega göldróttar kerlingar, enda er maður hálfhræddur við þær Elsu og Alinu þegar þær eru komnar í ham,“ segir Jóhann Friðgeir, en Elsa Waage og Alina Dubik skiptast á að syngja hlutverk Azucenu á sýningum. Aðr- ir söngvarar uppfærslunnar eru Viðar Gunnarsson sem syngur hlutverk Ferr- andos, Gréta Hergils og Hanna Þóra Guð- brandsdóttir sem skiptast á að syngja Ines og Snorri Wium sem er Ruiz. Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Hulda Björk Garðarsdóttir takast nú á við hlutverk Manricos og Leonoru í fyrsta sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.