Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 54
Þetta er búið, hefðbundnar hljómsveitireru teknar að hverfa í Bandaríkj-unum, verkefnum fyrir menntaða hljóðfæraleikara fækkar og fækkar,“ sagði víóluleikari við mig í New York á dögunum. Og hún veit hvað hún syngur, hefur leikið með nokkrum sinfóníuhljómsveitum og fjölda minni strengjahópa þar í landi á síðustu ára- tugum, og á þeim tíma hefur störfum farið fækkandi. Lifibrauð margra menntaðra hljóðfæraleikara þar í borg var að leika í stórum Broadway-söngleikjum; þar hefur stöðum líka fækkað verulega og tölvurnar fylla upp í hljóminn sem örfáir spilarar skapa. Stórar hljómsveitir virðast eiga í miklum vanda í Bandaríkjunum, ef undan eru skildar þær allra frægustu eins og New York Phil- harmonic, hljómsveit Metropolitan-óperunnar og sinfóníuhljómsveitin í Los Angeles. Minna frægar en þó virtar sveitir sem hafa lifað í áratugi og flutt tónlist fyrir tón- þyrsta Bandaríkjamenn, eru að hverfa af sjónarsviðinu hver af annarri. Er efnahags- kreppu síðustu ára einkum kennt um, en sá grundvallarmunur er á rekstri menningar- stofnana á borð við sinfóníuhljómsveitir aust- an hafs og vestan, að stór hluti rekstrarfjár í Evrópu kemur frá hinu opinbera, en hljóm- sveitir í Bandaríkjunum hafa treyst á styrki frá velunnurum og fyrirtækjum; innan við fimm prósent koma frá hinu opinbera. Sem dæmi um hljómsveitir sem hafa átt í vandræðum eru fjórar gamalgrónar á New York-svæðinu; The Brooklyn Philharmonic er hætt, The Opera Orchestra of New York og The Long Island Philharmonic halda enn stöku tónleika, og The American Composer’s Orchestra kemur fram einu sinni á vetri. Í flestum borgum Bandaríkjanna starfaði til skamms tíma aðeins ein sinfóníuhljóm- sveit, og þótti mikilvæg í menningarflórunni og eins ímyndarlega fyrir borgirnar. Nú eiga þær flestar í fjárhagserfiðleikum og hafa sumar farið í gjaldþrotameðferð á síðustu misseruum. Þar á meðal eru hljómsveitirnar í Syracuse í New York-ríki, sem er síðan hætt, í Louisville í Kentucky, Dallas í Texas, í Nýju-Mexíkó og á Havaí. Hljómsveitirnar í Delaware og Minesota hafa aflýst tónleikum komandi starfsárs að hluta eða að öllu leyti. Mesta athygli vakti að Philadelphia Orc- hestra, sem hefur verið talin ein af hinum fimm stóru þar í landi, fór í gjaldþrota- meðferð í fyrra. Hún hélt síðan starfsemi áfram, eftir að hafa náð samningum við hljóðfæraleikara um lægri laun og hafa losn- að undan eftirlaunaskuldbindingum. Efnamenn draga úr styrkjum Fleiri hljómsveitir hafa náð að lengja líflínu sína á síðustu mánuðum með því að semja um lægra starfshlutfall og til að mynda fækka hljóðfæraleikurum í 95 úr 105. Sérfræðingar sem rætt hefur verið við í fjölmiðlum vestra um ástandið segja að í efnahagskreppunni eftir 2007 hafi margir efnamenn hætt að styrkja menningarstofn- anir og þar með hafi rekstur hljómsveitanna riðað til falls. Við bætist að aðsókn hefur dregist saman; árið 1987 fengust 48 prósent af rekstrarfé þeirra af miðasölu en það hafði dregist saman niður í 37 prósent árið 2005. Hljómsveitunum gengur misvel að safna fé frá styrktaraðilum. Sinfóníuhljómsveitin í Chicago safnaði þó meira fé frá velgjörðar- mönnum í fyrra en nokkru sinni áður, 24 milljónum dala, og í Boston er aðsókn að aukast, eftir niðursveiflu um hríð. Aðsókn er einmitt það sem flestir sem koma að rekstri hljómsveitanna hafa hvað mestar áhyggjur af. Færri sækja tónleika. Nokkrar ástæður eru nefndar en eitt eru menn sammála um: þegar tekið var að draga úr tónlistarmenntun í almennum grunn- skólum fyrir nokkrum áratugum varð ákveð- ið rof. Það þarf að fræða fólk um klassíska tónlist til að það sé fært um að njóta hennar á eigin forsendum þegar það eldist. Hljóm- sveitirnar reyna þó að gera sitt besta við að mennta áheyrendur framtíðarinnar og styðja grasrótarstarf heima í héraði: meira en 60 prósent af þeim 60.000 tónleikum sem bandarískar hljómsveitir leika á árlega, eru annaðhvort skólatónleikar eða fræðslu- tónleikar í nærsamfélaginu. Vakning hér á landi Í nágrannalöndum okkar í Evrópu virðist staða sinfóníuhljómsveita vera mun betri en í Bandaríkjunum. Rekstrargrundvöllurinn er styrkari, enda kemur hið opinbera á beinan hátt að rekstrinum, aðsókn virðist ekki hafa minnkað verulega, og sums staðar sækja fleiri tónleika en áður. Hér á landi hefur að- sókn að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands aukist eftir að hún flutti í Hörpu. „Á undanförnum árum hefur orðið vakning hér varðandi flutning lifandi tónlistar,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri SÍ. „Á síðustu starfsárunum í Háskólabíói vorum við farin að merkja vaxandi aðsókn, áskrifta- sala jókst þá verulega, á bilinu 15 til 30 pró- sent milli ára. Svo varð sprenging þegar við fórum inn í Hörpu. Eldborgarsalurinn hefur haft gífurlega mikil áhrif á okkar starfsemi en ég held að þetta liggi dýpra, margir virðast vera að uppgötva hvað það er áhrifamikil reynsla að sitja úti í sal og hlusta á sinfóníuhljómsveit.“ Tónlistarkennslan er rótin Eins og fyrr segir kenna margir skorti á tónmenntakennslu um dvínandi áhuga á klassískri tónlist í Bandaríkjunum. Sigurður telur tónlistarlegt uppeldi afar mikilvægt. „Rótin að þessu frjósama tónlistarlífi sem við búum við hér er vel heppnuð tónlistar- kennsla. Það að börn fái að kynnast tónlist ung hefur gríðarlega mikið að segja um áhuga síðar á lífsleiðinni, og auðveldar að þessi heimur opnist fyrir þeim, þó síðar verði. Undanfarið höfum við verið að leggja aukna áherslu á fræðslustarf hljómsveit- arinnar. Þessa vikuna erum við til að mynda bara með skólatónleika, tvenna á dag, og það snýst um að gefa börnum kost á að kynnast þessum hljóðheimi. Við viljum skemmta þeim en líka gefa þeim tækifæri til að kynnast veröld sem kannski nýtist þeim síðar.“ Sigurður segir að víða um heim eigi sér stað ákveðið endurmat á hlutverki sinfóníu- hljómsveita í samfélaginu. „Þær þurfa ekki bara að bjóða upp á tón- leika einu sinni í viku fyrir tónlistaráhuga- menn, heldur líka að koma til móts við sam- félagið. Það snýr bæði að fræðslu og því að fara nýjar leiðir, til að mynda brjóta upp tónleikaformið og ná þannig til nýrra áheyr- enda.“ Sem dæmi um slíka nýjung hér má nefna Tectonics-hátíðina sem SÍ stóð að í fyrravetur og vakti mikla lukku. „Sinfóníuhljómsveitir eru gjarnan mið- punktur í menningarlífi hvers samfélags og þurfa því að laga sig að síbreytilegum þjóð- félagsháttum,“ segir Sigurður. MINNKANDI AÐSÓKN OG LÆGRI STYRKIR VELUNNARA ÓGNA TILVIST SINFÓNÍUHLJÓMSVEITA Í BANDARÍKJUNUM Sinfóníuhljómsveitir í krísu Á UNDANFÖRNUM MISSERUM HAFA NOKKRAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIR FARIÐ Í GJALDÞROTAMEÐFERÐ VESTANHAFS OG SUMAR HAFA HÆTT Í KJÖLFARIÐ. ÁSTANDIÐ ER BETRA Í EVRÓPU OG HÉR Á LANDI FJÖLGAR TÓNLEIKAGESTUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin kunna hljómsveit Philadelphia Orchestra leikur á Vail-tónlistarhátíðinni og er setið í hverju sæti. Sveitin starfar áfram í vetur eftir gjaldþrotameðferð. * Í Bandaríkjunum eru um 350 klassískarhljómsveitir skipaðar atvinnumönnum. Í töl- unni eru hljómsveitir sem greiða stjórnendum og starfsfólki laun en ekki hljóðfæraleikurum. * Hjá mörgum bandarískum sinfóníu-hljómsveitum eru um 40% rekstrarfjár frá miðasölu, 40% frá meðlimum og fyrirtækjum, um 10% úr styrktarsjóði sveitanna og aðeins 4 til 5% frá hinu opinbera: alríkissjóðum, heima- ríkjum og borg. * Hlutfall miðasölu af rektsrarfé sinfóníu-hljómsveita í Bandaíkjunum féll að meðaltali úr 48% árið 1987 niður í 37% árið 2005. * Í kjölfar greiðslustöðvunar PhiladelphiaOrchestra lækkuðu mánaðarlaun hljóðfæra- leikara á síðasta hluta samnings úr 10.080 döl- um (um 1,26 milljónum íslenskra kr.) niður í 8.400 dali (um 1,05 milljónir kr.) * Hljóðfæraleikararnir hafa eytt allt að 25milljónum króna í menntun sína og 12 millj- ónum króna í hljóðfæri. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.