Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 56
BÆKUR VIKUNNAR Hinar vinsælu barnabækur Guð- rúnar Helgadóttur Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna hafa verið endurprentaðar. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Hér á árum áður tíðkaðist mjög aðstytta bækur í þýðingum. Þaðláðist hins vegar að segja manni frá því að maður væri að lesa stytta út- gáfu af viðkomandi verki, enda var mað- ur ungur lesandi og það er svo margt sem talið er óþarft að segja börnum og unglingum. Áratugum eftir að mín kyn- slóð las Önnu í Grænuhlíð sér til ómældrar ánægju kemur bókin út í nýrri þýðingu og okkur er sagt að það sé í fyrsta sinn sem hún komi út á ís- lensku óstytt. Sagan sem við þóttumst þekkja svo vel var stutta útgáfan. Í sjálfu sér er það ekkert sáluhjálp- aratriði fyrir barn að fá að lesa óstytta útgáfu af Önnu í Grænu- hlíð en manni líður samt eins og það hafi dálítið verið svindlað á manni. Á sínum tíma þýddi ágætur mað- ur Stríð og frið Tolstoys. Ansi var það nú góð bók en manni fannst að hún ætti kannski ekki skilið að vera talin ein af bestu bókum í heimi. Svo mörgum ár- um seinna uppgötvaði maður nokkuð sem enginn hafði haft fyrir að segja manni, sem var að þýðingin var stórlega stytt. Þá var farið í ensku þýðinguna og sjá: Stríð og friður er sannkallað meist- araverk! Allt það sem þýðandinn hafði sleppt var hluti af heild sem gerði verk- ið að snilldarverki. Ég skal blessa hvern þann sem þýðir verk Charles Dickens á íslensku, en einnig þau hafa verið stytt. Davíð Cop- perfield, Pickwick-skjölin og Oliver Twist eru allt styttar útgáfur af miklum bókum. Einhver kann að segja að Dick- ens þoli vel að vera styttur en ég fussa fyrirlitlega yfir slíkum staðhæfingum. Bók er ekki bara beinn og órofinn sögu- þráður, hún byggist líka á alls kyns hlið- arsögum og útúrdúrum. Þeir þættir koma hinum beina söguþræði ekki alltaf við en eiga sinn þátt í að skapa verkið og gefa því dýpt. Stutta útgáfan af bók er aldrei sú rétta. Hún getur vissulega vakið forvitni á viðkomandi bók en kemur ekki í stað- inn fyrir verkið eins og höfundurinn gekk frá því. Góðir höfundar vita venju- lega hvað þeir eru að gera og það á ekki leika sér að því að tæta verk þeirra í sundur og stytta að vild. Orðanna hljóðan STUTTA ÚTGÁFAN Leo Tolstoy Anna í Grænuhlíð Skáld er nýjasta skáldsaga EinarsKárasonar og með henni lýkurhann þríleik sínum um Sturlungu.Áður komu út Óvinafagnaður og Ofsi en fyrir þá síðarnefndu hlaut Einar Íslensku bókmenntaverðlaunin. Í Skáldi er Sturla Þórðarson í forgrunni en bókin er, eins og fyrri bækurnar tvær, margradda skáldsaga. „Áður en ég sest við skriftir er ég búinn að átta mig á því hvernig karakt- erar lykilpersónurnar eru,“ segir Einar. „Ég er búinn að gíra mig inn í hugarheim þeirra. Svo hermi ég eftir þeim í huganum meðan ég er að skrifa. Sennilega fer ég í þetta eins og eftirhermurnar.“ Segðu mér aðeins frá því hvaða leið þú kaust að fara varðandi stíl? „Ég þurfti að velta því fyrir mér hvernig ég myndi nálgast verkefnið stíllega. Í sögu- legum skáldsögum einbeita rithöfundar sér oft og tíðum að því í að ná orðfæri þess tíma sem sagan gerist á. Þetta hefur sína kosti en ókosturinn finnst mér sá að viss fjarlægð skapast milli lesandans og sögu- efnisins. Í þessum sögum vildi ég draga sögupersónur að lesandanum þannig að hann sæi að þær eru nákvæmlega eins fólk og við. Ég ákvað að nota aðferð 13. aldar höfunda, þegar þeir skrifuðu um atburði sem áttu að hafa gerst 300 árum fyrr þá notuðu þeir mál síns tíma. Ég hugsaði með mér: Ef þetta er nógu gott fyrir þá, er þetta líka nógu gott fyrir mig. Þó með þeim fyrirvara að áberandi slangur á ekki við.“ Í bókinni læturðu Sturlu Þórðarson vera höfund Njálu og skapar afar sannfærandi tengingu milli Nálsbrennu og Flugumýrar- brennu. En þú lætur hann einnig vera höf- und Grettis sögu og meira að segja Fóst- bræðrasögu. „Hliðstæðurnar milli Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu eru ótrúlega miklar. Ég lagðist í nokkrar rannsóknir vegna þessa og geri þeim skil í grein í Skírni sem mun birtast innan skamms. Já, ég held því fram að Sturla hafi skrifað Fóstbræðrasögu. Sú kenning passar alveg við ævi og mentalitet Sturlu Þórðarsonar sem var búinn að lifa miklar hörmungar. Að lokum hlýtur hann að hafa spurt sig: Til hvers var nú allur þessi djöfulskapur? Þetta er mesti og flin- kasti höfundur landsins og svo kemur frá honum paródía um þetta allt saman, Fóst- bræðrasaga.“ Nú hefurðu lokið við afar vel heppnaðan þríleik um Sturlungatímann. Það tók þig mörg ár að skrifa þessar bækur, þú hlýtur að hafa lifað þig inn í þennan tíma. „Ég var kominn undir fertugt þegar ég las í fyrsta sinn Sturlungu að gagni. Mér fannst það nokkur skömm af manni í mín- um fagi að hafa ekki brotist í gegnum Sturlungu fyrr. Ég hafði gert atlögur að henni en alltaf hrokkið frá henni aftur eftir að hafa lesið um fimmtíu síður og ekki vit- að hvað var að gerast. En þegar ég las hana loks frá upphafi til enda þá var eitt- hvað sem greip mig afar sterkum tökum. Það sem gerir Sturlungu dálítið erfiða er að söguefnið er mjög víða ekki matreitt of- an í mann. Á einni síðu birtast kannski tíu persónur sem eru ekkert kynntar sérstak- lega og það er undir hælinn lagt hver þeirra á eftir að birtast aftur. Smám sam- an fer maður svo að hitta þetta fólk aftur á síðunum og fer að sjá í útlínur í þessum kaótíska heimi.“ Og þú hefur myndað tengsl við þær per- sónur sem þú skrifar um. „Ég er fyrir löngu farinn að upplifa þessar persónur sem kunningja mína. Mína menn lít ég svo sem bestu vini mína. Það blasir við að Sturla Þórðarson og Þórður kakali eru mínir uppáhaldsmenn. Mér er svo frekar í nöp við aðra. Ég held til dæmis að menn hafi séð að ég er enginn sérstakur aðdáandi Eyjólfs ofsa.“ Ertu farinn að huga að næstu verkum? „Já. Ég er byrjaður á ferðasögu. Svo er ég með skáldsögu í frumdrögum sem gerist á tímum sem ég hef sjálfur lifað.“ Hermi eftir persónum í huganum Einar Kárason „Ég er fyrir löngu farinn að upplifa þessar persónur sem kunningja mína.“ Morgunblaðið/Kristinn MEÐ SKÁLDI LÝKUR EINAR KÁRA- SON VEL HEPPNUÐUM ÞRÍLEIK SÍNUM UM STURLUNGU Uppáhaldsbókin mín er Dæmisögur Esóps. Skemmtilegustu sög- urnar eru Björninn og ferðamennirnir og Bóndinn og syn- ir hans. Fyrri sagan segir frá því þegar tveir menn, ungur og gamall, mættu hungr- uðum birni. Ungi maðurinn var léttur á sér og forðaði sér upp í tré. Sá gamli gat ekki hlaupið jafnhratt og sá að björninn myndi ná honum. Honum datt í hug að leggjast niður og þykjast vera dauður. Björninn þefaði af honum og fór. Ungi maðurinn spurði þann gamla hvað björninn hefði sagt við hann. Gamli maðurinn sagði að björninn hefði hvíslað að honum að maður ætti ekki að yf- irgefa vini sína á hættustund – og sagan kennir okkur það. Hin sagan segir frá bónda og þremur lötum sonum hans. Sagan kennir okkur að stundum þarf maður að leggja á sig erfiði ef maður ætlar að uppskera. Önnur uppáhaldsbók er Leynigarður- inn eftir Frances Hodgson Burnett. Ég er búin að lesa hana tvisvar og hún er löng, 224 blaðsíður. Dísa ljósálfur er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún var sorgleg en end- aði vel. Sorglegast var þegar karlinn tók stjörnuna úr hárinu á Dísu, klippti af henni vængina og leyfði henni ekki að fara heim. Núna er ég að lesa bókina Senjorítur með sand í brók eftir Bryndísi Jónu Magnúsdóttur. Bókin er um tvær vinkon- ur. Ég ætla að lesa fleiri bækur um þær, sem eru Er ég bara flatbrjósta nunna?, Kossar og knús og málið er dautt og Beygluð og brotin hjörtu. En fyrst ætla ég að lesa bókina Gyllti áttavitinn eftir Philip Pullman. Það er svona ævintýrabók sem ég held að sé mjög skemmtileg. Í UPPÁHALDI Silja Haraldsdóttir á margar uppáhaldsbækur. Morgunblaðið/Kristinn SILJA HARALDSDÓTTIR 9 ÁRA Dæmisögur Esóps 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 STURLUNGA GREIP EINAR KÁRASON STERKUM TÖKUM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.