Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 59
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Ferð verndi með vegabréfi. (10) 6. Sérðu, þurfti að pissa í fjöru. (9) 8. Platfriður í bergi (6) 9. Fá bæli hjá þöglum. (7) 11. Sól vegna ætis og beltis. (7) 12. Séra fær pant við að biðja um. (8) 13. Extra af grjóti er það sem búið er til. (9) 15. Í sal hjá íþróttafélagi á sér stað afhending. (7) 20. Úrkoman hjá Mídasi endar á trénu. (10) 21. Rukkaði fyrir firma (9) 22. Tegundin í myrkrinu að sögn. (7) 23. Barnslegt nær að ruglast. (9) 27. Sveifla kinna vegna hugsana. (11) 29. Sjór sem brennur er mikið bál. (6) 30. Mistök í kirkjulegum söng. (6) 31. Skaðist í geislamastri. (6) 32. Lítil urðin byggist á sköpuninni. (8) 33. Hnökra grafa í báðar áttir. (6) 34. Hitti fyrir fjárrétt með það sem er verðskuldað. (8) LÓÐRÉTT 1. Sorg gat einhvern veginn verið að rembast. (7) 2. Galsi er ekki í stólpagríni út af efni. (6) 3. Bæta skrift á þeim sem líta út eins og prik. (8) 4. Peningar útgerðar á Akureyri tífaldast í byrjun út af sköp- unarglaðri. (7) 5. Hálf sár en sönn á hluta úr skólaári (11) 6. Skaði eftir ílát er á buxum. (7) 7. Valsar einhvern veginn út af geymslu. (6) 10. Sundurtættur af hressum. (9) 14. Bókstaf valdi sem píndi. (6) 16. Klæðið sem býr til skikkju finnst í iðrum jarðar. (11) 17. Plati að sé dauður. (6) 18. Náðar krónu aftur með afli. (12) 19. Elliheimili er varla að sögn að stofna (10) 20. Hringorma við Grindavík má sjá á sérstakri uppistöðu. (10) 21. Fá öðruvísi en einfaldar. (10) 24. Gagnrýnendur litast af upprifjun á liðinni tíð. (8) 25. Hestur æpandi og urgandi. (8) 26. Vandræði vegna festingar. (6) 28. Sjá algengan arm snúast við að gera hávaða. (6) Heimsmeistarar eiga sínagóðu daga og slæmu einsog gengur en feilspor þeirra vekja meiri athygli en ann- arra og verða hluti af skáksögunni. Kasparov vann flest mót sem hann tók þátt í en í Horgen í Sviss árið 1995 varð hann að sætta sig við 50% vinningshlutfall og vann aðeins eina skák í ellefu umferðum. Anatolí Karpov vann ekki skák í sex tilraunum í Evrópukeppni lands- liða í Skara í Svíþjóð 1980 og tapaði frægri viðureign fyrir Tony Miles sem hóf leikinn með því að svara kóngspeðsleik heimsmeistarans með 1. … a6. Sem heimsmeistari virtist Tigran Petrosjan ekki leggja mikið upp úr því að vinna þau mót sem hann tók þátt í. Hann hélt titlinum í sex ár frá 1963 til ’69 en á öflugasta móti þessa tímabils, sem haldið var í Santa Mo- nica í Kaliforníu, náði hann aðeins 50% vinningshlutfalli í 18 umferðum og var langt á eftir Spasskí, Fischer og Larsen. Heimsmeistarinn Anand hefur verið að gefa eftir í baráttunni við sér yngri menn. Á „stórslemmu- mótinu“, sem skipt var á milli Sao Paulo í Brasilíu og Bilbao á Spáni, og lauk í síðustu viku fékk hann að- eins 4½ vinning úr tíu skákum, gerði níu jafntefli og tapaði fyrir Magnúsi Carlsen. Norðmaðurinn hóf mótið á því að tapa fyrir Ítalanum Fabiano Caruana, sem um miðbik mótsins virtist ætla að stinga aðra kepp- endur af. En í Bilbao-hlutanum héldu Magnúsi engin bönd, hann náði þegar í stað fram hefndum gegn Caruana, lagði síðan Spánverj- ann Vallejo-Pons og komst upp við hliðina á Ítalanum með því að leggja Anand að velli í næstsíðustu umferð. Magnús og Caruana urðu efstir sex keppenda með 6½ v. af 10 mögu- legum og tefldu tvær hraðskákir um sigurvegaratitilinn og Norðmað- urinn vann þær báðar. Nú er hann aðeins 3 stigum frá meti Kasparovs frá árinu 1999 sem þá náði 2851 stigi. Virðist aðeins tímaspursmál hvenær Magnús Carlsen verður heimsmeistari, fyrstur Norður- landabúa: Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Vinsæll leikur um þessar mundir, Magnús vill greinilega sneiða hjá Najdorf-afbrigðinu sem kemur upp eftir 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6. 3. … Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rf6 6. Rc3 g6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Bg7 9. f3 Dc7 10. b3 Da5 11. Bb2 Rc6 12. O-O O-O 13. Rce2 Hfd8 14. Bc3 Db6 15. Kh1 d5! Þekkt leikbragð komið frá Kasp- arov og byggist á hugmyndinni 16. exd5 Rxd5! 17. cxd5 Hxd5 18. Rxc6 Hxd1 19. Rxe7+ Kh8! 20. Haxd1 De3! og annar riddarinn fellur. 16. Rxc6 bxc6 17. De1! Laglegur leikur sem hótar 18. Ba5. 17. … Hdc8 18. e5 Re8 19. e6! Óþægilegur leikur fyrir Anand sem hindrar eðlilega liðskipan. 19. … fxe6 20. Rf4 Bxc3 21. Dxc3 d4 22. Dd2 c5 23. Hae1 Rg7 24. g4 Hc6 Eðlilegra virðist 24. … Hf8. 25. Rh3! Svartur virðist eiga við óyfirstíg- anlega erfiðleika að etja eftir þenn- an leik. Hinn möguleikinn er að leika 25. … e5 með hugmyndinni 26. Dh6 g5 27. Dxg5 He6 en það er heldur ekki gott. 25. … Re8 26. Dh6 Rf6 27. Rg5 d3 28. He5 Kh8 29. Hd1 Da6 30. a4 Erfitt er að benda á afleik An- ands í þessari skák. Hann mat stöðu sína algerlega vonlausa, sem for- ritið „Houdini“ staðfestir, og gafst upp. Lokastaðan minnir á orrystu sem skyndilega hefur lokið án þess að einu einasta skoti hafi verið hleypt af. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Feilspor heimsmeistaranna Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttöku- seðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 21. október renn- ur út á hádegi 26. október. Nafn vinn- ingshafa er birt í blaðinu 28. október. Vinningshafi krossgát- unnar 14. október er Lilja S. Jóhannesdóttir, Sólvöllum 11, 600 Akureyri. Hún hlýtur í verð- laun bókina Minning um óhreinan engil eftir Henning Mankell. Mál og menning gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.