Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Page 60
HAFA EINHVERJIR ÞEIRRA SEM SETTU ÍSLAND Á KALDAN KLAKA BEÐIÐ
ÞJÓÐ SÍNA FYRIRGEFNINGAR AF EINLÆGNI? ÞEIR MÆTTU GJARNAN TAKA BARÁTTUJAXLINN
ARON EINAR GUNNARSSON SÉR TIL FYRIRMYNDAR.
Orðin hefðu vissulega betur verið látin ósögð.
Sófaspjall við íslenskan vefmiðil er ekki bara
til heimabrúks, eins og einhverjir kynnu að
halda – það man Aron Einar Gunnarsson
örugglega héðan í frá og gætir sín.
En var móðursýkin sem greip um sig ekki
fullmikið af því góða? Setjum hlutina aðeins í
samhengi: Albönsk knattspyrnuyfirvöld tóku
afsökunarbeiðni umsvifalaust góða og gilda en
málsmetandi menn hér í lýðveldinu kröfðust
þess að Aron Einar yrði sviptur fyrirliðaemb-
ættinu, jafnvel brottrækur ger úr liðinu. Eng-
land er nefnt í sömu andrá, jafnvel frændur
eins og Svíar, ef ég man rétt. Rétt er það að
fyrirliðar þeirra þjóða yrðu skammaðir dug-
lega fyrir ámóta ummæli, jafnvel settir af.
Hér háttar öðruvísi. Ráðherra í útlöndum seg-
ir af sér vegna tittlingaskíts, fjárglæframenn
eru grillaðir á teini. Gerist það hér? Hvar
hefst siðbótin á Íslandi? Með því að rassskella
landsliðsfyrirliðann opinberlega fyrir móðg-
andi ummæli? Aron var skammaður og baðst
afsökunar. Og heldur svo sínu striki.
Hafa margir í einlægni beðist afsökunar á
afglöpum sem komu íslensku þjóðinni á kaldan
klaka fyrir nokkrum árum? Á þeim viðskipta-
vígvelli held ég að skaðlegri gjörðir hafi átt
sér stað en ummæli fyrirliðans. Það er mik-
ilvægara íslenskri þjóð að heyra afsökunar-
beiðni úr því horni en að setja ungan lands-
liðsfyrirliða á sakamannabekk. Jafnvel að
einhverjir verði rassskelltir hraustlega.
Því verður ekki á mótimælt að ummæli fyr-irliða íslenska lands-
liðsins í fótbolta, um albönsku þjóðina
fyrir landsleikinn í Tirana í síðustu viku,
voru í besta falli hræðilega óheppileg.
Albanir eru ekki „mestmegnis glæpa-
menn“ þó þarlenda mafían sé sögð al-
ræmd. Enginn getur fullyrt með rökum
að albanska þjóðin sé „ekki upp á marga
fiska“ frekar en t.d. sú íslenska. Enda hef-
ur fyrirliðinn ungi beðist fyrirgefningar
og er maður að meiri.
Ástæða er til að staldra við þá reiðiöldu
sem skall á fyrirliðanum héðan að heiman.
Ummælin féllu augljóslega í hálfkæringi.
Sumum þykir góður varnarleikur hinfullkomna list. Það orð fór ekki sístaf Ítölum áratugum saman að þeirlegðu allt kapp á sterka vörn. Nú má
segja að öldin sé önnur; ekki að ítölsk lið
gleymi vörninni, það getur enginn leyft sér,
en töfrandi sóknarleikur er hið nýja lykilorð
hjá bæði meisturum Juventus og ítalska
landsliðinu.
Þegar ítalskir leikir voru sýndir á Stöð 2 á
sínum tíma var algengt að lið sem gerði
fyrsta mark leiksins færi umsvifalaust í skot-
grafirnar til að halda fengnum hlut; jafnvel
bestu liðin reyndu að skella í lás.
Hið frábæra lið AC Milan, með hollenska
þríeykið Gullit, van Basten og Rijkaard inn-
anborðs, við hlið ítalskra goðsagna á borð við
Baresi og Maldini, beitti til að mynda oft
þessu bragði. Ógleymanlegt er hins vegar
þegar Capello, þjálfari Milan, kom öllum á
óvart í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða
vorið 1994. Hollendingarnir voru þá horfnir á
braut en frábærir sóknarmenn eftir sem áður
í herbúðum Milan. Samt var sterkur varnar-
leikur þjálfaranum alla jafna efst í huga í
ítölsku deildinni.
Talað var um úrslitaleikinn ’94 sem viður-
eign besta varnarliðs Evrópu, Milan, við lang-
besta stóknarliðið, Barcelona undir stjórn
Johans Cruyff. En það kvöld leyfði Capello
sveit sinni að sýna fram á hvað hún kunni í
sóknarleik. Milan sótti nær látlaust frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu og vann 4:0! Besta
ráðið til að verjast markamaskínunum Stoich-
kov og Romario og félögum þeirra frá Kata-
lóníu var að láta þá helst ekki koma við bolt-
ann. Það gekk eftir!
Og uppi á Íslandi blótaði maður Capello
fyrir að mæta ekki með þessu hugarfari í
deildarleikina heima fyrir.
Antonio Conti, sem lengi lék með Juventus
við afbragðs góðan orðstír, tók við þjálfun
liðsins fyrir síðasta keppnistímabil og byrjaði
með látum. Liðið tapaði ekki einum einasta
leik í deildinni og fagnaði 30. meistaratitl-
inum. Bragur liðsins er allur annar eftir að
Conti tók við stjórnvelinum; hann kann vel
við uppstillingarnar 4-3-3 eða jafnvel 3-5-2 og
blæs til sóknar.
Segja má að það hafi skipt sköpum að Juve
nældi í hið síunga, gamla brýni, Andrea Pirlo,
fyrir síðustu vertíð. Frábær framliggjandi
miðjumaður lengi vel en nú sannkallaður leik-
stjórnandi; Pirlo leikur aftan við miðjumenn-
ina Claudio Marchisio og Aruro Vidal hjá
Juve og þeir smellpassa saman. Pirlo gegnir
sama hlutverki í landsliðinu, hefur farið ham-
förum og liðið heldur betur tekið við sér síð-
an Cesare Prandelli tók við stjórninni eftir
HM 2010.
Ánægjulegt er að Ítalir leggi æ meiri
áherslu á sóknarleik. Napolí er gott dæmi;
það stórskemmtilega lið með Úrúgvæjann Ed-
inson Cavani í fremstu víglínu hefur verið í
miklu stuði. Juve og Napólí eru efst og jöfn í
ítölsku deildinni með 19 stig að loknum sjö
leikjum og mætast einmitt í Tórínó í dag,
laugardag. Þetta voru tvö bestu lið Ítalíu
um miðjan níunda áratuginn þegar Plat-
ini og Maradona voru og hétu. Nú er
sá tími runninn upp á ný og margir
gleðjast.
Sókn að verða
besta vörnin
BLÚSSANDI SÓKNARLEIKUR ER ORÐINN AÐALSMERKI BÆÐI MEISTARALIÐS
JUVENTUS OG ÍTALSKA LANDSLIÐSINS. ÞAÐ ER AF SEM ÁÐUR VAR.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Claudio Marchisio, einn
miðjumannanna snjöllu
hjá meistaraliði Juventus.
AFP
Andrea Pirlo hjá
Juventus og Róm-
verjinn Daniele
De Rossi.
Úrúgvæski fram-
herjinn Edinson
Cavani, liðs-
maður Napolí.*Ánægjulegt er aðÍtalir leggja æ meiriáherslu á sóknarleik
Góður leikstjórnandi finnur alltaf smugur til að senda boltann á
samherja, þó aðrir sjái aðeins fótafjöld sem lokar öllum leiðum.
Roberto Mancini, þjálfari Manchester City, um Andrea Pirlo leikstjórnanda Juventus.
Boltinn
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
Meira en bara leikur…
Morgunblaðið/Golli
Áfram veginn! Aron
Einar Gunnarsson.
AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR