Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Yfirmenn danska hersins hafa verið
sakaðir um að hafa sagt ósatt og
leynt upplýsingum um að danskir
hermenn hefðu orðið vitni að illri
meðferð íraskra hermanna á föngum
í stríðinu í Írak.
Danska blaðið Ekstra Bladet hef-
ur birt myndskeið þar sem íraskir
hermenn sjást berja og sparka í
Íraka sem teknir voru til fanga í árás
danskra og íraskra hermanna í bæ
nálægt borginni Basra í september
2004. Myndskeiðið kemur frá dönsk-
um hermönnum sem tóku þátt í
hernaðinum og reyndu ekki að
stöðva barsmíðarnar.
Fyrrverandi leyniþjónustumaður,
Anders Kærgaard, segist hafa sýnt
yfirmanni danska herliðsins, John
Dalby, myndskeiðið. „Hann horfði á
mig og sagði: þú veist hvað þetta
þýðir? Og ég vissi það,“ hefur Ekstra
Bladet eftir Dalby. Kærgaard kvaðst
telja að danska herliðið í Írak hefði
verið kallað heim ef skýrt hefði verið
frá myndskeiðinu.
„Völdu að vinna stríðið“
Dalby neitar því að hann hafi séð
myndskeiðið. Hann lýsti því yfir 31.
desember sl. að danskir hermenn
hefðu aldrei orðið vitni að illri með-
ferð á föngum í Írak.
Fréttavefur danska ríkisútvarps-
ins segir að Jesper Helsø, þáverandi
yfirmaður danska
hersins, hafi sagt
í desember 2004
að hann hafi ekki
fengið neinar
upplýsingar um
að danskir her-
menn hafi orðið
vitni að illri með-
ferð á föngum í
Írak.
Danskir fjölmiðlar hafa eftir sér-
fræðingum að mjög erfitt sé að trúa
því að Dalby og aðrir yfirmenn
danska hersins hafi ekki vitað af bar-
smíðunum sem hermennirnir urðu
vitni að. Jesper K. Hansen, formaður
samtaka danskra hermanna, sagði
að danski herinn væri í miklum
vanda vegna málsins. „Það er ekki í
lagi að slíkar upplýsingar hverfi í
kerfinu þegar við vitum hvaða þýð-
ingu þessi mál hafa – ekki aðeins í
Danmörku, heldur alls staðar,“ hef-
ur Politiken eftir Hansen.
Bjarne Laustsen, talsmaður Jafn-
aðarmannaflokksins í varnarmálum,
sagði að nefnd, sem á að rannsaka
þátttöku Dana í hernaðinum í Írak,
ætti að rannsaka myndskeiðið. Tals-
maður Danska þjóðarflokksins,
Marie Krarup, lýsti írösku hermönn-
unum sem „heimskum svínum“ en
sagði að það hefði verið „rétt mat“
hjá dönsku hermönnunum að þeir
þyrftu að leyna myndskeiðinu. „Þeir
völdu að vera þarna áfram og vinna
stríðið,“ sagði hún.
Saka danska
herinn um lygi
Urðu vitni að illri meðferð á föngum
John Dalby
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Úrval - gæði - þjónusta
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
Tri ehf.
Suðurlandsbraut 32
104 Reykjavík www.tri.is
Verslunin er opin:
Alla virka daga kl. 09:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00
Haustmaraþon 20. október 2012
Vegna haustmaraþons laugardaginn 20. október erum við með
eftirfarandi afslætti föstudag og laugardag.
20% af öllu frá Nike, Brooks og Craft
50% af öllu frá ZOOT
Cube reiðhjól frá 70.000 kr.
Sérfræðingur frá Craft verður á staðnum til ráðlegginga
föstudaginn 19. október.