Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
um til verka til þess að stuðla að
vönduðu starfi sem var í samræmi
við allt hans lífsviðhorf.
Kristján tengdist Vestfjörðum
tryggðarböndum, einkum Önund-
arfirði og Hornströndum. Hann
var í sveit í Breiðadal og fyrir um
20 árum endurbyggði hann sér
hús á fæðingarstað föður síns,
Höfn í Hornvík. Ferðirnar vestur
voru margar og gestrisni hans og
Kollu einstök við alla vini og gest-
komandi. Sleðaferðirnar yfir
Drangjökul í Hornvík eru ógleym-
anlegar. Og margar aðrar sleða-
ferðir þar sem hann fór alltaf
fremstur af varúð og gætni. Ekki
má gleyma öllum Utah-ferðunum
okkar saman undir hans leiðsögn
Þín verður sárt saknað, elsku
frændi, vinur og bróðir. Halla seg-
ist munu hafa í heiðri hátt þinn á
okkar skemmtunum og minnast
þín í hvert sinn.
Elsku Kolla, Hrafnhildur,
Hrund, Hulda, tengdasynir og
barnabörn, sendum okkar dýpstu
og innilegustu samúðarkveðjur.
Andrés B. Sigurðsson,
Hallgunnur Skaptason.
Kær vinur er fallinn frá langt
um aldur fram. Kristján S. Ólafs-
son var Vestfirðingur að uppruna,
ættaður af Hornströndum og úr
Jökulfjörðum. Myndarlegur mað-
ur, sviphreinn, sterkbyggður, há-
vaxinn og grannur. Lundernið bar
vestfirskum uppruna glöggt vitni,
fastur fyrir, nánast þrjóskur,
óhræddur að segja skoðanir sínar
en um leið léttur í lund og afar
traustur. Þau verk sem Kristján
tókst á hendur voru kláruð og það
sem lofað var stóð. Uppruninn og
hörð lífsbarátta forfeðranna á
Hornströndum hefur án efa mót-
að lífsviðhorf Kristjáns. Hann var
mjög meðvitaður um gildi þess að
halda sjálfstæði sínu og treysta
fyrst og síðast á sjálfan sig, vildi
ungur verða eigin herra og ráða
eigin málum. Hann hafði litla þol-
inmæði gagnvart afskiptum opin-
berra aðila og óþarfa orðræður
voru honum lítt að skapi.
Hjónin Kristján og Kolbrún
voru afar samrýnd og unnu saman
að viðskiptum í áratugi. Þau stofn-
uðu og ráku nokkur fyrirtæki en
Kristján var í daglegu tali oftast
kenndur við Línuna, fyrirtæki
sem þau hjón stofnuðu ung að ár-
um og ráku með myndarbrag í
áratugi. Kristján var farsæll í
meðferð fjármuna og vel vakandi
fyrir tækifærum en flíkaði lítt góð-
um árangri á þeim sviðum.
Velferð fjölskyldunnar skipti
Kristján miklu og sjá mátti blik í
augum ef barnabörnin bar á
góma. Kristján var útivistarmað-
ur og undi sér best á fjöllum eða í
óbyggðum, heimsóknir til stór-
borga eða spjall á kaffihúsum var
honum ekki að skapi en ferðalög á
sleða eða jeppa um óbyggðir áttu
hug hans allan. Í vetrarferð norð-
ur á Hornströndum var Kristjáni
bent á Höfn í Hornvík, heimili for-
feðranna, en bæjarhús voru þá að
falli komin. Kristján keypti húsið
og endurbyggði með mikilli fyrir-
höfn við erfiðar aðstæður. Höfn í
Hornvík varð sæluríki þeirra
hjóna upp frá því og bera bæjar-
húsin í Höfn glöggt vitni um
smekkvísi þeirra og myndarskap.
Erfiðar samgöngur við Horn-
strandir voru þeim hjónum lítil
hindrun hvort heldur var að vetri
eða sumri. Þau byggðu sér hús í
Utah þar sem þau dvöldu gjarnan
að vetri og stunduðu útiveru og
sleðaferðir um fjöll og óbyggðir
auk þess sem Kristján sinnti þar
áhugamáli sínu um endurgerð og
varðveislu fornbíla.
Kristján var úrræðagóður og
fljótur að greina aðstæður, aldrei
sást honum brugðið hvort heldur
viðfangsefnið var bilaður sleði í
glórulausu veðri á Vatnajökli eða
fastur bíll í straumharðri jökulá.
Fyrir nokkrum árum greindist
Kristján með erfiðan sjúkdóm
sem hann sigraðist á en síðar tók
sig upp óviðráðanlegt meinvarp
frá fyrri veikindum. Engan mann
höfum við vitað taka örlögum sín-
um af annarri eins stillingu og
æðruleysi og Kristján vinur okkar
tók örlögum sínum. Hann gerði
sér snemma grein fyrir hvert
stefndi, nýtti þann tíma sem gafst
til að greiða úr óleystum málum
um leið og hann bjó sig undir hið
óumflýjanlega af stakri ró og yf-
irvegun. Um leið og við kveðjum
góðan og traustan vin með miklum
söknuði og djúpu þakklæti fyrir
vináttu hans sendum við Kol-
brúnu, dætrum þeirra, barnabörn-
um og fjölskyldu okkar bestu sam-
úðarkveðjur.
Gunnlaugur og
Sigríður (Sirrý).
Betri og traustari vin en Krist-
ján S. Ólafsson er vart hægt að
hugsa sér. Stjáni kom inn í líf okk-
ar þegar hann og Kolla ákváðu að
feta lífsveginn saman. Frá fyrsta
degi hefur hann verið sem bróðir,
slík var umhyggjan og kærleikur-
inn.
Hann ræktaði vini sína af ein-
stakri alúð, var gestrisinn svo af
bar, höfðingi heim að sækja og var
ávallt glaður á góðum stundum.
Vináttan var svo takmarkalaus að
hún snéri ekki bara að okkur held-
ur gátu vinir okkar, með eða án
okkar, notið gestrisninnar. Stjáni
var einstaklega greiðvikinn og var
alltaf boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd og naut hann þess að
deila sínu með öðrum. Þetta var
honum svo eðlislægt, hann hafði
engin frekari orð um það og þess
vegna var allt frá honum líka svo
auðþegið.
Í hugann koma ótal minningar
um Stjána og samvistir við hann.
Mest virði er þessi einlæga vin-
átta, nærveran, nálægðin, gleðin,
góðu orðin, hlýju faðmlögin og til-
finningin um að hann stæði alltaf
með okkur og að til hans gætum
við alltaf leitað.
Stjáni elskaði landið sitt og var
einstaklega fróður um staði og
kennileiti. Þessa sem og svo margs
annars leyfði hann okkur að njóta
með sér og í mörg ár áttum við föst
sæti í bílnum hans á ferðum um
landið. Þannig kynnti hann okkur
margar náttúruperlur sem við
höfðum aldrei séð og staðir sem
við töldum okkur þekkja fengu
aðra og dýpri merkingu og ásýnd
eftir að við höfðum verið þar með
Stjána. Það skipti ekki máli hvort
um var að ræða sumar eða vetur.
Tekist var á við ýmsar torfærur og
gist við margvíslegar aðstæður.
Bestu gististaðirnir voru þó á
heimilum þeirra Kollu í Hornvík
og á Þingvöllum. Þaðan eigum við
margar bjartar minningar.
Stjáni var skarpgreindur,
áhugasamur, fróðleiksfús og hug-
myndaríkur og hann nýtti tíma
sinn alltaf vel. Hann var markviss í
ákvarðanatöku og tókst á við við-
fangsefni á hverjum tíma af mikilli
festu. Í veikindum sínum kvartaði
hann aldrei heldur tókst á við þau
eins og önnur viðfangsefni. Hann
vissi vel að hverju stefndi, gekk frá
þeim hlutum sem hann gat og
reyndi að búa í haginn fyrir Kollu
sína. Síðustu dagana valdi hann vel
hvernig hann vildi nýta þá orku
sem hann átti. Aðeins fimm dögum
fyrir andlátið sat hann í stofunni
heima hjá sér, drakk bjór með
okkur og gerði að gamni sínu.
Kristján S. Ólafsson var horn-
steinn í lífi okkar.
Við þökkum af alúð fyrir allt
sem hann var okkur og biðjum
góðan Guð að blessa minningu
hans.
Vilborg og Leifur.
Á kyrru og fögru haustkvöldi
kvaddi ljúflingurinn og góðvinur
okkar lífið. Erfið veikindi höfðu
sett sitt mark um langa hríð en
voru borin af karlmennsku og
æðruleysi, svo aðdáun sætir. Leið-
ir okkar lágu fyrst saman á vinnu-
stað á áttunda áratugnum, fljót-
lega tókst með okkur og konum
okkar góð vinátta sem fyrir okkur
hefur verið innihaldsrík, gefandi
og traust. Margs er að minnast,
m.a. sumarferða um landið í góðra
vina hópi, veiðiferða í Þverá, ferða-
og samverustunda í Hornvík og í
Utah. Fyrir þessar og allar aðrar
samverustundirnar erum við
þakklát og yljum okkur við þær
góðu minningar nú þegar söknuð-
ur og tregi sest að. Að leiðarlokum
er okkur efst í huga þakklæti fyrir
allar góðu samverustundirnar og
trausta vináttu. Við hugsum til
Kolbrúnar, dætranna og fjölskyld-
unnar allrar sem nú kveður og sér
á eftir traustum lífsförunaut, föð-
ur, tengdaföður og afa. Blessuð sé
minning Kristjáns Ólafssonar.
Kristrún og Ásgeir.
Hann Stjáni okkar er fallinn
frá. Þótt vitað væri um erfiðan
sjúkdóm kom fregnin samt sem
áfall yfir okkur. Undanfarin meira
en 20 ár hefur félagsskapur, sem
nefnir sig TBK, farið í árlegar
gönguferðir, að mestu um landið
okkar. Þau Stjáni og Kolla hafa
verið félagar og miklir hvatamenn
að þessum ferðum og oftar en einu
sinni verið leiðsögumenn um
Hornstrandir, þar sem Stjáni átti
rætur. Þar komu þau sér upp ótrú-
lega haganlegri, lítilli aðstöðu, sem
notalegt var að koma í að loknum
göngudegi. Ógleymanleg er líka
ferð til Utah, sem þau skipulögðu
af mikilli kostgæfni. Þetta voru
sannarlega með betri ferðum okk-
ar. Gestrisni þeirra hjóna og leið-
sögn um svæðin voru okkur mikils
virði. Það var eftir því tekið hve
létt Stjáni átti með göngurnar
enda þrekið mikið lengst af og
hann vel á sig kominn. Þetta voru
ekki einu ferðirnar hans Stjána en
hann var ötull í vetrarferðunum
jafnframt og vílaði ekki fyrir sér
að heimsækja Hornstrandir og
ýmsa hálendisstaði á öðrum tím-
um en þeim snjólausu.
Að þessi hrausti og glæsilegi
maður skyldi að velli lagður svo
snemma er okkur sem eftir stönd-
um mikil ráðgáta. Þar fór góður
drengur og mikill félagi í þessum
hópi, sem verður sárt saknað. Við
höfum öll fylgst náið með heilsu-
fari hans undanfarin misseri og
héldum lengi í vonina um krafta-
verkið. Aðrir munu tíunda hans
verk á öðrum vettvangi en vel var
staðið að öllu því, sem hann tók sér
fyrir hendur. Verslunarrekstur,
byggingaframkvæmdir, endurnýj-
un gamalla tækja og ýmis önnur
verkefni, sem hann sneri sér að,
báru útsjónarsemi, dugnaði og
snyrtimennsku hans vitni.
Við kveðjum góðan félaga og
vin og biðjum almættið að styrkja
aðstandendur Kristjáns. Þótt við
höfum misst mikið er missir fjöl-
skyldunnar sárastur. Við sendum
Kollu og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að vernda þau og
styrkja.
Fyrir hönd TBK,
Anna Gígja Guðbrandsdóttir.
Öðlingur er fyrsta orðið sem
kemur í hugann þegar hugsað er
til Kristjáns. Velvild hans og
hjálpsemi í minn garð og minna
var einstök. Ég á mjög góðar
minningar um þennan kost Krist-
jáns í stangveiðinni, ekki síst í
Miðfirðinum um 10 ára skeið.
Honum þakka ég maríulaxinn
minn sem veiddur var í Litlu-
Kistu í Vesturánni 1992. Kristján
sá um alla útfærslu á þeirri veiði
og auðvitað kom ekki annað til
greina en beita hans góðu veiðar-
færum við að krækja í lónbúann.
Hann og Böðvar á Barði voru allt-
af manna hamingjusamastir ef
byrjendunum í faginu lánaðist að
landa fiski.
Heimsóknir til Kristján og
Kollu í Hornvíkina voru alltaf æv-
intýri líkastar. Að fá að dvelja í fal-
lega húsinu þeirra, „Hafnar Hil-
ton“, umlukið stórkostlegri
náttúru, var mikill munaður.
Minningar um góðan vinafagnað,
gönguferðir, útilíf og matseld hjá
hinum ljúfu gestgjöfum á þeirra
sælureit eru vissulega dýrmætar.
Við Ragnheiður munum ætíð
minnast þess hvernig Kristján
auðgaði líf okkar, ekki síst með
samverunni á Hornströndum.
Kollu og öllum öðrum í fjölskyld-
unni og vinum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hallgrímur Guðjónsson.
Ógleymanlegur ferðafélagi er
fallinn frá, langt um aldur fram.
Þá rifjast upp minningar um
löngu liðin ævintýr með þeim
Kristjáni og Kollu. Í nokkur ár
áttum við fjöllin í sumar- og vetr-
arferðum, á jeppum með tjald á
toppnum. Betri og ljúfari ferða-
félagar voru ekki til, samrýnd
hjón, glöð og jákvæð í hvaða basli
sem hópurinn lenti í og þvílíkt
skipulögð, enda alltaf fyrst að
tjalda og taka saman, hvað svo
sem við hin hömuðumst.
Lífið er oft kaflaskipt, leiðir
skilur með nýjum áhugamálum,
snjósleðum og hestum. Minningin
merlar um góðan dreng og ferða-
félaga.
Farðu vel í þessa þína næstu
ferð.
Sigríður (Sigga Dóra)
og Ásgeir Thoroddsen.
✝
Útför sambýliskonu minnar,
HALLFRÍÐAR BÁRU HARALDSDÓTTUR,
Öldustíg 6,
Sauðárkróki,
fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
20. október kl. 14.00.
Herbert K. Andersen.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kotlaugum,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðviku-
daginn 10. október verður jarðsungin frá
Hrunakirkju laugardaginn 20. október
kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á MND-félagið.
Kristmundur Sigurðsson, Sigrún Guðlaugsdóttir,
Sigurjón Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir,
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SESSELJA JÓNSDÓTTIR,
Æsufelli 4,
lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins
9. október.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju í dag,
föstudaginn 19. október, kl. 15.00.
Guðbrandur Gimmel, Ingunn Þórðardóttir,
Anna Karlsdóttir, Óskar Elíasson,
Karl Jón Karlsson, Winut Somsri,
Lísa María Karlsdóttir, Trausti Guðjónsson
Jón Sigurfinnur Ólafsson,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
veitingakona,
áður til heimilis að Lönguhlíð 6,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn
10. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. október
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknarstofnanir
njóta þess.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki Hlíðar fyrir einstaklega
hlýja umönnun.
Ester Guðbjörnsdóttir, Arnar Þór Gunnarsson,
Emil Þór Guðbjörnsson, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Guðmundur Hólm, Ragnhildur Karlsdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Guðrún Kristín Ísaksdóttir,
Hólmfríður Arnar, Ágúst Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og dóttir,
SIGRÍÐUR ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 10. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Við þökkum öllum þeim sem sýndu henni og okkur umhyggju
og hlýju í veikindum hennar og við andlát.
Þórdís Marteinsdóttir,
Jón Guðmundur Marteinsson,
Hafsteinn A. Marteinsson, Sveinbjörg Sævarsdóttir,
Valgeir Elís Marteinsson,
Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir,
Marteinn Eyjólfur, Sigríður Ásta og Athena Rós,
Jón Guðmundur Bergsson, Guðrún B. Björnsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamamma og amma,
DÓMHILDUR JÓNSDÓTTIR,
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi
fimmtudaginn 18. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Hallur Pétursson, Guðríður Friðriksdóttir,
Pétur Ingjaldur Pétursson,
Guðrún Margrét Jónsdóttir,
Auður Anna Jónsdóttir.
✝
Ástkær bróðir okkar, uppeldisbróðir, mágur
og frændi,
STEFÁN MAR FILIPPUSSON
er lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands,
Seyðisfirði, laugardaginn 13. október,
verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju
laugardaginn 20. október kl. 14.00.
Magnús Filippusson,
Sigurður Filippusson, Soffía Ívarsdóttir,
Andrés Filippusson,
Sunneva Filippusdóttir, Torfi Matthíasson,
Ragnhildur Filippusdóttir Kristján Helgason,
Árni Jón Sigurðsson, Pálína Haraldsdóttir,
Gissur Sigurðsson, Guðrún Árnadóttir,
Steinunn Stefánsdóttir, Freysteinn Þórarinsson
og systkinabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín og móðir mín,
INGVELDUR GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR,
Sléttuvegi 3,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn
14. október.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju
mánudaginn 22. október kl. 15.00.
Þór Hróbjartsson,
Sigurður Hjartarson.