Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins hófu í gær tveggja daga
fund í Brussel og ræddu meðal ann-
ars ágreining þeirra um aðgerðir
vegna skuldavanda evruríkja. Ang-
ela Merkel, kanslari Þýskalands,
sagði fyrir fundinn að veita þyrfti
fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB í
efnahagsmálum skýrt vald til að
hafna fjárlagafrumvörpum evru-
landa ef þau samræmdust ekki
ákvæðum stöðugleikasáttmála ESB-
ríkja. Önnur ríki eru andvíg þessu,
þeirra á meðal Frakkland.
Búist er við að viðræðurnar snú-
ist einkum um tillögur Hermans Van
Rompuys, forseta leiðtogaráðs ESB,
um að komið verði á fót bankabanda-
lagi evrulanda. Rompuy vill að eftir-
litið með bönkum á evrusvæðinu
verði fært frá stofnunum evruríkja
til Seðlabanka Evrópu. Eftir að það
verði gert fái björgunarsjóður ESB
heimild til að endurfjármagna banka
sem þurfa á aðstoð að halda.
Aðildarríkin deila hins vegar
um hversu umfangsmikið þetta
bankaeftirlit eigi að vera og hvenær
það eigi að hefjast. Framkvæmda-
stjórn ESB, Frakkar og fleiri ríki
vilja helst að Seðlabanki Evrópu
hefji eftirlit með um 6.000 bönkum á
evrusvæðinu í byrjun næsta árs.
Þjóðverjar vilja hins vegar að farið
verði hægar í sakirnar og segja að
mikilvægara sé að tryggja gott
bankaeftirlit en að hraða innleiðingu
þess. Þjóðverjar eru einnig andvígir
tillögu Rompuys um útgáfu
sameiginlegra evruskuldabréfa og
segja hana enga lausn á skuldavand-
anum. Þeir vilja að fyrst verði komið
á fót fjármálabandalagi sem feli í sér
aukin völd framkvæmdastjórnarinn-
ar í ríkisfjármálum.
Angela Merkel sagði á þýska
þinginu í gærmorgun að Evrópu-
sambandið þyrfti að fá „raunveru-
legan rétt til að blanda sér í fjárlög
ríkja“ ef þau samræmdust ekki
stöðugleikasáttmálanum. Fulltrúi
framkvæmdastjórnarinnar í efna-
hagsmálum ætti að fá vald til að
hafna fjárlagafrumvörpum og senda
þau aftur til þjóðþinga.
„Ég furða mig á því að um leið
og einhver kemur með framsækna
tillögu … er strax hrópað að þetta
gangi ekki, að Þýskaland sé einangr-
að, að við getum þetta ekki,“ sagði
Merkel.
Andvíg valdaframsali
François Hollande, forseti
Frakklands, sagði að ekki kæmi til
greina að samþykkja þessa tillögu
Merkel á leiðtogafundinum í Bruss-
el. „Umræðuefni fundarins er ekki
fjármálabandalag, heldur banka-
bandalag,“ hefur fréttaveitan AFP
eftir franska forsetanum. Hann
bætti við að Evrópusambandið
mætti „engan tíma missa“ og þyrfti
að koma á bankabandalagi í byrjun
næsta árs, eins og samþykkt var á
leiðtogafundi ESB í júní.
Evruríkin sautján styðja hug-
myndina um bankabandalag í
meginatriðum. Bretland og fleiri ríki
utan evrusvæðisins eru hins vegar
andvíg frekara valdaframsali og vilja
tryggingar fyrir því að bankabanda-
lagið verði ekki til þess að völd seðla-
banka þeirra skerðist.
Embættismenn í Brussel sögðu
að ekki væri að vænta tímamóta-
ákvarðana á fundinum. Leiðtogarnir
koma aftur saman í nóvember og
desember.
AFP
Á öndverðum meiði Hollande (t.v.)
og Merkel á fundinum í Brussel.
Merkel og Hollande
deila á leiðtogafundi
Frakkar hafna tillögu Þjóðverja um að auka völd framkvæmdastjórnar ESB
Óskar Spánn eftir hjálp?
» Fjölmiðlar voru í gær með
vangaveltur um að Mariano
Rajoy, forsætisráðherra Spán-
ar, myndi óska eftir takmark-
aðri aðstoð ESB vegna skulda-
vanda Spánar.
» Embættismaður í efna-
hagsmálaráðuneyti Spánar
sagði að stjórnin myndi ákveða
„innan nokkurra vikna“ hvort
óskað yrði eftir aðstoð.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mannréttindahreyfingar í Sýrlandi
segja að minnst 28.000 manns hafi
horfið og ekki sé vitað um afdrif
þeirra eftir að hermenn og vopnaðir
stuðningsmenn einræðisstjórnar-
innar hefðu tekið þá til fanga.
Sýrlenska mannréttindanetið
áætlar að 28.000 manns hafi horfið
frá því að uppreisnin gegn einræðis-
stjórninni hófst fyrir átján mán-
uðum. Önnur sýrlensk mannrétt-
indahreyfing, Sawasya, telur að
miklu fleiri hafi horfið, eða allt að
80.000 manns.
Hræða fólk til undirgefni
Muhammad Khalil, mannrétt-
indalögmaður í Sýrlandi, segir að
þótt tölurnar séu á reiki sé ljóst að
þúsundir manna hafi horfið. „Stjórn-
völdin gera þetta af tveimur ástæð-
um – til að losna við uppreisnarmenn
og andófsmenn og til að hræða fólk-
ið, þannig að það leggist ekki gegn
stjórninni,“ hefur breska ríkis-
útvarpið, BBC, eftir Muhammad
Khalil.
„Enginn er öruggur“
Alice Jay, talsmaður Avaaz,
samtaka aðgerðasinna, segir að ör-
yggissveitir og stuðningsmenn ein-
ræðisstjórnarinnar ræni fólki á göt-
unum og stingi því í „pyntingar-
klefa“. „Enginn er öruggur, hvort
sem þetta eru konur sem fara út í
búð til að kaupa í matinn eða bænd-
ur sem fara í bæina til að kaupa elds-
neyti,“ hefur BBC eftir henni.
Jay segir að markmiðið sé að
hræða Sýrlendinga til undirgefni.
„Angistin sem íbúarnir fyllast þegar
þeir vita ekki hvort horfinn maki eða
barn þeirra er á lífi veldur svo mikilli
skelfingu að hún þaggar niður í and-
ófsfólki.“
Þúsundir hafa horfið
Mannréttindahreyfingar í Sýrlandi segja að sveitir ein-
ræðisstjórnarinnar hafi rænt að minnsta kosti 28.000 manns
33.000 liggja í valnum
» Sýrlenska mannréttinda-
stöðin áætlar að 33.000
óbreyttir borgarar hafi beðið
bana í Sýrlandi frá því að upp-
reisnin hófst í mars í fyrra.
» Talið er að á meðal hinna
látnu séu um 2.300 börn.
Maður virðir fyrir sér krókódílsskúlptúr eftir lista-
menn úr röðum frumbyggja á afskekktu svæði í Ástral-
íu. Verkið er til sýnis ásamt rúmlega 100 öðrum lista-
verkum á sýningunni Skúlptúr við sjóinn í Sydney.
Þetta mun vera heimsins stærsta árlega skúlptúrsýn-
ing sem haldin er utandyra og opin almenningi.
AFP
Meinlaus skepna í Sydney
Vikublaðið
Newsweek kem-
ur aðeins út í raf-
rænu formi frá
og með næstu
áramótum. Blað-
ið verður prent-
að í síðasta sinn í
lok desember en
forsvarsmenn
ritsins höfðu fyrr
á árinu gefið í
skyn að þessi breyting stæði til.
Newsweek hefur komið út í 80
ár. Þykir þessi róttæka breyting til
marks um breytt umhverfi fjölmiðl-
unar í heiminum.
Stofnandi útgáfufélagsins The
Daily Beast, Tina Brown, segir að í
hverri viku heimsæki um 15 millj-
ónir gesta vefsíðu Newsweek. Það
sé um 70% aukning frá því í fyrra.
„Að hætta prentun blaðsins er
mjög erfitt augnablik í okkar huga
– okkar allra sem elskum prentaða
blaðið og að fá eintak í hverri viku
sem þarf að klára á réttum tíma á
hverjum föstudegi,“ segir í yfirlýs-
ingu frá Brown.
Hún segir að engu að síður sé
þetta nauðsynleg breyting og í takt
við tímann. Blaðamennskan sem
einkenni Newsweek eigi að vera í
fyrirrúmi og verði það áfram.
Newsweek er annað vinsælasta
vikublað Bandaríkjanna á eftir
Time.
Newsweek
aðeins gefið
út á netinu
Forsíða
Newsweek.
Lopi 32
Sjá sölustaði á www.istex.is