Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 ✝ Kristján Sól-bjartur Ólafs- son fæddist í Reykjavík 6. mars 1948. Hann and- aðist á heimili sínu 12. október 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Páll Betúelsson bif- reiðarstjóri, f. 23.1. 1911 á Höfn í Horn- vík, d. 28.11. 1990 og Kristjana Sigríður Sólbjört Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 26.11. 1908 í Breiðadal í Önund- arfirði, d. 22.11. 1979. Kristján kvæntist 24. júní 1967 Kolbrúnu Óðinsdóttur, f. 12.5. 1948, dóttir hjónanna Óð- ins Rögnvaldssonar, f. 24.10. 1928, og Huldu Arnórsdóttur, f. 29.2. 1928. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur: 1) Hrafnhildi, f. 1967, gift Jóhannesi Bjarna Björnssyni. Saman eiga þau börnin Kristján, Sólbjörtu og Ara. 2) Hrund, f. 1970, gift Ágústi Jenssyni, saman eiga þau Glódísi Evu. 3) Huldu Sigríði, f. 1972, gift Gunnari Birni Gunn- arssyni, saman eiga þau Franziscu. Af fyrra sambandi á hún börnin Kol- brúnu og Kára Arn- arsbörn. Kristján gekk í Langholtsskóla og lauk síðar stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík. Hann var einn af stofnendum Húsgagnaverslunarinnar Lín- unnar árið 1976, og starfaði þar sem framkvæmdastjóri til ársins 2004. Hann gekk í Junior Cham- ber Reykjavík 1974 og starfaði þar að nefndastörfum, við leið- beinendastörf og útbreiðslu. Hann var varaforseti JCR og starfaði með landsstjórn JCÍ að erlendum samskiptum. Kristján gekk í Frímúrararegluna og starfaði þar í 16 ár lengst af í trúnaðarstörfum. Hann hafði mikila ánægju af þeim störfum og félagsskap. Útför Kristjáns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 19. októ- ber 2012, kl. 15. Þá ertu farinn, elsku pabbi, og baráttunni lokið. Þó líkn hafi ver- ið í burtförinni er erfitt að kveðja, að heyra ekki framar ljúfa rödd- ina og horfa aldrei framar í hlýju augun þín. Sorgina og söknuðinn verður nú að reyna að deyfa með fallegum minningum. Minningum um pabbann sem fannst ekkert betra en vera umvafinn fjöl- skyldu sinni og vinum, pabbann sem elskaði að ferðast og leyfa öðrum að njóta staðanna sem hann hafði áður heimsótt, pabb- ann sem bjó yfir svo mörgum hæfileikum og kom manni sífellt á óvart með „strandónískum“ lausnum eins og hann kallaði það. Við áttum svo ótal margar skemmtilegar og góðar stundir saman og fyrir þær er ég svo inni- lega þakklát. Þakklætið var þér líka efst í huga þegar þú horfðir yfir farinn veg. Þú hafðir verið heppinn, áttir ástríka fjölskyldu og hafðir lifað viðburðaríku lífi. „Mér hefur alltaf legið svo mikið á í lífinu,“ sagðir þú við mig þegar við ræddum um athafnasemina í gegnum árin. En í þeim orðum felst kannski sú huggun sem við leitum eftir, huggunin um að þú hafir náð að nýta jarðvistina til hins ýtrasta. Hinn ljúfi blær. Úti hvín vindurinn í greinum trjánna, sem í saklausri nekt sinni geta enga björg sér veitt. En þau láta ekki klæðleysið hindra sig í að stíga sinn villta dans á dansiballi lífsins. (KSÓ) Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Hrafnhildur. Ég er fimm ára, ég hleyp eins og fætur toga á móti þér til þess að segja þér að ég megi fara heim af sjúkrahúsinu sem ég hafði dvalið á í nokkra daga en upplifði sem heila eilífð. Þú tekur mig blíðlega í fangið þar sem ég er örugg og þú umvefur mig hlýju. Ég er svo stolt af því að eiga svona stóran, sterk- an og fallegan pabba. Ég er sjö ára og ég kalla þig fundaskjóðu af því að þú varst sífellt á fundum hjá JC. Ég vildi hafa þig heima hjá okkur mömmu og systrum mín- um. Ég er átta ára og þú kallar mig kerruna þína vegna þess að ég vil alltaf vera með þér í eftir- dragi. Þú leyfir mér alltaf að koma með þér í vinnuna og allar þær út- réttingar sem fyrirtækjarekstur krafðist. Þú lést mig leysa ýmis verkefni sem ég réð við þannig að ég upplifði mig mikilvæga. Ég er 10 ára og þið mamma gefið okkur systrum skíði í jólagjöf sem verð- ur upphafið að mörgum skemmti- legum skíðaferðum sem var farið í við öll tækifæri næstu árin í Blá- fjöll og Skálafell. Ég er 12 ára og ræð mig í vinnu til þín við að slá grasið í garðinum, mála grind- verkið og pússa skóna þína. Þú kenndir mér að ég þurfti að vinna mér inn fyrir peningum. Ég er 14 ára og þú sendir mig til Danmerk- ur til þess að dvelja hjá dönsku vinafólki um sumarið. Ég lærði að standa á eigin fótum. Ég er 15 ára og er í uppreisn og finnst þú ekk- ert skemmtilegur lengur, það er erfitt að vera ekki kerran þín leng- ur og ég þarf að fara mínar egin leiðir. Ég er 19 ára og ég byrja að vinna hjá ykkur mömmu í búðinni. Þetta átti að vera sumarvinnan mín en ég er enn að vinna þar. Þegar ég var rétt rúmlega tvítug settir þú mig inn í reksturinn og treystir mér fyrir ýmsum hlutum þannig að þið mamma gátuð verið lausari við frá rekstrinum yfir sumartímann. Þú varst svo ná- kvæmur og akkúrat maður, ég lærði ábyrgð, vinnusemi og góð vinnubrögð af þér. Ég er 26 ára og þið mamma endurbyggið húsið í Hornvík sem föðurbróðir þinn byggði. Flestum fannst þetta óðs manns æði en þú sást þetta sem verðugt verkefni. Ég lærði að hindranir eru til þess að komast yfir þær, ekki til þess að stoppa mann. Þú ert orðinn veikur og þú segir mér að þú óttist ekki dauð- ann, þú sért þakklátur fyrir hversu innihaldsríku lífi þú hefur lifað með mömmu og hvað þú sért heppinn að eiga góða fjölskyldu. Þú tókst á við veikindi þín eins og hvert annað verkefni sem þú þurftir að glíma við og þú gerðir það af miklum hetjuskap og æðru- leysi. Við nýttum tímann vel sam- an eftir að við vissum af veikind- unum og í hvað stefndi. Við fórum í fjölmargar ferðir til útlanda og stendur minningin hæst þegar við vorum í vélsleðaferð í Utah og þú sagðir við mig hvað það hefði verið notalegt að í hvert sinn sem þú leist aftur fyrir þig hafðir þú kerr- una þína alltaf í förunum þínum. Hjarta mitt er brotið í þúsund mola og söknuðurinn er meiri en orð fá lýst. Kerran þín þarf að nýta sér allt það sem þú kenndir henni á lífsleiðinni og vera sterk eins og þú varst alltaf. Megi Guð almáttugur geyma þig um alla ei- lífð, elsku pabbi minn. Þín Hrund. Nú þegar minn elskulegi tengdafaðir er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, sækja á mann margar minningar. Það eru sælar minningar og hlýjar. Hugurinn reikar til þeirra fjölda ævintýra sem ég hef upplifað við það að fá að fylgja honum og Kollu í gegn- um tíðina, en þau voru einstaklega örlát á að bjóða okkur með sér í ferðir. Kannski er réttara að segja að maður hafi elt Kristján því ferðin var alltaf svo mikil á honum að við sem yngri vorum áttum fullt í fangi með að fylgja. Ferðinni var oftar en ekki heitið um grundir landsins, enda var hann mikill náttúruunnandi og óþreytandi til ferðalaga. Undir handleiðslu Kristjáns veiddi ég fyrsta laxinn og gerðist síðan afleysingamaður hans við laxveiðar, sem er líklega ein besta staða sem ég hef gegnt um dagana. Ógleymanlegar eru jeppaferðirnar um landið og með honum ók ég fyrst um fjöll að vetri til, bæði á bíl og á vélsleða. Æv- intýrin teygðu sig út fyrir land- steinana, Disney World, Kletta- fjöllin og Las Vegas eiga það sameiginlegt að vera hluti margra ævintýra sem við upplifðum sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að elta Kristján um Bandaríkin, sem urðu honum hugleikin hin síð- ari ár. Eitt eftirminnilegasta ævintýr- ið er þó líklega endurreisnin á bæ þeim sem föðurbróðir hans hafði byggt á jörðinni Höfn í Hornvík, þar sem faðir hans hafði fæðst og vaxið úr grasi. Af útsjónarsemi og ráðdeild, sem Kristjáni var eðlis- læg, tókst honum og Kollu að reisa höll ævintýranna í Hornvík. Urðu nú til Hafnarskottur og Hornvíkingar sem undu hag sín- um vel hjá ömmu og afa í Hornvík, við að elta refi, veiðar, smíði fugla- húsa, klífa kletta, busla og blotna í óteljandi lækjum og lindum, í um- hverfi sem fátt jafnast á við. Sterk vinátta og hjálpsemi voru hluti þeirra mannkosta sem Krist- ján bjó yfir og þau hjón bæði. Hafa þau haldið þétt utan um fjölskyld- una og passað upp á að hvergi vanti neitt. Mér er minnisstætt að fljótlega eftir að við Hrafnhildur tókum saman ræddum við um það að foreldrar hennar væru sem óaðskiljanlegt kærustupar. Tutt- ugu árum síðar hafði ekkert breyst, ástin og hlýjan sem þau báru með sér var næstum áþreif- anleg og smitaði út frá sér. Það er því óhætt að segja að Kristján hafi verið mikill gæfumaður og gæfu- samur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Verður hans sárt saknað, en minningarnar lifa og ylja. Þinn vinur og tengdasonur, Jóhannes Bjarni. Kristján var hornsteinn og höf- uð fjölskyldu sinnar. Það er ekki oft á lífsleiðinni að maður kynnist manneskju með þeirri reisn og glæsileika sem Kristján hafði ávallt til að bera. Hann var fálátur en framkoma hans og atgervi var allt með þeim hætti að hans per- sóna krafðist sjálfkrafa virðingar. Hár, virðulegur, ákveðinn og hjartahlýr. Hann gaf sér þó engan tíma í vitleysishjal og gat einfald- lega horft í gegnum menn sem hann ekki treysti. Það var hins- vegar fátt sem Kristján vildi ekki gera fyrir vini sína og nánustu fjölskyldu. Þegar tengdafaðir minn hafði ákveðið að takast á við eitthvert verkefni einhenti hann sér ávallt af fullum skriðþunga. Skipulags- hæfileikar hans og einbeiting áttu sér fáa líka og kláraði hann öll sín verkefni hratt og vel af mikilli ná- kvæmni. Kristjáni fannst heldur ekki gott að sitja auðum höndum og því var hann duglegur við að finna sér ný verkefni jafnóðum og öðrum verkefnum lauk. Má sem dæmi nefna að þegar hann var bú- inn að greinast veikur gat hann samt ekki auðum höndum setið og réðst í nýbyggingu einbýlishúss sem hann síðan kláraði á mettíma. Var honum þá sérstaklega um- hugað að búa vel til framtíðar fyrir Kolbrúnu eiginkonu sína. Flest þeirra verkefna sem Kristján kastaði sér út í höfðuðu þó sérstaklega til áhugamála hans, sbr. snjósleða, fornbíla, flug- vélar, útilegur, mynt- og frí- merkjasöfnun, húsið í Utah, bú- staði þeirra hjóna í Hornvík og á Þingvöllum og svo síðast en ekki síst endalaust óeigingjarnt starf fyrir JC og frímúrarahreyfinguna. Við Kristján áttum margar góðar minningar en stundum átti hann það til að leggja mér hönd á öxl og segja „elsku vinur“. Mér eru minnisstæð fyrir nokkrum ár- um yndisleg jól sem við fjölskyld- an áttum saman í sumarbústað þeirra hjóna við Þingvallavatn. Kyrrlátur aðfangadagur með ný- föllnum snjó og útsýni langt yfir Þingvallavatn með Skjaldbreið í miðjum sjóndeildarhring. Í reynd áttum við margar svona stundir saman en Kristján og Kolbrún buðu oft í miklar fjölskylduveislur þar sem dætur þeirra, tengdasyn- ir og barnabörn komu saman. Við þau tækifæri sá Kristján ávallt til þess að veitt væri rausnarlega og einungis eðal rauðvín á borðum. Tel ég að leitun sé að jafn stór- glæsilegum hjónum og þeim Krist- jáni og Kolbrúnu. Kristján hár og grannur og Kolbrún ávallt svo tignarleg og falleg. Það er sárt til þess að hugsa að Kristján hafi þurft að fara svona snemma en þegar litið er um far- inn veg stendur eftir ótrúleg sig- urganga Kristjáns þar sem vel lukkað hjónaband, heilbrigð börn og barnabörn, traustir vinir, vel- gengni í starfi og fjármálum eru minnisvarði um einstaklega gott og mjög hamingjusamt líf. Í raun held ég að fáum blessist annað eins lífshlaup og auðnist jafn samheldin fjölskylda. Fram á síðasta dag var Kristján með sinni skipulagshæfni að ganga frá sínum málum og búa allt í haginn fyrir fjölskyldu sína. Allt frágengið og öllu skipulega raðað í möppur. Ótrúlegur frágangur sem vottar þann mikla og stórbrotna karakter sem Kristján var. Þinn tengdasonur Gunnar Björn. Þegar ég gekk inn í Aflakór leið mér eins og þú hefðir bara skropp- ið í Akralind og kæmir aftur. En svo sá ég þessa fallegu og stóru mynd af þér umkringda kertum og englum, þá neyddist ég til að horf- ast í augu við að þú værir farinn og að sjúkdómurinn hafði sigrað, þrátt fyrir styrk þinn. Ég fór bein- ustu leið í afaherbergi og náði mér í albúm til að rifja upp fallegar minningar og kæfa sorgina. Þá hugsaði ég með mér að ég væri ríkasta manneskja í heimi því ég ætti svo mikið af dýrmætum minn- ingum, að ég hefði átt besta afa sem hægt væri að óska sér, afa sem er svo miklu meira en bara afi. Afi sem fór með mig að veiða, afi sem leiddi mig í fjallgöngum, afi sem nennti endalaust að spila við mig fiska-samstæðuspilið, afi sem kenndi mér á gönguskíði og vél- sleða, afi sem kenndi mér að meta náttúruna. Ég vil þakka þér fyrir sam- veruna og vináttuna í gegnum öll þessi ár. Ég elska þig og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég kveð þið með uppáhalds- bæninni þinni, bæninni sem ég og Glódís vorum vanar að syngja fyr- ir þig í Hornvíkinni: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín Sólbjört (Hafnarskotta nr. 2). Elsku afi. Ég man þegar við fór- um saman á vélsleða og þegar við fórum með Studebaker-vörubílinn í viðgerð. Seinna náðum við í gamla Doddann, fornbílinn sem þú fluttir heim frá Ameríku. Ég man svo vel eftir vísununum þínum um mig sem byrjuðu t.d. með: Kári klári, sparar ekki spörk- in og skorar bara mörkin. Við átt- um svo margar góðar stundir í Hornvíkinni þar sem þú kenndir mér að veiða og njóta náttúrunnar. Takk fyrir að gefa þér tíma til þess að smíða með mér gítara, bíla og svo margt fleira. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi minn. Þinn Hornvíkingur … lingurinn þinn, Kári Arnarsson 10 ára. Þann 12. október sl. missti ég ekki bara afa minn heldur líka einn besta vin minn og mína helstu fyr- irmynd í lífinu. Hlutirnir sem við afi höfum baukað saman í gegnum árin eru svo margir að maður veit ekki hvar skal byrja. Allt frá því að vera staddir saman norður á Hornströndum að skipta um rotþró í að vera villtir á vélsleða einhvers staðar í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Ég er ekki viss um að allir drengir eigi slíkar minningar um afa sinn, þannig að þakklæti er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til afa. Maðurinn sem kenndi mér að kasta flugu, keyra vélsleða, skjóta úr byssu og gerði heiðarlega til- raun til að fá mig til að stunda gönguskíði með sér, sem endaði með eftirminnilegri göngu úr Hornvík í Veiðileysufjörð á vor- mánuðum þegar ég var 10 ára. Afi virtist aldrei verða uppiskroppa með hugmyndir að hlutum sem við gátum gert saman. Ætli það sé ekki þess vegna sem söknuðurinn ristir svo djúpt. Ég mun alltaf geyma minningu þína í hjarta mínu, ég elska þig. Kristján Jóhannesson. Elsku elsku afi. Ég trúi því varla að þú sért ekki lengur hjá okkur. Við gerðum margt skemmtilegt saman og átt- um svo marga brandara, eins og þegar ég var lítil, þá sagði ég oft „dú dida dadda“ og benti á sætið við hliðina á mér, en þá var ég að meina: „Þú situr þarna.“ Svo var það líka leikurinn okkar með að blikka augunum rosa oft og hratt … og svo allt í einu stopp- uðum við. Svo grínuðumst við líka með platsjónauka þar sem við horfðum í gegnum hendur okkar. Uppáhaldsspilið okkar var Rummikub sem við spiluðum í Hornvíkinni. Oft gengum saman í stígvélum niður í fjöru til þess að kanna hvort kominn væri fiskur í netið. Elsku elsku afi minn. Það er sérstaklega sorglegt þegar ein- hver eins og þú, sem hefur aldrei gert neinum mein, verður veikur. Kæri Guð, passaðu afa vel. Kveðja Kolbrún („du dida dadda“). Frændi minn, Kristján S. Ólafsson, er fallinn frá eftir langa og einstaklega hetjulega baráttu. Á Langholtsvegi 156 höfðu feð- ur okkar, sem voru bræður, byggt sér hús saman og við Kristján ól- umst upp í þessu húsi í um 20 ár. Við vorum fæddir hvor sínum megin við áramótin og því hvor á sínu skólaárinu. Samgangurinn var náinn öll uppvaxtarárin og flest, sem við gerðum, voru sam- eiginleg verkefni og áhugamál. Frímerkja- og myntsöfnun, ljós- myndun og körfuboltinn hjá ÍR voru sameiginleg viðfangsefni. Óli, faðir Kristjáns, var handlag- inn við alla hluti og kenndi okkur til verka við smíðar og alls konar dútl, sem við höfðum gaman af. Kristján erfði handlagnina frá föð- ur sínum og verkskipulagshæfi- leikana og nýttust þeir honum alla tíð í rekstri og lífinu sjálfu. Vand- virkni, snyrtimennska og hjálp- semi einkenndu Kristján í öllum verkum hans á lífsleiðinni. Vinnu- semi var honum í blóð borin og hann var hraðvirkur og afkasta- mikill í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Kristján var í MR, lærði hús- gagnasmíði, vann við verslun hjá Orku og Vörumarkaðnum í fjögur ár, þar sem við vorum samstarfs- félagar. Húsgagnaverslunin Lín- an, sem hann stofnaði ásamt fjöl- skyldunni, varð hans ævistarf í yfir 30 ár. Hann var farsæll í við- skiptum og sinnti sínum rekstri af alúð og treysti viðskiptasambönd- in með mikilli tryggð við marga erlenda vini sína í húsgagnageir- anum, einkum á Norðurlöndum. Kristján sinnti félagsmálum af áhuga. Hann varð félagi í JC Reykjavík 1974 og starfaði í um 10 ár í JC-hreyfingunni m.a. sem varaforseti JC Reykjavíkur og í fjölbreyttum nefndastörfum og sem leiðbeinandi. Hann starfaði í Frímúrarareglunni og naut virð- ingar fyrir sín störf þar og lagði sig fram um að segja yngri bræðr- Kristján Sólbjartur Ólafsson ✝ Ófeigur Gúst-afsson fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1979. Hann lést á Landspítal- anum 6. október 2012. Ófeigur var son- ur hjónanna Rann- veigar Haralds- dóttur, f. 10. ágúst 1954, og Gústafs Gústafssonar, f. 10. febrúar 1954. Bræður hans eru Haraldur Gústafsson, f. 22. mars 1970, giftur Láru B. Gunnars- dóttur, börn þeirra eru Rann- veig Lóa og Sonja Hlín. Gústaf Gústafsson, f. 7. janúar 1973, giftur Sigrúnu Bragadóttur, börn þeirra eru Hilmar, Soffía, Sigmundur Bragi, Gústaf Már og María Dís. Ófeigur giftist 2. júní 2001 Þórunni Berglindi Elías- dóttur, f. 31.10. 1980, þau eiga tvær dætur, Andreu Rut, f. 28. janúar 2001, og Ásdísi Birtu, f. 11. apríl 2005. Ófeigur verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju í dag, 19. október 2012, klukkan 13.30. Meira: mbl.is/minningar Elsku Offi. Ég hef saknað þín mikið. Þú hefur verið til staðar frá því ég man eftir þér. Þú varst mér sem faðir og ég veit að þér þótti vænt um okkur öll; mig, Berglindi, Aron, Ás- dísi, Andreu, mömmu og alla aðra sem þú þekktir. Þú varst eins og besti vinur minn. Komdu aftur. Komdu aft- ur til okkar … við söknum þín öll. Öll tárin sem hafa fallið eft- ir að þú fórst til himnaríkis. Þú verður alltaf í hjörtum okkar. Þú varst besti, hjartabesti og ljúfasti maður sem ég þekkti. Við móðir mín höfum beðið Guð að láta þig rísa upp frá dauðum. En ég veit núna að Guð vill hafa þig á betri stað. Mér þykir vænt um þig. Samúel Kristinn Cassis. Ófeigur Gústafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.