Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Næsta laugardag verður Garðbæ- ingum boðið að kjósa hvort þeir vilji að sveitarfélagið sameinist sveitarfé- laginu Álftanesi. Bæjarstjórn Garðabæjar styður sameininguna og hefur birt upplýs- ingar þar sem dregin eru saman helstu atriði sem talin eru til ávinn- ings. Ef þau atriði eru hinsvegar skoðuð nánar, byggt á þeim tölum sem eru í skýrslunni sem bæjar- stjórnin hefur birt þessu til stuðn- ings, þá eru þau óveruleg og samein- ing óhagkvæm. Meintur ávinningur: Sveitarfélögin sameinuð á ný. Fyrsta atriðið sem er nefnt er að sveitarfélögin hafi verið eitt fyrir 135 árum. Þetta er tilfinningalegt atriði sem erfitt er að meta til fjár. Í ljósi þess að fæstir Garðbæingar vissu yf- irleitt af því að sveitarfélögin hefðu einhvern tíma verið eitt má gera ráð fyrir að þetta atriði sé léttvægt. Skuldsetning veikir Garðabæ. Yf- irlýsing bæjarstjórnar um að samein- ing myndi sterkara sveitarfélag er tvítekning á næstu tveimur atriðum. Á hinn veginn má telja að með auk- inni skuldsetningu veikist Garðabær frekar en styrkist. Yfir 80% íbúa eru þegar í Garðabæ. Það er talið til ávinnings að í sameinuðu sveit- arfélagi muni verða um 14.000 íbúar. Um síðustu áramót voru 11.448 íbúar í Garða- bæ og 2.420 íbúar á Álftanesi, samtals 13.868. Það þýðir að Garðabær er þegar með rúm 80% af sam- einuðum íbúafjölda. 90% lands eru þegar í Garðabæ. Af 4700 hektara landi sameinaðs sveitar- félags er Álftaness um 500 hektarar þannig að Garðabær er þegar með 90% af þessari heildartölu. Land Álftaness að mestu í einka- eigu. Hvað varðar þá 500 hektara sem Álftanes myndi leggja til sameining- arinnar þá er það land að stærstum hluta í einkaeigu. Lítil breyting á aldurssamsetn- ingu. Yngri aldurssamsetning er talin til ávinnings. Hlutfall íbúa sem eru á vinnualdri (26-66) er samkvæmt skýrslunni nánast það sama í Garða- bæ og Álftanesi eða um 50%, hlutfall íbúa undir vinnualdri (0-25) er 37% í Garðabæ en 43% á Álftanesi, hlutfall Óhagkvæmt fyrir Garðbæ- inga að sameinast Álftanesi Eftir Georg Birgisson » Ávinningur Garða- bæjar af sameiningu við Álftanes er óljós og óverulegur en Garðbæ- ingar myndu taka á sig 3,2 milljarða af skuldum Álftaness. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og búsettur í Garðabæ. íbúa 67 ára og eldri en hinsvegar um 12% í Garðabæ en ekki nema um 6% á Álftanesi. Í sam- einuðu sveitarfélagi verða íbúar undir vinnu- aldri um 38%, íbúar á vinnualdri verða nánast óbreytt hlutfall og eldri borgarar, 67 og eldri, verða um 11%. Gott samstarf er ekki háð sameiningu. Það er nefnt sem rök að mikið og gott samstarf sé á milli bæjarfélaganna en slíkt sam- starf getur haldið áfram hvort sem af sameiningu verður eða ekki. Kostnaður Garðbæinga af sameiningu: Á móti meintum ávinningi er ljóst að Garðabær tekur á sig fjárhags- legar skuldbindingar auk þess sem í sameiningunni felst fjárhagsleg áhætta í formi nýrra kostnaðarliða og frávika frá þeim áætlunum sem sam- einingin byggist á. 3,2 milljarða skuldsetning Garða- bæjar. Í skýrslunni kemur fram að við sameiningu myndi Garðabær yfirtaka 3,2 milljarða af skuldum Álftaness. Einnig hefur verið nefnt að á móti þessu séu eignir að sam- svarandi verðmætum. Nefndar eignir eru ekki lausafé og skuldirnar verður því að greiða af tekjum Garðbæinga. Skuldaaukning Garðbæinga nemur 250 þúsund á hvern íbúa. Uppbygging þjónustumannvirkja á Álftanesi. Álftanes stendur Garðabæ aftar hvað varðar ýmis þjónustu- mannvirki, s.s. íþróttamannvirki og aðstöðu fyrir aldraða. Einnig er ástand vegakerfis Álftaness lakara en Garðabæjar. Í Garðabæ er einnig heilsugæsla en ekki á Álftanesi. Álftanesvegur verður innanbæj- arvegur. Álftanesvegur tengir í dag saman bæjarfélög og telst því þjóð- braut og er því viðhaldið af Vegagerð- inni. Með sameiningu yrði hann að innanbæjarvegi. Þó svo að fyrirhuguð endurbygging vegarins muni verða fjármögnuð af Vegagerðinni yrði hann í framhaldinu afhentur hinu sameinaða sveitafélagi sem mun þurfa að bera af honum rekstr- arkostnað. Óraunhæfar væntingar um sam- nýtingu. Það eru um 6 kílómetrar milli miðbæjar Garðabæjar og mið- bæjar Álftaness og því má efast um að samnýting þjónustumannvirkja sé raunhæf. Varðandi samnýtingu við væntanlega byggð á Garðaholti þá mun hún líklega byrja austan frá og þá eru skólabyggingar Sjálandsskóla nær þar til byggðir væru skólar fyrir Garðaholtið sérstaklega. Vaxtakostnaður eyðir rekstr- arhagræði. Gert er ráð fyrir rúmlega 100 milljóna sparnaði með því að fækka bæjarstjórnum í eina en á móti þeim sparnaði kemur sambæri- leg upphæð í vexti af 3,2 milljarða skuldsetningu. Skipulagsréttur Álftaness. Í um- ræðum hefur verið nefnt sem ávinn- ingur að forða því að t.d. Reykjavík fengi skipulagsvald yfir Álftanesi. Fyrir það fyrsta hefur skipulagsvald Álftaness hingað til ekki verið í hönd- um Garðabæjar en á hinn veginn þá hafa Reykvíkingar ekki verið verri en aðrir hvað varðar samstarf um skipu- lagsmál. Sem dæmi má nefna að Kjalarnes heyrir nú til Reykjavíkur og ekki hefur það íþyngt Mosfell- ingum svo heyrst hafi. Niðurstaða Af þessari umfjöllun er ljóst ávinn- ingur Garðbæinga af sameiningu er óljós og óverulegur. Á hinn bóginn er það skýrt að með sameiningu við Álftanes munu Garðbæingar taka á sig meirihluta núverandi skulda Álftaness. Það er því farsælast fyrir Garðbæinga að hafna þessari sam- einingu í kosningunni á laugardag- inn. Georg Birgisson Enn heyrast raddir í Reykjavík um það að Reykjavíkurflugvöllur skuli hverfa í áföngum árin 2016 og 2024, og innanlandsflug helst flutt til Keflavíkur eða á Hólmsheiði. Reykjavík- urborg segist hafa skipulagsvald yfir Vatnsmýrinni og þar sé svo ógnardýrmætt byggingarland, að þar verði nauðsyn- lega að byggja fleiri hús. Og svo er skákað í því skjóli að meirihluti Reyk- víkinga hafi í kosningu árið 2001 kosið flugvöllinn burt. Rétt er að rifja upp að þetta var við- horfskönnun og átti að vera bindandi ef 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni eða greiddu öðrum val- kostinum meirihluta. Þátttaka var mjög lítil, einungis 37,2% og örlítill meirihluti vildi völlinn burt. Það versta var að þarna fengu einungis íbúar Reykjavíkur að greiða atkvæði, ekki landsmenn allir, en flugvöllurinn skiptir þá miklu meira máli heldur en þá sem eru að spila Matador í Reykja- vík. Þetta var því marklaus viðhorfs- könnun og aldrei hefur þjóðin verið spurð. Við gerum kröfu um það að all- ir landsmenn fái að segja álit sitt í kosningu um staðsetningu Reykjavík- urflugvallar. Auðvitað er Reykjavíkurflugvöllur mál allra landsmanna. Við utanbæjar- menn eigum líka hluta í öllum stofn- unum í Reykjavík sem fjalla um mál landsins alls, en höfuðborgarsvæðið nýtur góðs af umfram landsbyggðina. Þessar stofnanir bera það í nafni sínu að þær tilheyra öllum Íslendingum, þjóðinni, ríkinu eða landinu. Þar er Al- þingi Íslendinga, Stjórnarráð Íslands, Háskóli Íslands, Ríkislögreglustjór- inn, Ríkisskattstjórinn, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið og Þjóðskjalasafnið, Landspítalinn, Landsbókasafn og Landsvirkjun. Við gerum kröfu um að aðgengi okkar að þessum stofnunum okkar verði ekki skert og þar er Land- spítalinn umdeildi í efsta sæti. Það er ótrúlega þægilegt fyrir okk- ur utanbæjarmenn að geta lent í Reykjavík eftir innan við klukku- stundar flug og náð heim aftur í lok dags. Þá getum við sinnt sameiginlegum verk- efnum á stofnunum okk- ar eða með samstarfs- aðilum í höfuðborginni eða verið lengur og notið lystisemda borgarinnar okkar. Lystisemda sem við eigum líka hlut í. Verði Reykjavíkur- flugvöllur aflagður lít ég á það sem tilræði og stríðsyfirlýsingu Reykjavíkur gagnvart landsbyggðinni. Þá breytist Ísland úr þjóðríki í borgríki og Reykjavík stendur ekki undir nafni sem höf- uðborg. Einu rökin fyrir flutningi Reykjavíkurflugvallar finnst mér vera hugsanleg slysahætta, að flugvél geti hrapað í þéttbýlið. Það hefur reyndar óvíða gerst út um heim og ekki hérlendis, að ég held. Okkur finnst reyndar sjálfsagt að ganga í það að byggja mannsæmandi flug- stöð við Reykjavíkurflugvöll. Í nýútkominni skýrslu KPMG um flutning flugvallarins til Keflavíkur kemur fram að flugrekstrarkostn- aður mundi aukast og flug til að minnsta kosti þriggja staða á lands- byggðinni mundi leggjast af. Menn- ingarlíf og atvinnulíf mun verða ein- hæfara og rekstur erfiðari. Mér hefur sýnst að Samfylkingin, áður R-list- inn, berjist fyrir flutningi flugvall- arins, alla vega talar Hjálmar Sveins- son, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, á þann veg. Þannig sýnir borgríkið fámennri landsbyggðinni klærnar eins og það hefur reyndar lengi gert. Ég trúi varla að Samfylkingin ætli að bæta öðru vondu og vonlausu máli á sína stefnuskrá. Eftir Bjarna E. Guðleifsson » Lokun Reykjavíkur- flugvallar er tilræði og stríðsyfirlýsing gagnvart landsbyggð- inni. Þjóðríkið breytist í borgríki og Reykjavík verður ekki höfuðborg. Bjarni E. Guðleifsson Höfundur er prófessor emeritus og býr á Möðruvöllum í Hörgársveit. Enn sýnir borgríkið klærnar Samkvæmt lögum verða allir vinnandi einstaklingar að greiða lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð á aldrinum 16 til 69 ára. Iðgjaldið er yfirleitt 12% af launum og greiða einstaklingar 4% og fá 8% mót- framlag frá launagreiðanda. Nokkrir hópar greiða meira, t.d. er iðgjaldið 15,5% hjá ríkisstarfs- mönnum en ríkið greiðir 11,5% mótframlag gegn 4% iðgjaldi laun- þega. Upphæð iðgjalds og skipting milli launþega og launagreiðanda er samningsatriði. Eftirlaun og áfallalífeyrir Í lífeyrissjóðalögunum eru skil- greind lágmarksréttindi sem líf- eyrissjóðir verða að tryggja sjóð- félögum sínum fyrir iðgjöldin. Lífeyrisréttindi skiptast í elli- og áfallalífeyri. Ellilífeyrir er yfirleitt greiddur frá 60-70 ára aldri og er greiddur til æviloka. Áfallalífeyrir er sam- heiti fyrir örorku-, maka- og barnalífeyri. Örorkulífeyrir er greiddur ef starfsorka sjóðfélaga skerðist um 50% eða meira, maka- lífeyrir er greiddur til eftirlifandi maka við fráfall sjóðfélaga og barnalífeyrir er greiddur með börnum við fráfall eða við starfs- orkumissi. Lífeyrisréttindi ávinnast í hlut- falli við greidd iðgjöld. Réttindin eru verðtryggð og breytast mán- aðarlega í takt við breytingu á vísitölu neysluverðs. Lífeyrisrétt- indi eru nokkuð mismunandi eftir sjóðum og sumir sjóðir veita meiri réttindi en þau lágmarksréttindi sem tilskilin eru í lögum. Flestir einstaklingar hafa greitt í marga lífeyrissjóði og eiga því réttindi í mörgum sjóðum. Samkvæmt lög- um er ekki hægt að flytja rétt- indin milli sjóða og sameina þau í einn sjóð. Þegar kemur að töku líf- eyris er hins vegar nóg fyrir ein- staklinga að sækja um lífeyri hjá einum sjóði sem sér þá um að sækja um hjá öðrum lífeyr- issjóðum sem viðkomandi ein- staklingur hefur greitt í um ævina. Nokkrir lífeyrissjóðir heimila sjóðfélögum að greiða hluta af lág- marksiðgjaldi í séreignarsjóð til að dreifa áhættu og auka svigrúm við töku lífeyris. Inneign í séreign- arsjóði er laus til úttektar við 60 ára aldur og fyrr ef sjóðfélagi missir starfsorku. Inneignin erfist við fráfall. Árið 2011 greiddu lífeyrissjóðir samtals 60 milljarða í eftirlaun eða 67% af ellilífeyri landsmanna. Líf- eyrissjóðirnir greiddu samtals 21 milljarð í áfallalífeyri sem skiptist þannig að 13 milljarðar voru greiddir í örorkulífeyri, 8,1 millj- arður í makalífeyri og 600 millj- ónir í barnalífeyri. Þekktu rétt þinn Lífeyrisréttindi eru verðmæt og einstaklingum ber að hugsa um þau í því samhengi. Ellilífeyrir líf- eyrissjóða er yfirleitt uppistaðan í eftirlaunum einstaklinga. Hjá þeim sem missa starfsorku og verða óvinnufærir er örorkulífeyrir líf- eyrissjóða oft einu tekjurnar sem einstaklingar fá umfram ör- orkubætur almannatrygginga. Við fráfall sjóðfélaga erfist inneign í séreignarsjóði og lífeyrissjóðir greiða maka- og barnalífeyri sem hjálpa eftirlifendum að venjast nýjum aðstæðum. Þegar kemur að því að lífeyr- isþegar hafa greitt 10%-12% af heildarlaunum sínum í lífeyrissjóð alla starfsævina munu lífeyr- isgreiðslur lífeyrissjóðanna vega enn þyngra í eftirlaunum en þær gera í dag. Mikilvægi lífeyrissjóð- anna fyrir einstaklinga fer því vax- andi og um leið verður æ þýðing- armeira að fólk þekki sín réttindi og sinn lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðir senda sjóðfélögum sínum 1-2 yf- irlit á ári með upplýsingum um ið- gjaldagreiðslur og réttindi. Mik- ilvægt er að lesa yfirlitin vel yfir og varðveita þau. Sjóðfélagar geta líka flett upp á réttindum sínum á læstum sjóðfélagavef á heimasíð- um sjóðanna. Starfsfólk lífeyr- issjóðanna veitir góðfúslega meiri upplýsingar. Lífeyrissjóðirnir halda árlega ársfund þar sem veittar eru upp- lýsingar um rekstur og afkomu. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundina til að fá upplýsingar og sýna stjórnendum sjóðanna að- hald. Eftir Gunnar Baldvinsson »Ellilífeyrir vegur þyngst í eftirlaunum einstaklinga og í áfallalífeyri felst mikil trygginga- vernd. Gunnar Baldvinsson Höfundur er formaður Lands- samtaka lífeyrissjóða og fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs- ins. Verðmæt réttindi í lífeyrissjóðum Lífeyrisgreiðslur 2011 (milljarðar króna) Heimild: Fjármálaeftirlitið og Tryggingastofnun ríkisins 60 50 40 30 20 10 0 Lífeyrissjóðir Ríkissjóður Ellilífeyrir Áfallalífeyrir 60 30 21 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.