Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Einar K. Guðfinnsson spurði Ög-mund Jónasson að því í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í gær hvort
fram hefði farið endurmat á
aðildarumsókn Íslands að ESB inn-
an stjórnarflokk-
anna.
Tilefnið var að núeru rúmir tveir
mánuðir liðnir frá
því að meirihluti
þingmanna VG lýsti
þeirri skoðun sinni
að slíkt endurmat
þyrfti að fara fram.
Svandís Svavars-dóttir og Katrín
Jakobsdóttir sögðu
að endurmeta bæri
aðildarviðræðurnar
vegna „breyttra aðstæðna“. Álf-
heiður Ingadóttir sagðist „fyllilega
sammála“ þeim tveimur og sömu
sögu er að segja um Þuríði Back-
man og Lilju Rafneyju Magnús-
dóttur sem einnig sagðist telja til-
efni til endurmats.
Jón Bjarnason hefur ekki fariðleynt með að hann vill hætta við
umsóknina og Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir hefur einnig viljað endur-
mat.
Sömu sögu er að segja um Ög-mund Jónasson sem ítrekaði í
gær þá skoðun sína að slíkt endur-
mat þyrfti að fara fram og að ekki
væri hægt að fara inn í næsta kjör-
tímabil með málið opið.
En Ögmundur upplýsti um leiðað það endurmat sem þing-
menn VG hefðu viljað hefði ekki átt
sér stað.
Hvað veldur því, nú þegar rúmirtveir mánuðir eru liðnir?
Hvort er VG svona máttvana í
stjórnarsamstarfinu eða orð þing-
manna VG svona merkingarlaus?
Einar K.
Guðfinnsson
Orð án merkingar?
STAKSTEINAR
Ögmundur
Jónasson
Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is
veisluþjónusta hinna vandlátu
Kokkurinn hjálpar þér að halda
hina fullkomnu veislu
Árshátíðir
Brúðkaup
Erfidrykkjur
Fermingar
Fundir
Kynningar
Þema
kokkurinn.is
Ferskur fiskur öll
hádegi í Víkinni
Veður víða um heim 18.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 heiðskírt
Bolungarvík 1 léttskýjað
Akureyri 0 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 0 skýjað
Vestmannaeyjar 3 léttskýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 8 skúrir
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt
Stokkhólmur 11 súld
Helsinki 11 þoka
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 11 skýjað
London 16 léttskýjað
París 20 skýjað
Amsterdam 15 skýjað
Hamborg 18 heiðskírt
Berlín 17 heiðskírt
Vín 17 skýjað
Moskva 12 alskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 22 heiðskírt
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 7 skúrir
Montreal 16 léttskýjað
New York 17 léttskýjað
Chicago 11 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:32 17:54
ÍSAFJÖRÐUR 8:45 17:51
SIGLUFJÖRÐUR 8:28 17:34
DJÚPIVOGUR 8:04 17:22
Stjórn Ökukennarafélags Íslands er
ekki ánægð með tvær greinar frum-
varps til nýrra umferðarlaga og ger-
ir breytingartillögur við þær.
Ökukennararnir eru ósáttir við þá
grundvallarbreytingu í frumvarpinu
að ökukennsla eigi að fara fram í
ökuskólum og ökugerðum sem feng-
ið hafa starfsleyfi Umferðarstofu.
Þeir segja að með því sé horfið frá
þeirri meginstefnu „að ökukennsla
verði á forræði og ábyrgð hvers ein-
staks ökukennara fyrir sig og það
verði verkefni ökuskóla að annast
allt ökunám, bæði hinn bóklega og
verklega hluta“.
Ökukennarar lýsa sig fylgjandi
því að auka bóklegan þátt ökunáms
en þeir segja að gæði námsins felist
ekki eingöngu í því að kunna skil á
bóklega hlutanum. Þungamiðja
námsins eigi að vera að ökunemar
öðlist færni undir handleiðslu fag-
lærðra ökukennara. Þeir gagnrýna
að sjálfstæði og ábyrgð ökukennara
verði vikið til hliðar og þeir gerðir að
starfsmönnum ökuskóla. Þeir telja
þetta m.a. bjóða þeirri hættu heim
„að meira verði lagt upp úr fjárhags-
legum ábata en faglegri og árang-
ursríkri kennslu“.
Þá eru ökukennarar ósáttir við að
löggilding ökukennara verði felld
niður og í staðinn fái ökukennarar
starfsleyfi að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Þeir vilja áfram njóta
löggildingar. gudni@mbl.is
Ökukennarar vilja bera ábyrgð á kennslu
Ökukennarar gera breytingartillög-
ur við frumvarp til umferðarlaga
Morgunblaðið/Júlíus
Ökunám Auka á vægi ökuskóla.
Ummælin
voru Sturlu
Forseti Alþingis hefur sent eft-
irfarandi leiðréttingu vegna
fréttar á bls. 2 í blaðinu í fyrra-
dag um fundargerð forsæt-
isnefndar Alþingis þar sem fjallað
er um mótmæli við Alþingishúsið:
„Ummælin sem höfð eru eftir
mér, Ástu R. Jóhannesdóttur,
sem þingforseta í frétt blaðsins
úr fundargerð forsætisnefndar
frá 21. jan. 2009 eru ekki mín,
heldur ummæli þáverandi þing-
forseta Sturlu Böðvarssonar á
fundinum. Undirrituð varð ekki
forseti Alþingis fyrr en í maí
sama ár. Þetta leiðréttist hér
með.“
Aths. ritstj.
Vegna leiðréttingar Ástu Ragn-
heiðar hér að ofan skal áréttað að
í umræddri fundargerð forsæt-
isnefndar stendur eftirfarandi:
„Þá greindi KÓ [Kjartan Ólafs-
son] frá því að hann hefði orðið
vitni að því að Álfheiður Inga-
dóttir alþingismaður hefði verið í
sambandi við fólk utan hússins og
virst vera að veita þeim upplýs-
ingar um viðbúnað lögreglu. ÁRJ
[Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir] sagði að margir hefðu
nefnt svipað í sín eyru. Forseti
[Sturla Böðvarsson] sagðist hafa
átt fund með ÁI [Álfheiði Inga-
dóttur] og formanni þingflokks
Vinstri grænna um málið og hefði
hún neitað ásökunum.“
LEIÐRÉTT