Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Il trovatore á fullt erindi við okkur í dag, enda úreldist ástin ekki, hvort heldur hún birtist í formi móðurástar eða milli elskenda. Hvað varðar hinar myrkari hliðar sögunnar þá finnst mér þær kallast sterkt á við fréttir þær sem borist hafa frá Mið-Austurlöndum á síð- ustu árum,“ segir Carol I. Crawford hljóm- sveitarstjóri um Il trovatore eftir Giuseppi Verdi sem Íslenska óperan frumsýnir í Eld- borgarsal Hörpu annað kvöld kl. 20. Leikstjóri uppfærslunnar er Halldór E. Laxness, leikmyndahöfundur Gretar Reynis- son, búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir og lýsingu Björn Bergsteinn Guðmundsson. Í helstu hlutverkum eru Jóhann Friðgeir Valdi- marsson sem syngur Manrico, Hulda Björk Garðarsdóttir sem Leonora og Anooshah Golesorkhi sem Luna greifi. Crawford er með doktorsgráðu í hljómsveit- arstjórn frá Yale-háskóla og starfaði sem list- rænn stjórnandi og óperustjóri óperunnar í Tulsa í Bandaríkjunum á árunum 1993-2008. Hún hefur stjórnað yfir þrjátíu óperuupp- færslum í Bandaríkjunum og Evrópu, m.a. hjá óperu- num í St. Louis og Port- land, Staatstheater Kassel og Landestheater Magde- burg í Þýskalandi. Aðspurð segist Crawford aðeins hafa stjórnað Il trovatore í tveimur sviðs- uppfærslum áður. „Þessi ópera er ekki sviðsett oft í Bandaríkjunum, sem helg- ast fyrst og fremst af því að hún krefst fjög- urra framúrskarandi söngvara, enda er óperan sönglega séð mjög krefjandi,“ segir Crawford og rifjar upp fleyg ummæli ítalska tenórsins Enrico Caruso þess efnis að til þess að upp- setning á Il trovatore takist sem skyldi þurfi að fá fjóra bestu söngvara heims. Hugvitsamlega hönnuð leikmynd Í samtali við Morgunblaðið lýkur Crawford lofsorði á Hörpu. „Mér finnst orkan í þessu húsi stórkostleg, en hér iðar bókstaflega allt af lífi. Hljómburðurinn í Eldborg er frábær, en ég fór á nokkra sinfóníutónleika áður en æf- ingar á óperunni hófust. Sviðið er auðvitað ekki hannað fyrir óperuflutning og það þýðir að það þarf talsverða útsjónarsemi í sviðsetn- ingunni. Leikmynd Gretars er hins vegar sér- lega hugvitsamlega hönnuð og nýtir rýmið til hins ýtrasta. Búningarnir eru færðir til nú- tímans og það virkar að mínu mati mjög vel,“ segir Crawford og hrósar jafnframt leikstjór- anum fyrir sérlega ánægjulegt samstarf. Spurð á hvað hún leggi áherslu í túlkun sinni á tónlist Verdis segir Crawford „bel canto“- söngstílinn vera í forgrunni. „Óperan býr yfir mörgum fallegum bundnum hendingum. Þær eru tæknilega snúnar og krefjast því mikils af söngvurunum. Hins vegar er það svo að alveg sama hvað er að gerast á sviðinu dramatískt séð þá verða söngvararnir ávallt að syngja fal- lega,“ segir Crawford, en þess má geta að í verkinu takast bræðurnir Manrico og Luna greifi heiftarlega á með dramatískum afleið- ingum, en þeir vita ekki að þeir eru bræður þar sem þeir voru skildir að í æsku. Átök þeirra eiga sér upptök í því að þeir hrífast af sömu konunni, Leonoru. Tortryggni og heift persóna verksins leiðir til þess að konur eru brenndar á báli sem og saklaust barn. Ástin úreldist aldrei Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Afbrýði Anooshah Golesorkhi, Hulda Björk Garðarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverkum sínum sem Luna, Leonora og Manrico.  Óperan Il trovatore eftir Giuseppe Verdi frumsýnd í Hörpu annað kvöld  Carol I. Crawford fyrst kvenna til að stjórna hjá Íslensku óperunni Carol I. Crawford Vefgalleríið Muses.is heldur sjö- undu „pop-up“ sýningu sína á 19. hæð Höfðatorgs nú um helgina, frá 19. til 21. október. 19 listamenn sýna verk sín, þeir Bergþór Mort- hens, Björn Árnason, D. Íris Sig- mundsdóttir, Halldór Sturluson, Harpa Rún Ólafsdóttir, Hugleikur Dagsson, Hulda Hlín Magnúsdóttir, Inga María Brynjarsdóttir, Kalli Youze, Kristinn Már Pálmason, Ninna Þórarinsdóttir, Sara Oskars- son, Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Sævar Karl, Sævar Jóhannsson, Víðir Mýrmann, Þorvaldur Jónsson og Ziska Örn Tönsberg. Á vef Muses.is segir að hann sé vefgallerí með myndlist eftir áhuga- verða og framsækna listamenn. Galleríið sér um kynningu á verkum umbjóðenda sinna, geymslu á verk- um og sölu, setur upp sýningar, tek- ur þátt í viðburðum fyrir heimili og fyrirtæki og aðstoðar við val á verk- um í samvinnu við viðskiptavini. Um galleríið sjá listfræðingarnir Nanna Þórdís Árnadóttir og Rakel Sævars- dóttir. Morgunblaðið/Eggert Sýnir Hugleikur Dagsson er einn listamanna Muses.is. Hér sést hann við uppsetningu á sýningu í galleríi Bókabúðar Máls og menningar í júní sl. Sjöunda „pop-up“ sýning Muses.is Orgeltónleikar verða haldn- ir í dag kl. 17 í Fella- og Hólakirkju í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá vígslu Marcussen-orgels kirkj- unnar sem þykir afar hljómfagurt. Á tónleik- unum koma fram Lenka Mátéová og Guðný Einars- dóttir og flytja ýmis ein- leiksverk. Þær munu einnig leika fjórhent og ferfætt á orgelið, m.a. afmælislagið útsett fyrir slíkan flutning og valsa eftir Johann Strauss fyrir fjóra fætur. Myndatökumaður mun taka upp tónleikana og varpa á stóran skjá í kirkjunni svo allir geti fylgst með flutningnum. Fjórhent og fer- fætt á orgelið Lenka Mátéová Ólöf Arnalds heldur tón- leika í Þjóðmenningarhús- inu í kvöld kl. 21. Með henni leika Klara Arnalds og Ingibjörg Elsa Turchi úr hljómsveitinni Boogie Trouble. Á tóneikunum verður einnig frumsýnt myndband við lag Ólafar, „A little grim“, sem verður á væntanlegri hljómplötu hennar, Sudden Elevation en það gerði myndlistarkonan Sigrún Hrólfs- dóttir. Þá mun Kristín Eiríksdóttir lesa upp úr væntanlegri skáldsögu sinni Hvítfeld - fjöl- skyldusaga á tónleikunum. Tónleikar með Ólöfu Arnalds Ólöf Arnalds Næstu tónleikar hádegis- tónleikanna Klassík í hádeg- inu verða haldnir í dag kl. 12.15 og á sunnudaginn, 21. október, kl. 13.15. Listrænn stjórnandi og flytjandi er Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari en með henni leikur Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari. Nína og Ari munu flytja Sónötu í A-dúr D574, Ständchen og Ave Mariu eftir Franz Schubert. Á hverjum tón- leikum raðarinnar eru verkin kynnt fyrir gest- um til að veita þeim innsýn inn í heim klass- ískrar tónlistar. Klassík í hádeginu með Nínu og Ara Nína Margrét Grímsdóttir Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.