Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. O K T Ó B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  245. tölublað  100. árgangur  MYNDAÐI NOKKRA NAFNA SÍNA Í LETTLANDI KEIMUR AF HAUSTI OG VER- ÖLD VAÐGELMIS ÓPERAN IL TROVATORE Í HÖRPU 24 SÍÐNA VETRARBLAÐ FRUMSÝNING ANNAÐ KVÖLD 46VALDÍS OG VALDIS 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsamdar launahækkanir í febr- úar, hækkun á gjaldskrá hins opin- bera eftir áramót og hækkandi fast- eignaverð er talið munu ýta undir verðbólguna í byrjun næsta árs. Þetta er mat þriggja sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við en þeir telja jafnframt að veikara gengi krónu muni hafa áhrif á verðbólgu. Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eignastýringarfyrirtækinu Júpí- ter, telur ekki óvarlegt að ætla að Seðlabankinn hækki vexti um 0,5% á þessu ári og um 0,75% ef gengi krónu heldur áfram að veikjast. Flytja kostnaðinn í verðlagið Styrmir óttast áhrif hærri vaxta. „Ég held að það gæti haft neikvæð áhrif á verðlag, til dæmis í gegnum verðskrár fyrirtækja sem eru að miklu leyti á fljótandi vöxtum. Fjár- magnskostnaður þeirra eykst og þau munu leita leiða til að fleyta því út í verðlag,“ segir Styrmir. Ásgeir Jónsson, lektor við hag- fræðideild HÍ, telur að áhrifa af hækkandi fasteignaverði fari að gæta í verðbólgunni á nýju ári. Þorbjörn Atli Sveinsson, sérfræð- ingur hjá Arion banka, spáir 4,9% verðbólgu í desember. Verð á inn- fluttum bílum muni t.d. hækka vegna veikingar á gengi krónunnar. Ólguskeið framundan  Sérfræðingar telja að verðbólgan verði mikil og vextir hækki fyrir áramót  Aukinn vaxtakostnaður talinn fara út í verðlagið  Veikara gengi hefur áhrif MLaunahækkanir taldar »4 Hækkar afborganir » Hærri vextir hækka m.a. af- borganir af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. » Sigurður Erlingsson, for- stjóri Íbúðalánasjóðs, býst við því að sjóðurinn fái leyfi til að lána óverðtryggt fyrir áramót. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Eva Joly hefur áhyggjur af öðru fjármálahruni og segir banka- og fjármálamenn í heiminum ekkert hafa lært af kreppunni og að risa- vaxnir bónusar séu aftur orðnir að veruleika. Hún vill að þak verði sett á laun í fjármálageiranum og telur stjórnmálamenn ekki gera sér grein fyrir alvarleika mála. Hún mun í dag halda fyrirlestur í Silfurbergi í Hörpu um kreppuna í banka- og fjármálaheiminum. „Við vitum að við þurfum að að- skilja fjárfestingabanka og við- skiptabanka. Við þurfum lýðræðis- lega stjórn á fjármagni. Við þurfum að skilja að þessi viðskipti eru í gangi vegna okkar sparnaðar og við getum sagt [við bankamennina] að við viljum að bankarnir fjárfesti með sjálfbærum hætti, til dæmis í bygg- ingum og heimilum. Að við viljum ekki að þeir kaupi skáldaða samn- inga,“ segir Joly sem er þingmaður á Evrópuþinginu. „En þegar maður sér ágóðann sem þeir fá úr venju- legri bankastarfsemi og úr fjárfest- ingastarfsemi þá skilur maður af hverju menn vilja þennan að- skilnað,“ segir Joly. »6 Óttast annað hrun Morgunblaðið/Árni Sæberg Gegn spillingu Eva Joly helgar sig starfi gegn spillingu í heiminum.  Segir bankana ekkert hafa lært Sjókajakræðarar hafa um hríð sótt í að æfa róður í strauminum sem mynd- ast undir Gullinbrú í Grafarvogi í fallaskiptunum. Í gær var þar sjaldséðari fugl; tveggja manna kanó sem þeir Gísli H. Friðgeirsson og Örlygur Steinn Sigurjónsson reru af miklum þrótti. „Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því að indjánar notuðu kanó sem straumvatnsbát,“ sagði Gísli sem er þaulvanur sjókajakróðri. „Þetta er merkilega skemmtilegt.“ Í grimmdarstraumi undir Gullinbrú Morgunblaðið/Ómar  Samkvæmt verðskrá Rarik þarf að greiða fullt tengigjald með 7% vsk., 250.480 krónur, fyrir heimæð hefjist notkun íbúa á heitu vatni á ný eftir fimm ára notkunarleysi í viðkomandi íbúð- arhúsnæði. Nýir húseigendur á Siglufirði hafa óskað eftir skýringum á gjaldinu en þeim var fyrst sagt að kostnaðurinn væri 45 til 50 þús- und krónur. »6 Tengigjaldið 250 þúsund krónur  Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra útilokar ekki að afmark- aðar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni fyrir næstu þing- kosningar þó kjósendur hafni því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Krossi fólk við já sé einnig hugsanlegt að efnislegar breytingar verði gerðar á tillögunum. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stjórn- arskrármálið á Alþingi í gær en þjóðaratkvæða- greiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram á laugardaginn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði aðal- atriðið að tillögur stjórnlagaráðs væru ekki tækur grunnur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Hann sagði einnig að það væru handarbaka- vinnubrögð og fúsk af hálfu þingsins að leggja málið fyrir þjóðina á þessu stigi. Í máli Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær kom fram að yrðu tillögur stjórnlagaráðs um breytta kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag sam- þykktar yrðu aðeins 11 þingmenn á Alþingi af landsbyggðinni. »17 Útilokar ekki afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni þó tillögum verði hafnað Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Arion banka óheimilt að breyta vöxt- um á gengistryggðu láni Borgar- byggðar afturvirkt og því gilda samningsvextir. Skarphéðinn Pétursson, lögmaður Borgarbyggðar, er fullviss um for- dæmisgildi dómsins. Hann nái ekki aðeins yfir lán opinberra aðila heldur einnig fyrirtækja og einstaklinga og því séu tugir milljarða í húfi. Skarp- héðinn bendir einnig á að vaxtamun- urinn, sem endurreiknaður var í mál- inu miðað við lög nr. 151/2010, oft kennd við Árna Pál Árnason, þáver- andi efnahags- og viðskiptaráðherra, standist ekki 72. gr. stjórnarskrár- innar um vernd eignaréttinda og aft- urvirkni laga. Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, seg- ir að þessi tíðindi hafi verulega þýð- ingu fyrir heimilin ef í ljós komi að dómurinn hafi fordæmisgildi fyrir einstaklinga. „Þetta eru vissulega já- kvæðar fréttir fyrir lántakendur. Okkur sýnist að með þessum dómi sé allur vafi tekinn af því að ekki sé heimilt að breyta vöxtum afturvirkt af því sem greitt hefur verið,“ segir Ólafur. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundar um dóminn í dag. »2 Tugir milljarða í húfi með vaxtadómi Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.