Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
✝ Áslaug (Stef-anía Kristjáns-
dóttir) Tulinius
fæddist á Ísafirði
30. maí 1923. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 9. októ-
ber 2010.
Foreldrar henn-
ar voru Alberta
Albertsdóttir, f.
11.2. 1899, d. 24.2.
1987, og Kristján
Sveinn Stefánsson skipstjóri, f.
5.12. 1896, d. 4.10. 1924, þau
bjuggu á Ísafirði. Alberta gift-
ist Marsellíusi Bernharðssyni,
skipasmíðameistara á Ísafirði,
f. 16.8. 1897, d. 2.2. 1977. Al-
systkini Áslaugar voru Jónína
Jóhanna, f. 5.6. 1922, d. 24.8.
2010, og Kristján Sveinn, f.
31.7. 1924, d. 15.10. 2001,
Kristjánsbörn. Hálfsystkini
þeirra voru Guðmundur Jón, f.
26.10. 1927, d. 22.2. 1994,
Kristín, f. 30.9. 1928, Sigríður
Guðný, f. 27.9. 1929, d. 23.1.
1930, Helga Þuríður, f. 24.11.
1930, d. 20.3. 2008, Kristinn, f.
13.3. 1932, d. 16.10. 1932,
Högni, f. 14.10. 1933, Bettý, f.
18.12. 1935, d. 15.12. 2005,
Þröstur, f. 16.9. 1937, Sig-
urður Magni, f. 7.5. 1940, d.
30.10. 1994, Messíana, f. 18.5.
1942, Marsellíusarbörn.
Hrafn, f. 6.11. 2002, Hlynur,
f. 10.8. 2006, Hilmir, f. 5.12.
2009 b) Þóra Magnea, maki
Þorkell Guðmundsson, f. 28.5.
1979, dóttir þeirra Berta
María, f. 3.6. 2008, c) Stefán
Þór, f. 19.2. 1989. 3) Guðrún
Tulinius, f. 7.4. 1954, maki
Yngvi Örn Kristinsson, f.
16.10. 1956, (þau skildu),
börn: a) Torfi G., f. 28.1.
1981, sambýliskona Björk
Kristjánsdóttir, f. 19.10. 1983,
sonur þeirra Funi Snær, f.
14.12. 2010, b) Atli Stefán G.,
f. 16.5. 1983, sambýlismaður
Sumarliði Snæland Ingimars-
son, f. 8.5. 1986, c) Hjalti Axel
G., f. 10.6. 1985, sambýliskona
Hulda Halldóra Tryggvadótt-
ir, f. 23.2. 1988, d) Áslaug Ell-
en G., f. 26.11. 1991. 4) Helga
Tulinius, f. 11.7. 1955, dóttir
hennar Áslaug Rún, f. 20.4.
2001.
Áslaug gekk í húsmæðra-
skóla en á langri ævi átti sú
menntun eftir að koma sér
vel. Strax á unglingsárum að-
stoðaði hún móður sína við
heimilisstörf á stóru heimili
að Austurvegi 7. Síðar stóð
hún fyrir sínu eigin heimili
sem húsmóðir í Bolungarvík, í
Neskaupstað, á Eskifirði og í
Reykjavík. Hún fór út á
vinnumarkaðinn undir lok
sjöunda áratugarins og vann
m.a. í verslun Hagkaupa en
lengst af í Álftamýrarskóla.
Útför Áslaugar verður gerð
frá Háteigskirkju í dag, 19.
október 2012, og hefst athöfn-
in kl. 15.
Hinn 25. des-
ember 1949 giftist
Áslaug Axel Tul-
inius síðar sýslu-
manni, f. 4.4.
1918, d. 22.11.
1976. Foreldrar
hans voru Hall-
grímur Axel Tul-
inius stór-
kaupmaður, f.
14.2. 1896, d. 6.3.
1963 og Hrefna
Lárusdóttir, f. 29.3. 1893, d.
25.6. 1928. Áslaug og Axel
eignuðust fjórar dætur, þær
eru: 1) Hrefna Tulinius, f.
31.10. 1950, maki Guðmundur
Sigurvin Ármannsson, f. 9.12.
1951, börn: a) Hallgrímur Ax-
el Tulinius, f. 18.3. 1972, fyrri
maki Bettina Godborg og
þeirra börn Helena, f. 11.10.
1996 og Magnus, f. 4.3. 1999,
sambýliskona Þóra Jóna Ár-
björnsdóttir, f. 12.8. 1977,
þeirra sonur Axel Valdimar,
f. 26.7. 2011, hennar dóttir
Hansína Steinunn, f. 27.9.
2005, b) Margrét, f. 18.8.
1975, c) Ármann, f. 2.1. 1985.
2) Alberta Tulinius, f. 14.4.
1952, maki Helgi Halldórsson,
f. 22.4. 1951, þeirra börn: a)
Axel Hrafn, f. 6.7. 1973, maki
Margrét Þorleifsdóttir, f.
25.5. 1974, synir þeirra Helgi
Við fráfall elskulegrar móður
minnar, Áslaugar Tulinius, er
mér efst í huga hugrekki, glað-
værð og góðsemi þessarar ein-
stöku konu og einlægur áhugi
hennar á öllum í kringum hana.
Á hennar löngu ævi komu
margir við sögu og eftir skyndi-
legt fráfall föður míns þegar hún
var aðeins 53 ára gömul tóku við
ný viðhorf og áhugamál. Hennar
stóra hjarta og breiði faðmur
fengu nú ennþá stærra hlutverk
við að vera með í öllu sem snerti
stóru fjölskylduna hennar og vini.
Hún velti sér ekki upp úr sorg og
sút heldur tók hún þá afstöðu að
lifa lífinu lifandi. Þessi smitandi
lífsgleði sem einkenndi hana alla
tíð hafði áhrif á alla sem henni
kynntust. Öllum fannst þeir eiga
hlut í mömmu og henni þótti
sjálfri vænt um að taka þátt í lífi
svo margra.
Ég veit að mamma hefði viljað
þakka fyrir þá aðstoð sem hún
fékk til að geta verið heima eins
lengi og stætt var. Við sem að
henni stóðum verðum líka ævin-
lega þakklát fyrir hjúkrunarfólk
og lækna sem aðstoðuðu mömmu
og hjálpuðu henni að rísa á fætur
eftir sérhvert bakslag. Fagfólkið
á Hjartagátt LSH, þau Axel og
Anna Guðrún fremst í flokki, varð
persónulegir kunningjar. Henni
fannst líka gott að koma á gigt-
ardeildina og fá fyrsta flokks
þjónustu frá læknunum sem hvað
erfiðast var að ná í utan sjúkra-
hússins. Sérstakan sess eiga svo
starfsmenn hjartadeildar Land-
spítalans og er það einlæg ósk
okkar að þeir sem vilja minnast
mömmu styðji starf deildarinnar,
þannig að þeir sem eiga eftir að
njóta þjónustunnar þar geti t.d.
farið um í heilum hjólastólum.
Best leið mömmu á Landakoti og
þar var Jón sjúkraþjálfi óþreyt-
andi að koma henni í gang og á
fætur.
Mamma eignaðist góða félaga í
starfsfólki heimahjúkrunar. Það
er ómetanlegt það starf sem þær
Ólafía, Hrönn og allar hinar inntu
af hendi við hjúkrun hennar
heima. Þær stóðu ávallt vaktina
og við gátum hringt hvenær sem
var og fengið aðstoð ef okkur
vantaði.
Ég vona að Jóna, Hafdís,
Oddný, spilafélagarnir og aðrir í
Bólstaðarhlíðinni muni mömmu
með gleði í hjarta en þar átti
mamma margar góðar stundir.
Sérstakar þakkir og kveðjur fá
svo Jean og Guðrún Jóna hjá fé-
lagslegri heimaþjónustu Reykja-
víkur fyrir innlit og spjall í gegn-
um tíðina.
Við leiðarlok bar skugga á líf
mömmu því þá tók við kvíða- og
óvissutímabil sem átti ekkert
skylt við áhyggjulaust ævikvöld.
Mamma var í raun föst á spítala,
þar til Anna Björg á Hrafnistu
gat boðið henni frábæran stað til
dvalar. Við erum öll ákaflega
þakklát fyrir hversu vel starfs-
fólkið á deild H2 gætti hennar
síðasta spölinn. Hún andaðist í
faðmi fjölskyldunnar á virðuleg-
an hátt í notalegu umhverfi eins
og henni sæmdi svo vel.
Hún kvartaði aldrei og felldi
ekki eitt einasta tár yfir veikind-
um sínum. Mamma var sannköll-
uð hetja alla tíð, allt þar til yfir
lauk.
Ég sendi öllum stóra hópnum
sem syrgir hana mínar bestu
kveðjur og þakkir.
Alberta Tulinius.
Það voru ófáar bílferðirnar
sem við Áslaug tengdamóðir mín
fórum tvö eða með öðrum úr fjöl-
skyldunni til að skoða mannlífið
eða náttúruna. Frábær ferða-
félagi sem þreyttist seint á að
dásama umhverfið og mannlífið.
Hún naut þess að vera með fólki.
Um það vitna allir þeir sem hafa
minnst hennar í mín eyru. Hún
var alltaf glöð og hress þrátt fyrir
andstreymi er hrelldi stundum
líkama og sál. Við andlát tengda-
föður míns sem fór allt, allt of
fljótt bognaði hún en brotnaði
ekki og stóð upp full af ákveðni og
dugnaði sem aldrei fyrr. Í veik-
indum sínum gaf hún eftir en reis
alltaf upp aftur. Gleðin sem fylgdi
því að lifa og njóta lífsins hélt
henni gangandi. Ást og umhyggja
gagnvart sínum nánustu áttu sér
engin takmörk og það kom okkur
alltaf jafn mikið á óvart hve vel
hún fylgdist með allt fram í and-
látið. Hún var víðsýnni en flestir
þeir yngri sem umgengust hana
og hvatningar til þeirra um að
njóta lífsins voru ófáar.
Þegar við fórum til Danmerk-
ur og Þýskalands fyrir 13 árum
lét hún engan vita af því að hún
hafði meitt sig í mjöðminni áður
en við fórum af stað og að hún
væri með stöðugan verk. Við vor-
um á ferðinni í hálfan mánuð og
það var ekki fyrr en komið var að
leiðarlokum að hún var farin að
kvarta undan verkjum. Þegar
heim kom fór hún til læknis og þá
kom í ljós að hún var með brotið
bein í mjöðminni. Einhver annar
en hún hefði ekki farið í ferðina
en hún vildi hvorki eyðileggja
hana fyrir okkur eða sér enda
minntist hún oft á þessa ferð, hve
ánægjuleg hún hafði verið. Ég
get heldur ekki sleppt því að
minnast á hve snjöll hún var að
versla og hvaða ráð hún notaði til
þess að fá að vera í friði að skoða í
stað þess að hafa yfir sér búðar-
loku. Í áðurnefndri Danmerkur-
ferð fórum við inn í forngripa-
verslun þar sem hún endilega
vildi kanna vöruúrvalið. Við sögð-
um eitthvað á þá leið að við fengj-
um engan frið fyrir karlinum í
búðinni. „Jú, við spyrjum hann
bara um ákveðna gerð af göfflum
sem ég veit að hann á ekki og lát-
um hann leita og á meðan hann
leitar fáum við frið. Ég geri þetta
svo oft þegar ég fer í búðir og vil
fá að versla í friði.“ Og þetta gekk
eftir. Karlinn á fullu að leita á
meðan hún grúskaði í gamla
dótinu og svo fórum við eftir góða
stund án þess að kaupa eitt eða
neitt.
En að þessu sögðu er þó efst í
mínum huga þakklæti. Þakklæti
fyrir að fá að vera vinur hennar
tengdamömmu í öll þessi ár. Með
sorg og söknuð í hjarta kveð ég
hana. Við fórum aldrei haustlita-
ferðina sem við ætluðum að fara
einhvern daginn í haust. Þrekið
var búið. Fallin er frá lífsglaðasta
kona sem ég hef þekkt um ævina.
Ættingjar og vinir. Megi minn-
ingin um Áslaugu fylgja ykkur og
ylja um ókomna tíð.
Helgi Halldórsson.
Elsku amma mín var alveg frá-
bær amma og ábyggilega móðir
líka. Hún hefur stutt mig í gegn-
um margt og er þess vegna sárt
að missa hana. Hún er búin að
vera ættmóðir ekki lengi en mér
finnst hún alltaf hafa verið það.
Hún er langbesta amma í heimi.
Ég veit að allir segja það um
ömmu sína eða mömmu, lang-
ömmu og svo framvegis, en amma
mín var alveg sérstök. Hún var
aldrei leiðinleg við neinn og hefur
aldrei verið annað en góð við okk-
ur barnabörnin. Ég er yngst
þeirra en veit það samt. Og ef þið
hefðuð þekkt hana jafn vel og ég
hefðuð þið vitað að það er satt. Ég
er skírð í höfuðið á þessari ást-
kæru ömmu minni, og heiti ég
líka Áslaug.
Ég mun sakna hennar sárt.
Blessuð sé minning hennar.
Áslaug Rún.
„Hvað má bjóða þér elskan
mín? Viltu brauð og ost, epli, kex,
köku, banana, safa, kók? Á ég að
baka vöfflur? Ég á deigið tilbúið
og rjóma í ísskápnum. Sestu bara
niður elskan mín og ég skal færa
þér eitthvað.“ Svona var heim-
sókn til ömmu. Annar fóturinn
varla kominn inn fyrir dyrnar
þegar búið var að bjóða allt sem
til var í eldhúsinu. Amma vissi vel
að það er ekki gott að vera svang-
ur og lagði sig fram um að gefa
fólki að borða svo því liði vel.
Meira að segja á síðustu dögun-
um þegar hún var varla með með-
vitund, þá hvíslaði hún til mín
þegar ég kom: „Hvað má bjóða
þér elskan?“
Minningarnar streyma fram
og þær eru allar góðar og
skemmtilegar. Hvernig er það
mögulegt á tæpum 90 árum að
skilja bara gott og jákvætt eftir
sig? Það er ótrúlegt afrek. En
amma var bara svona. Stærsta
hjartað og hlýjasti faðmurinn.
Á unglingsárum fór ég mánað-
arlega í tannréttingar til Reykja-
víkur og gisti þá alltaf hjá ömmu.
Við áttum margar dásamlegar
stundir í litla eldhúsinu í Máva-
hlíðinni, oft með Öddu frænku
líka sem var svo stór hluti af lífi
ömmu alla tíð. Við fórum í alls
konar ferðir; í strætó, í Kringl-
una, á Laugaveginn að spóka
okkur saman og kíkja í búðir. Það
var líka svo gott að hafa ömmu
með. Ekki af því að hún tók upp
veskið og borgaði, sem þó stund-
um gerðist, heldur vegna þess að
hún sá hvað mér fannst flott og
var fljót að samsinna mér. Hún
hafði líka góðan smekk og ég
treysti henni best.
Amma var besta vinkona mín.
Hún skildi mig svo vel og var allt-
af tilbúin að hlusta. Þótt aldurs-
munurinn væri tæp 60 ár fann ég
aldrei fyrir honum. Við fórum
tvær saman til Ítalíu þegar amma
var áttræð. Betri ferðafélaga var
ekki hægt að hugsa sér, tillits-
söm, jákvæð og til í allt. Hún vildi
endilega að við færum í allar
dagsferðir sem voru í boði og auð-
vitað skelltum við okkur. Hlátur
og hamingja einkenndi þessa ferð
út í eitt. Gleði og glaumur á dag-
inn og trúnó og hvítvín á kvöldin.
Að sigla á gondól um Feneyjar
hönd í hönd með ömmu minni er
líklega ein fallegasta minning
sem ég mun eiga um ævina. Við
tvær eins og einar í heiminum
mitt í allri fegurðinni og stundin
var fullkomin.
Lífsgleði ömmu var óendanleg.
Hún gat alltaf glaðst fyrir hönd
annarra og lagði sig í líma við að
vera með fjölskyldunni sinni.
Þrátt fyrir mótlæti fór hún allt á
lífsgleðinni og kannski pínu
þrjósku. Hún vildi lifa lífinu, ekki
sitja heima og vorkenna sjálfri
sér. Lífið var bara of skemmti-
legt. Þvílík fyrirmynd. Þvílík
hetja.
Fyrir rétt rúmu ári dansaði
hún við göngugrindina sína út úr
kirkjunni á brúðkaupsdeginum
okkar Þorkels. Brúðkaupsgestir
sem höfðu aldrei hitt ömmu áður
heilluðust af þessari einstöku
konu og munu aldrei gleyma
henni. Hún var heiðursgesturinn
og hló og gladdist manna mest.
Mín allra heitasta ósk er að
skutlast upp í Bólstaðarhlíð beint
í fangið á ömmu og segja henni
hvað ég elska hana mikið. Halda
fast og aldrei sleppa. En ég verð
að sleppa. Amma lifir áfram í mér
og öllum hinum sem gleyma
henni aldrei.
Blessuð sé minning ömmu Ás-
laugar.
Þóra Magnea Helgadóttir.
Við amma vorum bestu vinir
alla tíð. Fljótlega eftir að ég byrj-
aði að tala hét ég því að ég ætlaði
að giftast henni þegar ég yrði stór
því ég elskaði hana svo mikið. Það
að fá ömmu í heimsókn austur á
Egilsstaði var nefnilega betra en
nokkur himnasending og ekki
voru þær síðri heimsóknirnar
suður til Reykjavíkur. Til þess að
auðvelda okkur ömmu að hittast
hóf ég meira að segja smíði á flug-
vél sem knúin var hrærivélarmót-
or með áföstum björgunarhring
en sú vél tókst því miður aldrei á
loft. Þegar til Reykjavíkur var
komið eftir hefðbundnari leiðum
hóf amma að dekra við mann á
allan hátt. Við fórum m.a. saman í
langar strætóferðir sem voru í
sérstöku uppáhaldi og skipti þá
engu hvert ferðinni var heitið.
Alltaf lentum við í ævintýrum
sem jafnvel voru bara ferðalagið
sjálft. Heima hjá ömmu var líka
svo mikið af skemmtilegu dóti og
meira að segja ryksugan breytt-
ist í strætó og gólfteppin í bíla-
brautir þegar svo bar undir. Allra
best var svo að fá að sofa í bedd-
anum sem var búið að koma fyrir
við hliðina á rúminu hennar og
skipti þá engu þótt amma hryti
svolítið. Þegar komið var að því
að kveðja dugði söknuðurinn á
heimleiðinni fyrir tárum allavega
upp í Hrútafjörð og stundum
lengur.
Þegar við fjölskyldan fluttum
svo til Reykjavíkur varð amma
partur af hinu daglega lífi. Mér
fannst ég hafa dottið í lukkupott-
inn með því að geta gengið eða
hjólað heim til ömmu og í næsta
húsi bjó svo Adda ömmusystir
sem var mér líka svo kær. Það var
ekki ónýtt fyrir þennan 12 ára
sveitastrák sem var nýfluttur á
mölina og átti fáa vini í fyrstu að
eiga þessar góðu vinkonur að.
Síðastliðin ár hafði ég vanið
komur mínar til ömmu u.þ.b.
vikulega til þess að borða með
henni hádegismat. Í fyrstu heim
til hennar en síðustu mánuði fór-
um við saman í mat í félagsmið-
stöðina sem er samtengd íbúða-
blokkinni hennar. Þessar stundir
voru mér ákaflega ljúfar og ég
fann að ömmu fannst gott að geta
gefið stráknum sínum að borða.
Við amma brölluðum ýmislegt
saman. Mér er minnisstætt að
einhvern sunnudaginn heimsótt-
um við amma safnið á Gljúfra-
steini og hafði hún þá orð á því,
meira í gríni en alvöru, að hún
ætti þá bara eftir að koma á
Bessastaði. Ég hafði strax sam-
band við forsetaembættið og
stuttu seinna vorum við komin í
heimsókn þar sem forsetinn sjálf-
ur bauð upp á kaffi og sýndi okk-
ur staðinn. Eftir að amma flutti
svo á Hrafnistu nú í haust fór ég
ásamt fleirum með ömmu í hjóla-
stólnum yfir í Laugarásbíó þar
sem við sáum umtöluðustu mynd
ársins, hina frönsku „The Into-
uchables“. Það tók á fyrir hana að
fara í bíóið en hún lét sig hafa það.
Allt fram á síðustu stundu vildi
hún taka þátt og vera með í fjör-
inu.
Það er erfitt að berjast við tár-
in og kökkinn í hálsinum þegar
hugsað er til baka. Vinátta okkar
ömmu var eins og vinátta hennar
við alla aðra; ósvikin, full af lífs-
gleði og ánægjulegum samveru-
stundum. Það að hafa átt ömmu
sem gaf mér og öllum sem hana
þekktu svo ótalmargt er ómetan-
legt. Fyrir það allt verð ég æv-
inlega þakklátur.
Stefán Þór Helgason.
Ég man stjörnubjartan vetrar-
morgun, hönd í hönd með ömmu á
leiðinni í skólann, ég á leiðinni í
fimm ára bekk og amma í vinn-
una. Þetta er ein af fyrstu minn-
ingunum. Ég man að við spjöll-
uðum saman alla leiðina, ég man
að ég spurði hana að einhverju
sem ég skildi ekki, ég man að hún
sagði mér eitthvað sem mér
fannst merkilegt. Ég man ekki
um hvað málið snérist, en ég man
hvað mér þótti vænt um að vera
samferða henni þessa morgna
austur Miklubraut. Bara ég,
amma, snjóruðningar og morgun-
nótt.
Ég man hlátur og vitleysis-
gang, ég man að oft hló amma
mest. Ég man eftir því að þegar
ég var lítill tók amma oftast sex-
una í bæinn, stundum sjöuna, ég
man að við áttum alltaf boð með í
hverja ferð. Kolaportið með
ömmu á laugardegi var eftirsótt-
ur leiðangur. Svo flutti hún í
Mávahlíðina, þá tók hún níuna í
bæinn, og ég labbaði til hennar
eftir skóla og spilaði veiðimann
áður en ég tók hundrað og ell-
efuna heim.
Amma mín var amma með
stóru A-i, hún var eina amman á
svæðinu og spilaði stórt hlutverk í
lífi okkar systkina frá fyrstu
stundu. Hún var óskaplega hlý
kona, full af væntumþykju og þol-
inmæði. Hún hafði húmor fyrir
tilverunni og ást á lífinu sem
smitaði út frá sér hvar sem hún
var.
Amma var vinsæl amma, ákaft
elskuð af barnabörnum nær og
fjær. Ég hugsa til þess núna, eins
og oft áður, hversu vel henni
tókst að elska alla krógana jafn-
mikið. Það er afrek, lífsafrek og
falleg arfleifð sem lifir áfram svo
lengi sem við systkin og frænd-
systkin lifum.
Ég man að þegar sonur minn
tilkynnti komu sína sagði amma:
„Fjandinn hafi það, ég drepst
ekki áður en ég sé drenginn.“ Svo
kom sá dagur að drengurinn
minn sat í fanginu á langömmu og
sneri hringum á fingrum hennar.
Þá laust niður í mig minningum
um mína eigin hringasnúninga á
ömmufingrum. Svoleiðis snýst líf-
ið hring eftir hring og alltaf var
amma til staðar fyrir okkur.
Amma var ómissandi.
Elsku amma mín, hvíldinni
fegin, ég hugsa til þín.
Torfi G. Yngvason.
Einu sinni vorum við amma á
randi niður í Mjódd eins og við
gerðum svo oft. Það var hávetur
og mikil hálka; hálka sem getur
reynst ömmum mjög erfið. Við
vorum á stóru umferðargatna-
mótunum í Mjóddinni á einni eyj-
unni þegar það óhapp verður að
amma hrasar og dettur ofan á
mig, um 6 ára stelpu. Amma gat
því miður ekki staðið upp, þannig
að við lágum þarna fastar í einni
hrúgu í þó nokkrar mínútur.
Loksins kemur kona og hjálpar
ömmu á fætur henni til mikillar
ánægju. Ég hafði samt engar
áhyggjur þrátt fyrir að amma
spyrði mig í sífellu hvort ég væri
á lífi. Mér leið ágætlega þarna í
vetrarkuldanum, ég vissi að ég
væri örugg með ömmu og ég
treysti henni algjörlega fyrir lífi
mínu.
Amma hefur alltaf verið til
staðar fyrir mig. Hún hefur alltaf
verið og verður alltaf í huganum
og í hjartanu. Hvað við gátum
spilað lengi saman, rölt út um allt
og hlegið hvor að annarri. Það var
svo gaman hvað amma hafði mik-
inn húmor fyrir sjálfri sér, sama
hvað það var. Ég á endalaust
Áslaug
Tulinius
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn