Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Baráttan fyrir blómlegri byggð í landinu hefur um langt skeið verið sí- felld varnarbarátta. Sigrarnir hafa því miður ekki verið nægilega margir í gegnum tíðina. Óvið- ráðanlegir þættir ráða miklu og því er miklvægt að þeir ein- földu og viðráðanlegu séu ekki að vefjast fyrir þeim stjórnmálamönnum sem í orði vilja veg blómlegrar byggðar sem mest- an. Tveir af viðráðanlegu þáttunum, sem því miður hafa um langan ald- ur vafist fyrir, eru jöfnun kostn- aðar við dreifingu raforku og nið- urgreiðsla húshitunar á svokölluðum köldum svæðum. Það óréttlæti í dreifingarkostnaði raf- orku sem skapaðist þegar dreifing og framleiðsla raforku voru aðskilin, illu heilli, verður að lag- færa. Að munur á raf- orkukostnaði milli ein- stakra almennra notenda skuli vera jafnmikill og raun ber vitni í landi rafork- unnar er ekki sæm- andi. Á undanförnum ára- tugum hefur köldum svæðum á landinu fækkað og því er um leið auðveld- ara fjárhagslega að bregðast við vanda þeirra er á köldu svæðunum búa. Því miður hefur lítið áunnist í þeim málum á seinni árum. Á báða þessa þætti hafa stjórn- skipaðar nefndir bent og sömu sögu er að segja af samtökum sveitarfélaga þar sem breið sátt hefur ríkt um þessi mál enda fjár- hagslega hliðin vel viðráðanleg þrátt fyrir þrengingar okkar á síð- ustu árum. Í sveitarstjórnum sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Því er orðið löngu tímabært að kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka í sveitarstjórnum annars vegar og á Alþingi hins vegar framfylgi í sameiningu sinni eigin stefnu og tryggi um leið blómlegri byggð sem allra víðast. Köld svæði ennþá úti í kuldanum Eftir Gunnar Sigurðsson Gunnar Sigurðsson » Það óréttlæti í dreifingarkostnaði raforku sem skapaðist þegar dreifing og framleiðsla raforku voru aðskilin, illu heilli, verður að lagfæra. Höfundur er formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Kastanía Höfðatorgi, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, sími 577 5570 Arna Verslun Grímsbæ, Efstalandi 27, 108 Reykjavík, sími 527 1999 Junik Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, sími 571 7700 Sirka Skipagötu 6, 600 Akureyri, sími 461 3606 Paloma Víkurbraut 62, 240 Grindarvík, sími 426 8711 Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32, 230 Keflavík, S: 421 7300 Cleopatra Austurvegi 4, 800 Selfossi, sími 482 2144 Heildsöludreifing: Óm Snyrtivörur ehf, Tunguvegi 19, 108 Rvík. sími 568 0829, om@om.is Útsölustaðir Stöndum saman gegn einelti og sýnum stuðning með GOOD WORK(s) leðurarmböndunum Falleg áminning um trú, ást og kærleika Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is TILBOÐSVERÐ Á ELDHÚSTÆKJUM KF 3296-90 175cm hvítur kæli- og frystiskápurVerð 124.700 Tilboðsverð 106.000 KF 3296-90X 175cm stál kæli- og frystiskápurVerð 144.800 Tilboðsverð 123.000 OM60-36TRF Stál uppþvottavél, hljóðlát - aðeins 44 dB(A)Verð 163.300 Tilboðsverð 138.000 OM60-36T Hvít uppþvottavél, hljóðlát - aðeins 44 dB(A)Verð 148.750 Tilboðsverð 126.000 Í nýlegri grein minni á vef sameining- arnefndar Garðabæjar og Álftaness (www.okkarval.is) bendi ég á að kostir sameiningar Garða- bæjar og Álftaness feli í sér hrúgald óljósra og óáþreifanlegra kosta sem virðast ekki koma íbúum Garðabæjar til góða með beinum hætti. Hins vegar sé óumdeilt að kostnaður á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Garðabæ muni verða umtalsverður í formi aukinnar greiðslubyrði af auknum skuldum í kjölfar sameiningar við Álftanes. Reikna ég að miðað við til- teknar forsendur geti greiðslubyrði hverrar fjögurra manna fjölskyldu aukist að meðaltali um 80.400 kr. á ársgrundvelli næstu 25 árin án þess að nokkur beinn ávinningur hljótist af, enda eigi þjónustustig í Garðabæ að haldast óbreytt eftir sameiningu. Til viðbótar við aukna greiðslu- byrði er rétt að vekja athygli á eft- irtöldum þáttum sem ég tel skapa óvissu um fýsileika þess fyrir Garða- bæ að sameinast Álftanesbæ enda sé margt sem bendi til þess að greiðslu- byrði Garðbæinga geti orðið umtals- vert meiri en að framan greinir. 1) Óvíst að rekstur Álftaness sé kominn á réttan kjöl Ýmislegt bendir til þess að rekstur Álftanesbæjar sé ekki kominn á rétt- an kjöl, líkt og fram hefur komið í máli sameiningarsinna, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir fjárhaldsstjórnar frá árinu 2010. Þannig hefur veltufé frá rekstri skv. ársreikningum sveit- arfélagsins verið neikvætt um 130 millj. króna að meðaltali á tímabilinu 2006-2010 eða um 650 millj. króna samanlagt á tímabilinu. Veltufé frá rekstri sýnir hve miklu rekstur skilar í afgang til þess að fjárfesta og greiða niður skuldir. Í ljósi þess að það hefur verið neikvætt hjá Álfta- nesbæ á tímabilinu 2006-2010 hefur sveitarfélagið þurft að fjármagna vöntun rekstrarfjár upp á 650 millj. á tímabilinu með öðrum hætti s.s. lán- tökum eða eignasölu, auk þess að þurfa að fjármagna fjárfestingar og afborganir lána. Á árinu 2011 varð veltufé frá rekstri með óútskýrðum hætti já- kvætt um 170 millj. króna fyrst og fremst vegna „óvenjulegra liða“ sem óskýrðir eru í ársreikningi en hljóð- uðu upp á 244 millj. króna. Ef ekki hefði verið fyrir óútskýrða óvenju- lega liði, sem eðli málsins samkvæmt endurtaka sig ekki, hefði veltufé frá rekstri verið neikvætt um 73 millj. króna. Að mínu mati þarf bæj- arstjórn Álftaness eða endurskoð- andi Álftaness að skýra frá því hvað þessir óvenjulegu liðir feli í sér. Ann- ars sé auðsýnt að Garðbæingar eru að fá í fangið rekstur sem enn er ósjálfbær og mun aðeins auka á greiðslubyrði og skuldsetningu Garðbæinga enn frekar. 2 ) Fráveitumál Álftaness í ólestri – fyrirséð viðbótarskuldbinding Rétt er að benda á fyrirséða skuld- bindingu sem fólgin er í nauðsyn- legum úrbótum á fráveitu Álftanes- bæjar. Í skýrslu R-3 er vísað til þess að VSÓ hafi skilað skýrslu þann 10. maí 2012 til bæjarstjórnar Álftaness. Skýrslan hefur enn ekki verið gerð aðgengileg á www.okkarval.is né á vef Álftanesbæjar, þrátt fyrir fyr- irætlanir þar um, en í henni er áætl- aður kostnaður við nauðsynlegar úr- bætur á fráveitukerfi um 170-270 millj. króna. Þessi fjár- festing er ófjármögnuð og verður líklega með því fyrsta sem sam- einað sveitarfélag þarf að fjármagna. Þá vekur athygli undirritaðs að á árinu 2005 var svipuð framkvæmd talin kosta 250 millj. króna, en nú árið 2012 er áætlaður kostnaður nánast sá sami. Hefur verðbólga og gengisfall krónu ekki haft nein áhrif á áætlaðan fram- kvæmdakostnað? Á 107. fundi bæj- arstjórnar Álftanesbæjar 2012 veltir fulltrúi Á-lista þessari spurningu upp en henni er ekki svarað með beinum hætti. Hægt er að sjá upp- töku af þeim fundi á vef Álftanes- bæjar (www.alftanes.is) 3 ) Gagnrýnivert að ekki liggi fyrir nýlegri fjárhags- upplýsingar fyrir Álftanes Að lokum tel ég gagnrýnivert að kjósendur fái ekki nýlegri upplýs- ingar um staðfesta fjárhagsstöðu Álftanesbæjar en frá árslokum 2011. Að mínu mati er það þvert á annars skynsamlega fjárhagsstjórn Garða- bæjar að ætla að sameinast Álfta- nesbæ án þess að uppi á borðum liggi fyrir nýrri upplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi Álftanesbæjar. Hafa skamm- tímaskuldir Álftanesbæjar aukist eða minnkað frá árslokum 2011? Að þessu sögðu tel ég óskyn- samlegt fyrir Garðabæ að ganga til sameiningar við Álftanes enda kunni fjárhagslegum stöðugleika sveitarfé- lagsins að vera ógnað. Stöðugleika sem Garðbæingar eru bæði stoltir af og ættu að fá að njóta góðs af til skemmri og lengri tíma. Ég mun því kjósa gegn sameiningu Garðabæjar við Álftanes og hvet aðra Garðbæ- inga til þess að gera slíkt hið sama. Kjósum nei. Eftir Ellert Guðjónsson » Að þessu sögðu tel ég óskynsamlegt fyrir Garðabæ að ganga til sameiningar við Álftanes. Ellert Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur, búsettur í Garðabæ. Varðveitum fjár- hagslegan stöðug- leika, forsendu vel- sældar – Kjósum nei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.