Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 ✝ Guðrún JónínaSveinbjörns- dóttir fæddist að Kolgrímastöðum, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 23. júlí 1919. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 7. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörn Sigtryggsson, síðast bóndi í Saurbæ í Eyjafirði, f. 9.6. 1882, d. 17.10. 1938 og Sigrún Þuríður Jónsdóttir kona hans, f. 28.11. 1882, d. 18.1. 1945. Guðrún var næstyngst sex systkina, en þau voru: Rósa Ingibjörg, f. 29.6. 1904, d. 9.11 1967. Herbert, f. 28.7. 1906, d. 31.5. 1992. Daníel, f. 10.8. 1911, d. 1.10. 1976. Sig- tryggur, f. 12.2. 1916, d. 19.1. 1999. Hrafn, f. 12.5. 1928, d. 21.9. 1997. Guðrún ólst upp á Kolgrímastöðum, Hleiðargarði og Saurbæ. Fyrri maður Guðrúnar var Sóphus Franz Jónsson Trampe, f. 22.11. 1915, d. 14.10. 1941. Börn Franz og Guðrúnar eru: 1937 til 1938. Guðrún og Bern- harð hófu sambúð á Grund 1945 og bjuggu þar til ársins 1959, er þau tóku við nýbyggðu félags- heimili Hrafnagilshrepps sem fékk nafnið Laugarborg þar sem Bernharð tók að sér hús- vörslu. Bernharð lést í lok árs 1969 og tók Guðrún þá við starf- inu. Guðrún kenndi handavinnu við Barnaskóla Hrafnagils- hrepps í mörg ár. Einnig hélt hún saumanámskeið fyrir konur í sveitinni. Hún heklaði mikið og eiga flestir afkomendur hennar rúmföt með milliverki sem hún gerði. Þegar Hrafnagilsskóli tók til starfa árið 1971 var hún ráðin til starfa í mötuneyti skólans og starfaði þar uns hún flutti til Ak- ureyrar árið 1980. Þá hóf hún störf í eldhúsi Dvalarheimilisins Hlíðar og starfaði þar til 72 ára aldurs. Guðrún var virk í fé- lagsmálum, m.a. starfaði hún með kvenfélaginu Iðunni í Hrafnagilshreppi, kvenfélagi Akureyrarkirkju og verkalýðs- félaginu Einingu. Einnig starf- aði hún með leikfélaginu í Hrafnagilshreppi og söng í kirkjukór Grundarkirkju. Guð- rún hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. októ- ber 2012, og hefst útförin kl. 13.30. Brynjar, f. 16.7. 1939, maki Ásta Pálsdóttir, f. 20.4. 1940. Þau eiga þrjá syni, sex barna- börn og fjögur barnabarnabörn. Ragnhildur, f. 8.11. 1940, maki. Gísli Kristinn Lór- enzson, f. 7.11. 1937. Þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Seinni maður Guðrúnar var Bernharð Pálsson mjólk- urbifreiðarstjóri, f. 27.8. 1903, d. 29.12. 1969. Börn Guðrúnar og Bernharðs eru: Sigrún, f. 2.5. 1946, maki Valur Baldvinsson, f. 9.1. 1941. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Aðalsteinn, f. 6.2. 1954, maki Ragna Ágústs- dóttir, f. 20.3. 1957. Þau eiga tvo syni og fimm barnabörn. Sigríður, f. 22.4. 1955, maki Valgeir Anton Þórisson, f. 29.4. 1952. Þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. Guðrún var í hópi fyrstu nemenda Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði veturinn Elsku besta Gunna amma mín. Hér sit ég og horfi á mynd af þér og borða appelsínu-súkku- laðikexið sem ég fékk alltaf hjá þér. Minningarnar sem ég á um þig hafa vaknað síðustu daga. Ég kveiki á kerti á hverjum degi og hugsa um þig. Ég man eftir þeim fjölmörgu nóttum sem ég gisti hjá þér. Það var alltaf jafn gaman og spenn- andi. Þá fórum við í Hrísalund eða í búðina á horninu og ég fékk að velja kvöldmatinn. Soðnar kjötfarsbollur urðu oftar en ekki fyrir valinu. Ég fékk auðvitað líka að velja eitthvað gott með kaffinu og þá voru kleinuhringir með súkkulaði oftast keyptir. Við spiluðum og spiluðum löngu- vitleysu og ýmis skemmtileg spil. Ég man þegar ég kenndi þér spilið „Hæ gosi“ hvað við hlógum mikið. Gönguferðirnar okkar voru líka ótal margar. Græna nestis- taskan var oftast með í för og stoppuðum við oftast í Lysti- garðinum í lautinni okkar og fengum okkur nesti. Við rifjuð- um þetta nú oft upp og hlógum einnig mikið að ferðinni þegar við ákváðum að labba í Brynju og fá okkur ís. Ég dró þig í óbyggðir og lét þig renna þér á rassinum niður langa gras- brekku fyrir utan gamla leik- skólann minn. Þér þótti það nú ekki vandamál þótt þú værir orð- in nokkuð fullorðin, enda varstu svo ótrúlega hress og til í nánast hvað sem er. Ég er svo ánægð að eiga sængurverið, sem ég svaf alltaf með hjá þér, uppi í skáp. Það er svo gott að horfa á það og muna eftir þessum yndislega tíma. Við þig gat ég alltaf talað um allt milli himins og jarðar. Það er einn dagur sem ég man svo sterkt. Áður en ég flutti suður til þess að fara í Hússtjórnarskól- ann kom ég til þín einn laug- ardag því þú ætlaðir að kenna mér að prjóna sokka. Þessi dag- ur var svo yndislegur, við spjöll- uðum saman um allt og ekkert, prjónuðum, fengum okkur gott að borða, hlustuðum á tónlist og ég leyfði þér meira að segja að hlusta á upptöku frá því að ég fór til miðils. Þessi dagur var einn af þeim bestu. Eftir að ég flutti suður töluð- um við mikið saman í síma. Þú varst alltaf svo dugleg að hringja og ég reyndi að vera dugleg líka. Eitt sinn þegar þú hringdir voru vinkonur mínar í heimsókn en ég spjallaði nú samt við þig í góðan hálftíma. Vinkonur mínar voru alveg hissa hvað ég gæti talað við ömmu mína um marga hluti. Það var svo gott og gaman að tala við þig. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, allar næturnar, gönguferðirnar, matartímana, spilakvöldin, kaffi- húsaferðirnar og allt spjallið í símann. Ég er líka svo þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég veit allavega hvernig amma ég ætla að verða. Elsku amma, eins og stendur á plagginu sem ég gaf þér árið 1999, þá ertu og munt alltaf verða besta amma í heimi. Ég veit að þér líður vel núna elsku amma og ég veit að þú fylg- ist með okkur áfram. Ég hugsa til þín og sakna þín sárt alla daga. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín Hrönn. Þó svo að elskuleg amma okk- ar hafi náð þeim dásamlega aldri að verða 93 ára þá finnst okkur nú samt að hún hafi dáið fyrir aldur fram. Amma var alltaf fast- ur punktur í tilverunni og nú streyma minningar fram um hennar fallega viðmót, hlýjan faðm, endalausan tíma og bestu pönnukökur í heimi. Amma gat allt, prjónaði yndislega lopa- sokka svo engum í fjölskyldunni á nokkurn tímann að vera kalt á tánum, heklaði teppi fyrir lang- ömmubörnin, saumaði ótalmargt á gráu flottu saumavélina og föndraði svo margt fallegt sem á eftir að minna okkur á ömmu lengi. Amma var sannarlega dugnaðarforkur og mikil fé- lagsvera. Hún hafði ætíð mikinn áhuga á lífi okkar barna- barnanna og hringdi reglulega til að heyra hvernig langömmu- börnin höfðu það, hvað við hefð- um fyrir stafni og hvernig það nú gengi. Maður gat alltaf spurt ömmu hvað væri að frétta af frændsystkinunum, það var hún alltaf með á hreinu. Það var ætíð mikið líf í kring- um ömmu og við höfum hugsað að svona vildum við líka eldast. Taka lífinu með opnum örmum og njóta þess. Gunna amma var alltaf til staðar og það var svo yndislegt að finna hvað hún hafði mikinn áhuga á að vera hluti af okkar lífi, og þegar hluti af lífinu hverf- ur frá manni situr sorgin eftir. Elsku besta amma okkar, mik- ið óskaplega sem við söknum þín. Við vitum að þér líður vel og við látum okkur líða vel með því að rifja upp allar okkar góðu stund- ir. Hvíl í friði, elsku amma. Halla, Heiða og Þórir Gunnar. Þá hefur amma í Laugarborg kvatt þennan heim eftir langa ævi. Við kölluðum hana ömmu í Laugarborg, því hún bjó í Fé- lagsheimilinu Laugarborg í Eyjafirði meðan við barnabörnin hennar vorum að vaxa úr grasi. Ég hef undanfarin ár oft haft á orði að ég sé afar stoltur að eiga ömmu á lífi, sjálfur kominn á sex- tugsaldur. Ég er sjálfsagt ekki einn um að hafa það á tilfinning- unni að þeir sem manni þykir vænt um séu eilífir. Þótt við fjöl- skyldan hennar ömmu höfum öll vitað að hverju stefndi undan- farna mánuði, var eins og tíminn stöðvaðist um stundarsakir við fréttir af andláti hennar. Þegar ég var barn bjuggum við fjölskyldan í Vestmannaeyj- um. Tilfinning mín í þá daga var eins og amma byggi í annarri heimsálfu, en ferðalag til hennar var langt og tímafrekt. Því var alltaf mikil tilhlökkun að fara norður á hverju sumri. Alltaf var jafn yndislegt að koma norður til ömmu. Ég fann hvað ég var vel- kominn til hennar. Amma var sístarfandi. Í bernskunni minnist ég hennar mikið við saumavélina, er hún tók að sér saumaskap auk hús- vörslunnar í Laugarborg og þrifa í gamla barnaskólanum að Hrafnagili, svo nokkuð sé nefnt. Þegar Unglingaskólinn að Hrafnagili var byggður, var hún með marga verkamennn í fæði. Alltaf leyfði hún okkur krökkun- um að vera í kringum sig. Við barnabörnin vorum ekki gömul þegar hún kenndi okkur að bera borð og stóla í salnum í Laug- arborg. Einnig lét hún okkur hjálpa sér að skúra salinn daginn eftir dansleiki. Það fór ekkert mikið fyrir því þótt amma hefði nóg að starfa. Það var henni svo eðlilegt. Þótt hún væri með margt á prjónunum, lét hún sig ekki muna um að taka á móti skyldmennum og vinum til gist- ingar um lengri eða skemmri tíma. Haustið 1973 hóf ég nám í Hrafnagilsskóla. Bjó ég hjá ömmu í tvo vetur. Fyrir þetta er ég mjög þakklátur. Margt var brallað skemmtilegt í Laugar- borg. Valgeir Anton var að ganga í fjölskylduna og var fluttur í Laugarborg. Honum og Aðal- steini, föðurbróður mínum, leidd- ist ekki að hamast í unglingnum. Ömmu fannst yfirleitt nóg um og lét það óspart í ljósi. Málin end- uðu oftast þannig að þegar bullið keyrði um þverbak, gat hún lítið aðhafst annað en hlæja með okk- ur hinum. Amma hringdi alltaf í mig á af- mælisdaginn minn. Það yljaði mér alla tíð og var fastur punkt- ur í tilverunni. Mjög tómlegt þykir mér að eiga ekki eftir að koma til ömmu aftur. Það er einlæg von mín að við eigum eftir að hittast aftur þótt síðar verði. Ég sakna henn- ar mikið, enda hef ég átt hana að í meira en hálfa öld. Ásta okkar spyr mikið um langömmu sína, hvort hún hitti hana aldrei aftur og segist sakna hennar mikið. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu ömmu í Laug- arborg og kveðjum hana með þökk og virðingu. Óskum við henni góðrar ferðar inn í sum- arlandið. Öllum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eftir sitja minningar um góða ömmu. Páll Brynjarsson, Elsa og Ásta. Há og grönn, rösk til allra hluta og hrein og bein. Hafði gott auga fyrir kímilegum hlutum, gat verið svolítið hvöss ef henni þurfa þótti en hjartað stórt og hlýtt. Þannig var Gunna í Laug- arborg. Aldrei neitt væl eða kvartað þótt lífið hefði ekki alltaf verið dans á rósum. Það var helst á síðasta sprettinum að henni þótti lakara að vera ekki lengur til neins gagns að eigin áliti. Allt til loka auðgaði hún samt líf sam- ferðafólksins. Leiðir lágu saman þegar við unnum allar í Hrafnagilsskóla á áttunda áratug síðustu aldar. Eins og gengur fluttu menn sig um set og hver fór í sína áttina. Til að rækta vináttuna áttum við árleg stefnumót við Gunnu í kringum jólin í aldarfjórðung og glöggvuðum okkur dálítið. Það var gefandi og gaman. Fyrstu ár- in bauð Gunna heim en þegar Elli kerling bankaði upp á kom hún til okkar. Það brást ekki að í hvert sinn sem við hittumst sagði hún: „Ekkert skil ég í því að þið svona ungar viljið vera með svona gamalli konu.“ Gunna átt- aði sig ekki á því að við sem nú erum komnar á sjötugsaldur nut- um þess alla tíð að vera samvist- um við hana. Hún hafði sam- skiptahæfni sem sneiddi framhjá öllu bili milli kynslóða, var áhugasöm um menn og málefni, með eindæmum minnisgóð og sagði vel frá. Hún var hafsjór fróðleiks um lífshætti og atburði liðins tíma en fylgdist einnig vel með nútímanum. Nú hefur Gunna í Laugarborg lagt upp í hinstu ferð, komin á tí- ræðisaldur. Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Við kveðjum kæra vinkonu og þökkum fyrir samfylgdina. Fjöl- skyldu Gunnu eru færðar sam- úðarkveðjur. Emilía Baldursdóttir, Rósa Eggertsdóttir og Þórdís H. Jónsdóttir. Nú er haustið í sínum fegursta skrúða og haustlaufin falla hvert af öðru. Alltaf fyllist maður sökn- uði, þegar sumarið hverfur á braut og þessi árstími tekur við, hvað þá þegar góðir vinir kveðja eins og mín besta vinkona Guð- rún Sveinbjörnsdóttir. Enginn hefur reynst mér tryggari en ein- mitt hún, betri en nokkur annar óskyldur. Alltaf var hún boðin að rétta hjálparhönd, sem ég fæ aldrei fullþakkað. Fjölmargar dýrmætar gjafir færði hún mér. Fallega hluti sem hún hannaði og saumaði, hún var listamanneskja í höndunum og reyndar allt til lista lagt, forkur dugleg og þurfti svo sannarlega á því að halda. Ung varð Gunna ekkja, missti æskuunnusta sinn Frans Trampe frá tveimur ungum börnum þeirra. Söknuðurinn var sár og erfiðleikar fylgdu. Seinna kynntist hún öðrum góðum manni, Bernharði Pálssyni, sem varð hennar lífsförunautur, þau eignuðust þrjú börn. Öll eru börnin hennar fimm glæsilegt og gott fólk sem hún var stolt af. Ég á margar yndislegar minn- ingar frá liðnum árum af ferða- lögum sem við fórum í, bæði inn- anlands og utan, og skemmtum okkur dásamlega, og allar þær gleðistundir eru perlur í huga mínum og ylja mér. Hjartkærar kveðjur fylgja þessum fátæklegu orðum, frá mér og börnunum mínum, sem fengu að vera langtímum saman í sveit hjá henni. Samúðarkveðjur sendi ég börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra. Blessuð sé minning þín, kæra vinkona. Hjördís Björnsdóttir (Dísa). Á lífsins göngu mætum við mörgum samferðamönnum og hafa þeir mismunandi áhrif á okkur. Sumir eru okkur sam- ferða litla stund og aðrir lengur. Sumir gleymast en öðrum tengj- umst við órjúfandi böndum. Ef ég væri spurð að því, hverj- ir hefðu haft mest áhrif á mig í uppvextinum, þá yrði svarið að fyrir utan foreldra mína væru það Gunna og Benni í Laugar- borg. Hjá þeim átti ég mitt annað heimili og var oft erfitt að fá mig heim þaðan. Þar voru líka vinir mínir Sigga og Steini. Ég var bundin þeim öllum órjúfandi böndum. Í Laugarborg voru allir vel- komnir. Þar var talað við okkur krakkana eins og fullorðið fólk, það var að minnsta kosti alltaf hlustað á okkur. Ógleymanlegar eru ferðirnar í mjólkurbílnum með Benna, þar sem við Sigga burðuðumst með mjólkurbrús- ana til þess að létta undir með honum. Og þau voru ófá skiptin þar sem ég hljóp niður í Mjólk- ursamlag eftir skóla á föstudög- um, til þess að vita hvort ég mætti fara með honum heim. Hann kallaði mig stelpuna sína og brosandi sagði hann, að ég mætti fara með honum. Hlýjan skein úr augum hans og ég fyllt- ist gleði og var fljót upp í bílinn. Gunna tók mér opnum örmum þegar við komum frameftir. En sjálfsagt hefur hún haft nóg ann- að að gera og ekki þurft að bæta við fleiri börnum, en hún lét mig aldrei finna það. Í Laugarborg var alltaf nóg að gera og reyndi ég eftir bestu getu að hjálpa til en hvort það var gagn í því veit ég ekki. Þegar árin liðu fékk ég að aðstoða í mötuneytinu hjá Gunnu ásamt Siggu vinkonu minni þegar verið var að byggja Hrafnagilsskóla. Þar lærði ég margt. Kaffið sem ég lagaði þar í byrjun var ódrekkandi. En ekki fékk ég skammir, það er í þynnsta lagi kaffið sagði ráðs- konan – og ég lærði af þessu og vandaði mig betur næst. Ég hugsa oft, ef ég hef staðið frammi fyrir ákvörðunum varð- andi börnin mín, hvernig ætli Gunna hefði tekið á þessu, Aldrei gleymi ég því þegar við ungling- arnir lentum utan vega á bílnum hans Steina eftir ballferð og komum heim ósköp skömmustu- leg. Gunna var sofnuð og vöktum við hana með þessari frétt. Það voru ekki lætin, heldur talað ró- lega við okkur og þegar hún hafði fullvissað sig um að við værum ómeidd, þá taldi hún ekki ástæðu til þess að vera með hávaða. Elsku Gunna mín, veganestið sem þú sendir mig með út í lífið er ómetanlegt og minning ykkar hjóna mun ávallt fylgja mér. Við Úlfar kveðjum þig með þakklæti. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson) Elfa Bryndís Kristjánsdóttir. Guðrún Sveinbjörnsdóttir Andlát hennar rúmum tveimur sólarhringum síðar kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þótt al- varleg veikindi hennar væru ljós. Áratuga kynni okkar eru marg- vísleg. Gegnum félagsstarf af ýmsum toga höfum við upplifað margt saman með Trausta og Ingu. Skíðafélag, skálalíf, gömlu dansana, hjónaklúbb, ferðalög, útihátíðir, mótahald, útilegur, fé- lagsfundi, gönguferðir og ekki má gleyma kökukvöldunum. Minn- ingarnar eru bara góðar. Inga var miðpunktur fjölskyld- unnar og naut sín með blik í auga og spékopp á kinn. Það var óskap- lega gaman að heyra Ingu segja frá, – enda frásögnin blönduð góðri spauggreind. Hláturinn glaður og græskulaus. Það var sannarlega gaman að hlæja með henni. Samhent komu þau Trausti upp fallegu heimili þar sem farsæld fjölskyldunnar var í fyrirrúmi. Alltaf stóð hún eins og klettur með strákunum sínum, meðal annars á íþróttavellinum. Einkabílstjóri þeirra milli æfingastaða. Hag- ræddi matartímum í samræmi við æfingar. Strákarnir voru líka í góðum málum og góðum fé- lagsskap. Allir góðir félagar, sam- stilltir og nánir foreldrum sínum. Heilsunni fór hrakandi og Trausti vék ekki frá Ingu sinni í þessari þrautagöngu en „ekkert stöðvar tímans vald og vængja- blak“, eins og sagt var. Eiginmað- ur, synir, tengdadætur, barna- börn og aðrir ástvinir eiga um sárt að binda við ótímabært fráfall hennar. Á þessari kveðjustundu er efst í huga okkar þakklæti fyrir góð kynni, hjálpsemi og vináttu um árabil. Ástvinum Ingu sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Guðmundur H. Einarsson og Vilborg Runólfsdóttir. Fjölskylda mín og ég kynnt- umst Ingu fyrir rúmlega 23 árum þegar við fluttum í götuna Álfa- berg í Hafnarfirði. Hún kom bros- andi á móti okkur með þeirri vel- vild, góðmennsku og hlýju sem einkenndi hana alla tíð. Á þeim tíma voru flestir frum- byggjar götunnar að vinna að því að gera garða sína sem fallegasta og var Inga þar engin undantekn- ing. Á björtum vor- og sumar- kvöldum voru alltaf margir íbú- anna úti í görðunum að gróðursetja og bera saman bækur sínar um trjárækt og blómskrúð. Þá var líka margt barna í götunni sem voru úti að leika sér á sama tíma. Því má segja að Álfabergið hafi iðað af lífi og fjöri og sam- gangur íbúa mun meiri en þegar garðarnir voru tilbúnir og börnin orðin stór. Inga var mjög barngóð kona og fjarska vinsæl meðal barnanna í götunni. Hún átti ómælt magn af fótboltasleik- ibrjóstsykri sem var mjög eftir- sóttur og hún deildi út með mikilli gleði. Fór það svo að eitt sinn var hún kosin „vinsælasta konan“ í Álfabergi af börnunum þar og fékk blómvönd sem börnin tíndu sem verðlaunagrip. Dætrum mín- um var hún einstaklega góð og um tíma áttu þær skemmtilegar stundir hjá henni eftir skóla á meðan við foreldrarnir vorum við vinnu. Það er sjónarsviptir að Ingu og söknuður að því að sjá hana ekki lengur koma skeiðandi niður Álfa- bergið í gönguferð, en oft kom hún við hjá okkur þegar hún átti leið framhjá. Það er missir að elsku- legri konu sem ætíð var full góð- vildar og ljúfmennsku og öllum vildi gott gera. Megi Guð styrkja Trausta, synina þrjá, tengdadæt- urnar og barnabörnin sem voru Ingu einstaklega kær, svo og fjöl- skylduna alla. Við fjölskyldan kveðjum Ingu með virðingu og hjartans þakk- læti fyrir hennar vináttu, um- hyggju og elskusemi. Guð blessi minningu hennar. Laura Sch. Thorsteinsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.