Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 37
verunnar í garðinum, ræktaði líka blóm. Svo var hún með sérstakt saumaherbergi. Þar var sauma- vélin, efnisstrangar í hillum, Burda, Neue Mode svo ekki sé talað um öll dönsku blöðin. Hún saumaði öll föt á börnin sín, seinna bútasaumsteppi, föt á barnabörnin og alls kyns tækifær- isgjafir. Mikill gestagangur var á heimilinu, sérstaklega kringum ÚÍA-íþróttamótin þar sem tengdafaðir minn var í forsvari. Þá var hún stöðvarstjóri Pósts og síma, gegndi því starfi þar til hún flutti suður 1988, 16 árum eftir lát Þórarins. Á Sólvallagötunni eignaðist hún fallegt heimili þar sem allir voru velkomnir, varð það athvarf stórfjölskyldunnar enda leið tengdamóður minni best í hópi barna og barnabarna, vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Lengi vel bauð hún öllum í mat á miðviku- dagskvöldum, voru þá gjarnan eldaðir einhverjir nýstárlegir grænmetis- og baunaréttir. Svo var jólagrautarveisla fyrir jólin. Hún átti alltaf nýbakað eplapæ svo ekki sé talað um hrökkkexið og gerbollurnar. Á borðstofuborðinu voru þrjár saumavélar, hver með sitt hlut- verk, ásamt lampa með stækkun- argleri. Hún saumaði enn alls kyns gjafir 95 ára gömul þrátt fyrir sjónleysið, var bara með hliðarsjón eftir margra ára bar- áttu við kölkun í augnbotnum. Hvílíkur lífskraftur og æðruleysi. Hún tók þátt í starfsemi Blindrafélagsins, eignaðist þar marga góða vini. Árum saman sótti hún námskeið í íslenskri sögu við endurmenntunardeild Háskólans og 95 ára afmælisgjöf- in frá börnum hennar var tæki til að auðvelda henni að heyra fyr- irlestrana í skólanum. Hún naut þess að ferðast til út- landa, fór jafnvel í „útsýnisferðir“ auk allra ferðanna innanlands og utan sem hún fór í tengslum við sögunámið. Svona var Stefanía kjarkmikil og síung í anda, lét draumana rætast og gerði það sem hana langaði til. Hún hélt ut- an um hópinn sinn af mikilli ástúð og umhyggju og lét sig alla varða. Um leið og ég þakka tengda- móður minni samfylgdina sé ég hana fyrir mér í gulu sumarkáp- unni ganga hnarreist á vit nýrra tíma hvetjandi fólkið sitt að nýta tækifærin sem bjóðast og njóta lífsins meðan færi gefst. Ólöf Birna Blöndal. Hnarreist, brosandi og áhuga- söm um umhverfi sitt, menn og málefni, þannig myndi ég lýsa ömmu minni Stefaníu Ósk. Þessi lífsglaða kona hefur verið mér mikil fyrirmynd í lífinu bæði fyrir dugnað sinn og framtakssemi. Ekki veit ég um margar 95 ára konur sem sitja námskeið í endur- menntun Háskóla Íslands, ferðast út fyrir landsteinana til að fræð- ast um sagnfræði og bókmenntir og elda mat sem hvaða heilsu- veitingahúsaeigandi gæti verið stoltur af. Amma mín rak framan af ævi stórt og mikið heimili, kom tíu börnum til manns og sýndi vask- lega framgöngu í menningarupp- byggingu á Eiðum ásamt afa mín- um Þórarni Sveinssyni. Hún var frumkvöðull í matargerð, góð söngkona og rak um árabil sím- stöð á svæðinu. Í æsku þegar ég eyddi yndislegum sumrum hjá henni á Eiðum gerði ég mér ekki almennilega grein fyrir því að all- ar ömmur væru ekki endilega svona. Ég áttaði mig aðeins betur á því þegar amma dvaldi heilan vetur hjá okkur fjölskyldunni í Seattle í Washington á unglings- árum mínum til þess að passa upp á að ég fengi nú nógan mat og ein- hver væri heima þegar foreldrar mínir voru í háskólanámi. Þá tók ég eftir því að amma var alltaf að skoða umhverfi sitt, hvort sem það voru plöntur, hús eða fólk, hún rýndi í allt af miklum áhuga og forvitni. Hún kynntist alls kyns fólki og var komin með skyndilegan áhuga á kínverskum mat. Þarna hefur hún verið um sjötugt. Hún var mikil listakona með saumavélina, ekkert var of flókið og verk hennar spanna fatnað, leikbrúður, tehettur, jólaskraut og svo mætti lengi telja. Vélarnar voru nánast alltaf uppi á borð- stofuborði þegar ég kom í heim- sókn og nokkur verk í vinnslu samtímis. Eftir á að hyggja held ég að amma hafi geymt meira af efnum og efnisbútum í fataskáp- um sínum en fötum. Þessi stór- merkilega kona sem nú er fallin frá hefur kennt mér margt með afstöðu sinni til lífsins og veitt mér innblástur sem er dýrmætt veganesti í lífinu. Minning hennar mun lifa. Anna Sigríður Arnardóttir. Það er gæfa að hafa fengið að alast upp í nánd við ömmu mína, Stefaníu Ósk. Við fjölskyldan bjuggum á Eiðum í stuttan tíma og þar fór ég fyrst í grunnskóla í 7 ára bekk og síðar átti ég eftir að búa hjá henni yfir styttri tíma á sumrin, m.a. á unglingsárunum þegar vinnu var að hafa á Eiðum. Amma missti afa í bílslysi árið 1972. Þegar ég var í heimsókn hjá henni á Borgarspítalanum u.þ.b. viku áður en hún dó sagði hún mér enn og aftur frá því hvað afi hafði verið fallegur og góður mað- ur. Samband þeirra hjóna var mjög gæfuríkt en amma lét aldrei bera á neinu þó vafalaust hafi ver- ið einmanalegt fyrir hana að hann færi svona snemma og snögglega. Svo fylgdi á eftir ráðlegging, sem var einkennandi fyrir lífsgleði hennar, um að við ættum að njóta lífsins og ferðast nógu mikið með- an við gætum það. Afi minn, Þórarinn Sveinsson, féll frá áður en ég hafði aldur til að muna sterklega eftir honum, og í minningu minni er það amma sem stýrði öllu á Eiðum. Hún hafði yfir að ráða rafmagnsdrifinni prjóna- vél, vefstól, hefðbundnum sauma- vélum og ýmsum öðrum búnaði og hún framleiddi þarna peysur, buxur, skíðagalla og annað sem þurfti til að klæða eigin börn og barnabörn og það var enginn smá hópur. Hún átti það til að setjast við píanóið og syngja með og hún söng einsöng við messur og ýmsa atburði í sinni heimasveit. Hún sá auk þess um símstöðina á Eiðum. Samt gat hún tekið frá tíma til að liggja yfir saumablöðum, stúdera sönglög og raddsetningar, og taka sér sinn tíma í það sem hugurinn stóð til hverju sinni. Það sem var svo lærdómsríkt í fari hennar var einmitt það að sjá alltaf það jákvæða við allt í kring- um sig, sjá stöðugt eitthvað spennandi til að rannsaka og læra meira um, og gera eins mikið úr núinu og unnt var hverju sinni. Aldrei gerði hún sér rellu yfir smámunum né pirraðist yfir liðnu. Þó hún væri komin á efri ár var hún frjáls með alla hluti og hikaði ekki við að nota leigubíla og fara í ferðalög innanlands sem utan. Ömmu þótti alltaf mjög vænt um uppruna sinn í Bolungarvík. Ég fann að henni hlýnaði mjög um hjartarætur þegar hún minntist á ættarmótið á Bolungarvík síðasta sumar. Hún dáðist að hversu hljóðfæraleikur og söngur var ættmennum hennar sjálfsagður hlutur – ekki bara hinum ástsæla Mugison heldur einnig öðrum ættmennum. Henni var það mjög mikils virði þegar náðist að leið- rétta hið rétta nafn hennar í op- inberum skrám, þ.e. Júlíusdóttir, þannig að blóðböndum hennar væri þar rétt lýst. Mig langar að þakka Blindra- félaginu sérstaklega fyrir að hafa veitt ömmu minni frábæran fé- lagsskap í ferðum erlendis og á reglulegum samkomum. Til merkis um það hversu frábært starf er unnið af þeim, sem eru í forsvari fyrir og hafa félagsskap af þessu starfi, þá taldi amma það mikla gæfu að hún hafði misst sjónina að mestu því það varð til þess að hún hitti allt þetta frá- bæra fólk í Blindrafélaginu. Já, þvílík kona sem hún amma var. Við barnabörnin, barna- barnabörnin, systkinin og tengda- fólk kveðjum ömmu með þakklæti og söknuði. Þórarinn Sveinsson. Þá er kæra amma farin frá okk- ur. Þrátt fyrir háan aldur var hún hraust bæði á líkama og sál þar til undir það síðasta. Öll eldri barna- börn ömmu eiga yndislegar minn- ingar frá sumrunum á Eiðum en oft var stór hópur okkar þar sam- an kominn. Þar var margt hægt að bralla. Oftar en ekki gengum við niður að Húsatjörn eða Eiða- vatni til að veiða. Jafnvel alla leið niður að rafstöðinni við Fljótið. Húsið á Eiðum var stórt og gam- an að hlaupa um langa ganginn eða laumast inn í herbergið hans Jónsa frænda. Amma var mjög rík að barnabörnum og barna- barnabörnum og öll áttum við sér- stakan sess í hjarta hennar og hún í okkar. Matarboðin á miðviku- dagskvöldum á Sólvallagötunni heima hjá ömmu voru mikils virði og urðu til þess að amma skipaði stóran sess í lífi stórfjölskyldunn- ar. Amma tók á móti öllum opnum örmum og alltaf galdraði hún fram eplaköku og rjóma með kaffinu. Þó var amma upptekin ákveðna daga, en það var þegar hún var í Blindrafélaginu eða á fyrirlestrum um Íslendingasög- urnar í Endurmenntun Háskóla Íslands. Amma var langt á undan sinni samtíð þegar kom að mat- aræði. Að renna í gegnum upp- skriftabókina hennar frá 1938 er eins og að fletta í gegnum upp- skriftabók eftir Sollu í Grænum kosti. Hún var byrjuð að troða alls konar fræjum, hveitikími og hveitiklíði í uppskriftirnar sínar áratugum áður en fólk fór al- mennt að vera meðvitað um hversu mikilvægt hollt mataræði er. Það er ekki skrýtið hversu hraust hún var fram á síðasta dag. Hún var ótrúlega vel lesin. Þekkti öll heimsins höf, virtist þekkja Jesústyttuna í Ríó og Kínamúrinn jafn vel og styttuna af Leifi heppna og Hallgrímskirkju. Stundum hafði maður á tilfinning- unni að hún hefði margoft farið í heimsreisu. Nú er amma okkar dáin og söknum við hennar mikið. Blessuð sé minning hennar. Þórarinn, Örvar og Stefanía. Í dag kveðjum við ömmu mína, merkilega konu sem átti fáa sína líka. Sem barn fór ég öll sumur austur til Eiða og átti þar ynd- islegan tíma með frændsystkinum mínum. Samskiptin við hana juk- ust þó á fullorðinsárum þegar ég flutti á Sólvallagötuna fyrir rúm- um fimm árum. Mér fannst ekki amalegt að koma í heimsókn til hennar meðan ég var í fæðingar- orlofi með strákinn minn og þau tvö náðu mjög vel saman. Hún hafði líka einstakt lag á honum Pálma mínum eins og öðrum börnum, söng mikið fyrir hann og kunni að ég held allar barnagælur síns tíma. Einnig var ansi skraut- legt að fylgjast með þeim í elting- arleik, Pálmi rétt nýbyrjaður að valda fótum og amma gamla á tí- ræðisaldri á öndverðum meiði og við það að missa valdið á sínum. Heimili ömmu var annað heim- ili Pálma enda fórum við mæðgin stundum saman niður til hennar og hún kunni lagið á okkur báð- um, gaf mér kaffi og gætti þess að eiga alltaf ávexti eða súkku- laðirúsínur sem kitluðu bragð- lauka hans. Þegar Pálmi var rúm- lega árs gamall kom frænka hans að passa hann. Eitthvað hefur kúturinn náð að skæla því amma með sína daufu heyrn kom æðandi inn um dyrnar og barnapían varð að giska á að þetta hlyti að vera amman af neðri hæðinni og þorði ekki annað en að eftirláta þeirri gömlu barnapíustörfin. Þegar Pálmi var hálfs árs gamall settist ég á skólabekk og amma passaði stundum strákinn svo ég fengi frið til að læra og var það ómet- anleg hjálp. Guttinn komst upp á lagið með það og ef honum leidd- ist uppi hjá foreldrum sínum, sem var á tímabili nánast daglega, þá var hann farinn niður til að hitta löngu sína sem var alltaf tilbúin til að leika við hann, lesa og syngja. Amma var með mikla sjónskerð- ingu og þurfti því virkilega að leggja sig fram við að lesa fyrir hann og þótt ég byðist til að lesa þá var viðkvæðið hjá þeim stutta: „Nei, amma á að lesa.“ Það var líka yndislegt að fylgjast með þeim í sófanum hjá henni þar sem hún kastaði koddum í hann og huldi hann með þeim, ég veit ekki hvort þeirra hló og skemmti sér meira í þeim leik. Amma lét sjón- og heyrnar- skerðingu ekki stoppa sig og var virkasti eldri borgari sem ég hef kynnst. Hún ferðaðist mikið bæði innanlands og erlendis og hún var aldrei eins örg í skapi eins og þeg- ar hún var veik og varð að vera heima. Hún lifði fyrir félagsskap og góðar samverustundir og hélt lengi vel vikulegar fjölskyldusam- komur á miðvikudögum sem margir sakna enn þann dag í dag. Takk fyrir allar hlýju minning- arnar sem þú gafst okkur. Sólveig Dögg og Pálmi Gunnar. Kær nágrannakona frá Eiðum hefur lokið göngu sinni hér á jörð. Sú vegferð hefur staðið yfir í heil 95 ár. Mig langar fyrir hönd litlu fjölskyldunnar á Garði að kveðja hana Stefaníu í Þórarinshúsi með nokkrum orðum. Ármann, fóstur- pabbi minn, og Inga, kona hans, voru samtíða þeim Þórarni og Stefaníu allan kennsluferil hans á Eiðum. Við bjuggum á Garði sem var fyrir ofan Þórarinshús, svolítið af- skekkt frá Alþýðuskólanum, þannig að leið okkar í skólann lá um hlaðið hjá þeim Þórarni og Stefaníu. Líklega hefur það gert dagleg samskipti ennþá meiri en ella hefði verið. Ég held að ég hafi fljótt orðið heimagangur í Þórar- inshúsi þegar ég kom á 2. ári í fóstur í Eiða og yngstu systkinin þar urðu leikfélagar mínir og miklir vinir. Minningarnar eru því margar og góðar um þennan tíma. Verkaskiptingin á heimilinu var mjög nútímaleg og Stefanía vann við ýmislegt meðfram hefð- bundnum heimilisstörfum. Má þar nefna ritfangaverslun fyrir nemendur Alþýðuskólans í húsinu þeirra og hún var símstöðvar- stjórinn og yfirmaður pósthúss- ins. Það var gaman að fá að af- greiða símtöl og sortéra póstinn en eitt sumar vann ég við það hjá Stefaníu. Þá kynntist ég henni sem hálffullorðin og upp frá því urðum við góðar vinkonur. Árin hennar Stefaníu á Eiðum einkenndust af umsýslu ýmiss konar og dagurinn hefur oft verið langur hjá henni eins og hús- mæðrum á þessum tíma. Ég sé hana fyrir mér hressilega, síkvika og starfandi. Hún var afskaplega listræn og hafði fallega söngrödd sem hún hefði trúlega gert meira með en aðstæður hennar leyfðu. Hún saumaði fínustu föt og síðar bútasaumslistaverk og í raun var heilt herbergi í húsinu fyrir alla efnisstrangana og saumavélarn- ar. Þarna átti Stefanía sínar góðu stundir og töfraði fram alls kyns þarfaþing og listaverk. Sennilega hefur Stefanía fengið ýmsar hug- myndir úr dönsku blöðunum sem hún var áskrifandi að og þær nýtti hún sér á heimilinu á ýmsan hátt. Þar má nefna ýmsa góða rétti með framandi bragði og nýstárlegri matreiðslu, ræktun á grænmeti og ýmsum blómjurtum til prýði við húsið auk margs annars. Eitt verð ég líka að nefna sem vakti at- hygli margra sveitamannanna, en það voru sólböðin á blettinum við húsið. Þegar ég hugsa til þessara ára á Eiðum þá dettur mér einhvern veginn í hug Gunnjóna, ein af uppáhaldspersónum mínum úr bókum barna minna, en sú kona færði sveitina bara til sín fyrst sveitin gat ekki komið til hennar. Þannig var Stefanía, mjög hug- myndarík og ekkert virtist henni ómögulegt. Að eiga þannig ná- granna er gott og gefandi og þannig finnst mér að lífið í Þór- arinshúsi hafi verið. Börnin fengu þar frjálslegt uppeldi en sú sýn sem þau drukku með móður- mjólkinni var víð enda fóru allar 5 dætur Stefaníu til útlanda á ung- lingsárum, ýmist í skóla eða í vist. Þetta var liður í þroska og mennt- un þeirra og var alls ekki sjálfsagt á þeim tíma. Við mæðgurnar frá Garði erum mjög þakklátar fyrir Eiðaárin og okkar góðu nágranna, fólkið í Þór- arinshúsinu. Þar er svipur Stef- aníu Óskar sterkur. Blessuð sé minning mætrar konu. Eygló Eiðsdóttir. „Við megum alls ekki ganga hratt, hún Guja systir er svo slæm í mjöðmunum.“ Þetta sagði elsku Stefanía áður en hún sveif á braut langt á undan okkur, sporlétt og þráðbein í baki. Við vorum stadd- ar saman í Ósló sumarið 1981, Stefanía, mamma, Guja, systir Stefaníu frá Bolungarvík, Unnur Björt 7 ára gömul dóttir mín og ég. Þar áttum við fimm saman dýrðardaga. Við fórum á Munk- safnið, skoðuðum erótískar teikn- ingar eftir Picasso og fórum í ótal margar hannyrðaverslanir undir dyggri leiðsögn Stefaníu sem þekkti borgina mætavel. Við fjórar fylgdum í humátt á eftir henni og þekktum sem betur fer glæsilegan baksvipinn í mann- mergðinni. Stefanía var mikil og góð vinkona mömmu minnar, Dagbjartar Kristjánsdóttur. Þær kynntust á Eiðum þegar mamma kenndi þar við Alþýðuskólann og Stefanía sá um Póst og síma. Þær mamma fóru saman í ótal ferðalög bæði innanlands og utan. Oft var hlegið að ýmsum uppákomum og atvikum úr ferðum þeirra. Á Eið- um hafði Stefanía alið upp öll sín 10 börn, ásamt eiginmanni sínum Þórarni Sveinssyni kennara. Allt- af var jafn gaman að heimsækja Stefaníu og fá hana í heimsókn. Henni fylgdi gleði og léttleiki og alltaf var mikið hlegið. Yfirleitt var endað á hlátri þótt við værum að tala um sorglega, al- varlega atburði og málefni. Stef- anía var mikil hannyrðakona og stórkostleg saumakona. Sauma- vélin lék í höndum hennar, einnig eftir að hún fór að missa sjón. Fyrir rúmum 20 árum var mér boðið á óskaplega fína árshátíð. Mig langaði að vera í rauðum síð- um kjól. Ég leitaði á náðir Stef- aníu og bað hana að sauma á mig kjólinn. Það var auðsótt mál og úr varð hin glæsilegasta flík. Fyrir nokkrum árum átti Rakel, yngri dóttir mín, að leika Rauðhettu í skólanum sínum. Ég fann enga einustu húfu sem minnti á Rauð- hettu. Ég hringdi í Stefaníu og spurði hvort hún ætti eitthvað þess háttar. „Komið þið bara strax til mín, ég ætla að gá hvað ég get gert.“ Við drifum okkur til Stefaníu og vorum hjá henni í rúman klukkutíma. Það skipti engum togum að hún saumaði þá fínustu Rauðhettuhúfu sem ég hef augum litið. Fyrir fáum árum saumaði hún dásamlega fallegar og vandaðar hliðartöskur handa kvenkyns af- komendum sínum. Mér var mikill heiður sýndur þegar hún gaf mér, dætrum mínum og Sæbjörtu ömmustelpu einnig svona fallegar hliðartöskur. Við erum allar mjög stoltar af að eiga töskurnar frá henni. Það er dýrmætt að hafa fengið að kynnast og þekkja Stefaníu. Hún var svo sannarlega vinur vina sinna, heil, sönn og hjartahlý. Ég sakna þess að líta í heim- sókn til Stefaníu, gæða mér á gómsætri eplaköku með rjóma, spyrja hana frétta af afkomend- unum og horfa á hana fletta í niðjabókinni sinni. Auðvitað þurfti hún að halda nákvæmt bók- hald yfir öll ömmubörnin og lang- ömmubörnin. Ég votta dætrum hennar, son- um, tengdabörnum og öllum af- komendunum mína dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu Stefaníu. Hafðu þökk fyrir allt. Rós Ingadóttir. Látin er í Reykjavík Stefanía Ósk, ekkja Þórarins Sveinssonar, kennara við Alþýðuskólann á Eið- um, en hún er ein af þeim sem settu mikið mark á æsku okkar systkina. Stefanía var móðir „hinna Þórarinsbarnanna“ á Eið- um, en þau eru jafnaldrar okkar systkina og fóstursystur okkar. Um og eftir miðbik síðustu aldar var á Eiðum sérstakt samfélag kennara, starfsfólks og nemenda Alþýðuskólans. Þótt ekki væru fjölskyldurnar margar voru börn stór hluti íbúanna. Á nær hverju heimili voru 1-2 börn en miklu munaði um tíu börn Þórarins og Stefaníu og átta börn hjá Þórarni skólastjóra og Sigrúnu konu hans. Stefanía var ein af þeim sem settu mikinn svip á lífið á Eiðum. Hún var sterkur persónuleiki, hrífandi og hláturmild og það sópaði af henni. Söngrödd hafði hún mikla og fagra og var hún ein aðaldrif- fjöðrin í kirkjukórnum. Hún var listamaður í eðli sínu en jafnframt jarðbundin, drífandi og hörku- dugleg. Hún lét sig ekkert muna um að reka bókabúð ásamt bónda sínum og gerast stöðvarstjóri Pósts og síma eftir lát hans. Í „Þórarinshúsi“ hjálpuðust allir að og Þórarinn var langt á undan sinni samtíð í jafnréttismálum, því ósjaldan sá hann um heimilið í fjarveru húsmóðurinnar. Þegar hugsað er til Stefaníu eru barna- leikir og fjölmenn afmæli ofarlega í huga. Halda þurfti upp á afmæli allra þessara barna sem þeir „Þórarinar“ áttu. Matarlystin var góð og runnu veitingar Stefaníu ljúflega niður. Eitt tilsvar Stefan- íu í miðri afmælisveislu er greypt inn í barnshugann. Þegar sí- svangur drengur kallaði: „Stef- anía, get ég fengið meira kakó?“ kom svarið um hæl: „Þetta er ekki kakó, þetta er súkkulaði.“ Þannig var Stefaníu rétt lýst. Þrátt fyrir takmörkuð efni setti hún metnað sinn í að bjóða gestum aðeins upp á það besta, þó mikið súkkulaði hafi þurft í allan þennan barna- skara. Þórarinshús stóð austar- lega á skólalóðinni á Eiðum og stækkaði Þórarinn húsið smám saman eftir því sem börnunum fjölgaði. Húsið stóð vestanundir hól sem við börnin kölluðum aldr- ei annað en Þórarinshól og var hann eitt af aðalhópleikjasvæðum bernskunnar. Stutt var að leita huggunar hjá Stefaníu þegar eitt- hvert okkar fékk skrokkskjóðu í leik eða þóttist misrétti beitt og alltaf átti hún til huggunarorð. Hænsn og kálgarð ræktaði Stef- anía til búdrýginda og hollustu- auka. Eggjaframleiðslan varð víst aldrei mikil. Til þess voru hænsn- in of skemmtilegir leikfélagar fyr- ir okkur krakkana. Það kenndi oft framandi grasa í garði Stefaníu og var skarfakál eitt þeirra en það var fátítt uppi á Héraði, þá sem nú. Hollustu skarfakálsins rómaði Stefanía, sem sannur Vestfirðing- ur, en hún fæddist í Bolungarvík. Hún var ung flutt í fóstur austur á Seyðisfjörð og var Jón fóstri hennar, aldraður, hluti af bernskumynd okkar Eiðabarna. Að hafa alist upp á Eiðum á þess- um árum er ómetanlegt. Við minnumst Stefaníu með þakklæti í huga og sendum börnum og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg, Ingibjörg Einarsd., Þórarinn, Stefán, Sigurður Þór, Ragnheiður Helga, Hjörleifur og Halldór.  Fleiri minningargreinar um Stefaníu Ósk Júlíusdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.