Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 www.volkswagen.is Volkswagen Touareg Komdu og reynsluaktu Volkswagen Touareg Það sem er auka- búnaður hjá öðrum er staðalbúnaður hjá okkur Touareg V6 3.0TDI Blue Motion, 245 hestöfl, sjálfskiptur kostar 11.790.000 kr. Það sem maður getur étið! Égmá ekki komast í snittur ogsmárétti. Þá ræðst ég á borðið og fæ mig eigi hamið. „Hún hefði nú átt að kunna sér maga- mál,“ ímynda ég mér að hinir gest- irnir myndu segja og hrista höf- uðið í þann mund sem ég væri borin út úr fínni veislu í sjúkrabör- um. „Ekkert hægt að gera við kon- una nema pumpa upp úr henni,“ myndi sjúkraflutningamaðurinn segja á meðan hann drægi varlega yfir mig teppi. Svona til að lafandi bumban sem ylti yfir aðra hlið sjúkrabaranna myndi ekki sjást al- veg jafn mikið. (Ég myndi þakka honum fyrir það síðar með kon- fektkassa þar sem þetta hefði látið mig líta aðeins betur út á myndinni í Séð og heyrt). Ég gæti séð fyrir mér fyrisögnina á þeirri grein; „Ung kona (30) tapar sér á hlaðborði og springur fyrir framan gesti.“ Með myndi fylgja mynd af mér spariklæddri, nema þar sem bumban slapp út, með bros á vör þó að örlitla þján- ingu mætti sjá í augum mér vegna ofáts. Skömmu síðar myndi önnur grein fylgja á eftir og fullvissa les- endur um að ég hefði náð fullri heilsu. Væri aftur tekin til við að hesthúsa heilu bakkana af skinku- rúllum og ostum og kexi. Slafrandi í mig sem aldrei fyrr. Upp úr þessu myndi ég skrifa undir samning að mínum fyrsta sjón- varpsþætti. Hann yrði tískutengd- ur og myndi fjalla um það hvar ég gæti keypt sem stærstar buxur til að troða veislubelgn- um ofan í. Ég vissi jafnvel hvar ég gæti fundið mér bikiní- buxur sem mæti troða ofan í öllum heila búðingnum. Ég er svitastorkin og með súkku- laðiklessu á enninu þegar ég ranka við mér á sóf- anum. Í draumnum er ég komin með halarófu heilbrigðisstarfs- manna og heilsugúrúa á eftir mér sem vilja lögsækja mig. Mikið er nú gott að þetta var bara draumur þó að blessuð bumban sé vissulega til staðar. Mæja masar Varúð Það er hætta á því að þessi springi, færið ykkur fjær. Ung kona (30) tapar sér á hlaðborði og springur fyrir framan gesti. Mæja masar maria@mbl.is Magnús Eiríksson og Pálmi Gunn- arsson hafa starfað óslitið saman undir merkjum Mannakorna frá árinu 1975 þegar þeir félagar stofn- uðu hljómsveitina. Á morgun verða þeir með tónleika í Háskólabíói þar sem þeir flytja klassískar Manna- korna-perlur í bland við efni af nýja disknum ásamt Ellen Kristjánsdótt- ur, Stefáni Má Magnússyni, Bene- dikt Brynleifssyni, Þór Úlfarssyni og Kjartani Valdemarssyni. Spilað saman frá 1975 Mannakorn í Háskólabíói Morgunblaðið/Eggert Tónlist Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson spila saman. mannsnafn þar í landi. Mér fannst þetta mjög áhugavert því ég hef oft velt fyrir mér kynjahlutverkunum og hvernig maður myndi sjá sjálfan sér fyrir sig sem karlmann. Úr varð að ég ákvað að finna nafna mína í Lettlandi, kynnast því hvernig kynímyndin brýst fram í gegnum nafnið og finna sjálfa mig upp á nýtt í leiðinni. Flestir Lettarnir sem ég hafði unnið með í verkefniu þekktu einhvern sem hét Valdis og leitin varð því auðveldari en ég hélt. Um leið komst ég að því að nafnið Valdís er alls ekki algengt á Ís- landi en ég fann bara eina Valdísi í sex stærstu grunnskólum höfuðborg- arinnar. Í Lettlandi ber hins rétt inn- an við 1% karlmanna nafnið Valdis, það eru um 7500 lettneskir karlmenn á móti 350 íslenskum Valdísum. Því varð úr að ég notaði ekki myndir af íslenskum Valdísum með eins og ég ætlaði mér í fyrstu,“ segir Valdís. Kölluð Valdi Í Lettlandi þýðir nafnið Valdis sá sem ræður og kemur líklegast af þýska orðinu „wald“. Valdís grúskaði nokkuð í sögu nafnsins og komst að því að nafnið ætti sér lengri sögu hér- lendis. Til eru íslensk skjöl frá 14. öld þar sem kvenmannsnafnið Valdís kemur fyrir en í Lettlandi verður nafnið vinsælla um 1900 eftir stríðið þegar foreldrar vildu síður gefa börn- um sínum rússnesk nöfn og sóttu frekar í þýskan nafnasjóð. Valdís tók myndir af nöfnum sín- um á öllum aldri og tókst síðasta dag- inn að fá 20 mínútna fund með Valdis Dambrovsksis. Náði hún því öðrum frægasta Valdis samtímans í Lett- landi á mynd. Valdís segir að flestir nafnar sínir hafi ekki vitað að nafnið þeirra væri kvenmannsnafn í öðru landi en þótt það forvitnilegt. „Elsti maðurinn sem ég myndaði var rúmlega sjötugur og sagði við mig að ég gæti ekki heitið Valdis á meðan ég dveldi þar í landi því það væri karlmannsnafn. Héðan í frá ætl- aði hann því að kalla mig Valda, sem er kvenkyns útgáfan, og ég ákvað að vera ekkert að móðga hann með því að segja honum að Valdi væri karl- mannsnafn á Íslandi. Þegar verkefnið spurðist út vildu allir fá að vita hvort ég hefði hitt Zatlers eða Dam- brovskis,“ segir Valdís. Sambland af Valdi(í)sum Valdís tók andlitsmynd af nöfn- um sínum og myndaði síðan sjálfa sig í sama stíl. Hún klippti myndirnar saman og skeytti saman þannig að þær eru portrettmyndir í úrklippustíl eða „collage“ líkt og aðferðin kallast á ensku. „Útkoman var öðruvísi og furðu- leg en ég var ánægð með hana og finnst að ég hafi myndaði sterkari tengsl við nafnið mitt eftir þetta grúsk. Ég vonast líka til að þetta verði til þess að upphefja nafnið aftur á Íslandi til að það falli ekki í gleymskunnar dá,“ segir Valdís. Ljósmyndir hópsins hafa þegar verið sýndar á ljósmyndahátíðinni Encont- ros da Imagem í Braga, Portúgal og BursaFotoFest í Tyrklandi. Sýningin verður sýnd hérlendis í Norræna húsinu í samstarfi við FÍSL í janúar á næsta ári. Klippimyndir Valdís Thor og Valdis Karulis renna hér saman í eitt. Valdís Thor hefur m.a. tekið ljósmyndir fyrir tímaritið Grape- vine og franska dagblaðið Liber- ation. Hún hefur haldið tvær sýningar. Sú fyrsta hét 101 og gaf Valdís sjálf út bók tengda sýningunni í 101 eintaki. Þá hélt hún sýningu í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Myndir af lettneskum nöfnum Valdísar verða til sýnis í Norræna húsinu í janúar næstkomandi en mynd- ir Valdísar má skoða á: www.valdisthor.com. Bókaútgáfa og ljósmyndir VALDÍS THOR www.valdisthor.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.